Morgunblaðið - 24.05.1990, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
Starfsmenntun í Þýska-
landi kynnt í Skeifimni
Kynningarsýning á starfsmenntun í Þýskalandi verður opnuð í
Rafíðnaðarskólanum í Skeifunni 11 B í dag klukkan tvö. Sýningin,
sem kemur frá Goethestofnuninni í Þýskalandi, verður opin daglega
frá 14-18 til 1. júní.
Markmið sýningarinnar er að
veita forystumönnum í atvinnulífinu
og menntakerfinu innsýn í þýska
verkmenntakerfíð. Á sýningurini
verður aimennt skipulag starfs-
menntunar í Þýskalandi kynnt og
það skýrt með myndum og sýning-
argripum úr einstökum iðngreinum.
Má þar nefna iðnvélasmíði,
vélsmíði, bifvélavirkjun og rafeinda-
virkjun.
I tengslum við sýninguna verður
haldin ráðstefna í Borgartúni 6
dagana 30. og 31. maí. Tveir þýsk-
ir fyrirlesarar halda erindi á ráð-
stefnunni. Þeir eru: Dipl. oec. Ger-
hard Ketzler, frá Iðnráðinu í Mún-
chen, sem fjalla mun um reynslu
smærri fyrirtækja af því að annast
um starfsmenntun, og Dipl. Volksw
Wolf-Dietrich Siebert frá Iðnaðar-
og verslunarráðinu í Freiburg sem
ræða mun um menntun og endur-
menntun kennara og leiðbeinanda
í fyrirtækjum. Þá mun Stefán Ólaf-
ur Jónsson, deildarstjóri, gera grein
fyrir skipuiagi starfsmenntunar á
íslandi.
Allur texti sýningarinnar er á
ensku og sömuleiðis munu þýsku
fyrirlesaramir flytja mál sitt á
ensku.
Morgunblaðið/KGA
Frá sýningarsalnum í Skeifunni.
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi er með
kosningaskrifstofu í Hamraborg 1, 3. hæð. Opið frá kl. 13.00-19.00,
sími 44984.
Stjórn kjördæmisráðs.
Opið hús íValhöll
Það verður opið hús í Sjálfstæðishúsinu
Valhöll, Háaleitisbraut 1, alla daga frá kl.
16.00 til 20.00 fram að kosningum 26. maí.
Á boðstólum er kaffi og spjall um stjórnmál-
in og kosningabaráttuna.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík verða á staðnum frá kl. 16.30 til
18.00.
í dag, fimmtudag, verða Katrín Fjeldsted
og Haraldur Blöndal gestir í opnu húsi.
Á morgun, föstudag, verða Anna K. Jóns-
dóttir og Sveinn Andri Sveinsson gestir í opnu húsi.
Sjálfstæðisflokkurinn.
Keflavík - Njarðvík
Stórhátíð
ungra sjálfstæðismanna í Keflavík og Njarðvík verður haldin í Glaum-
bergi að kvöldi 25. mai. Húsið opnað kl. 21.00. Athugiö ókeypis
aðgangur til kl. 23.30.
Dagskrá:
1. Ölkynning.
2. Tískusýning.
3. Og margt, margt fleira.
Ungfrú Suðurnes og fleiri fagrar dísir verða á staðnum.
Hljómsveitin Nýdönsk leikur fyrir dansi til kl. 03.00.
Ungt sjálfstæðisfólk í Keflavík og Njarðvík er sérstaklega hvatt til
að fjölmenna, en allir stuðningsmenn og velunnarar flokksins eru
velkomnir.
HEIMIR, Keflavík og FUS, Njarðvik.
Mosfellingar athugið!
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Urðarholti 4 er opin alla
daga frá kl. 14.00-21.00. Komið og ræðið við frambjóðendur okkar
og þiggiö kaffisopa. Símar okkar eru 667755, 667793 og 667794.
Einnig minnum við á utankjörfundarkosningu sem er í lögreglustöð-
inni við Þverholt (gengið inn að sunnan) miðvikudaginn 23. mai kl.
15.30-17.30 og föstudaginn 25. maí kl. 15.00-17.00, eða á öðrum
tíma eftir samkomulagi við Jón Guðmundsson á Reykjum í síma
666150. Sjáumst.
Stjórnin.
Kópavogur - opið hús
Opið hús verður í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæð, á morg-
un, föstudaginn 25. maí milli kl. 17 og 19.
Kjósendur í Kópavogi, komið og ræðiö við frambjóðendur sem verða
á staðnum. Heitt á könnuni.
Kosningaskrifstofan er opin frá kl. 9-19 mánudaga-föstudaga, símar
40708 og 40805. Kosningastjóri er Þorgeir P. Runólfsson.
Sjálfstæöisfélögin í Kópavogi.
Árfðandi fundur
íBreiðholti
Umdæmisfulltrúar sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti og þeir, sem
hyggjast starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kjörstöðum í Breiðholts-
hverfi á laugardaginn, eru boðaðir á áríðandi samráðsfund á kosn-
ingaskrifstofunni, Þönglabakka 6, fimmtudaginn 24. maí kl. 17.00
Kosingaskrifstofan.
