Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
21
Að loknu kosninga- #
sjónvarpi í Kópavogi
eftirÞorvald Veigar
Guðmundsson
Það fer ekki á milli mála að höll-
in sem á að byggja í Kópavogi fyrir
næsta heimsmeistaramót í hand-
bolta hefur verið mál málanna í
kosningabaráttunni hér í bæ.
í kosningasjónvarpi sl. sunnudag
bentu sjálfstæðismenn á, að alvar-
legir gallar væru á þeim hönnunar-
hugmyndum sem fram hafa verið
lagðar, húsið væri of lítið. Fulltrúa
framsóknarmanna leiddist karp um
íþróttahúsið og taldi að með upplýs-
ingum sínum væru sjálfstæðismenn
að „yfírbjóða" stærð hússins. Full-
trúi kvennalistans vildi ekki „eyða
svona miklú púðri á þetta hús“ hún
vildi heldur ræða um leikvelli og
barnaheimili og gerði sér enga grein
fyrir því að um leið og verið er að
tala um þessa miklu framkvæmd er
verið að tala um að byggja ekki leik-
velli eða bamaheimili, þótt óbeint
sé. Fulltrúi Alþýðubandalagsins
flutti góða vamarræðu og reyndi að
drepa málinu á dreif, en svaraði
engu og fulltrúi Alþýðuflokksins
gerði svipað nema hann sagði að
samningurinn byggðist á „hugmynd
að húsi“. Samt var samið um fast
framlag ríkisins!
Varðandi stærð hússins þá skildi
ég sjálfstæðismanninn svo, að ekki
væri verið að tala um yfírboð, heldur
hversu stórt húsið þurfi að vera til
þess annarsvegar, að uppfylla þær
kröfur sem alþjóðahandboltasam-
bandið gerir um fjölda áhorfenda-
sæta, stærð leikvalla, aðstöðu fyrir
sjónvarp og fréttamenn o.s.frv., og
hinsvegar til þess að uppfylla ís-
lenskar öryggiskröfur um breidd á
milli sæta, stærð útidyra, fordyri
o.fl. Þessar kröfur verður að upp-
fylla, annars verður heimsmeistara-
keppnin einfaldlega ekki haldin í
húsinu.
Hér er um að ræða geysistóra
framkvæmd fyrir bæjarfélag eins
og Kópavog. Jafnvel þótt kostnað-
aráætlun sú sem gerð hefur verið
standist, á Kópavogur að leggja
fram um 600 milljónir kr. Þetta er
meira en allt framkvæmdafé Kópa-
vogs í ár og þetta er hlutfallslega
verulega meira en samanlagður
kostnaður við að byggja bæði Perl-
una og ráðhúsið í Reykjavík. Nú er
það alkunna að áætlanir hafa mikla
tilhneigingu til að fara úr böndunum,
enda segja þeir sem gerðu umrædda
áætlun, að kostnaðurinn muni liggja
á bilinu 8-1100 milljónir. Þó er
greiðsla ríkisins óbreytanleg. Þar við
bætist að flýta verður ýmsum gatna-
framkvæmdum, gerð bflastæða og
fleiru sem Kópavogur verður ábyrg-
ur fyrir að byggja áður en heims-
meistarakeppnin fer fram, þ.e. á
komandi kjörtímabili. Ofan á allt
þetta kemur svo í ljós að stærð húss-
ins er verulega vanreiknuð. Það er
líklegt að Kópavogur verður að
borga milljarð eða meira í þessa einu
framkvæmd. Allur þessi aukni
kostnaður plús ijármagnskostnaður
kemur á Kópavogsbæ einan, en ekk-
ert á ríkið samkvæmt núverandi
samningi.
En það er ekki bara bygging húss-
ins sem þarf að hyggja að, það þarf
að reka húsið að lokinni heimsmeist-
arakeppninni. Nú er tap á rekstri
„Otvíræð forsenda fyrir
að taka upp samninga
við ríkið eru alvarleg
mistök í frumhönnun.
