Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 30

Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 Risaskref til jafiiréttís eftirHelgu Guðmundsdóttur Gleðilegasta og jákvæðasta kosn- ingaloforð sem Sjálfstæðisflokkur- inn gefur fyrir komandi kosningar er fyrirheit þeirra um greiðslur til þeirra foreldra, sem kjósa að ann- ast börn sín á dagvistaraldri heima. Hér er um að ræða eitt stærsta mál, sem Ijallað hefur verið um í kosningum til margra ára, og er þá vægt til orða tekið, og mál sem hlýtur að vera fordæmi fyrir öll bæjar- og sveitarfélög og ríkis- stjórnir næstu ár, að taka á. Slíkt fyrirkomulag myndi án efa auð- velda ijölmörgum foreldrum (þó aðallega mæðrum) sem þess óska að vera heima hjá börnum sínum fyrstu viðkvæmustu æviárin. Þetta er eitt af jafnréttismálum þeim, sem sett hafa verið á oddinn hjá þeim sem unnið hafa að hagsmunamálum heimavinnandi fólks á undanförn- um árum. Davíð Oddsson mun hafa rætt þessa hugmynd fyrst á fundi í borg- arstjórn fyrir 2-3 árum og flutti svo erindi um þessi mál á ráðstefnu Bandalags kvenna í Reykjavík fyrir rúmlega ári um réttindamál heima- vinnandi fólks^ og vakti erindið mikla athygli. Útivinna beggja for- eldra er orðin svo algeng að téljast má til undantekninga ef annað for- eldrið er heimavinnandi. Oftast er þetta af brýnni nauðsyn en þó ekki alltaf. Heimilisstörfin eru svo lítils metin í þjóðfélaginu (eins og oft hefir verið bent á) að konur hálf veigra sér við að viðurkenna löngun sína til að vera heima. Heimilisstörfin eru eina vinnu- framlagið í þjóðfélaginu sem ekki er launað og hér á landi hafa ekki verið gerðar neinar tölulegar athug- anir á þjóðhagslegu gildi heimilis- starfa, en erlendar athuganir sýna hins vegar að verðgildi heimilis- starfa gætu verið á bilinu 'A til helmingur þjóðartekna eins og þær eru venjulega metnar og í Noregi voru gerðar athuganir á ólaunuðum ársverkum á heimilum v/barna og aldraðra og talið að þau séu fleiri en í norskum iðnaði. (Geta má þess að Landssamtök heimavinnandi fólks er að láta frumvinna saman- burð á kostnaði þjóðfélagsins af heimilum þar sem bæði hjónin vinna fyrir tekjum heimilisins og hins vegar af heimilum þar sem einung- is annar aðailinn er útivinnandi, og er fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þeirri könnun.) Það verður sjálfsagt aldrei hægt á neinn óyggjandi hátt að meta fyllilega verðmætalegt gildi heimil- isstarfa vegna hinna ótalmörgu þátta, sem þar spila inn í og snúa að andlegri og líkamlegri vellíðan fjölskyldunnar. Þessar erlendu at- huganir gefa þó vísbendingu um hve vægi heimilisstarfa er í raun gífurlega mikið. Dagvistarrými hefir til skamms tíma verið af skornum skammti í Reykjavík og einungis hægt að fá inni fyrir börn einstæðra mæðra/feðra og námsmanna. Nú mun þetta standa mjög til bóta vegna fjölgunar á dagvistarheimil- um undanfarið og á næstunni. Reyndar ættu leikskólapláss 'A dag- inn að vera sjálfsögð fyrir þá sem þess óskuðu fyrir börn sín og verða það vonandi einnig í náinni framtíð. En öll þessi dagvistarheimili og leik- skólar kosta ómældar fjárhæðir auk þeirra upphæða se_rn greiddar eru með hveiju barni. A síðasta ári var kostnaður með einu barni á dagvist- arheimili ca. 330.000.00 þar af greiddi borgin kr. 270.000.00, en foreldrar um 60.000.00 kr. og er þá ekki reiknað með byggingar- kostnaði. Einn mikilvægasti þáttur- inn í heimilisstörfum er einmitt bamaumönnun, en á þann þátt heimilisstarfa hlýtur að vera auð- velt að leggja peningalegt mat með því að taka mið af kostnaði við eitt dagvistarpláss. Væri sú upphæð eftir Halldór Blöndal Hér á landi eru skattar óheyri- lega háir. Það virðist vera regla, þar sem vinstri menn fara með völd. Ólfur Ragnar Grímsson er gott dæmi um þetta. Hann hefur hækk- að tekjuskattinn verulega og er staðgreiðslan nú 39,79% af launum eftir persónuafslátt, sem er 20.850 kr. hjá einstaklingum og 37.210 hjá hjónum. Þegar virðisaukaskattur var upp tekinn, notaði Ólafur Ragnar