Morgunblaðið - 24.05.1990, Síða 45

Morgunblaðið - 24.05.1990, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 45 Sjálfstæðismenn í Keflavík: Lækkun fasteignagjalda um 10 af hundraði lofað Sjálfstæðismenn í Keflavík hafa heitið því að lækka fast- eignagjöld í bænum um 10%, komist þeir til valda eftir kosn- ingar. í samtali við Morgunblaðið sagði Ellert Eiríksson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Keflavík, að í kjölfar kjarasamninganna síðustu, „þjóðarsáttarinnar“, hefði félags- máiaráðherra í bréfi sínu til Sam- bands’sveitarfélaga, veitt sveitarfé- lögum heimild til að lækka fast- eignagjöld um 10%. „Þetta treystu kratar sér ekki til þess að gera og hefur bæjarstjórinn ranglega haldið því fram að þetta væri ekki unnt, þar eð bærinn fái greiðslu úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga. Enginn slíkur fyrirvari er á lækkunarheim- ildinni." Ellert gat þess að fjölmörg sveit- arfélög hefðu nýtt þessa heimild; helst þau sem sjálfstæðismenn stjómuðu. „Veiti Keflvíkingar okk- ur brautargengi, munum við koma þeim kapauka sem um var samið í þjóðarsáttinni strax til skila og lækka fasteignagjöldin um 10%.“ Sagði Ellert að þeir myndu mæta tekjumissinum með því einfaldlega að hætta að borga dráttarvexti. „Með hagsýni og aðgæslu má ná stjórn á fjármálunum. Þegar náðst hefur stjórn á þeim, leiðir af sjálfu sér að vanskil hætta og bærinn hættir að borga dráttarvexti. Sú upphæð sem greidd er nú í dráttár- vexti er jafnhá þeim tekjum sem bæjarfélagið fær með því að lækka ekki fasteignagjöldin, en það eru 8.3 milljónir,“ sagði Ellert J. Eiríks- son, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Keflavík. Landgræðslu- átak ’90 hefst með plöntun í Kópavogi Landgræðsluátak ’90 hefst í Kópavogi í dag, uppstigningar- dag, með því að bæjarstjórn Kópavogs gróðursetur trjáplönt- ur í nýjum reit í spildu í hlíðum Rjúpnahæðar, ofan við Leirdal. Þar á að gróðursetja í sumar á milli 60 og 70 þúsund plöntur sem eru hlutur Kópavogskaupstaðar úr Landgræðsluátaki ’90. Átakið í Kópavogi hefst formlega kl. 10.30 þegar undirritaður verður samningur milli Kóavogskaupstað- ar og Pósts og síma um afnot af landinu, en rúmlega helmingur þess er í eigu Pósts og síma. Einnig verður undirritaður samningur milli kaupstaðarins og Skógræktarfélags Kópavogs um framkvæmd gróður- setningarinnar. Að svo búnu verður haldið akandi upp í Rjúpnahæð og þar leggur fráfarandi bæjarstjórn Kópavogs sitt af mörkum til land- græðsluátaksins með því að gróður- setja um 500 tijáplöntur. Með í förinni verða fulltrúar fram- kvæmdastjórnar Landgræðslu- átaksins, Skógræktarfélags Kópa- vogs, Pósts og síma og fleiri. Eftir hádegi og næstu daga verð- ur skógræktarstarfinu haldið áfram af áhugamönnum úr bænum, fé- lagasamtökum, skólanemum og fleirum. Unglingar úr Vinnuskóla Kópavogs munu síðan vinna við það í sumar að ljúka verkinu. Aðallega verður plantað þarna birki-, furu- og grenitijám. Umrætt ræktunar- svæði er alls 21,5 hektarar. Morgunblaðið/Kári Jónsson Sigurður Hallur, Hallgrímur og Jón Ingi við járnabindingu. Uppsteypa Dýra- flarðarbrúar hafín Núpi, Dýrafirði. BYRJAÐ var að steypa sökkla Dýrafjarðarbrúar á Lambadalsodda á mánudag. Brúarflokkar lrá Vegagerð ríkisins vinna verkið og er áætlað að brúarsmíðinni verði lokið 1. september. Ekki verður þó hægt að aka yfir hana fyrr en eftir ár þar sem vegfylling verður ekki tilbúin fyrr. Fullfrágenginn verður vegurinn siðan 1. ágúst 1992. Verktakinn Suðurverk sf. hefur nú hafið framkvæmdir við fyrsta hluta vegfyllingar, verður það verk