Wélagslíf
Frá Félagi eldri borgara
Gönguhrólfar hittast nk. laugar-
dag kl. 11.00 í Nóatúni 17.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Uppstigningardagur
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Fjölbreyttur ' söngur.
Ræöumaður: Hafliði Kristins-
son. Allir hjartanlega velkomnir.
Skipholti 50b, 2. hæð
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Þú ert velkomin(n)!
Qútivist
GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Uppstigningadagur
24. maí
Kl. 10.30: Fuglaskoðunarferð.
Gengið um Hafnaberg og ná-
grenni. Komið við í Ósabotnum
og Arfadalsvík. Takið með ykkur
kíki og fuglahandbók. Leiðbein-
andi: Gunnlaugur Þráins-
son.Verð kr. 1200.
Kl. 13.00: Spákonuvatn - Djúpa-
vatn - Grænavatn. Skemmtilegt
fjallavatnasvæði á Núpshlíðar-
hálsi. Verð kr. 1000. Frftt fyrir 15
ára jafnaldra Útivistar. Brottför í
báðar ferðirnar frá BSl’ - bensín-
sölu. Stansað á Kópavogshálsi
og við Sjóminjasafnið í Hf.
Sjáumst.
Útivist
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Lautinantarnir Ann Mer-
ethe Jakobsen og Erlingur Níels-
son stjórna og tala.
Allir velkomnir.
Ungt fólk
með hlutverk
ZwmSl YWAM - ísland
Vakningar- og fyrirbænasam-
koma verður í Grensáskirkju í
kvöld kl. 20.30. Judah Phua
predikar. Á laugardagsmorgun
kl. 10 verður fræðslu- og bæna-
stund í kjallara Grensáskirkju,
þar sem Eirný Ásgeirsdóttir fjall-
ar um efnið „Guð framkvæmir
kraftaverk".
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3S11798 19533
Sunnud. 27. maí kl. 13.
Göngudagur
Ferðafélagsins
Ferðafélagið efnir til göngudags
í 12. sinn og að þessu sinni i
Heiðmörk, sem er einmitt 40 ára
á árinu.
Farið verður í stutta og létta fjöl-
skyldugöngu (ca. 2 klst.) frá
skógarreit F.í. Siðan verður
pylsugrill (hafið pylsur með),
sungið við gítar- og harmóníku-
undirleik og farið í leiki. Þetta
verður sannkallaður fjölskyldu-
dagur í Heiðmörk.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin, kl. 13.00.
Verð 500 kr. en frítt fyrir börn
15 ára og yngri í fylgd foreldra
sinna.
Þátttakendur geta einnig kom-
ið á eigin bílum (ekið hjá Sil-
ungapolli eða Rauðhólum) að
Ferðafélagsreitnum. Mætið
hvernig sem viðrar og kynnist
Ferðafélaginu. Tilvalið að skrá
sig í félagið á staönum.
Þátttakendur fá afhent ókeypis
barmmerki F.í. og merki göngu-
dagsins ásamt sérriti Ferðafé-
lagsins um Heiðmörk.
Fyrirhugaðri hjólreiðaferð er
frestað um sinn.
Kjósið ferðir F.í.
Ferðafélag íslands.
H ÚTIVIST
GRÓFIHNi 1 • REYKJAVÍK • SÍMIAIMSVARI14606
Um hvítasunnuna:
Þórsmörk - Goðaland
Nú eru Básarnir að vakna til
lífsins eftir vetrardvalann og til-
valið að fagna nýju sumri á
þessu óviðjafnanlega svæði.
Fararstjóri: Fríða Hjálmarsdóttir.
Fimmvörðuháls - Básar
Gengið frá Skógum yfir hálsinn
í Goðaland. Um 9 klst. gangur.
Fararstjóri. Lovísa Christian-
sen.
Snæfellsnes -
Snæfellsjökull
Gist á Hellissandi og lögð
áhersla á að skoða nesið utan-
vert. Gengiö á jökulinn og með-
fram ströndinni - Öndverðarnes
- Svörtuloft - Dritvík og skoðuð
gilin við norðurrætur jökulsins.
Sundlaug á staðnum. Strandbál
og grillveisla., Fararstjórar: Ingi-
björg Ásgeirsdóttir og Sigurður
Sigurðarson.
Breiðafjarðareyjar -
Helgafellssveit
Sigling um Suðureyjarnar. Geng-
ið í land í nokkrum eyjum. Farið
í Berserkjahraun og gengin göm-
ul slóð frá Hraunsfirði í Kolgrafa-
fjörð og að sjálfsögðu verður
gengið á Drápuhlíðarfjall og
Helgafell. Fararstjóri: Þorleifur
Guðmundsson.
