Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Starfsmenntun í Þýska- landi kynnt í Skeifimni Kynningarsýning á starfsmenntun í Þýskalandi verður opnuð í Rafíðnaðarskólanum í Skeifunni 11 B í dag klukkan tvö. Sýningin, sem kemur frá Goethestofnuninni í Þýskalandi, verður opin daglega frá 14-18 til 1. júní. Markmið sýningarinnar er að veita forystumönnum í atvinnulífinu og menntakerfinu innsýn í þýska verkmenntakerfíð. Á sýningurini verður aimennt skipulag starfs- menntunar í Þýskalandi kynnt og það skýrt með myndum og sýning- argripum úr einstökum iðngreinum. Má þar nefna iðnvélasmíði, vélsmíði, bifvélavirkjun og rafeinda- virkjun. I tengslum við sýninguna verður haldin ráðstefna í Borgartúni 6 dagana 30. og 31. maí. Tveir þýsk- ir fyrirlesarar halda erindi á ráð- stefnunni. Þeir eru: Dipl. oec. Ger- hard Ketzler, frá Iðnráðinu í Mún- chen, sem fjalla mun um reynslu smærri fyrirtækja af því að annast um starfsmenntun, og Dipl. Volksw Wolf-Dietrich Siebert frá Iðnaðar- og verslunarráðinu í Freiburg sem ræða mun um menntun og endur- menntun kennara og leiðbeinanda í fyrirtækjum. Þá mun Stefán Ólaf- ur Jónsson, deildarstjóri, gera grein fyrir skipuiagi starfsmenntunar á íslandi. Allur texti sýningarinnar er á ensku og sömuleiðis munu þýsku fyrirlesaramir flytja mál sitt á ensku. Morgunblaðið/KGA Frá sýningarsalnum í Skeifunni. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi er með kosningaskrifstofu í Hamraborg 1, 3. hæð. Opið frá kl. 13.00-19.00, sími 44984. Stjórn kjördæmisráðs. Opið hús íValhöll Það verður opið hús í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, alla daga frá kl. 16.00 til 20.00 fram að kosningum 26. maí. Á boðstólum er kaffi og spjall um stjórnmál- in og kosningabaráttuna. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða á staðnum frá kl. 16.30 til 18.00. í dag, fimmtudag, verða Katrín Fjeldsted og Haraldur Blöndal gestir í opnu húsi. Á morgun, föstudag, verða Anna K. Jóns- dóttir og Sveinn Andri Sveinsson gestir í opnu húsi. Sjálfstæðisflokkurinn. Keflavík - Njarðvík Stórhátíð ungra sjálfstæðismanna í Keflavík og Njarðvík verður haldin í Glaum- bergi að kvöldi 25. mai. Húsið opnað kl. 21.00. Athugiö ókeypis aðgangur til kl. 23.30. Dagskrá: 1. Ölkynning. 2. Tískusýning. 3. Og margt, margt fleira. Ungfrú Suðurnes og fleiri fagrar dísir verða á staðnum. Hljómsveitin Nýdönsk leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Ungt sjálfstæðisfólk í Keflavík og Njarðvík er sérstaklega hvatt til að fjölmenna, en allir stuðningsmenn og velunnarar flokksins eru velkomnir. HEIMIR, Keflavík og FUS, Njarðvik. Mosfellingar athugið! Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Urðarholti 4 er opin alla daga frá kl. 14.00-21.00. Komið og ræðið við frambjóðendur okkar og þiggiö kaffisopa. Símar okkar eru 667755, 667793 og 667794. Einnig minnum við á utankjörfundarkosningu sem er í lögreglustöð- inni við Þverholt (gengið inn að sunnan) miðvikudaginn 23. mai kl. 15.30-17.30 og föstudaginn 25. maí kl. 15.00-17.00, eða á öðrum tíma eftir samkomulagi við Jón Guðmundsson á Reykjum í síma 666150. Sjáumst. Stjórnin. Kópavogur - opið hús Opið hús verður í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæð, á morg- un, föstudaginn 25. maí milli kl. 17 og 19. Kjósendur í Kópavogi, komið og ræðiö við frambjóðendur sem verða á staðnum. Heitt á könnuni. Kosningaskrifstofan er opin frá kl. 9-19 mánudaga-föstudaga, símar 40708 og 40805. Kosningastjóri er Þorgeir P. Runólfsson. Sjálfstæöisfélögin í Kópavogi. Árfðandi fundur íBreiðholti Umdæmisfulltrúar sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti og þeir, sem hyggjast starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kjörstöðum í Breiðholts- hverfi á laugardaginn, eru boðaðir á áríðandi samráðsfund á kosn- ingaskrifstofunni, Þönglabakka 6, fimmtudaginn 24. maí kl. 17.00 Kosingaskrifstofan. Wélagslíf Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar hittast nk. laugar- dag kl. 11.00 í Nóatúni 17. