Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
Fatlaðir vilja að hér
sé eitt samfélag
eftirJónu Gróu
Sigurðardóttur
Velferðarþjóðfélag sem vill rísa
undir nafni hlýtur að leitast við að
tryggja öllum þegnum sínum bestu
möguleg lífsskilyrði. Starfslöngun
er flestum mönnum í blóð borin og
því forsenda lífshamingju að þeir
eigi þess kost að hafa starf með
höndum. Þetta á jafnt við um fatl-
aða sem ófatlaða. Nútímastefna er
að aðgreina einstaklinga ekki í
hópa, heldur að stuðla að því að
hér sé eitt samfélag. Aðgengi og
ferilmál fatlaðra er stórmál í þessu
samhengi.
Vinnumiðlun fatlaðra á vegum
Reykjavíkurborgar
Á vegum Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar er starfandi
vinnumiðlun fyrir fatlaða og sér-
hæfð vinnuleit. Samningar em við
Múlalund um að vinnumiðlunin ráð-
stafí þeim 30 hálfsdags starfsþjálf-
unarplássum sem þeir hafa til ráð-
stöfunar, og fer fjöldi fólks í gegn-
um starfsþjálfunina á Múlalundi á
ári hveiju. T.d. var um að ræða 125
ráðningar á sl. ári. Auk þess hafði
vinnumiðlunin milligöngu um 142
ráðningar á vemdaða vinnustaði og
65 ráðningar á hinn almenna vinnu-
markað, en 10 urðu sér úti um vinnu
sjálfir. Af þessum 65 sem fóm á
hinn almenna vinnumarkað fóru 48
til Reykjavíkurborgar á meðan að-
eins 1 fékk vinnu hjá ríkinu. Þá
hefur vinnumiðlunin ráðið töluverð-
an fjölda fatlaðra ungmenna í úti-
vinnu á sumri hveiju, sem hefur
gefíst mjög vel. Nýlega er hafið
námskeið á vegum vinnumiðlunar-
innar fyrir fatlaða um atvinnulífíð
og námsleiðir. Tilgangurinn er að
auðvelda fötluðum sjálfum að leita
sér atvinnu.
Starfshópur í atvinnuleit
Nefnd er starfandi um atvinnu-
mál fatlaðra og er borgarstjórinn í
Reykjavík formaður hennar. Auk
aðila frá Reykjavíkurborg eru í
nefndinni fulltrúar atvinnulífsins og
fulltrúar frá félögum fatlaðra. Á
vegum nefndarinnar er starfandi
stafrshópur sem hefur heimsótt um
120 fyrirtæki í Reykjavík og kynnt
atvinnumál fatlaðra og kannað
möguleika á störfum í fyrirtækjum.
Heimsóknir þessar hafa borið
árangur og aukið skilning á málefn-
inu.
Þá stendur vinnumiðlunin fyrir
kynningu á myndbandinu „Atvinna
óskast“ sem starfshópurinn vann
að, og er nú að fara af stað kynn-
ing á myndbandinu meðal fyrir-
tækja, stofnana og almennings.
Einnig hefur starfshópurinn unnið
að gerð upplýsingabæklings í
tengsium við myndbandið um at-
vinnumál fatlaðra í Reykjavík, sem
dreift verður jafnhliða sýningu á
myndbandinu. Þá hefur verið unnið
að öðrum bæklingi í samvinnu við
félagsmálaráðuneytið sem er ætlað-
ur atvinnurekendum og nefnist
„Við viljum vinna“.