Hér er ekki verið að
ræða um smáupphæð,
heldur nokkur hundruð
milljónir króna. Því er
svo komið að eina leiðin
fyrir okkur félags-
hyggjufólk, sem viljum
halda áfram félagslegri
uppbyggingu í Kópa-
vogi, er að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn.“
íþróttahússins Digraness í Kópa-
vogi. Tap á rekstri Laugardalshallar-
innar á síðastliðnu ári var yfir 20
milljónir. Laugardalshöllin hefur þó
fram til þessa verið eina stóra húsið
Þorvaldur Veigar Guðmundsson
á höfuðborgarsvæðinu. Handbolta-
höllin í Kópavogi verður miklu stærri
og dýrari í rekstri. Það er mikil þörf
fyrir íþróttahús í Kópavogi, en það
er ekki þörf fyrir 4.000 áhorfenda-
sæti eins og verður í húsinu á loka-
stigi. Hitunarkostnaður, viðhald og
allur rekstur svo stórs húss verður
mikill, svo mikill að þótt húsið verði
í stöðugri notkun vegna æfínga-
flokka, þá hlýtur að verða mikið tap
á því, ekki minna en á Laugardals-
höllinni, þ.e.a.s. milli 20-30 milljónir
á ári. Þessum peningum væri betur
varið í að styrkja íþróttafélögin til
ýmiskonar starfsemi heldur en að
greiða viðhald og hitunarkostnað
fyrir 4.000 áhorfendasvæði, sem
sjaldnast væri setið í.
Það virðist svo sem margt áhuga-
fólk um íþróttir í Kópavogi geri sér
vonir um, að eitt mjög stórt og veg-
legt íþróttahús í bænum muni gera
Kópavog að stórveldi í íþróttum, eða
a.m.k. í handbolta.
Góð aðstaða er aðeins hluti af því
sem þarf til að ná góðum árangri,
mörg áhorfendasvæði eru enginn
hluti af því. Það var ekki aðstaðan
sem gerði Akranes að stórveldi í
knattspymu á sínum tíma né Hafn-
arfjörð að stórveldi í handbolta.
Góða aðstaðan kom seinna. Það
þarf að styrkja innviði íþróttahreyf-
ingarinnar í Kópavogi en ekki að
byggja um hana gullramma.
Sjálfstæðismenn eru þeir einu sem
gefið hafa yfirlýsingu um að þeir
muni gera kröfu urn bættan hlut
Kópavogs. Þeir ætla að fá ríkið til
að greiða eðlilega stóran hlut af
kostnaði þessarar byggingar og taka
á sig stærri hluta af áhættunni en
Kópavogur. Ótvíræð forsenda fýrir
að taka upp samninga við ríkið em
alvarleg mistök í frumhönnun. Hér
er ekki verið að ræða um smáupp-
hæð, heldur nokkur hundruð milljón-
ir króna. Því er svo komið að eina
leiðin fyrir okkur félagshyggjufólk,
sem viljum halda áfram félagslegri
uppbyggingu í Kópavogi, er að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn.
Höfundur eryfírlæknir &
Landspítala.
„Æ, ég nenntí ekki aö kjósa“
eftirFriðrik
Sophusson
Ég hitti kunningja minn á götu
kvöld eitt í síðustu viku. Við röbbuð-
um saman stutta stund. Talið barst
að borgarstjórnarkosningunum.
Hann sagðist hafa rætt við fjölda
fólks. Allir virtust sammála um að
Sjálfstæðisfiokkurinn ynni yfír-
burðasigur. í lok samtalsins tjáði
hann mér að hann væri á fömm til
útlanda snemma næsta morgun.
Af rælni spurði ég hann hvort hann
hefði ekki kosið utankjörstaða.
Hann svaraði: „Æ, ég nennti ekki
að kjósa. Það munar hvort eð er
ekkert um eitt atkvæði.“
Að sjálfsögðu spá langflestir
Sjálfstæðisflokknum stórsigri í
komandi borgarstjórnarkosningum.
„Sá, sem segist ekki
nenna að kjósa, er í
raun að taka afstöðu
með andstæðingunum.
Þess vegna skiptir
mestu máli að við not-
um kosningaréttinn.“
Staða Sjálfstæðisflokksins er sterk,
ríkisstjórnin óvinsæl og minnihluta-
flokkamir sundraðir og málefna-
snauðir. Slíkt ástand hlýtur að gefa
óskabyr. Það er því óhætt að vera
hæfilega bjartsýnn á hagstæð kosn-
ingaúrslit. Of mikil sigurvissa er
hins vegar ekki góður förunautur í
kosningabaráttunni.
Við höfum margfalda reynslu af
Friðrik Sophusson
því að fylgi Sjálfstæðisflokksins er
ofmetið í skoðanakönnunum.
Stuðningsfólk D-listans veit hvað
það vill. Fjölmargir hinna óákveðnu
em að velta fyrir sér hvern vinstri
flokkanna skuli velja.
Mikið fylgi f skoðanakönnunum
getur valdið andvaraleysi. Við verð-
um að hafa hugfast að skoðana-
kannanir era ekki kosningaúrslit.
