Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
Póstur og slmi:
Rekstur síðustu ára
ínnan flárlagamarka
- segir aðstoðarpóst- og símamálastjóri
GUÐMUNDUR Björnsson aðstoðarpóst- og símamálstjóri, segir að
rekstur Pósts og síma síðustu tvö ár hafí verið innan marka Qár-
laga, og fjárfestingar umfram íjárlög hafi verið innan marka gengis-
breytinga.
Undirbúningur á nýju leikári LR er hafinn. Fyrsta sýning vetrarins verður Fló á skinni.
LR undirbýr nýtt leikár
í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð-
unar um Póst og síma er bent á
að afkoma fyrirtækisins hafi verið
tæpum 1.800 milljónum verri en
gert var ráð fyrir á fjárlögum á
tímabilinu 1982-1989, og fjárfest-
ingar á þessu tímabili hafi farið
1.600 milljónum, eða að meðaltali
21,8%, fram úr áætlun.
Guðmundur Björnsson sagði við
Morgunblaðið að árið 1988 hefðu
fjárfestingar farið 7% fram úr fjár-
lögum og 9% árið 1989. Ef gert
væri ráð fyrir frávikum á gengi
^væri þetta innan þeirra. Þá hefði
rekstur Pósts og síma nánast verið
samkvæmt fjárlögum á þessum
tíma, m.a. hefði aðeins verið 0,8%
frávik á launalið árið 1989, en laun
væru um helmingur útgjalda fyrir-
tækisins.
„Við erum komin mjög nálægt
fjárlögunum í fjárfestingum á
síðustu tveimur árum. En við verð-
um að fara fram úr þeim í ákveðn-
um tilvikum. í skýrslunni er nefnd-
ur ljósleiðarinn til Nesjavalla, en
það er okkar mat, að við getum
ekki sagt fyrirtækjum og einstakl-
ingum að þeir fái ekki síma vegna
þess að ekki er gert ráð fyrir því
á fjárlögum," sagði Guðmundur.
Ríkisendurskoðun bendir á að
afskriftir Póst og síma hafi verið
• 2.000 milljónum hærri en áætlað
var á þessum árum. Guðmundur
sagði að þegar afskriftir væru
áætlaðar, væri byggt á spá Þjóð-
hagsstofnunar um vísitölur og
gengi. Ef sú spá brygðist, brygðust
áætlanir um afskriftir sömuleiðis.
Hann sagði í þessu sambandi, að
árið 1987 hefði því verið spáð að
launagjöld hækkuðu um 21% milli
ára, en rauntölurnar hefðu verið
42%. Þá hefði því verið spáð að
almennt verðlag hækkaði um 12%
það ár, en raunin orðið 18%. Árið
1989 hefði því verið spáð að verð-
lag hækkaði milli ára um 14% en
raunin orðið 21%.
í skýrslu ríkisendurskoðunar er
frímerkjaútgáfan gagnrýnd, m.a.
vegna þess að gjaldskrár hafi
breyst strax eftir útgáfu sem hafi
þar með ekki nýst. Talið er nauð-
synlegt að gjaldskrársamþykktir
liggi fyrir við útgáfú nýrra
frímerkja.
Guðmundur Björnsson sagði um
þetta, að árlega væru gefin út 6-9
frímerki á ári. Frímerki væru mik-
ið keypt af söfnurum og til að þetta
væri söfnunarvara yrði að liggja
fyrir hvaða útgáfur væru á hveijum
tíma. í verðbólgu undanfarinna ára
hefði orðið að giska á verðlagsþró-
unina, auk þess sem stjórnvöld
hefðu stundum dregið að heimila
gjaldskrárhækkanir.
Þá bendir Ríkisendurskoðun á,
að útibú Pósts og síma í Leifsstöð
á Keflavíkurflugvelli, og söludeild
í Kringlunni séu rekin með halla.
Guðmundur sagði að hallarekstur
í Kringlunni væri réttlætanlegur
vegna þjónustuhlutverks deildar-
innar, en hann sagðist geta tekið
undir ábendingar Ríkisendurskoð-
unar um útibúið í Leifsstöð.
Meirihluti bæjarráðs lét bóka að
þeir teldu efnahagsreikninginn
staðfesta í einu og öllu sterka fjár-
hagsstöðu bæjarsjóðs. Nettóskuldir
væru um 160 milljónir, og hefðu
þær lækkað um 30 milljónir frá
bráðabirgðauppgjöri.
