Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík: Kosningabaráttan dauf- leg og fór seint af stað - segja kosningastjórar framboðslistanna Garðabær kaupir land BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur skrifað undir kaupsamning um kaup á tveimur spildum úr Arnarneslandi. Landið er samtals rúm- lega 21,2 hektarar og kaupverðið rúmar 52,5 milljónir króna. Að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar bæjarstjóra er gert ráð fyrir lágri íbúðarbyggð með einbýlishús- um, raðhúsum og hugsanlega fjöl- býlishúsum á landinu. Spilda A, með Bæjarbrautinni að Smára- hvammslandi, verður fyrst skipu- lögð en óvíst er hvenær lóðimar VEÐUR koma til úthlutunar. I spildu A er gert ráð fyrir 170 íbúðum og sagði Ingimundur að nokkuð gæti dregist að til úthlutunar kæmi. Samkvæmt aðalskipulagi bæjarins er gert ráð fyrir að úthluta að jafnaði 65 íbúð- um á ári. KOSNINGASTJÓRAR framboðs- listanna í borgarstjórnarkosning- unum telja margir að kosninga- baráttan að þessu sinni hafi farið seint af stað og verið dauflega. Kom þetta fram í viðtölum Morg- unbiaðsins við kosningastjórana í gær um kosningabaráttuna, en tekið skal fram að ekki tókst að ná tali af fulltrúa Flokks mannsins. Hvert atkvæði skiptir máli Guðmundur Magnússon, kosn- ingastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði að góður andi ríkti í röðum sjálfstæð- ismanna fyrir kosningarnar. „Við finnum meðbyr og erum stað- ráðnir í að vinna sigur í þessum kosn- ingum. Við munum ekkert slaka á fyrr en kjörstöðum hefur verið lokað á laugardaginn. Kosningabarátta okkar hefur verið í hefðbundnum farvegi og allt sem við ætluðum að VEÐURHORFUR I DAG, 24. MAI YFIRLIT í GÆR: Á Grænlandshafi er 1.027 mb hæð og þaðan hæðarhryggur austur um ísland, en grunnt lægðardrag við strönd Grænlands norður af íslandi. SPÁ: í dag verður hæg, breytileg átt og víðast bjartviðri á landinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt, þurrt og víðast bjart- viðri. Svalt i veðri við norður- og austurströndina, en sæmilega hlýtt yfir daginn annars staðar. HORFUR Á LAUGARDAG: Suöaustlæg átt og hlýnandi veður. Rign- ing víða á Suður- og Vesturlandi, en þurrt og sennilega léttskýjað norðaustanlands. Heiðskírt TÁKN: ó a Léttskýjað Qk Hálfskýjað Á Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r f r r r / / Rigning r r r * r * r * r * Siydda r * r * * * * * * * Snjókoma ■j 0° Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir * V E1 — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 5 léttskýjað Reykjavík 6 léttskýjað Bergen 8 rigning Helsinki 11 skýjað Kaupmannahöfn 15 skýjað Narssarssuaq 2 þoka Nuuk +1 þoka Osló 11 rigning Stokkhólmur 14 skúr Þórshöfn 7 alskýjað Algarve 20 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Barcelona vantar Berlin 22 lóttskýjað Chicago 11 skýjað Feneyjar 24 skýjað Frankfurt 21 skýjað Qlasgow 13 skúrásíð. klst. Hamborg 17 skýjað Las Palmas 24 léttskýjað London 21 léttskýjað Los Angeles 14 léttskýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Madrid vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal 7 alskýjað NewYork 12 léttskýjað Orlando 22 alskýjað Paris 20 skýjað Róm 28 skýjað Vfn 21 léttskýjað Washington 13 léttskýjað Winnlpeg 9 léttskýjað gera hefur verið gert og það hefur gengið upp. Síðan