Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 22

Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Kraftmíkínn Kópa- vog 1990-1994 eftir Gunnar Birgisson Bæjarstjórnarkosningarnar nálg- ast nú 'óðfluga og íbúar hinna ýmsu sveitarfélaga velja þá menn, sem þeir treysta best fyrir stjórnun þeirra. í Kópavogi hefur baráttan verið óvægin og hörð af hálfu A-fiokk- anna, og borið blæ örvæntingar þeirra manna, sem eru í nauðvörn. Sjálfstæðismenn hafa lagt höf- uðáherslu á málefni sem þeir telja bæjarfélaginu til bóta og framfara. Vinstri flokkarnir hafa hinsvegar haft málefnin skör neðar almennri ófrægingu á einstökum frambjóð- endum Sjálfstæðisflokksins. í stað þess að skrifa um málefnin beinist orka Alþýðubandalagsins, með Valþór Hlöðversson í broddi fylkingar, að því að slíta úr sam- hengi atriði úr skrifum sjálfstæðis- manna um óskyld mál, raða þeim saman á ný og birta þannig sennileg- ar blekkingar fyrir lesandann að trúa. Þessi aðferð Valþórs er vel þekkt úr áróðurstækni Leníns og gengur á fræðimáli undir nafninu „disin- formation" sem mætti kalla rang- upplýsingastefnu á íslensku. I gamla daga var þetta nú bara kallað rógur og lygi. En með nútíma útgáfutækni getur þetta litið sennilega út á pappír sérdeilis þegar þetta er fram- sett með fallegu letri og stílþrifum atvinnublaðamanns á borð við Val- þór Hlöðversson frá Fijálsu framtaki hf. Sjálfstæðismenn hafa sett fram heilsteypta stefnuskrá í bæjarmálum Kópavogs, sem hefur það megin- markmið að vilja hag bæjarins og íbúa hans sem mestan. Við þessa stefnuskrá mun Sjálfstæðisflokkur- inn standa fái hann til þess styrk. Fjármál Við sjálfstæðismenn höfum lagt áherslu á að stöðva skammtíma- skuldasöfnun bæjarins, sem hefur verið lir.nulaus allt síðasta kjörtíma- bil. Heildarskuldir bæjarins eru nú á milli 1.300 og 1.400 milljónir króna. En bókhald þeirra vinstrimanna í Kópavogi er með þeim hætti, að þeir skila ekki af sér endurskoðuðum reikningum fyrir kosningarnar, sem þætti Iíklega ekki gott ef fyrir dyrum stæði aðalfundur sameignarfyrir- tækis. En Kópavogur er auðvitað sameignarfyrirtæki allra bæjarbúa, ekki bara einkafyrirtæki A-flokk- anna,eins og þeir leyfa sér að reka það. Eru þessi vinnubrögð við bók- haldið vísvitandi dráttur eða eru þetta aðeins léleg vinnubrögð og slei- farlag. Taka verður rekstur bæjarins til endurskoðunar til aukinnar skil- virkni og gera verður úttekt á rekstr- inum. Markviss rekstur er forsenda þess að bæjarfélag geti dafnað. Við sjálfstæðismenn viljum selja fyrirhugað stjómsýsluhús á Fann-. borg 4. Okkur vantar betri stjórn- sýslu en ekki húsnæði undir stjórn- sýslu, — við höfum nóg af því. Framkvæmdir og atvinnulíf Það er mikið nauðsynjamál, að ljúka endurbyggingu gömlu gatn- anna í Kópavogi. Það er sanngimis- mál gagnvart því fólki sem við þær býr og hefur íbúa lengst greitt sín gjöld til bæjarins. