Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 20
ÍS 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Akranes: Slök fjármálastjórn eftir Benedikt Jónmundsson Meirihlutaflokkarnir í bæjar- stjórn Akraness, Framsóknarflokk- ur og Alþýðubandalag, hafa tekið undir stefnuskrá sjálfstæðismanna hvað varðar fjármálastjóm bæjar- ins. Þeir viðurkenna hinsvegar ekki að þeim hefur mistekist að hafa stjórn á fjármálum og framkvæmd- um bæjarsjóðs á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Hér verða nefnd nokkur dæmi úr ársreikningum bæjarsjóðs sem bera þess glögglega merki hvernig fjármálastjórn á ekki að vera. Lántökur Lántökur fóru fram úr fjárhags- áætlun á hverju ári kjörtímabilsins, þ.e.a.s. árið 1986 um 17,9 mkr. 1987 um 8,9 mkr., 1988 34,9 mkr., 1989 um 5 mkr., eða samtals um- fram áætlun 66,7 mkr., og hefur þetta í för með sér að heildarskuld- ir bæjarins hafa á kjörtímabilinu hækkað um 31 mkr. umfram verð- bólgu. Heildarskuldir bæjarins eru því 87% af árstekjum og er það áhyggjuefni fyrir bæjarbúa. Framkvæmdir Sjálfstæðismenn gagnrýndu mjög hvemig meirihlutinn stóð að verklegum framkvæmdum og verk- eftirliti. Ýmsar framkvæmdir á kjörtíma- bilinu fóm verulega fram úr fjár- hagsáætlun og má þar t.d. nefna eftirtaldar: Framkvæmdir við Brekkubæjar- skóla fóru fram úr áætlun árið 1986 6,1 mkr., 1988 4,8 mkr. og 1989 4,6 mkr., eða samtals 15,5 mkr. Framkvæmdir við Grundaskóla fóru árið 1986 7,3 mkr. fram úr áætlun. Framkvæmdir við Jaðars- bakkalaug fóru árið 1988 29,8 mkr. fram úr áætlun. Gatnagerð í gatnagerð var ástandið ekki betra hvað fjármálastjórn meiri- hlutans viðkemur, því á hveiju ári kjörtímabilsins fóru gatnafram- kvæmdir fram úr áætlun svo millj- ónum skipti, jafnvel þótt sumum framkvæmdum samkvæmt áætlun hafi verið kippt út. Alögur á bæjarbúa Til að klóra í bakkann hefur meirihlutinn með dyggri aðstoð AI- þýðuflokks hvað eftir annað hækk- að álögur á bæjarbúa í formi stór- hækkaðra fasteignagjalda, útsvars og aðstöðugjalda á undanfömum árum. Fjárhagsáætlun Eins og bæjarbúum er kunnugt Benedikt Jónmundsson „Til að klóra í bakkann hefiir meirihlutinn með dyggTÍ aðstoð Alþýðu- flokks hvað efitir annað hækkað álögur á bæj- arbúa í formi stórhækk- aðra fasteignagjalda, útsvars og aðstöðu- gjalda.“ þá var ijárhagsáætlun bæjarins fyr- ir árið 1990 byggð á röngum for- sendum hvað varðar tekjur, þar sem í ljós kom að Akraneskaupstaður hafði fengið ofgreiddar 24 mkr. frá ríkissjóði vegna staðgreiðslu árið 1989, sem þýðir 32 mkr. of háa tekjuáætlun ársins 1990. Góður fjármálastjómandi hefði bmgðist skjótt við og endurskoðað fjárhagsáætlun og endurskipulagt fjármálin með tilliti til fram- kvæmdagetu, en það var öðm nær hjá meirihlutanum, því hann hafn- aði tillögu sjálfstæðismanna um endurskoðuri á fjárhagsáætlun árs- ins sem lögð var fram í bæjarráði nú nýlega. Lokaorð Af því sem hér hefur verið rakið má ljóst vera að fjármálastjórn núverandi meirihluta hefur bmgðist gjörsamlega á kjörtímabilinu. Það em því öfugmæli meirihlutans að tala um góða fjármálastjórn og að skynsamlega hafí verið unnið að framkvæmdum. Höfundur er bæja.rfulltrúi og skipar 1. sætilista Sjálfstæðistlokksins á Akranesi við bæjarstjórnarkosningarnar. Neyðaróp frá ráðherra eftirPál