Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
„Perlan“ á Öskjuhlíð:
Uppbygging heitra potta og vatnsfalla
Kjörið fyrir gesti og gangandi í tengslum við „Perluna“
Bygging Hitaveitu Reykjavíkur á
Öskjuhlíð er sannkölluð perla, því
bæði er hún sérstætt og fagurt
mannvirki auk þess að bjóða uppá
sérstæða möguleika til mannamóta,
félagslífs og tómstunda.
Það hefur staðið nokkur styrr
um þessa byggingu eins og reyndar
ráðhúsið á Tjarnarbakkanum og
það er ekkert óeðlilegt við slíkt
þegar í stórt er ráðist og margir
hafa sitthvað til málanna að leggja.
Það er hins vegar sannfæring mín
að báðar þessar umdeildu bygging-
ar eigi eftir að verða stolt Reyk-
víkinga og reyndar þjóðarinnar allr-
ar. Aræðnir athafnamenn hrundu
þeim af stað og tóku af skarið.
Mótbárurnar á fyrsta fallinu fara
sífellt þverrandi því rökin fyrir
ákvörðunum eru sífellt að sanna sig
betur og betur, glæsileiki, hag-
kvæmni og reisn sem stækkar
ásýnd hversdagsbaráttunnar.
Á fárra vikna fresti hef ég fylgst
með þessum framkvæmdum og þá
sérstaklega „perlunnar“ á Öskjuhiíð
og það hefur bæði verið fróðlegt
og skemmtilegt að fylgjast með
hvernig þessi bygging verður til,
mótast jafnt og þétt eins og sjálf
perlan í skelinni.
Veitingastaðurinn undir gler-
hjálminum verður staður þar sem
„Perlan“ á Öskjuhlíð.
gestum gefst kostur á að fara í
eins konar útsýnisferð í lágflugi
yfir Reykjavík og nágrenni á einni
klukkustund, því hringgólf hússins
fer einn hring á klukkustund. Þá
bendir allt til þess að vetrargarður-
inn milli vatnstankanna verði aðlað-
andi og sérstæður staður fyrir gesti
og gangandi.
Astæðan fyrir grein minni er hins
vegar aðallega sú að brydda upp á
nýjum möguleika í tengslum við
„perluna" á Öskjuhlíð. Þeim mögu-
leika að byggja upp í tengslum við
útsýnishúsið aðstöðu, m.a. með
heitum pottum, útfærðum „læk“ í
sama dúr og þegar best gerðist í
Nauthólsvík, eins konar smekklega
Árni Johnsen
afmarkað heitavatnssvæði á þess-
um stórkostlega stað sem Öskju-
hlíðin er. Þarna er slagæð hitaveit-
unnar og með stórvirkinu á Nesja-
völlum kemur nóg vatn til á næsta
ári. Með þessu móti er hægt að
auka enn notagildi „perlunnar“ á
Öskjuhlíð og nýta kosti sem njóta
almennra vinsælda og eru einkar
aðgengilegir bæði með tilliti vatns-
öflunarinnar og útivistarsvæðisins
sjálfs.
Það er ekki meiningin með þess-
ari hugmynd að óska eftir tilbúnum
lækjarsprænum um alla Öskjuhlíð
heldur á afmörkuðu svæði nálægt
útsýnishúsinu og í nánum tengslum
við það, þar sem heita vatnið gæti
fossað og bullað í keijum, lækjum
og fossum, gestum og gangandi til
hollustu og yndisauka, og víst er
að margir myndu vilja baða sig við
slíkar aðstæður beint úr æð.
Málefnafátækt
Nýs vettvangs
eftir Guðrúnu Zoega
Málflutningur Nýs vettvangs í
kosningabaráttunni hefur vakið
nokkra athygli og einkum fyrir
málefnafátækt og fyrir það, að svo
virðist sem staðreyndir skipti engu
máli. í heilsíðuauglýsingu sem birst
hefur í dagblöðum að undanförnu
eru svo miklar rangfærslur, að ekki
verður hjá því komist að leiðrétta
nokkrar þeirra.