unnið með skipum. Efni er tekið í Ketilseyrarnámum þar sem útbúin hefur verið sérstök höfn í þessum tilgangi. Sumarið 1990 og 1991 verður unnið að undirbúningi náma og gerð varnargarða og vegagerða beggja megin fjarðar. Sumarið 1991 verður unnið við vegagerð af landi og vegurinn síðan opnaður fyrir umferð um haustið. Vegfyllingin er sú næstmesta í vegagerð á íslandi, 336 þúsund rúmmetrar, næstum eins mikil og yfir Borgarfjörð, 400 þúsund rúm- metrar. Má með sanni segja að fólk við Dýrafjörð horfi með vonaraug- um til þessa verks sem staðið hefur til síðastliðin 18 ár. Kári Mynd Karólínu Lárusdóttur, „Glugginn", hlaut verðlaun á alþjóð- legri grafíksýningu á Italíu. Alþjóðleg grafíksýning á Italíu: Karólína Lárus- dóttir hlýtur sérstök verðlaun „ÉG ER óskaplega ánægð, þessar fregnir gefa inér aukinn kraft til að halda áfram í grafikinni," segir Karólína Lárus- dóttir myndlistarkona um viðurkenningu sem hún hlaut ný- lega á alþjóðlegri grafíkmyndasýningu á Ítalíu. Á sýning- unni, sem kennd er við bæinn Biella, voru 8 verk af 466 verðlaunuð. ítalinn Bruno Lorenzo hreppti höfúðverðlaunin, en 7 myndlistarmenn aðrir hlutu sérstök verðlaun og er Karólína ein þeirra. Ég var búin að steingleyma þessari sýningu þegar mér barst bréf um verðlaunin fyrir nokkr- um dögurn," segir Karólína Lár- usdóttir sem búsett er í Eng- landi. „Þetta var náttúrulega með skemmtilegri sendingum og ekki spillti heldur að dálitlir pen- ingar fylgdu. Myndin mín heitir „Glugginn" og er æting og aqu- atinta. Ég er ákveðin í að vinna nú áfram í grafíkinni, svona við- urkenning veitir aukið sjálf- straust. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sendi mynd á stóra al- þjóðasýningu og eiginlega þykir mér verst að komast ekki sjálf að skoða hana.“ Alþjóðlega grafíksýningin í Biella hefur verið haldin reglu- Iega í aldarfjórðung. Verðlaun voru nú veitt í ellefta sinn, en listakonan Sigrid Valtingojer hlaut aðalviðurkenningu sýning- arinnar fýrir tveimur árum. Auk Karólínu eiga þrír fulltrúar Is- lands myndir á sýningunni. Þetta eru listakonurnar Lísa Guðjónsdóttir, Jenný Guð- mundsdóttir og Sigrid Valtingoj- er. Listamenn frá 62 löndum eiga verk á grafíksýningunni sem nú stendur yfir í Biella. Sýningunni lýkur 3. júní. Braut rúður í Alþingishúsi UNGUR maður braut tvær rúður í Alþingishúsinu í fyrrakvöld og komst á hlaupum undan þing- verði sem elti hann. Lögreglu var gefin greinargóð lýsing á manni þessum, sem braut tvær rúður á framhlið hússins og er hans nú leitað. Landsþing JC um helgina í upphafi greinar Guðna Þórs Jónssonar, blaðafulltrúa JC-ísland, á blaðsíðu 51 í Morgunblaðinu í gær segir að 29. landsþing samtakanna verði um hvítasunnuna. Guðni bað Morgunblaðið að leiðrétta þetta, þingið verður haldið um næstu helgi, og verður sett klukkan 17 í dag, eins og fram kemur síðar i greininni. FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTID MEÐ SANDI,GRJÓTI OG ÁBGRÐl SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færö sand og allskonar cjrjót hjá okkur. Viðmokum þessumefnuma bílaeða í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottið á bílnum þínum. Afgreiðslan við Elliðaár er opin: mánud.-föstud.: 7.30-18.00 laugard.: 7.30-17.00 Lokað í hádeginu laugard. Nú bjóðum við enn betur: Lífrænan og ólíf- rænan áburð, hænsnaskít, skeljakalk og garðavikur . Öll þessi úrvals efni eru sekkjuð í trausta plastpoka og tilbúin til afgreiðslu. BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 SÍMI: 68 18 33 EB. NÝfí DAGUR...SÍA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.