í bókun, sem bæjarráðsmenn
Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á
bæjarráðsfundinum í gær, segir að
ljóst sé að heildarskuld bæjarsjóðs
hafi hækkað úr 848 milljónum sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri í 961
Hjá Leikfélagi Reykjavíkur er
undirbúningur næsta leikárs haf-
inn af fúllum krafti.
Fló á skinni eftir Georges Feydeau
verður fyrsta verkefni vetrarins.
milljón, þótt þá hafí verið dregnar
út 30 milljónir vegna Bæjarútgerð-
ar Hafnarfjarðar, og hækkun
skulda milli uppgjöra sé þannig 143
milljónir. Bent er á að eftir eigi að
taka tillit til þess að tekjufærð hafa
veirð gatnagerðargjöld af öllum lóð-
aúthlutunum, en ekki séu skuld-
færðar óunnar gatnagerðafram-
kvæmdir fyrir á annað hundrað
milljóna. Skuldaraukning bæjar-
sjóðs sé því á sjötta hundrað millj-
óna á árinu, á sama tíma og eign-
Frumsýning er fyrirhuguð eftir miðj-
an september. Fló á skinni var frum-
sýnt fyrir um 18 árum í Iðnó og er
ein af vinsælustu og mest sóttu sýn-
ingum félagsins, en það var sýnt 270
færð fjárfesting samkvæmt upp-
gjörinu sé 299 milljónir. í bókun-
inni segir að ljóst sé að lausafjár-
staða bæjarsjóðs sé mun verri en
bæjarstjóri hafi haldið fram, og
full ástæða sé til að hafa áhyggjur
af þróun mála.
Guðmundur Árni Stefánsson
bæjarstjóri lét bóka að á bókun
sjálfstæðismanna mætti sjá að hald-
ið skyldi áfram villandi málflutn-
ingi, og allt annað væri lesið úr
ársreikningnum en hann segði. Á
ferðinni væri kosningaskjálfti sjálf-
stæðismanna, en ekki raunsönn
umræða um reikninga bæjarins.
Jóhann G. Bergþórsson, annar
fulltrúa sjálfstæðismanna í bæjar-
ráði, segir að niðurstöður efnahags-
sinnum.
14 leikarar fara með hlutverkin.
Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson.
Leikmynd gerði Helga Stefánsdóttir
og þýðandi er Vigdís Finnbogadóttir.
reikningsins staðfesti það sem sjálf-
stæðismenn hafi haldið fram um
fjármál bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.
„Þarna er ekki um neina ófræging-
arherferð að ræða, heldur ber okkur
skylda til þess sem kjörnum bæjar-
fulltrúum að vekja athygli bæjarbúa
á því hvernig að málunum er stað-
ið. Við teljum reyndar að framlagn-
ing þessa uppgjörs hafi verið vegna
þrýstings frá flokksmönnum bæjar-
stjóra, því þeim hafí fundist það
vera hulduverk að leggja þetta ekki
fram. Sannleikurinn er því píndur
fram að svo miklu leyti sem hann
kemur þarna í ljós, en rekstarupp-
gjör hefur ekki verið lagt fram
þannig að ekki er gerð grein fyrir
hvernig rekstrarafkoma bæjarsjóðs
er.“
Hafnarfjörður: \
Skuldir bæjarsjóðs um áramót
tæpur einn milljarður króna
Á FUNDI bæjarráðs Haftiaríjarðar var í gær lagður fram áætlaður
eftiahagsreikningur bæjarsjóðs HafnarQarðar fyrir árið 1989. Sam-
kvæmt reikningnum voru heildarskuldir bæjarsjóðs um áramótin
samtals 961 milljón króna, og höfðu þær hækkað um 500 milljónir
frá árinu 1988. Veltufjármunir og langtímakröfúr voru tæplega 802
milljónir, en voru 385 milljónir árið 1988.
