Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
33
Frá vinstri til hægri
í Hafnarfirði
eftir Ásu Maríu
Valdimarsdóttur
26. maí er mikilvægur dagur.
H-dagurinn var 26. maí 1968 þegar
íslendingar breyttu úr vinstri um-
ferð yfir í hægri, og 26. maí 1990
kjósa Islendingar hvort þeir vilja
hægri eða vinstri sveitarstjórnir.
Framkv.æmdirnar í bænum
Fyrir 4 árum tók vinstri meiri-
hluti við völdum í Hafnarfirði. A
kjörtímabilinu hafa A-flokkarnir
lokið við ýmsar góðar framkvæmd-
'ir sem fráfarandi meirihluti sjálf-
stæðismanna og óháðra borgara
hafði byijað á (sundlaugin, Hafnar:
borg, Strandgatan o.fl.). Einnig
hafa þeir hrint í framkvæmd mörg-
um þeim málum sem sjálfstæðis-
menn voru með á stefnuskrá sinni
fyrir síðustu kosningar (íþróttahús,
æskulýðsheimili, fiskmarkaður
o.fl.). Ber að þakka allt sem vel
hefur verið gert í þessum efnum.
Við þökkum ekki
Á hinn bóginn er ekki hægt að
þakka þeim fyrir allt sem þeir hafa
gert, hvað þá fyrir það sem þeir
hafa ekki gert. Við getum ekki
þakkað þeim fyrir að hafa hækkað
fasteignagjöld og vatnsskatt svo
um munar. Við getum ekki þakkað
þeim fyrir að hafa veikt stöðu at-
vinnurekstrar í bænum með hækk-
uðum álögum. Við getum ekki
þakkað þeim fyrir að hafa staðið
það illa og óskipulega að fram-
kvæmdum að þær hafa orðið langt-
um dýrari en nauðsynlegt var. Við
getum ekki þakkað þeim fyrir að
hafa tekið dýr og óhagkvæm lán
til framkvæmda og jafnvel rekstr-
ar. Við getum heldur ekki þakkað
þeim fyrir nauðsynleg verk sem
ekki voru unnin, eins og að takast
á við vatnsveitu- og frárennsiismál-
in svo eitthvað sé nefnt. Nei, vinstri
meirihlutinn framkvæmir bara það
sem augað fær séð.
Skoðanakannanir
Ef marka má skoðanakannanir
sem birst hafa síðustu daga, virðist
Miðasala
Listahátíðar;
Atriðum hnik-
að til vegna
fótboltakeppni
MIÐASALA Listahátíðar I
Reykjavík opnar í dag, fimmtu-
daginn 24. maí, uppstigningardag,
kl. 14. Miðasalan er að þessu sinni
að Laufásvegi 2, í húsi Heimilisiðn-
aðarfélagsins, gegnt, Menntaskó-
lanum í Reykjavík. Opið verður
alla daga frá kl. 14—19. Listahátíð
stendur lrá 2.—16. júní
í frétt frá Listahátíð segir, að
ódýrustu aðgöngumiðar kosti innan
við 1000 krónur, en dýrustu miðar
2200 krónur á sýningar San Francis-
co ballettsins.
í fréttatilkynningu frá Listahátíð
segir, að ennfremur megi geta þess
að tímasetningum á nokkrum atrið-
um á seinni hluta hátíðarinnar hefur
verið hnikað til vegna heimsmeist-
arakeppninnar í knattspyrnu á Ítalíu.
Þannig hefjast til dæmis sýningar
hollenska músíkleikhópsins, Mex-
íkanskur hundur, í Borgarleikhúsi
kl. 21.30, vegna stórleiks Englands
og Hollands á heimsmeistaramótinu.
Aðaldagskrá Listahátíðar í
Reykjavík 1990 er komin út. Hún
er óvenju vegleg, í stóru broti, og
inniheldur greinargóðar upplýsingar
um öll atriði á hátíðinni, bæði á
íslensku og ensku.
Miðasala Listahátíðar í Reykjavík
hefst í dag. Atriðum er hnikað til
vegna heimsmeistarakeppninnar í
kn^ttapyr-pu., , ,„.,,-1, v
.umniR'j)'!
sem tekist hafi að slá ryki í augu
kjósenda og að stór hluti Hafnfirð-
inga telji að allt sé í sómanum. Eg
vil ekki trúa því að Hafnfirðingar
séu sáttir við að greiða hærri álög-
ur en nauðsynlegt er. Ég vil ekki
trúa því að Hafnfirðingar telji það
í lagi að peningar þeirra fari í bruðl
og óráðsíu. Getur það verið að á
sama tíma og heimurinn allur er
að hafna vinstri öflum ætli Hafn-
firðingar að gefa þeim byr?
HafnarQörður er fyrirtækið
okkar
Ég skora á Hafnfirðinga að
staldra aðeins við og hugsa lengra
„Ég vænti þess að Hafn-
firðingar skoði hug sinn
vel og skora á þá að
gera 26. maí að eftir-
minnilegum H-degi.
Deginum þegar Hafn-
firðingar breyttu úr
vinstri stjórn yfir í
hægri. Það getum við
einfaldlega með því að
krossa við D-listann á
laugardaginn."
Ása María Valdimarsdóttir
en fram á næstu helgi. Ég skora á
þá að kynna sér stefnuskrá Sjálf-
stæðisflokksins og líta á hlutina í
víðara samhengi. í framhaldi af
því, hvet ég hvern og einn til að
velta fyrir sér eftirfarandi atriðum
áður en hann gengur að-kjörborðinu
á laugardag.
