Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 39

Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 39 Hamborg: Olafttr Gíslason held- ur einkíLsýiiingii í XPO ^ Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. OLAFUR Gíslason, listamaður, opnaði nýlega sína fyrstu einkasýn- ingu í Hamborg í Vestur Þýskalandi. Sýningin er lialdin í XPO gall- eríinu og mun standa til 16. júní. XPO er eitt af helstu galleríum borgarinnar. Það hefur tekið Ólaf í hóp nokkurra listamanna sem það hefur umboð fyrir og mun meðal annars sýna verk hans á Amsterdam-listaverkamarkaðnum í næsta mánuði. „Sýningin hér í Hamborg er fyrsta skrefið í samvinnu við galleríið og nú er bara að bíða og sjá hvaða árangur það hefiir í for með sér,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. að sigrast á erfiðleikunum. Sagan kennir okkur einnig að allir markað- ir eru mikilvægir og nauðsynlegt að leggja rækt við þá alla þótt þeir gefi mismikið af sér. Einstaklingar, sem segjast geta fengið gott verð og í sumum tilvikum betra verð heldur en sölusamtök, hafa einung- is áhuga á mörkuðum sem gefa vel af sér. Þeir fást ekki við heildar- hagsmuni. En einn góðan veðurdag er sá markaður veikur sem áður var sterkur. Þannig hefur þetta sveiflast til og frá og gæti minnt á hljóðfall hljómkviðu, þar sem hljóð- færin gegna mismunandi mikil- vægu hlutverki á hinum ýmsu stöð- um í verkinu. En góður hljómsveit- arstjóri gerir ekki upp á milli hljóð- færa sinna því þau eru öll mikilvæg í fyllingu tímans. Þannig starfa sölusamtökin. Það er kannski harmleikur mannsins hve honum reynist erfitt að miðla reynslu sinni, einstaklings- réynslu, þjóðarreynslu, sagnfræði- legri reynslu. Reynsla kemst ekki til skila og hver kynslóð þarf að gera sömu axarsköftin og fyrri kynslóðir. Hugmyndin með gerð sögulegra kvikmynda var að reyna að miðla sögulegri reynslu og gera grein fyrir sögulegum rökum. Ef til vill var sú hugmynd dæmd til að mistakast, þótt vonandi megi hafa eitthvert gagn af þessum myndum, t.d. í skólakerfinu, þar sem þær eru að sönnu notaðar. Hitt er fróðlegt að benda á að sú heimildarmyndj sem tekin var á 50 ára afmæli SIF og átti að vera nútímaleg lýsing á saltfiskfram- leiðslu, útflutningi og markaðsmál- um saltfisksins, er nú aðeins 8 árum 'seinna orðin fullkomlega úrelt sem kynningarmynd, en hefur þeim mun meira gildi sem heimildarmynd, þar sem nánast allt, sem myndin lýsir, hefur breyst, framleiðsluhættir (ormahreinsun, tandurfiskur), pökkun (brettavæðing & neytenda- pakkningar), útflutningur (örari afskipanir, ný flutningatækni með tilkomu brettanna, vörugeymslur í markaðslöndum), markaðsmál (nýir markaðir, nú í öllum heimsálfum). Því má bæta við að kennslumynd í saltfiskverkun, sem einnig var tekin árið 1982, hefur þrívegis ver- ið endurgerð til að hún úreltist ekki, svo örar hafa breytingarnar verið. Þetta ætti að færa okkur heim sanninn um það að SÍF getur tæp- ast hafa sofið á verðinum þetta tímabil, sem líklega hefur haft í för með sér meiri breytingar í saltfisk- framleiðslu íslendinga heldur en orðið höfðu næstu 50 ár þar á und- an. Sér ekki enn fyrir endann á þeirri þróun. Fjöreggið Kynni mín af samtökum sjávar- útvegsins við gerð þessara kvik- mynda hafa leitt til þeirrar niður- stöðu að þrátt fyrir alla þá gagn- rýni, sem menn vilja beina að þess- um sámtökum, þá séu þau okkur ekkert síður dýrmæt heldur en lýð- veldið sjálft og menning þjóðarinn- ar, vegna þess að í gegnum þau höfum við getað staðið vörð um efnahagslegt sjálfstæði landsins. Til að vekja athygli á þessu og rífa okkur út úr gamla einokunarstagl- inu hef ég kosið að líkja þeim við hersveitir, sem leitast við að veija heildarhagsmuni þjóðarinnar á vett- vangi viðskiptanna. Eg tel það hik- laust vera gæfu þessarar þjóðar hversu margir mikilhæfir menn hafa valist í gegnum árin til að gegna trúnaðarstörfum fyrir þessi samtök sjávarútvegsins. í þeirri uppbyggingu, sem átt hefur sér stað í veiðum, vinnslu og markaðs- málum íslenskra sjávarafurða á þessari öld, felst f|öregg þessarar þjóðar. Menn skyldu fara varlega í að feta í fótspor örlaganornanna og gera sér að leik að henda þessu fjöreggi á milli sín. Það er kannski tilviljun að ein- mitt það sama ár og Ólafur Thors flutti ræðu sína um útflutnings- verslunina árið 1953, skyldi sá mæti háskólamaður, Þorkell Jó- hannsson, hafa skrifað merkilega grein um atvinnumál, þar sem leitt skyldi í ljós, hversu þjóðin hafi ver- ið á vegi stödd um atvinnuefni sín í þann mund er hún lét sig