tæki- færið og þyngdi skattheimtuna enn verulega, m.a. með því að leggja virðisaukaskatt á vinnu við bygg- ingu, viðhald og endurbætur íbúðar- húsnæðis, sem hafði verið undan- þegin söluskatti af augljósum ástæðum. Ég hef sett upp lítið skattadæmi um launamann, sem þarf að ráða til sín iðnaðarmann til að sinna við- haldi og endurbótum á íbúð sinni. Svo semst um, að hann fái 100 Helga Guðmundsdóttir greidd beint til þeirra foreldra sem óskuðu að vera heima má telja fullvíst að fjöldinn allur af foreldr- um þá aðallega mæðrum myndi notfæra sér það og má þá svo sann- arlega segja að stigið hafi verið risaskref til jafnréttis. í umræðunni um greiðslur til heimavinnandi hefir’ iðulega verið fullyrt að slíkt fyrirkomulag yrði til að ýta konum aftur inn á heimil- þús. kr. fyrir verkið, sem ekki eru gefnar upp til skatts. Til þess að vinna fyrir þeim þarf íbúðareigand- inn að þafa 166.085 kr. í tekjur. Ef iðnaðarmaðurinn greiðir skatt af tekjum sínum, þarf hann sömu fjárhæð, 166.085 kr., til að eiga 100 þús. kr. eftir. Þá þarfíbúðareig- andinn að hafa 275.842 kr. í tekjur tii að eiga fyrir reikningnum. Ef íbúðareigandinn semur við verktaka um að vinna verkið, er ekki óeðlilegt að hann leggi 50% á vinnu iðnaðarmannsins til að eiga fyrir enn fleiri sköttum, lífeyris- sjóðsgreiðslum og stjórnunarkostn- aði. Við það hækkar reikningurinn í 249.128 kr. og þá þarf íbúðareig- andinn að hafa 413.753 kr. í tekjur til að geta staðið í skilum. Og þá er komið að virðisauka- skattinum, sem er 24,5%. Reikning- urinn hækkar í 310.163 kr. og íbúð- areigandinn verður að hafa 515.136 kr. í tekjur til að iðnaðarmaðurinn sem verkið vann, fái 100 þús. kr. til sín. „Nei — þó einhverjar greiðslur kæmu til handa heimavinnandi m/börn, þá ýtir það ekki nokkurri konu, sem ekki vill það sjálf inn á heimilin aftur, en gefur aftur á móti fleir- um kleift að velja hvort þeir eru heima- eða úti- vinnandi.“ in. Persónulega tel ég ekki vanþörf á, en álít slíkt algera firru. Vegna þess að fjölmargar konur hafa aflað sér mikillar menntunar og vilja not- færa sér hana, aðrar eru nauð- beygðar til að vinna úti hvort sem þeim líkar það betur eða verr og enn aðrar eru búnar að vinna sig upp í góðar stöður sem þær vilja ekki missa. Nei — þó einhveijar greiðslur kæmu til handa heima- vinnandi m/börn, þá ýtir það ekki nokkurri konu, sem ekki vill það sjálf inn á heimilin aftur, en gefur aftur á móti fleirum kleift að velja hvort þeir eru heima- eða útivinn- andi. . Tveir forystumenn í stjórnmál- „Og þá er komið að virðisaukaskattinum, sem er 24,5%. Reikning- urinn hækkar í 310.163 kr. og íbúðareigandinn verður að hafa 515.136 kr. í tekjur til að iðnað- armaðurinn sem verkið vann, fái 100 þús. kr. til sín.“ Talnaröðin lítur þannig út: 100.000 kr. - 166.085 kr. 166.085 kr. - 275.842 kr. 249.128 kr. - 413.763 kr. 310.163 kr. - 515.136 kr. Þannig er skattheimtan orðin, — dæmigerð vinstri skattheimta fé- lagshyggjuflokka. Það er ekki skrýtið, að lífskjör skuli fara versn- um, þau Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sem um árabil hefir borið hag heimavinnandi fólks fyrir bijósti og Davíð Oddsson borg- arstjóri, hafa gengið fram fyrir skjöldu til hagsbóta fyrir réttinda- mál heimavinnandi fólks. Og nú hefir áhugi Davíðs Odds- sonar borgarstjóra komið því far- sællega til leiðar að Sjálfstæðis- flokkurinn setur þetta þjóðhagslega mikilvæga stórmál fram sem eitt af sínum kosningamálum, sem hlýt- ur að vera, eins og fyrr segir, for- dæmi fyrir öll bæjarfélög og ríkis- stjórnir næstu ára til að taka á. Nú verður ekki aftur snúið. Bandalag kvenna í Reykjavík skipaði nefnd fyrir 6 árum til að vinna að réttindamálum heimavinn- andi — Hagsmunanefnd heimavinn- andi húsmæðra, en strax við stofn- un nefndarinnar var farið að ræða um möguleika á að fá greiðslur frá bæjar- og/eða sveitarfélögum til heimavinnandi til mótvægis við þær greiðslur sem greiddar voru v/dag: vistar barna, frá þeim aðilum. I nefndinni