Ef þú værir að velja stjórnendur
í þitt eigið fyrirtæki, ekki einn held-
ur 11, hvaða starfsreynslu og hæfn-
iskröfur myndir þú gera til umsækj-
enda? Hafnarfjörður er fyrirtæki
þitt. Berðu saman fólkið á listanum.
Ertu sáttur við ríkisstjórnina og
skattastefnu vinstri flokkanna al-
mennt? Mundu að hvert atkvæði
sem greitt er vinstri flokkunum í
bænum er jafnframt stuðningsyfir-
lýsing við ríkisstjórnina.
Ég vænti þess að Hafnfirðingar
skoði hug sinn vel og skora á þá
að gera 26. maí að eftirminnilegum
H-degi. Deginum þegar Hafnfirð-
ingar breyttu úr vinstri stjórn yfir
í hægri. Það getum við einfaldlega
með því að krossa við D-listann á
laugardaginn.
Höfundur skipar 6. sæti á lista
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
SERA FRIÐRIKS-KAPELLA
Hljparenda
við Öskjuhlíð
Fyrsta skóflustungan
í dag, uppstigningar-
dag, kl. 16.00
Athöfn við minnis-
varða sr. Friðriks:
Ávarp:
Pétur Sveinbjarnarson,
formaður framkvæmda-
nefndar.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
tekur fyrstu skóflustunguna.
Söngur:
Fóstbræður.
Herra Ólafur Skúlason,
biskup íslands, flytur bæn.
Heiðursstaða félaga úr
KFUM/KFUK, Skátum, Val
og Fóstbræðrum.
Dagskrá
í íþróttahúsi Vals:
Ræða:
„Séra Friðrik“:
Gylfi Þ. Gíslason,
fyrrv. menntamálaráðherra
Söngur:
Fóstbræður.
Upplestur:
Gunnar Eyjólfsson,
skátahöfðingi fslands.
Lokaorð:
Ástráður Sigursteindórsson
fyrrv. skólastjóri.
Kaffiveitingar.
Teikningar og Ukan kynnt.
Á líðandi stund stendur öll
Evrópa á vegamótum. Hin
gömlu, andlegu, lífsverðmæti
hafa fengið nýtt gildi í augum
þjóðanna.
íslenska þjóðin þarf sterk bein
til þess að standast í þeim
heimi sviftinga, sem fram-
undan er. Engin þjóð, sem
leggur ekki rækt við hin sterku
siðgæðislegu gildi, mun stand-
ast samkeppni framtíðarinn-
ar.
Þess vegna hafa æskulýðs-
starf, íþróttir og menningarlíf
fengið nýtt vægi í augum allra,
sem lengst sjá og dýpst
skyggnast. Þú ert vafalaust í
þeirra hópi, þar sem þú gefur
þér tíma til þess að lesa þetta
ávarp og hugleiða boðskap
þess.
Mörg vandamál steðja að
æskulýð allra landa, einnig
íslands. Eiturlyf, siðleysi og
höfnun siðgæðishugsjóna um
vinnusemi, trúmennsku og
andlegan jafnt sem líkamleg-
an þroska hljóta að vekja okk-
ur til þróttmikils starfs og til
þess að fylkja okkur um merki
þeirra, sem vilja æsku íslands
allt.
Einn þeirra manna var séra
Friðrik Friðriksson. Hann var
einstakur í sinni röð og er enn
tákn þess vilja, sem býr með
okkur öllum, að efla félagsleg
tengsl, hlúa að uppvaxandi
æsku og styrkja viljakraft,
þjálfun og þroska hinna ungu
stúlkna og pilta í líkamlegum
sem andlegum íþróttum og
manndómi.
Við ætlum að byggja litla kap-
ellu á Hlíðarenda við
Öskjuhlíð. Kveðjum við til
liðs meðlimi allra iþróttafé-
laga í landinu, liðsmenn söng-
félaga, kirkjulegra félaga,
skátafélaga og annarra æsku-
lýðsfélaga, - alla þá, sem notið
hafa góðs af starfi séra Frið-
riks með einhverjum hætti, -
eins konar „landslið"!
Þessi litla kapella verður til
nota fyrir alla þá, sem vilja
eiga þar hljóða stund, auk
þess sem hún mun nýtast á
margan veg, í íþróttalífinu,
með tónleikahaldi, já, jafnvel
til giftinga. Hún skal vera lif-
andi minnisvarði um lífsstarf
og hugsjónir sr. Friðriks. Megi
tákn kapellunnar verða okkur
öllum áminning um hin eilífu
lífsgildi líkamlegs- og andlegs
atgervis íslensks æskufólks og
þjóðarinnar allrar.
Komið hefur verið á fót styrktarmannakerfi. Stefnt er að því að
fá tvö til þrjú hundruð einstaklinga til að leggja mánaðarlega
fram eitt þúsund krónur. Tékkareikningur samtakanna er í
íslandsbanka, Lækjargötu, nr. 1811.
Samhliða verður komið á styrktarkerfi fyrirtækja og stofnana.
Tekið er á móti framlögum til Séra Friðriks-kapellu I
símum 12187 og 678899 alla virka daga frá kl. 9-17.
Ég undirritaöur óska eftir aö greiöa kr. 1.000,- mánaöarlega
næstu 12 mánuöi til styrktar byggingu Minningarkapellu séra
Friöriks Friðrikssonar
Kr. 1.000,- Skuldfærist mánaðarlega án vaxta á greiðslukort
mitt:
o
□
• -
Gild r til. Kennit.:
->s
Má setja
ófrlmerkt I póst,
buróargjald
greióist af
viötakanda.
Minningarkapella
Nafn:
Heimili:
HS:______
sr. Friöriks Friörikssonar.
Pósthólt 1527
121 Fteykjavík