fyrst dreyma um að taka stjórn .og alla forsjá innanlandsmálanna í sínar hendur. Þorkell bendir á að þeim sem þreyttir eru orðnir á samtökum og félagsstarfi er hollt að láta hug- ann reika til þeirra tíma, er hvort tveggja var með öllu óþekkt í landi voru. Hér þarf ekki ýkja langt að leita, segir Þorkell. Fram að árinu 1751 voru engin félög til í þessu landi og á 19. öld, fram um 1840, má telja félög hér á landi á fingrum annarrar handar og þau öll fámenn og áhrifasnauð yfirleitt. Ég vil gera orð Þorkels í þessari grein, sem hann nefnir „Á mótum gamals tíma og nýs“, að lokaorðum mínum þeg- ar hann segir: „Meginstoðir at- vinnulífs á vorum dögum eru fjár- magn og samtök. I sögu atvinnu- veganna varðar mestu um samtök- in, því þangað má rekja upphaf hinna stærstu átaka og afreka.“ Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Ólafur kallaði verk sín rýmisverk. Hann notar meðal annars hvers- dagslega hluti eins og handklæði, skó eða flöskur og skilgreinir þá með að setja í hólf og raða í eina heild. Eitt verkanna eru hestastytt- ur felldar ofan í sökkla og annað rammar frá endurreisnar- og rokó- kótímabilinu sem eru felldir inn í 10 metra langan sérbyggðan vegg. „Hluturinn er forsendan fyrir heild- inni í verkum mínum,“ sagði Ólaf- ur. „Ég ákveð frá hvaða sjónar- horni áhofandinn sér hann með því að koma honum fyrir á vissan hátt.“ Sýningin er stór en elsta verkið á henni er ekki nema hálfs árs gamalt. Listaverk Ólafs ganga ekki kaupum og sölum mjög auðveld- lega. Hann bindur vonir við að kom- ast í sambönd við gallerí í öðrum heimsborgum í gegnum XPO og vekja þannig athygli á þeim. Þau hafa þegar vakið athygli á Norðurl- öndum. Honum hefur verið boðin þátttaka í samsýningu á vegum Norðuriandaráðs sem verður opnuð í Stokkhólmi í febrúar 1991 og mun ferðast til sex annarra borga þar á meðal í Suður-Ameríku og í fyrir- hugaðri alþjóðlegri sýningu 46 lista- manna í jafnmörgum héruðum Nordland-sýslu í Noregi, en undir- búningur hennar hefst 1991. ís- lendingarnir Kristinn og Sigurður Guðmundssynir og Hreinn Frið- finnsson munu einnig taka þátt í fyrri sýningunni en Georg Guðni og Jón Óskar í hinni seinni. Ólafur er 28 ára Reykvíkingur. Hann fór til náms við Listaháskól- ann í Hamborg 1983 og hefur dval- ið þar síðan. Hann fékk listamanna- laun frá Hamborg í ár og sagði að þau nægðu sér fyrir efni. „Eg hef lítið farið til íslands að undanförnu en vonast til að komast þangað oftár í framtíðinni. En ég verð að búa hér í Hamborg," sagði hann. BMW 518i GAGNTEKUR EVRÓPU! Ef þú ert í hópi þeirra sem alltaf hefur langað í BMW þá er ástæða til að staldra við og kanna hvort ekki sé kominn tími til að láta ósk þína rætast. Nú er kominn BMW úr hinni glæsilegu 5-línu með ná- kvæmlega sömu yfirbyggingu, sömu frábæru aksturs- eiginleikana, sömu þægindin og sama akstursöryggið og gert hafa BMW 5-bílana að eftirsóttustu bílum heims. Samt er verðið lægra en áður og eldsneytisnýtingin betri. Hvernigmá þaðvera? BMW í Múnchen tók upphaflega ákvörðun um að setja aðeins 6 strokka vélar í BMW 5 bílana; þá gerðist það að tæknideildin fékk vitrun og ný ákvörðun var tekin um að út- búa a.m.k. eina gerðina með hinni nýju og sérlega vel heppnuðu fjögurra strokka M40 vél sem knýr m.a. BMW 318i. 0 tkoman varð hreint ótrúleg. M40 vélin er tæknilega náskyld hinni nýju VI2 vél sem er aðall BMW 7-bílanna. Þegar hún kom fyrstfram á sjónar- sviðið vakti hún strax athygli bílaáhugamanna fyrir þrennt: kraft, sparneytni og þýðan gang. Og stað.reyndin er sú að M40 vélin er hönnuð sérstaklega með snúningskraft í huga og í þeim efnum gefur hún 6-strokka M20 vélinni nán- ast ekkert eftir, einkum á lágum snúningshraða. Við þetta bætist að BMW 518i er 70 kg léttari en BMW 520 svo að munurinn verður enn minni. Með smávægi- legum hönnunarbreytingum tókst einnig að ná fram sömu þyngdardreifingu og er í BMW 520. Allir aksturseigin- leikar haldast því óbreyttir. Nú bendir allt til þess að BMW 518i eigi eftir að verða vinsælasti bíllinn í 5-seríunni og á verðið sinn þátt í því, að ógleymdri sparneytninni. Ef þú vilt sjálfur kynnast BMW 518i er tækifæri til þess einmitt nú. Vegna mikillar eftirspurnar í Evrópu fæst takmarkaður fjöldi þessara bíla til (slands, en ef þú bregst skjótt við þá getur þú orðið meðal hinna útvöldu. . ; Reynsluakstur færir þig í allan sannleika um það sem þig grunar nú þegar: BMW er engum líkur. Bilaumboðið hf KRÓKHÁLSI 1,REYKJAVlK,SlMI 686633 Engum líkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.