verður að koma í ljós á kjördag hvort við höfum náð til kjósenda. Við höfum fengið hag- stæðar niðurstöður í skoðanakönn- unum og erum ánægðir með það, en um leið höfum við áhyggjur af því á vissan hátt, og erum að reyna að koma þeim skilaboðum til kjósenda að skoðanakannanir og úrslit kosn- inga hafa ekki farið saman hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að fólk mæti á kjörstað. Kosningabaráttan hefur að sumu leyti verið svolítið einkennileg og hún fór seint af stað. Það sem vakið hef- ur mesta athygli mína er að blöð vinstri flokkanna hafa verið heldur máttlítil í þessari kosningabaráttu. Sérstaka athygli mína hefur vakið hve Þjóðviljinn hefur verið prúður, en miðað við kosningabaráttuna 1986 eru andstæðurnar sterkastar hvað varðar málflutning hans. Þá var hann helsti sóknarvettvangur andstæðinga sjálfstæðismanna í Reykjavík, en núna hefur blaðið ekki fylgt kosningabaráttunni eftir í fréttaskrifum eins og áður, og það sama má reyndar segja um Alþýðu- blaðið og Tímann." Átti von á meiri baráttu Ámundi Ámundason, kosninga- stjóri Nýs Vettvangs, sagði kosn- ingabaráttuna hafa gengið mjög vel, en hann hefði átt von á meiri baráttu. „Ég er mjög ánægður með það að Sjálfstæðisflokkurinn fór í kosn- ingabaráttu. Mér finnst baráttan hafa verið málefnaleg og ekki hafa farið í nein leiðindi eins og oft vill verða, og samstarf flokkanna bak við tjöldin hefur verið mjög gott. Þar sem framboð Nýs vettvangs hefur aldrei verið áður þá bjóst ég við að erfiðara yrði fyrir okkur að marka okkur þann bás sem við erum komn- ir í núna, og ég bjóst við að hinir flokkarnir myndu heyja harðari kosningabaráttu. Mér finnst okkur hafa tekist mjög vel til, og ég mun alla vega upp- skera mjög vel. Ég er sannfærður um að H-listinn fær 25% atkvæða og fjóra menn kjörna. Ég finn greini- lega að það hefur verið jafnt og st.ígandi fylgi frá því að við byrjuð- um, og það er ljóst að kjósendur hafa gert það upp við sig að valið standi eingöngu á milli H-listans og D-lfstans.“ Lítið um skoðanaskipti Steinar Harðarson, kosningastjóri Alþýðubandaiagsins, sagði að kosn- ingabaráttan að þessu sinni hefði einkennst af litlum áhuga almenn- ings í Reykjavík, sem þó hefði vaxið nú síðustu dagana fyrir kosningar. „Mér finnst það koma æ betur í Ijós hvað peningar og auglýsingar hafa mikið að segja í kosningabar- áttu. Hún fer æ meira fram í formi auglýsinga, og minna í formi skoð- anaskipta um málefni og stefnur. Framan af kosningabaráttunni hefur áhugaleysi fólks e.t.v. stafað af því að mönnum finnist ljóst að Sjálfstæð- isflokkurinn haldi meirihluta stnum. í okkar liði er mjög góð samstaða. Við höfum lagt megináherslu á að dreifa áróðri á götum úti, og haldið kostnaði í lágmarki. Félagar okkar reka þessa baráttu fyrir okkur. Aftur á móti virðist t.d. kosningabarátta Sjálfstæðisflokks að verulegu leyti rekin með stuðningi atvinnulífsins, þar sem menn skrifa sig fyrir auglýs- ingum og kosta þær. Að sumu leyti er þetta því ójafn leikur. Þegar aug- lýsingar og fjármagn skipta svona miklu máli í kosningabaráttunni, er lýðræðið í verulegri hættu. Það er erfitt að meta stöðuna nú rétt fyrir kosningar. Skoðanakann- anir undanfarið hafa stangast mikið á, og mjög erfitt er að spá í stöð- una. Síðustu sólarhringarnir geta haft veruleg áhrif. Miðað við