voru Dóra Guðmunds- dóttir, Halldóra Steinsdóttir, Ragna Jónsdóttir, Sign'ður Bergmann og undirrituð, Helga Guðmundsdóttir. Nefndin var formlega lögð niður á aðalfundi BKR í mars sl. þar sem eitt að aðalmarkmiðum hennar, stofnun Landssamtaka heimavinn- andi fólks, var orðið að veruleika en þau voru stofnuð í október sl. Ef þjóðfélagið á að vera gott, verða heimilin að vera traust. Höíundur er varaformaður Bandalags kvenna í Reykjavík. Halldór Blöndal andi hér á landi og að launamenn skuli eiga erfitt með að ná endum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Lítið skattadæmi íþróttir — uppeldi — eiturlyf eftir Árna Indriðason í Reykjavík er starfandi um tug- ur íþróttafélaga. Hveiju félagi er skipt niður í deildir eftir íþrótta- greinum og hverri deild skipt eftir aldri og kyni aðildarfélaga. Mikill meirihluti barna og unglinga sækist eftir þátttöku í þeirri starfsemi, sem félögin bjóða fram. All flestir for- eldrar er því hlynntir að börn þeirra iðki einhveijar íþróttir enda hygg ég að fáir dragi í efa mikil- vægi þess í tengslum við uppeldi og þroska ungdómsins. Til skipulagningar, reksturs og forystu í þessum félögum hefur afnan valist fólk sem sýnt hefur fádæma dugnað og ósérhlífni. Þrátt fyrir það eiga hin skipulögðu íþróttafélög borgarinnar flest í hin- um mestu erfiðleikum með rekstur sinn og geta einungis haldið uppi lágmarksstarfsemi og _ varla það. Þessu þarf að breyta. í nágranna- löndum okkar hefur víða verið tekið á íþróttamálum með nýjum hætti, sem er í samræmi við nýja tíma og nýjar þarfír. Þar hefur verið mótuð íþróttastefna sem viðurkennir í reynd, með skipulegum og öflugum hætti (af hálfu ríkis og bæjarfé- laga) mikilvægi íþróttaiðkunar í nútíma samfélagi. Þessara viðhorfa er rétt tekið að gæta á íslandi en meira í öðrum bæjarfélögum en Reykjavík. Oft tala menn fjálglega um að íþróttir hafí uppeldislegt gildi. Rannsóknir, bæði erlendar og inn- lendar, staðfesta ótvírætt að svo sé. Þetta eiga borgaryfirvöid að viður- kenna og virða t.d. með þeim hætti að tryggja með fjárhagslegum stuðningi hveiju félagi faglærða leiðbeinendur og þjálfara fyrir yngstu flokka drengja og stúlkna, þar sem uppeldislegt gildi íþrótta- iðkunar er einna mest. Rétt er að undirstrika hér, að stúlkur hafa í enn ríkara mæli en drengir orðið „Borgaryfirvöld eiga í samvinnu við íþróttafé- lög borgarinnar að end- urskoða stuðning borg- arinnar við íþróttafé- lögin með það fyrir aug- um að koma honum í að horf sem sæmandi er öflugu bæjarfélagi.“ fórnarlömb erfiðra rekstrarskilyrða félaganna. Rannsóknir benda ennfremur til, svo ekki verður um villst að því meiri sem íþróttaiðkun unglinga er þeim mun minna reykja þeir og drekka. íþróttaiðkun heldur ungl- ingum frá neyslu áfengis og tóbaks afnvel þótt ekki sé með skipulegum hætti innan íþróttafélaganna bent Árni Indriðason á þetta samhengi. Hér má einnig minna á ógnvekjandi fréttir af stöð- ugt vaxandi ijölda ungmenna sem neyta hættulegra ávanalylja. Mikil- vægur þáttur í baráttu gegn óreglu ungmenna í tengslum við áfengi og eiturlyf á að vera stóraukinn stuðningur við skipulega íþrótta- starfsemi í borginni. Síðast en ekki síst benda rann- sóknir til þess að iðkun íþrótta af margvíslegu tagi hafi mjög jákvæð áhrif á andlega vellíðan fólks, dreg- ur úr kvíða, spennu og eykur sjálfs- traust. Með allt þetta í huga má ljóst vera að fjármunum sem varið er til íþróttastarfsemi er vel varið. Þeir skila sér margfalt til baka í betri andlegri og líkamlegri heilsu barna, unglinga og fullorðinna. Borgaryfii'völd eiga í samvinnu við íþróttafélög borgarinnar að end- urskoða stuðning borgarinnar við íþróttafélögin með það fyrir augum að koma honum í það horf sem sæmandi er öflugu bæjarfélagi. Hingað til hefur þessi stuðningur verið óskipulegur og ófullnægjandi og í litiu samræmi við mikilvægi málsins. Ilöfundnr er kennari og skipar 16. sæti á framboðslista Nýs vettvangs íReykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.