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Uppstigningardagur Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Fjölbreyttur ' söngur. Ræöumaður: Hafliði Kristins- son. Allir hjartanlega velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Þú ert velkomin(n)! Qútivist GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Uppstigningadagur 24. maí Kl. 10.30: Fuglaskoðunarferð. Gengið um Hafnaberg og ná- grenni. Komið við í Ósabotnum og Arfadalsvík. Takið með ykkur kíki og fuglahandbók. Leiðbein- andi: Gunnlaugur Þráins- son.Verð kr. 1200. Kl. 13.00: Spákonuvatn - Djúpa- vatn - Grænavatn. Skemmtilegt fjallavatnasvæði á Núpshlíðar- hálsi. Verð kr. 1000. Frftt fyrir 15 ára jafnaldra Útivistar. Brottför í báðar ferðirnar frá BSl’ - bensín- sölu. Stansað á Kópavogshálsi og við Sjóminjasafnið í Hf. Sjáumst. Útivist Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Lautinantarnir Ann Mer- ethe Jakobsen og Erlingur Níels- son stjórna og tala. Allir velkomnir. Ungt fólk með hlutverk ZwmSl YWAM - ísland Vakningar- og fyrirbænasam- koma verður í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Judah Phua predikar. Á laugardagsmorgun kl. 10 verður fræðslu- og bæna- stund í kjallara Grensáskirkju, þar sem Eirný Ásgeirsdóttir fjall- ar um efnið „Guð framkvæmir kraftaverk". Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3S11798 19533 Sunnud. 27. maí kl. 13. Göngudagur Ferðafélagsins Ferðafélagið efnir til göngudags í 12. sinn og að þessu sinni i Heiðmörk, sem er einmitt 40 ára á árinu. Farið verður í stutta og létta fjöl- skyldugöngu (ca. 2 klst.) frá skógarreit F.í. Siðan verður pylsugrill (hafið pylsur með), sungið við gítar- og harmóníku- undirleik og farið í leiki. Þetta verður sannkallaður fjölskyldu- dagur í Heiðmörk. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, kl. 13.00. Verð 500 kr. en frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Þátttakendur geta einnig kom- ið á eigin bílum (ekið hjá Sil- ungapolli eða Rauðhólum) að Ferðafélagsreitnum. Mætið hvernig sem viðrar og kynnist Ferðafélaginu. Tilvalið að skrá sig í félagið á staönum. Þátttakendur fá afhent ókeypis barmmerki F.í. og merki göngu- dagsins ásamt sérriti Ferðafé- lagsins um Heiðmörk. Fyrirhugaðri hjólreiðaferð er frestað um sinn. Kjósið ferðir F.í. Ferðafélag íslands. H ÚTIVIST GRÓFIHNi 1 • REYKJAVÍK • SÍMIAIMSVARI14606 Um hvítasunnuna: Þórsmörk - Goðaland Nú eru Básarnir að vakna til lífsins eftir vetrardvalann og til- valið að fagna nýju sumri á þessu óviðjafnanlega svæði. Fararstjóri: Fríða Hjálmarsdóttir. Fimmvörðuháls - Básar Gengið frá Skógum yfir hálsinn í Goðaland. Um 9 klst. gangur. Fararstjóri. Lovísa Christian- sen. Snæfellsnes - Snæfellsjökull Gist á Hellissandi og lögð áhersla á að skoða nesið utan- vert. Gengiö á jökulinn og með- fram ströndinni - Öndverðarnes - Svörtuloft - Dritvík og skoðuð gilin við norðurrætur jökulsins. Sundlaug á staðnum. Strandbál og grillveisla., Fararstjórar: Ingi- björg Ásgeirsdóttir og Sigurður Sigurðarson. Breiðafjarðareyjar - Helgafellssveit Sigling um Suðureyjarnar. Geng- ið í land í nokkrum eyjum. Farið í Berserkjahraun og gengin göm- ul slóð frá Hraunsfirði í Kolgrafa- fjörð og að sjálfsögðu