V. Daníelsson Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra er farin að óttast mjög um gengi ríkisstjórnarinnar í sam- bandi við sveitarstjómarkosningarn- ar. Gengur svo langt að hún tekur þau tvö sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu, þar sem vinstri menn hafa verið í meirihluta, út úr og gefur þeim í krafti ráðherravalds vottorð um góða fjárhagsstöðu, að vísu byggða á gömlum reikningum, síðasti frá árinu 1988. Þannig er hún farin að reyna að hafa áhrif á kosningarnar í sveitarfélögum þar sem hún á hvorki atkvæðisrétt né búsetu og virðist því ekki hafa áhyggjur af því hvaða skuldabaggi og fjármálaóreiða skellur yfir íbú- ana. Fjárnám og uppboð á ráðhúsinu Hvað Hafnarfjörð snertir þá fór „ Allir sem til fjármála þekkja vita að hér er um blekkingar að ræða, bæjarstjórinn ber fiilla ábyrgð á fjárnámi í ráð- húsinu og uppboðsaug- lýsingunni og hefði sýnt nokkurn manndóm ef hann hefði viðurkennt sannleikann og beðið afsökunar á þeirri hneisu, sem hann hefur valdið bæjarbúum.“ allt á hvolf í fjármálum bæjarins á árinu 1989. Skuldir meira en tvö- földuðust, skuldabréf, sem bærinn fékk upp í gatnagerðargjöld o.fl., voru seld jafnvel áður en blekið þorn- aði á undirskriftinni, í verðbréfa- markaði Fjárfestingarfélagsins með miklum afföllum og á ábyrgð bæjar- sjóðs og svo þegar ábyrgðin verður virk þá er málum ekki sinnt af hálfu bæjarins, heldur er Iátið gera fjámám í sjálfu ráðhúsi bæjarins. Það sýnir lítil tök á fjármálum bæjar- sjóðs. Og miskunnsemin gagnvart skuldara bréfsins er ekki mikil að láta innheimtu- og lögfræðikostnað hrúgast upp á þennan hátt. Bæjarstjórinn í felum Þegar svo allt er komið upp þá sést ekki mynd af bæjarstjóranum heldur reynir hann að skýla sér á bak við embættismenn og fær vott- orð frá verðbréfamarkaði Fjárfest- ingarfélagsins til að reyna að koma ranglega sök á embætti bæjarfógeta í þessu efni. Allir sem til fjármála þekkja vita að hér er um blekkingar að ræða, bæjarstjórinn ber fulla ábyrgð á íjámámi í ráðhúsinu og Páll V. Daníelsson uppboðsauglýsingunni og hefði sýnt nokkum manndóm ef hann hefði viðurkennt sannleikann og beðið af- sökunar á þeirri hneisu, sem hann hefur valdið bæjarbúum. Verðbréfamarkaður Fjárfesting- arfélagsins lýsir svo yfír ánægju með viðskiptin við Hafnarfjarðarbæ og skyldi engan undra því hann hefur keypt margt skuldabréfið með háum afföllum eins og fjármagnskostnað- ur bæjarsjóðs segir til um. En ekki er vottorðsgjöfin traustverkjandi fyrir verðbréfamarkaðinn. Stuðningur við ríkisstjórnina Þótt félagsmálaráðherra í sam- vinnu við flokksmenn sína í Kópa- vogi og Hafnarfirði vilji halda stöðu ríkisstjórnarinnar utan við þessar kosningar, þá ætti fólk að sjá um hvaða samspil er að ræða. Félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurðar- dóttir, hefði ekki farið að skipta sér með óeðlilegum hætti af innanbæjar- málum í öðmm sveitarfélögum en sínu eigin ef hún legði ekki það mat í þessar kosningar að í þeim kæmi fram álit fólks á ríkisstjórninni og atkvæði ríkisstjórnarfiokkunum greidd væru stuðningur við hana. Þess vegna lætur hún slá upp nafni sínu í Alþýðublaði Hafnarfjarðar. Höfundur er viðskiptafræðingur. BURI í bitaformi en traustur sem fyrr MUNDU EFTIR OSTINUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.