Fleiri störf fyrir fatlaða
Óhætt er að slá því föstu að
ástandið í atvinnumálum fatlaðra
hefði verið lakara en raun ber vitni,
ef atvinnumálanefnd Reykjavíkur-
borgar hefði ekki með fulltingi
Ráðningarstofunnar og samþykki
borgarráðs beitt sér fyrir samstarfí
við fyrirtækið Glit hf., með því að
taka þátt í kostnaði af 16—18 hálfs-
dagsstörfum fatlaðra að sérstökum
tímabundnum verkefnum. I þessu
sambandi er einnig rétt að geta
þess að tekist hefur gott samstarf
með atvinnumálanefnd, Ráðningar-
stofunni og Múlalundi um að greiða
fyrir ráðningu fatlaðra í störf hjá
Gliti hf. Ljóst er að gera þarf sér-
stakar og oft meiri kröfur til starfs-
umhverfís fatlaðra en þeirra sem
ganga heilir til skógar. Leggja skal
áherslu á að viðleitni atvinnumála-
nefndarinnar í sambandi við þetta
„Á vegum neftidarinnar
er starfandi starfshóp-
ur sem hefur heimsótt
um 120 fyrirtæki í
Reykjavík og kynnt at-
vinnumál fátlaðra og
kannað mögnleika á
störfum í fyrirtækjum.“
sérstaka verkefni hefur á sér til-
raunablæ.
Þá má geta þess að Reykjavíkur-
borg styrkti Múlalund á sl. ári til
þess að auðvelda fyrirtækinu rekst-
ur vinnustofu þess í leiguhúsnæðinu
í Skeifunni 3c hér í borg.
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Tvö kosningaloforð
sjálfstæðismanna varða
aðgengi og ferilmál fatlaðra
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
hafa sett fram 25 kosningaloforð,
tvö þeirra varða aðgengi og feril-
mál fatlaðra.
Fyrra loforðið er að sett verður
snjóbræðslukerfi í allar götur í mið-
bæ Reykjavíkur, og liggur í augum
uppi hve hér verður um gífurlegan
ávinning að ræða í ferilmálum fatl-
aðra, ef snjór og klaki á vetrum
hamlar ekki lengur för þeirra um
gamla miðbæinn.
Seinna loforðið er að stofnaður
verður lánasjóður fyrir þá sem
breyta vilja húsnæði sínu til að
bæta aðgengi fatlaðra. Hér er um
mikið hagsmunamál fatlaðra að
ræða, sem vafalaust á eftir að auð-
velda þeim sem vilja og geta búið
meðal ófatlaðra, en það er sú stefna
sem fatlaðir sjálfír hafa markað.
Útivist fyrir fatlaða
Það má til gamans geta þess að
á Elliðavatnssvæðinu við Helluvatn
hefur Reykjavíkurborg komið upp
aðstöðu fyrir fatlaða til að stunda
silungsveiði. Lögð hefur verið braut
fyrir hjóastóla frá akveginum og
niður að vatninu og settar upp
bryggjur. Þetta er viðleitni
Reykjavíkurborgar til að stuðla að
frekari möguleikum fatlaðra til úti-
veru, og vísar vonandi veginn að
fleiri möguleikum og aðgerðum.
Hiifundur er formaður
atvinnumálanefndar
Reykjavíkurborgar ogskipar 11.
sætiá lista Sjálfstæðisflokksins til
borgarstjórnarkosninga 26. maí
nk.
Fjármál Kópavogs
Svar til Signrðar
Helgasonar
frá Jóhönnu
Sigurðardóttur
í Morgunblaðinu í gær beinir þú
til mín fyrirspurn varðandi skuldir
Kópavogskaupstaðar árin 1986-
1989. Þú tilgreinir ákveðnar tölur
í því sambandi og spyrð, hvort þær
séu ekki réttar. Félagsmálaráðu-
neytið telur ekki eðlilegt að fjalla
með þessum hætti um einstakar
tölur úr ársreikningum sveitarfé-
laga, enda eru ársreikningar sveit-
arfélaga öllum opnir og upplýsingar
um fjármál sveitarfélaga er einnig
að fínna í árbók sveitarfélaga. Að
auki var í starfi nefndarinnar sem
gerði úttekt á fjárhagsstöðu sveit-
arfélaganna miðað við tölur úr árs-
reikningum sveitarfélaga 1988.
Ársreikningar fyrir 1989 liggjaekki
fyrir nema hjá fáum sveitarfélög-
um.