Umferðaröngþveiti og
fleiri slys
Nýr vettvangur heldur því fram,
að sjálfstæðismenn vilji umferðar-
öngþveiti og fleiri slys. Þeir sem
ekki kjósa að loka augunum fyrir
staðreyndum vita að miklar umbæt-
ur hafa verið gerðar á stofnbrauta-
A
„Aróður Nýs vettvangs
minnir á aðferðir
kommúnista hér áður
fyrr: Eflygin er endur-
tekin nógu oft, þá held-
ur fólk að hún sé sann-
leikur.“
kerfinu, svo sem með lagningu hins
nýja Bústaðavegar, breikkun Suð-
urlandsbrautar, breytingum á
Miklatorgi o.fl. Fjöldi hraðahindr-
ana hefur verið settur upp og göng
gerð undir akbrautir, auk annarra
aðgerða til að auka umferðarör-
yggi. Allt þetta dregur úr slysa-
hættu.
Guðrún Zoega
Hver vill loka Fæðing-
arheimilinu?
í auglýsingunni er því haldið
fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji
loka Fæðingarheimilinu. Fæðingar-
heimilinu hefur ekki verið lokað og
eru engin áform um það af hálfu
meirihlutans. Þvert á móti hefur
verið ákveðið að fjölga þar rúmum.
Hins vegar hefur Kristín Ólafsdótt-
ir, einn frambjóðenda Nýs vett-
vangs, lagt til að því verði lokað.
Er þetta ef til vill enn eitt dæmi
um ap innan Nýs vettvangs rúmist
allar skoðanir?
Árás á starfsmenn
Rey kj aví kurb orgar
í ákafa sínum við að koma höggi
á Sjálfstæðisflokkinn hikar Nýr
vettvangur ekki við að ráðast á
starfsmenn Reykjavíkurborgar og
saka þá um spillingu. Hér er lágt
lagst í baráttunni gegn meirihlutan-
um í borgarstjórn.
Hreinsun strandlengjunnar
Hreinsun strandlengjunnar hófst
fyrir 4 árum undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins. Lengst af sýndu
fáir aðrir þessu átaki áhuga. Það
er ánægjulegt hve framkvæmdir
hafa opnað augu minnihlutans enda
keppist nú hver um annan þveran
við að bjóða betur.
Lausn á umferðarvandanum?
Hvað hefur Nýr vettvangur svo
fram að færa? Ef marka má fyrr-
nefnda auglýsingu virðist helsta
nýmælið vera að hann ætlar að
kaupa reiðhjól handa borgarstjóra.
Það er erfitt að átta sig á tilgangin-
um með því. Kannske á það að
minnka mengun eða draga úr um-
ferðaröngþveitinu.
Óhróður og ósannindi
Áróður Nýs vettvangs minnir á
aðferðir kommúnista hér áður fyrr:
Ef lygin er endurtekin nógu oft,
þá heldur fólk að hún sé sannleik-
ur. Framboð, sem telur sig þurfa
að beita óhróðri og ósannindum til
að styðja sinn málstað er ekki verð-
ugt trausts kjósenda. Svo virðist
sem ósannindin séu það eina sem.
aðstandendur Nýs vettvangs geti
sameinast um. Reykvíkingar hafa
áður sýnt með vali sínu á kjördegi
að þeir hafa skömm á slíkum mál-
flutningi og þeir munu ekki láta
nýjan hentifána blekkja sig.
Ilöfundur er verkfræðingur og
skipur 9. sæti framboðslista
sjálfstæðismanna við
borgarstjórnarkosningarnar 26.
maínk.