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram áætlun um að ljúka þessari endur- byggingu á næstu 4 ámm. þessi framkvæmd er löngu tímabær og það er ekki hægt að bjóða íbúunum upp á einn eitt kjörtímabil svika í þessum málaflokki, eins og meiri- hlutinn hefur leyft sér hvert kjörtímabil s.l. 12 ár. Þessi framkvæmd er einnig nauð- synleg vegna tilkomu sameiginlegr- ar skolpfráveitu höfuðborgarsvæðis- ins, þar sem öllu skolpi frá Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík verður dælt út fyrir Akurey 1996. Þá verður nauðsynlegt að vera búinn að að- skilja regnvatn og skolp, þar sem greitt verður fyrir dælingu hvers lítra. Kostnaður vegna viðhalds gömlu gatnanna og leka í vatnskerfínu nemur nálægt 40 milljónum á ári hveiju. Það er því ljóst, að hér er um mjög arðbæra framkvæmd að ræða fyrir bæjarfélagið til viðbótar almennri vellíðan borgaranna og minnkun slysahættu á börnum og öldruðum sérstaklega. Vatnsveitukerfí bæjarins þarf að styrkja eins og íbúar í Engihjalla geta borið vitni um, þegar vatnið þar nær ekki nema upp á fjórðu hæð. Einnig þarf að leggja stofn- lagnir frá Smiðjuhverfi í Fífuhvamm, úr Fífuhvammi þarf að leggja að nýju sundlauginni og ennfremur að vatnsgeyminum við Digranesveg til þess að hann geti gegnt því hlut- verki sem honum var ætlað í upp- hafi sem þrýstingsjafnandi miðlun- argeymir. Vatnslagnir eru einnig skilyrði byggðar í Smárahvamms- og Fífuhvammslandi og er veitan frá Smiðjuvegi forsenda þess. Eitt af forgangsverkefnum okkar sjálfstæðismanna er að stuðla að því að fá ný atvinnufyrirtæki til bæjar- ins. Til þess þurfum við að auglýsa okkur og gera bæinn aðlaðandi. Til greina kemur að veita fyrirtækjum sem hér vilja byggja tímabundinn gjaldfrest á gatnagerðargjöldum. Bæjarfélagið verður því ávallt að hafa nægt lóðaframboð. Á það skort- ir mikið í dag. Einnig er mikilvægt að skapa viðlegu fyrir fiskiskip í Kópavogshöfn til þess að iðnaður tengdur sjávarútvegi geti þrifist og dafnað hér í Kópavogi. Umhverflsmál Sjálfstæðismenn hafa lagst fram tillögu um, að Fossvogsdalur verði gerður að útivistar- og íþróttasvæði. Margt kemur til greina. Til dæmis mætti hugsa sér 9 holu golfæfinga- völl, göngubrautir sem nota má til skíðagöngu á vetrum en skokks á sumrum. Fossvogsdalurinn er náttúru- paradís eins og hann er. Það er því engin þörf á að hrúga í hann of miklu af mannvirkjum og kostnaði þeim tengdum. Sjálfstæðismenn leggja mikla áherslu á umhverfíð. Við viljum rækta opin svæði og hreinsa strand- lengjuna þannig að hún verði aðlað- andi til útivistar. Sú kemur tíð fyrir næstu aldamót, að sjór verður hæfur til baða í vogunum á ný. Að því munum við sjálfstæðismenn vinna í samvinnu við nágrannasveitarfélög- in. Skóla- og menningarmál Sjálfstæðismenn vilja samfelldan og lengri skóladag yngri barna. Stefna viljum við að einsetnum skól- um og að þeir verði miðstöðvar tóm- stunda- og æskulýðsstarfs. Skólinn er mikilvægasta uppeldis- stofnun barnanna okkar utan heimil- Gunnar Birgisson „Sjálfstæðismenn hafa sett fram heilsteypta steftiuskrá í bæjarmál- um Kópavogs, sem hef- ur það meginmarkmið að vilja hag bæjarins og íbúa hans sem mest- an. Við þessa steftiu- skrá mun Sjálfstæðis- flokkurinn standa fái hann til þess styrk.