Varðandi það hvort grípa þurfi
til meiri fyrirhyggju í fjármálastjórn
Kópavogs þá vil ég taka fram að
ráðuneytið blandar sér ekki í fy'ár-
málastjórn sveitarfélaga nema í al-
gjörum undantekningartilfellum né
heidur gefur út tölulegar upplýsing-
ar um fjárhag einstakra sveitarfé-
laga. Alls ekkert tilefni er til slíks
í Kópavogi.
Höfundur er félagsmálaráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir
Laxeldi o g fiskeldi
eftirJón Odd
Þórhallsson
Fiskeldi er samkvæmt núgildandi
lögum um Iax- og silungsveiði skil-
greint svohljóðandi: Fiskeldi er
geymsla, fóðrun og gæsla eldis-
físks. Fiskeldi er því lífbúskapur
með fisk og laxeldi er ein grein
innan fiskeldisins.
Fólk virðist halda að allt sem
heitir eldisfiskur sé Iax, en það er
nú öðru nær. Hér á íslandi eru í
eldi, auk Atlantshafslaxins (Salmo
salar), Regnbogasilungur (Salmo
gairdneri), urriði (Salmo trutta),
bleikja (Salvelinus alpinus) og á
tveim stöðum er hafið tilraunaeldi
á lúðu (Hippoglossus hippoglossus).
Það er þó allt á byijunarstigi.
Einnig er hafið eldi á hörpudiski
(Chlamys islandica) á Breiðafirði,
kræklingaeldi er hafíð hjá Napa hf.
í Hvalfirði, fluttur hefur verið inn
sæsnigill frá Kalifomíu, svokallað
sæeyra (Haliotis rufuscens) sem er
í eldi á Stað í Grindavík. Loks hef-
ur verið reynt eldi á risarækju
(Macrobrachium rosenberii) í
Keflavík. Að minnsta kosti tvö
íslensk fiskeldisfyrirtæki stefna að
því að hefja eldi á sandhverfu
(Psetta maxima).
Mikill áhugi er fyrir ræktun ála
hér á landi og virðist sem þar sé
óplægður akur, því mikil eftirspurn
virðist vera eftir ál erlendis.
(Eins og þið sjáið er orðið „físk-
eldi“ svolítið víðtækara hugtak en
orðið „laxeldi").
En nú spyija einhveijir e.t.v.,
hvers vegna verið sé að ala þessar
áðurnefndu tegundir í kerum og
kvíum, þegar hægt er að veiða þær
í sjónum?
Fyrir því geta verið nokkrar
ástæður.
1. Erfítt getur verið að nálgast
sumar tegundir með stórtækum
veiðarfærum t.d. vegna dýptar,
kóralrifja eða lítillar þekkingar
á göngum og lífsháttum viðkom-
andi tegundar.
2. Eldisdýrin geta verið það sjald-
séð og verðmæt að framboðið
anni ekki eftirspum.
3. Einnig getur farið svo að hafið
geti ekki annað þeirri eftirspurn
sem er eftir sjávardýram.
Þarna komum við að mikilvægu
atriði: „Það er ekki hægt að veiða
endalaust upp úr sjónum.“ Þetta
er staðreynd sem íslenskir sjómenn
era farnir að hafa áhyggjur af, og
hvers vegna haldið þið að Norð-
menn (sem eru langt á undan okk-
ur í laxeldinu) stefni á það að fram-
leiða 100 þúsund tonn af þorski á
ári?
Mannfjölgunin í heiminum er
ógnvænleg og ekki sér fyrir endann
á henni ennþá. Hvert land hefur
ekki nema takmarkaðan veiðikvóta
á hveija fískitegund, svo hún of-
veiðist ekki og svó að stofninn geti
haldist stöðugur.
Og þó að fólkinu fjölgi stöðugt
þá geta kvótarnir ekki stækkað sem
því nemur og þá verður eitthvað
annað að koma í staðinn. Og svari
nú hver fyrir sig.
Jón Oddur Þórhallsson
„Við verðum að vera
þolinmóð og passa okk-
ur á að dæma ekki allt
sem heitir fískeldi þó
að nokkrar laxeldis-
stöðvar eigi I byrjunar-
erfiðleikum.“
Ég er ekki að segja að íslending-
ar eigi að fara að rækta þorsk í
keijum og kvíum, heldur að þeir
átti sig á því í hvað stefnir og þeir
séu viðbúnir því sem koma skal.