ENN UM ÓSANNINDI
Haraldi Blöndal svarað
eftirArnór
Benónýsson
í Morgunblaðinu sl. laugardag
er stóryrt grein frá Haraldi Blön-
dal með fyrirsögninni: „Getur frú
Ólína ekki sagt satt?“
Svar: Jú, „frú Ólína“ (sem Har-
aldur hefur gert að samnefnara
fyrir framboð Nýs vettvangs) get-
ur sagt satt og segir satt. Hún
semur þó ekki auglýsingatexta
Nýs vettvangs. Þeir eru á ábyrgð
kosningastjórnar. Haraldur er
þarna að vefengja auglýsingatexta
framboðsins þar sem segir: „Fleiri
slys: Sjálfstæðismenn hafa fellt
langflestar tillögur um hraða-
hindranir (öldur).“ Nú skulu stað-
reyndir málsins hins vegar raktar
og taktu nú vel eftir, Haraldur.
í formannstíð Valgarðs Briem
í umferðarnefnd Reykjavíkur voru
samþykktar í nefndinni 77 öldur,
og þær samþykktir síðan staðfest-
ar í borgarráði. Á fyrrihluta for-
mannstíðar Haraldar Blöndal, til
áramóta 1988/89 var samsvarandi
tala 58 en á seinnihlutanum ein-
ungis 10! (Miðað er við þann fjölda
sem komið hefur til framkvæmda
að undanskildu árinu 1990.) Skýr-
ingin á þeim mikla mun sem kem-
ur þarna fram, á milli fyrri- og
síðarihluta formannstíðar Harald-
ar Blöndal er sú, að á fyrrihlutan-
um gætti enn áhrifa frá setu
Katrínar Fjeldsted í nefndinni, en
hún sat þar 1982-1986. Það má
því segja að mikið hafi verið búið
að „safnast fyrir í pípunum“ þegar
Haraldur tók við, en á seinnihlut-
anum gætir nær eingöngu áhrif-
anna frá andúð Haraldar og félaga
hans í meirihluta umferðarnefnd-
arinnar.
Varðandi fullyrðinguna um að
sjálfstæðismenn hafi fellt langf-
lestar tillögur um hraðahindranir
(öldur) vil ég segja þetta: Á seinni-
hluta formannstíðar Haraldar
samþykkti umferðarnefnd 10 öld-
ur, en felldi 6 beinlinis. Það segir
þó alls ekki alla söguna, því að á
sama tíma hafa fjölmargar óskir
um öldur verið svæfðar (drepnar)
með þeirri lymskulegu aðferð að
fresta málinu og taka það síðan
aldrei upp aftur, eða fresta málinu
með því að vísa því til athugunar
út og suður í borgarkerfinu.
Þetta finnst eflaust Haraldi vera
meiri stjórnviska heldur en að fella
óskirnar hreinlega, enda hefur
hann eflaust lesið skoðanakönnun
Neytendasamtakanna sem gerð
var fyrir nokkrum árum. Þar kem-
ur í ljós að mikill meirihluti fólks
á höfuðborgarsvæðinu er eindreg-
Arnór Benónýsson
ið hlynntur því að fjölga öldum
innan íbúðahverfanna stórlega.
Þetta eru staðreyndir málsins
og gildir einu hvernig Haraldur
og félagar reyna að heyja sína
kosningabaráttu á persónulegum
„Á seinni hluta for-
mannstíðar Haraldar
samþykkti umferðar-
nefiid 10 öldur, en felldi
6 beinlínis. Það segir
þó alls ekki alla söguna,
því að á sama tíma hafa
fjölmargar óskir um
öldur verið svæfðar
(drepnar) með þeirri
lymskulegu aðferð að
fresta málinu og taka
það síðan aldrei upp
aftur, eða fresta málinu
með því að vísa því til
athugunar út og suður
í borgarkerfinu.“
grunni, með því að vefengja ein-
stakar persónur úr hópi andstæð-
inga.
Ilöfundur er starfsmaður Nýs
vettvangs.