síðustu kosningar hefur orðið veruleg breyt- ing í herbúðum Alþýðubandalagsins, en hér er samhent og baráttuglatt lið sem er að takast á við þetta erf- iða verkefni, og andinn er afskaplega góður. Fyrir íjórum árum var vissu- lega meiri ágreiningur -í kosninga- stjóm og í framkvæmd kosningabar- áttu G-listans, og- að því leyti er miklu ánægjulegra að vinna í þess- ari baráttu. Ef maður tekur mark á skoðanakönnunum eru horfurnar ekki eins góðar og síðast. Við fengum þá 20,5% fylgi, og allt undir því er vissulega hreint tap.“ Ekki örugg með mann inni Unnur Stefánsdóttir, kosninga- stjóri Framsóknarflokksins, sagði kosningastarf á vegum Framsóknar- flokksins hafa gengið mjög vel, og allir sem leitað hafi verið til hafi verið mjög jákvæðir. „Allt sem við höfum gert hefur gengið að óskum og síðan kemur í ljós hvað það skilar sér í atkvæðakassana. Kosningabar- áttan hefur greinilega færst mikið í það að fara fram í útvarps- og sjón- varpsstöðvum og frambjóðendur okkar haft mest að gera á því sviði. Mér finnst of mikið hafa verið talað um Nýjan vettvang, sem ég tel reyndar bara vera gamla flokka und- ir nýju nafni. Eðlilega hefur Sjálf- stæðisflokkurinn verið mikið í um- ræðunni þar sem hann hefur svo mikinn meirihluta. Það er áberandi að hann hefur notað tækifærið og opnað aha mögulega hluti upp á síðkastið, sem hefði verið hægt að gera fyrr, en þeir auðvitað ákveðið að gera rétt fyrir kosningar. Sjálf- stæðismenn hafa mikið fylgi, en ég efast um að þeir fái fleiri en 10 menn kjöma. Við gerum okkur það alveg ljóst að við þurfum á öllu að halda til að halda okkar manni inni, og við erum engan vegin örugg um það nema fólk sé nógu duglegt að hjálpa okkur.“ Skoðanakannanir dregið úr spennunni Guðrún Erla Geirsdóttir, kosn- ingastýra hjá Kvennalistanum, sagði að kosningabaráttan hefði farið mjög hægt af stað, og framan af hafi greinilega verið lítill áhugi á kosning- unum, en það hafi komið sér mjög á óvart. „Nýr vettvangur er nýtt afl sem nú kemur inn og vekur athygli, og við erum frekar óhressar með hvað fjölmiðlar hafa hoppað á þetta nýmæli og skilið okkur eftir í umræð- unni. Annars hefur undirbúningur okkar og kosningabarátta alveg gengið upp. Þar sem við höfum ver- ið að koma fram höfum við mætt hlýhug og góðvild, og við teljum að við höldum okkar fylgi. Ég fylgdist vel með kosningabar- áttunni fyrir átta árum og þá var vissulega meiri barátta á ferðinni, en ég held að skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum vikum hafi dregið verulega úr spenn- unni. í þeim könnunum er reyndar ótrúlega há prósenta óvissuatkvæða, og mér fínnst sjónum hafa allt of lítið verið beint að því.“ Bragðlítil kosningabarátta Metúsalem Þórisson, kosninga- stjóri Græns framboðs, sagði kosn- ingabaráttuna hafa verið dauflega og bragðlitla. „Mér finnst fólk vera áhugalaust og það telji framhaldið vera nokkuð öruggt. Hvað okkur varðar þá höfum við ekki getað kynnt okkur á borð við aðra sem notað hafa auglýs- ingar, en við höfum þó fundið það eftir því sem fleiri vita um framboð okkar að fólk er jákvætt. Við finnum því meðbyr, en hvað hann fleytir okkur hins vegar langt vitum við ekki. Við teljum þó að fylgi 0kkar muni aukast mikið frá því sem skoð- anakannanir hafa gefið til kynna.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.