“ isins. Fyrir framtíð þjóðarinnar er mikiivægt að sú menntun, sem þar er veitt skili sér í hæfum einstakling- um og betur undirbúnum en annars staðar gerist. Því verðum við að stefna að aukinni skilvirkni í menntakerfínu og auka gæði í skóla- starfi og kennslu eftir föngum. Ákvarðanir í skólamálum er best að taka í samráði við foreldra. Ekki eins og nú er staðið að málum með fyrirhuguðum flutningi 12 ára bekkja úr Kársnesskóla í Þingholts- skóla án samráðs við foreldra. Enn vafasamari virðist sú ráðagerð að skipa lítt reyndan frambjóðanda Al- þýðubandalagsins í skólastjórastöðu við Kópavogsskóla og ganga þannig fram hjá reyndum kennurum skólans. Skoðanir foreldra ættu að koma til álita við slíkar stöðuveiting- ar. Samkvæmt samningi við ríkið frá 1983 skal ríkið reisa hótel- og veit- ingaþjónaskóla í Kópavogi. Efndir hafa til þessa engar orðið eins og því miður á fleiri sviðum samskipta ríkis og sveitarfélaga. En flest sveit- arfélög telja til skulda hjá ríkinu vegna sameiginlegra framkvæmda. Er tímabært að ríkið taki sig á og greiði skuldir sínar við sveitarfélögin í stað þess að heija með sífellt auk- inni skattheimtu eins og nú síðast með álagningu virðisaukaskatts á framkvæmdir sveitarfélaga. Við sjálfstæðismenn viljum knýja á um, að þessi skóli verði reistur sem fyrst í Kópavogi í samræmi við fyrir- liggjandi samning. Kosningarnar á laugardaginn í kosningum á laugardaginn kjósa Kópavogsbúar um það, hvort haldið skuli áfram á braut aukins bæjar- reksturs og minnkandi fram- kvæmda. hvort haldið skuli áfram á braut óreiðu í fjármálum og söfnun dýrra skulda, ómarkvissra fram- kvæmda og ábyrgðarlausra ákvarð- ana í hagsmunamál Kópavogsbúa, eins og í hinum dæmalausa samn- ingi A-flokkanna við ríkið um bygg- ingu íþróttahallarinnar. Þar létu A-flokkarnir ginnast til að skrifa undir samning um að byggja vanhannað hús, sem hvorki uppfyllir byggingarreglugerðir né brunamálasamþykktir. Né heldur rúmar höllin þeirra þann áhorfenda- fjöjda, sem tilskilinn er af hálfu al- þjóða handknattleikssambandsins. Og ekki virðast kennslustofurnar eiga að verða aðlaðandi að lokinni keppni. í þeim verður 6,5 metra loft- hæð og allt að 150 metra vegalengd verður að leggja undir fót á milli þeirra. Kostnaður Kópavogs af hinni ráð- gerðu framkvæmd A-flokkanna mun nema um 1.200 milljónum króna meðan ríkið greiðir aðeins 300 millj- óna króna fast framlag. Alla áhættu ætla þeir A-flokkamenn Kópavogi að bera og fyrirliggjandi stækkun hússins lendir á Kópavogi svo hundr- uðum milljóna skiptir. Við sjálfstæðismenn teljum að A-flokkarnir hafí gert sig seka um þvílík afglöp í samningum um þessa mikilvægu framkvæmd, að þeir hafi dæmt sig úr leik við það að gæta hagsmuna Kópavogs í þessu máli sem öðrum. Við sjálfstæðismenn viljum fá fram endurskoðun á þessum samn- ingi á sanngirnisgrundvelli til þess að þetta mál fái farsælan endi fyrir Kópavog og að íþróttahöllin geti ris- ið hér í Kópavogi okkur og allri þjóð- inni til sóma. Góðir Kópavogsbúar. Kjósum Kópavogi farsæla framtíð á laugar- daginn kemur. Kjósum D-listann fyrir kraftmikinn Kópavog 1990- 1994. Höfundur skipar 1. sæti D-Iistans, lista SjálfstæðisBokks, íKópavogi. STOLAR, BORÐ LEGUBEKKIR BLOMAKER HJOLABORÐ OG FLEIRA Gullfalleg garðhúsgögn í sumarbústað inn, blómagarðinn eða garðstofuna. Sterk og góð. Þau eru iitekta og þola að standa úti allan órsins hring. Seljum einnig bœði lítil og stór blómaker, ein mest seldu blómaker í Evrópu. Gœðavara ó góðu verði. Þriggja dra óbyrgð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.