Það eru atkvæðin í kjörkössunum
sem gilda. Við getum því ekki leyft
okkur að treysta eingöngu á aðra
kjósendur. Sá, sem segist ekki
nenna að kjósa, er í raun að taka
afstöðu með andstæðingunum. Þess
vegna skiptir mestu máli að við
notum kosningaréttinn. Það munar
um sérhvert atkvæði. Einnig þitt.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Lækkun fasteignaskatta í Keflavík:
Bæj arslj órinn fór
með rangt mál
eftir Ellert Eiríksson
í útvarpsumræðum á Rás 2 á
þriðjudagskvöldið sl. spurði Broddi
Broddason fréttamaður Jónínu
Guðmundsdóttur fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins um kosningaloforð
okkar um lækkun fasteignaskatta
um 10%.
Jónína gat þess að hægt væri
að gera það samkvæmt fyrirliggj-
andi heimildum. Bæjarstjórinn, full-
trúi Alþýðuflokksins, fullyrti að það
væri rangt, og ef það yrði gert,
mundi framlag úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga lækka til Keflavíkur-
bæjar, um tugi milljóna.
Staðreyndir málsins eru eftirfar-
andi:
Þann 14. desember 1989 sam-
þykkti bæjarráð Keflavíkur að
leggja á fasteignaskatta sem hér
segir: A. af íbúðarhúsi 0,4%. B. af
öðra húsnæði 1,0%.
Þann 27. febrúar 1990 í sam-
bandi við þjóðarsátt og kjarasamn-
inga breytti félagsmálaráðherra og
varaformaður Alþýðuflokksins
álagningarreglum og heimilaði 10%
lækkun frá fyrri samþykkt án þess
Ellert Eiríksson
að skerða framlög úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga.
Ríkisstjórnin sendi sveitarfélög-
„Hér með lofar Sjálf-
stæðisflokkurinn því að
strax um næstu áramót
verði fasteignaskattar
Keflvíkinga lækkaðir
um 10%.“
unum tilmæli um lækkun skatta,
því var hafnað í Keflavík.
Launþegar ættu að veita þessu
sérstaklega athygli. Til staðfesting-
ar er hér birt bréf félagsmálaráð-
herra frá 27. febrúar 1990 þar sem
fram koma eftirfarandi álagningar-
reglur: A. Af íbúðarhúsnæði 0,36%.
B. Af öðru húsnæði 0,9%.
Það er sörglegt til þess að vita
að núverandi meirihluti ogtalsmenn
hans vita ekki betur eða fara vísvit-
andi með rangt mál. Sérstaklega
þegar þjóðarsátt við launþega er
gerð um takmarkaðar launahækk-
anir og skattalækkanir í staðinn.
Enn furðulegra af Alþýðuflokknum
að taka ekki mark á ráðleggingum
eigin ráðherra.
Samband íslcnskra svcltarfélaga
b.t. Magniisar E. Ouöjónssonar, framkv.stj.
Háaleitisbraut 11
108 Reykjavík.
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ -
1111
Hiyntf
27. febriiar 1990.
í sambandi viö nýgeröa kjarasamninga aöila vinnumarkaöarins átti rlkisstjórnin
í því skvni aÖ grciöa fyrir kiarasamninaum samþykkti ríkisstjórnin ýmsar
róöstafanlr. M.a. ákvaÖ hún aö beita sér fyrir endurskoöun á hundraöshluta
mcöalnýtingar tckjustofna svcitarfélaga sem skilvröi fyrir framlögum úr Jöfnunarsjóöi
sveitarfélaga, enda er ljóst aö í kjarasamnlngunum felst ventlegur fjárhagslegur ávinningur
fyrir svcitarfélögin.
AÖ fenginni umsögn stjórnar Sambands ísl. svcitarfélaga hefur félagsmálaróöhcrra
ákvcöiö aö breyta ákvöröun fró 30. nóv. sl. um eölilega nýtingu tckjustofna sveiturfélaga á
órinu 1990 þannig aö hún vcröi eftirfarandi:
Útsvör
AÖstöÖugjaJd
7,5%
65%
ilnýting aöstööugjaldsstofns.
Fastcignaskattur;
1. Fasteignir samkv. liö a í 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga 0,36% <P.
2. Fastcignir samkv. liöb í 3. gr. laga um tckjustofna sveitarfélaga 0,9%. /.<£>
Þetta tilkynnist yöur meÖ ósk um aöþessarí breytingu veröi strax komiÖ á framfæri
vlö svcitarfélögin.
Hér með lofar Sjálfstæðisflokk-'
urinn því að strax um næstu ára-
mót verði fasteignaskattar Keflvík-
inga lækkaðir um 10%. Þessu mark-
miði er auðvelt að ná, aðeins með
því að koma lagi á fjármál bæjar-
ins, og hætta greiðslu dráttarvaxta
af langtímalánum, en þær námu
8,3 milljónum króna 1989.
Höfundur er sveitarstjóri í
Garðinum og er fyrsti maður á
lista Sjálfstæðisflokksins í
Keflavík.