Þýski nóbelsverðlaunahafínn Wolfgang Paul:
Eðlisfræðin verður allt-
af hagnýt fyrr eða síðar
VESTUR-þýski prófessorinn og nóbelsverðlaunahafinn Wolfgang
Paul var hér á landi fyrir skemmstu og flutti fyrirlestur við Há-
skóla íslands á vegum Alexander von Humboldt-félagsins á ís-
landi. í spjalli við Paul kom fram að hann telur að fyrr eða síðar
vérði leitinni að smæstu einingum efnisins hætt vegna þess hve
kostnaðarsöm hún er orðin. Hins vegar verði endaiaust hægt að
gera eðlisfræðina hagnýta.
Prófessor Paul var fyrst spurð-
ur um stöðu þýskra raunvisinda
í samanburði við önnur lönd.
„Fyrstu tvo áratugina eftir stríð
vorum við nokkuð langt á eftir
öðrum. En núna má segja að við
stöndum jafnfætis Bandaríkja-
mönnum, Frökkum og Bretum.
En því má ekki gleyma að vísind-
in eru alþjóðleg og þekkja engin
landamæri. Vandamál þýskra há-
skóla hins vegar er nemendafjöld-
inn. Margir setjast þar á skóla-
bekk sem ekki hafa vísindalegan
áhuga. Það er þörf á meiri sérhæf-
ingu innan háskólanna sem full-
nægir bæði þörfum þeirra sem
vilja iðka vísindi og hinna sem eru
að verða sér úti um starfsmennt-
un.“
Wolfgang Paul sem nú er 76
ára gamall er hættur að kenna
en er enn í fullu starfi við háskól-
ana í Grenoble og Bonn. Á árun-
um 1979-1989 var hann forseti
Humboldt-stofnunarinnar í Bonn
sem einkum styrkir erlenda
vísindamenn til rannsókna í
Þýskalandi. Wolfgang Paul er
hvað þekktastur fyrir að hafa
þróað gildru sem bindur hlaðnar
frumeindir í rafsegulsviði og gerir
þær þannig á vissan hátt sýnileg-
ar. í gildrunni sem kennd er við
Paul hefur tekist að mæla ljós frá
einni frumeind óháðri öðrum fru-
meindum en þvermál þeirra er
einungis um 10.000 milljónasti
hluti úr metra. Undanfarin ár
hefur hann unnið að því að fanga
nifteindir og rannsaka þær. Nif-
teindir eru að því leyti erfíðari en
frumeindir að þær eru ávallt
óhlaðnar og bindast því ekki í
rafsviði. Wolfgang Paul fékk Nób-
elsverðlaunin í eðlisfræði árið
1989 ásamt Bandaríkjamönnun-
um Hans Dehmelt og Norman
Ramsey.
Morgunblaðið/Bjarni
Prófessor Wolfgang Paul.
— Wolfgang Paul var að því
spurður hvort hann minntist
árekstra milli rannsókna sinna og
samviskunnar.
„Nei. í þá stöðu komst ég aldr-
ei vegna þess að ég fékkst ein-
göngu við undirstöðurannsóknir.
En ég vil geta þess að í lok sjötta
áratugarins sendu átján vestur-
þýskir eðlisfræðingar frá sér
áíyktun sem kennd er við Götting-
en þar sem þeir lögðust gegn því
að smíðuð yrðu vestur-þýsk kjarn-
orkuvopn. Þetta varð til þess að
vestur-þýska þingið féll frá því
að leyfa smfði slíkra vopna. Ég
skrifaði undir þessa ályktun á
sínum tíma og var reyndar yngst-
ur þeirra sem það gerðu.“
Hver er framtíð eðlisfræðinnar,
ganga rannsóknarefnin ekki fyrr
eða síðar til þurrðar?
„Ef ég má taka dæmi af rann-
sóknum á byggingu efnisins þá
held ég að fyrr eða síðar hætti
menn slíku vegna þess hve kostn-
aðarsamt það verður að grafast
fyrir um sífellt smærri einingar.
Hins vegar er endalaust hægt að
halda áfram að gera eðlisfræðina
hagnýta. Núna er umhverfism-
engun mæld með tækjum sem
byggja á rannsóknum sem ég
gerði á sjötta áratugnum. Guð
má vita til hvers þær rannsóknir
sem ég vinn að nú verða nýtileg-
ar. En reglan er sú að það tekur
um 30 ár að hagnýta þær. Niður-
stöður í efnafræði eru t.d. hag-
nýttar mun fyrr,“ sagði prófessor
Paul að lokum.