Skaftafell - Öræfajökull
Góð gisting í Freysnesi. Fyrir þá
sem ekki fýsir að fara á jökulinn:
Jökulsárlón og Múlagljúfur.
Síðari daginn verður gengið i
Bæjastaðarskóg einnig boðið
uppá fjallgöngu á Kristínartinda.
Fararstjórar: Egill Pétursson og
Reynir Sigurðsson.
í Útivistarferð eru allir velkomnir.
Sjáumst.
Útivist.
íSá’
fnmhjólp
í kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þríbúðum Hverfisgötu
42. Söfnuðurinn í Kirkjulækjar-
koti annast samkomuna með
vitnisburðum og fjölbreyttum
söng. Stjórnandi verður Hinrik
Þorsteinsson. Allir velkomnir.
Samhjálp.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533
Fimmtudagurinn 24.
maí - Afmælisgangan
Reykjavík - Hvítárnes
4. ferð. Vilborgarkelda -
Kárastaðanes.
Kl. 13.00 er brottför frá Umferð-
armiðstöðinni, austanmegin.
Gangan hefst við Vilborgarkeldu
þar sem síöustu göngu lauk og
verður gengið þaðan að Kára-
staöanesi. Þægileg gönguleið.
Verð kr. 1.000,-. Frítt fyrir börn
í fylgd fullorðinna.
Spurning ferðagetraunar 4.
ferðar: Hvað heita tvær stærstu
eyjarnar á Þingvallavatni? Verið
með! Þátttakendur í fyrstu þrem-
ur ferðunum voru 309.
Helgarferðir 25.-27. maí
- Eyjafjallajökull - Selja-
vallalaug og Þórsmörk
[ feröinni verður gengið yfir Eyja-
fjallajökul og komið niöur hjá
Seljavallalaug. Góð æfing fyrir
Öræfajökul um hvítasunnuna.
Gist tvær nætur í Þórsmörk,
Skagfjörðsskála/Langadal. Einn-
ig verður boðið upp á gönguferð-
ir um Mörkina fyrir þá, sem ekki
ganga yfir jökulinn. Upplýsingar
og farmiðasala á skrifstofu FÍ,
Öldugötu 3. Brottför kl. 20.
Ferðafélag (slands.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Spennandi ferðir um
hvítasunnuna 1.-4. júní
1. Þórsmörk. Skipulagðar
gönguferðirvið allra hæfi. Einnig
verður skoðunarferð undir Eyja-
fjöll og m.a. farið í Seljavalla-
laug. Góð gisting í Skagfjörðs-
skála.
2. Fimmvörðuháls - Þórsmörk.
Gengið yfir hálsinn. Gist í Skag-
fjörðsskála. Tilvalið að hafa
gönguskíöi.
3. Skaftafell - Ingólfshöfði.
Gönguferðir um þjóðgarðinn.
Skoðunarferðir um Öræfasveit
m.a. að Jökulsárlóni. Áhugaverð
ökuferð og fuglaskoðun í Ingólfs-
höfða. í ferðinni verður m.a.
góð fræðsla um fugla.
4. Öræfajökull - Skaftafell.
Gengin Virkisjökulsleiðin á
Hvannadalshnjúk. Fararstjórar
leiðbeina um jöklatækni.
í ferðum 3 og 4 er gist að Hofi
i Öræfum, tjöld eða hús.
5. a Snæfellsnes - Snæfellsjök-
ull.
Jökullinn laðar að, en margt
-fleira er í boði í göngu- og skoð-
unarferðum um fjöll og strönd
sbr. ferð 5b. Gist að Görðum
og Lýsuhóli.
5.b Snæfellsnes - strandskoð-
un. Farið um ströndina á utan-
verðu Snæfellsnesi í fylgd stað-
kunnugs heimamanns, Skúla
Alexanderssonar, alþingis-
manns. Hugað að gömlum ver-
stöðvaminjum. sögu og örnefn-
um frá Rifi fyrir Öndverðarnes í
Beruvík. Einstök ferð. Frábær
gisting að Görðum. Sameigin-
legt 5a og 5b: Silungsveisla.
Að Lýsuhóli er aðgangur að
sundlaug, heitum potti og öl-
keldu. Á heimleið er boðið upp
á stutta siglingu um Breiða-
fjarðareyjar.
Upplýsingablað fæst á skrifstof-
unni.
Uppl. og farm. á skrifstofu, Öldu-
götu 3.
Ferðafélag islands.
Kinnsla
Vélritunarkennsla
Vélritunarskólinn, s. 28040.
Þekkirðu Reykjavík?
Námskeið Tómstundaskólans,
Reykjavíkurrölt, hefst 29. maí kl.
20.00. Páll Líndal fræðir um sögu
Reykjavíkur; húsa, gatna og horf-
inna íbúa á þriggja kvölda rölti
um gömlu bæjarhlutana, en fjórða
kvöldið verður ekið í úthverfin og
stigið út á völdum stöðum.
Nánari upplýsingar í Tóm-
stundaskólanum, Skólavörðu-
stíg 28, sími 621488.