Ef við viljum stækka þjóðarkök-
una verðum við að vera opin fyrir
öllum nýjungum í atvinnulífinu og
nýta þá möguleika sem hér era
fyrir hendi. Þ.e. heitt vatn í jörðu,
ferskt og gott kalt vatn og mikið
af ómenguðum sjó. Þessa mögu-
leika verðum við að nýta okkur eins
og kostur er.
Þegar talað er um fiskeldi halda
margir að hér sé nú komið eitt loð-
dýraævintýrið enn. Ég tel að það
sé ekki hægt að bera saman dýrar
tískuvörur og nauðsynlega matvöru
(þá á ég við fisk almennt).
En eru ekki allir farnir að fram-
leiða lax, erekki markaðurinn löngu
orðinn mettur?
.. Eftir því sem þú ert með betri
vöra í höndunum þeim meiri mögu-
leika áttu á markaðnum. Og ég tel
að íslendingar eigi ekki minni
möguleika en aðrar þjóðir á sölu
fískafurða erlendis, því hér er lítið
um sjúkdóma og mengun miðað við
aðrar þjóðir.
Nokkrar ástæður fyrir framtíð
fiskeldis hér á landi:
1. Flestar eldisstöðvar hér á landi
nota grunnvatn til eldis, en það
dregur úr líkum á því að hættu-
leg smitefni berist inn í stöðina
með villtum dýrum.
2. Öll hrogn eru sótthreinsuð áður
en þeim er komið fyrir í klakhúsi.
3. ísland er landfræðilega einangr- ■.
að í N-Atlantshafi, en það
minnkar líkurnar á því að hættu-
legir sjúkdómar og mengun ber-
ist hingað frá öðrum löndum.
4. Innflutningur hrogna og lifandi
ferskvatnsfiska er mjög tak-
markaður og haft er strangt
eftirlit með nýjum tegundum
sem fluttar eru inn til landsins.
En af hvetju er þá „allt á hausn-
um“ fyrst við eigum svona mikla
möguleika?
Fólk þarf að átta sig á því að
það fréttir bara af því sem fjöl-
miðlar hafa áhuga á að birta, sem
er oftast gjaldþrot eða gróðafyrir-
tæki. Varla er hægt að segja, sam-
kvæmt stöðunni í dag, að fiskeldis-
fyrirtæki séu gróðafyrirtæki því
nokkuð hefur borið á gjaldþrotum
hjá laxeldisstöðvum víða um land.
Auðvitað bregður fólki þegar það
sér þær upphæðir sem laxeldisfyrir-
tækin eru sögð skulda. En sannleik-
urinn er sá að oftast era þetta sömu
fyrirtækin sem eru í fréttunum og
eiga mestu skuldirnar.
Þetta era stærstu laxeldisstöðv-
arnar sem tóku stór lán til að
byggja stórar stöðvar, sem byggðar
voru á skömmum tíma. Þær áttu
lítið eigið fé í byrjun og nú eru
vextirnir af lánunum, plús ófyrirsjá-
anleg óhöpp, að setja þessar stöðv-
ar á hausinn, en ekki það að stöðv-
arnar geti ekki selt fiskinn.
Hrogn verða ekki að stórum
matfiski á einum degi og þess vegna
geta fískeldisstöðvarnar ekki borg-
að þessi lán á nokkrum mánuðum
heldur þarf nokkur ár þangað til
fyrirtækin geta farið að skila hagn-
aði og þess vegna þurfa fískeldisfyr-
irtækin að eiga kost á hagstæðum
lánum.
Róm var ekki byggð á einum
degi svo að við verðum að vera
þolinmóð og passa okkur á að dæma
ekki allt sem heitir fiskeldi þó að
nokkrar laxeldisstöðvar eigi í byrj-
unarerfiðleikum, heldur verðum við
að hugsa lengra fram í tímann.
Höfundur er nemi á fiskeldisbraut
að Hólum í Hjaltadal.