verður gengið á Drápuhlíðarfjall og Helgafell. Fararstjóri: Þorleifur Guðmundsson. Skaftafell - Öræfajökull Góð gisting í Freysnesi. Fyrir þá sem ekki fýsir að fara á jökulinn: Jökulsárlón og Múlagljúfur. Síðari daginn verður gengið i Bæjastaðarskóg einnig boðið uppá fjallgöngu á Kristínartinda. Fararstjórar: Egill Pétursson og Reynir Sigurðsson. í Útivistarferð eru allir velkomnir. Sjáumst. Útivist. íSá’ fnmhjólp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúðum Hverfisgötu 42. Söfnuðurinn í Kirkjulækjar- koti annast samkomuna með vitnisburðum og fjölbreyttum söng. Stjórnandi verður Hinrik Þorsteinsson. Allir velkomnir. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Fimmtudagurinn 24. maí - Afmælisgangan Reykjavík - Hvítárnes 4. ferð. Vilborgarkelda - Kárastaðanes. Kl. 13.00 er brottför frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Gangan hefst við Vilborgarkeldu þar sem síöustu göngu lauk og verður gengið þaðan að Kára- staöanesi. Þægileg gönguleið. Verð kr. 1.000,-. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Spurning ferðagetraunar 4. ferðar: Hvað heita tvær stærstu eyjarnar á Þingvallavatni? Verið með! Þátttakendur í fyrstu þrem- ur ferðunum voru 309. Helgarferðir 25.-27. maí - Eyjafjallajökull - Selja- vallalaug og Þórsmörk [ feröinni verður gengið yfir Eyja- fjallajökul og komið niöur hjá Seljavallalaug. Góð æfing fyrir Öræfajökul um hvítasunnuna. Gist tvær nætur í Þórsmörk, Skagfjörðsskála/Langadal. Einn- ig verður boðið upp á gönguferð- ir um Mörkina fyrir þá, sem ekki ganga yfir jökulinn. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Brottför kl. 20. Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Spennandi ferðir um hvítasunnuna 1.-4. júní 1. Þórsmörk. Skipulagðar gönguferðirvið allra hæfi. Einnig verður skoðunarferð undir Eyja- fjöll og m.a. farið í Seljavalla- laug. Góð gisting í Skagfjörðs- skála. 2. Fimmvörðuháls - Þórsmörk. Gengið yfir hálsinn. Gist í Skag- fjörðsskála. Tilvalið að hafa gönguskíöi. 3. Skaftafell - Ingólfshöfði. Gönguferðir um þjóðgarðinn. Skoðunarferðir um Öræfasveit m.a. að Jökulsárlóni. Áhugaverð ökuferð og fuglaskoðun í Ingólfs- höfða. í ferðinni verður m.a. góð fræðsla um fugla. 4. Öræfajökull - Skaftafell. Gengin Virkisjökulsleiðin á Hvannadalshnjúk. Fararstjórar leiðbeina um jöklatækni. í ferðum 3 og 4 er gist að Hofi i Öræfum, tjöld eða hús. 5. a Snæfellsnes - Snæfellsjök- ull. Jökullinn laðar að, en margt -fleira er í boði í göngu- og skoð- unarferðum um fjöll og strönd sbr. ferð 5b. Gist að Görðum og Lýsuhóli. 5.b Snæfellsnes - strandskoð- un. Farið um ströndina á utan- verðu Snæfellsnesi í fylgd stað- kunnugs heimamanns, Skúla Alexanderssonar, alþingis- manns. Hugað að gömlum ver- stöðvaminjum. sögu og örnefn- um frá Rifi fyrir Öndverðarnes í Beruvík. Einstök ferð. Frábær gisting að Görðum. Sameigin- legt 5a og 5b: Silungsveisla. Að Lýsuhóli er aðgangur að sundlaug, heitum potti og öl- keldu. Á heimleið er boðið upp á stutta siglingu um Breiða- fjarðareyjar. Upplýsingablað fæst á skrifstof- unni. Uppl. og farm. á skrifstofu, Öldu- götu 3. Ferðafélag islands. Kinnsla Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s. 28040. Þekkirðu Reykjavík? Námskeið Tómstundaskólans, Reykjavíkurrölt, hefst 29. maí kl. 20.00. Páll Líndal fræðir um sögu Reykjavíkur; húsa, gatna og horf- inna íbúa á þriggja kvölda rölti um gömlu bæjarhlutana, en fjórða kvöldið verður ekið í úthverfin og stigið út á völdum stöðum. Nánari upplýsingar í Tóm- stundaskólanum, Skólavörðu- stíg 28, sími 621488.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.