Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
▼
„Man ekki efltir jafii
góðum móttökum“
- sagði Ingólfiir Bárðarson efsti mað-
ur á lista Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík
Keflavík.
„KOSNINGABARÁTTAN hefur gengið ákaflega vel og ég man
ekki eftir jafn góðum móttökum þau ár sem ég hef verið í fram-
boði,“ sagði Ingólfur Bárðarson efsti maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Njarðvík i viðtali við Morgunblaðið um stöðu flokks-
ins þar í bæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á laugardaginn.
í Njarðvík hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í minnihluta, en
stjórn bæjarins hefur verið í höndum Alþýðuflokk»;'og Fram-
sóknarflokks.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Ingólfur Bárðarson, efsti mac]ur á lista Sjálfstæðisflokksins í
Njarðvík, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem er einn stærsti atvinnu-
rekandinn í bænum.
Mörg ný nöfh á
framboðslistanum
Ingólfur sagðist fagna því að
nú væru mörg ný nöfn á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins.
Þetta væri að hluta til ungt, fjöl-
hæft athafna og framkvæmda-
fólk sem þegar hefði aflað sér
víðtækrar reynslp í félags og
atvinnumálum. „Ég hef sérstak-
lega orðið var við að þetta unga
fólk hefur höfðað til og átt mik-
inn hljómgrunn meðal íbúanna
sem hafa hrifíst af mælsku þess
og þekkingu á þeim vinnustaða-
fundum sem við höfum verið með
að undanförnu.“ Ingólfur sagði
að kosningabarátta Sjálfstæðis-
flokksins hefði hafist með funda-
herferð þar sem frambjóðendur
flokksins hefðu kynnt sér skoð-
anir og hugmyndir bæjarbúa um
hvað bæri að leggja mest áherslu
á í Njarðvik á næsta kjörtíma-
bili. „Með hliðsjón af skoðunum
og áherslum fólksins höfum við
svo gert bæði víðsýna og góða
stefnuskrá sem að hluta til eru
skoðanir og óskir íbúanna
sjálfra."
Skuldir bæjarins hafa
stóraukist
Ingólfur sagði að atvinnu- og
fjármálin væru helstu mál kosn-
inganna í Njarðvík að þessu sinni
auk umhverfis- og félagsmála.
„Við höfum bent á að það er lítið
hægt að gera þai* sem atvinnu-
og fjármál eru ekki í lagi og það
verður að segjast eins og er að
þessir hlutir hafa farið illilega
úr böndunum hjá stjórnendum
Njarðvíkur síðastliðið kjörtíma-
bil. Skuldir bæjarins hafa stór-
aukist á síðustu fjórum árum og
hafa hækkað úr 35 milljónum
króna frá árinu 1986 í liðlega
158 milljónir króna í árslok 1989.
Nú er svo komið að hver einasti
Njarðvíkingur, þar með talin
smábörn og gamalmenni, skulda
rúmar 66 þúsund krónur. Um
mitt ár 1986 þegar núverandi
meirihluti tók við voru skuldir á
hvern einstakling 14 þúsund
krónur og til að sjá réttilégan
mun á þessum tveim töium létum
við framreikna krónutöluna frá
árinu 1986 og í dag væri hún
27 þúsund krónur. Raunveruleg
aukning skulda á hvern einstakl-
ing er því um 144% sem varla
getur talist ýtrasta hagsýni og
sparsemi í fjármálum.“
Skýra stefnumörkun í
atvinnumálum
„Skýra stefnumörkun í at-
vinnumálum þarf að gera í
Njarðvík og raunar á öllum Suð-
urnesjum til að hægt verði að
tryggja því unga fólki sem kem-
ur á vinnumarkaðinn á næstu
árum bæði góð og fjölbreytt at-
vinnutækifæri. Gera þarf átak
til að laða að stór og smá iðnfyr-
irtæki í bæinn sem myndu skapa
traustan atvinnugrundvöll. Einn-
ig þarf að styrkja þann atvinnu-
rekstur sem fyrir er í bænum,
án þess þó að gengið sé inn í
rekstur fyrirtækjanna. Með til-
komu álvers eða einhvers sam-
bærilegs stóriðjufyrirtækis á
Suðurnesjum myndu skapast
fleiri þúsund atvinnutækifæri og
við myndum skjóta traustri stoð
undir atvinnulífið í heild. Dæmin
sýna okkur að stóriðjan myndar
umhverfi sem vekur upp nýjar
hugmyndir og örvar menn til
framkvæmda. Kostir Suðurnesja
eru þegar talað er um stóriðju-
fyrirtæki: 1. Góðar samgöngur
allt árið. 2. Alþjóðaflugvöllur. 3.
Góð hafnaraðstaða. 4. Nóg af
tæknimenntuðu fólki. 5. Nóg af
hita og raforku.“
Forgangsverkefiii að Ijúka
tengivegi milli hverfa
„Við höfum lýst því yfír að
eitt af forgangsverkefnum okkar
yrði að ljúka tengivegi milla
innra og ytra hverfis með hjól-
reiða- og gangbrautum. Málefni
aldraðra hafa verið í umræðu og
viljum við að byggðar verði hlut-
deildaríbúðir fyrir aldraða í
Njarðvík. Einnig munum við
sinna íþrótta- og æskulýðsmál-
um af myndarskap eins og alltaf
þegar Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur haldið um stjórnvölinn. Ég vil
nefna að samskiptum stjórnenda
bæjarins við fólírið hefur verið í
ýmsu ábótavant. Þar hefur borið
á samskiptaörðugleikum sem
leitt hafa til málaferla sem hafa
skaðað bæinn.“ Ingólfur Bárðar-
son sagði að lokum að í kosning-
unum sem nú færu í hönd höfð-
aði stefna Sjálfstæðisflokksins
greinilega til fólksins og hann
væri sannfærður um að úrslit
kosninganna yrðu í samræmi við
það.
- BB
Morgunblaðið/Sturla Páll
Brotnar girðingar á Suðureyri
Garðar á Suðureyri koma illa undan snjónum. Til dæmis hefur tijágróð-
ur farið illa og flestar trégirðingar umhverfís garða eru meira eða
minna brotnar. Myndin sýnir girðingu við eitt hús og inni í garðinum
er enn myndarlegur snjóskafl.
Stykkishólmur:
Athugasemd frá H-Iista
DAVÍÐ Sveinsson, efsti maður á H-listanum við bæjarstjórnarkosning-
arnar í Stykkishólmi, hefur beðið Morgunblaðið að leiðrétta það sem
eftir honum er haft í kosningablaði Morgunblaðsins síðastliðinn þriðju-
dag þar sem hann telur að ákveðin ummæli hafí ekki verið rétt efitir
höfð. Leiðrétt er greinin þannig:
„Við tökum á öllum málum í
stefnuskránni, en skuldastaða bæjar-
ins er slæm að okkar mati og við
leggjum mikla áherslu á að laga
hana. Það viljum við gera með því
að leggja í aukna útgerð og auka
atvinnu í bænum. Það þarf að koma
íþróttahúsinu í notkun í haust og
bíða síðan átekta.
Við leggjum áherslu á að bæta
samgöngumál á norðanverðu nesinu
á milli staða, þannig að atvinnutæk-
in samnýtist betur. Halda þarf áfram
uppbyggingu ferðamálaþjónustunn-
ar, sem er mikið verkefni, sérstak-
lega eftir að nýi Baldur kom. Syst-
urnar hafa unnið gott starf á barna-
heimilinu og eiga hrós skilið. Það er
stefna okkar qð rá,ða fóstrur við
barnaheimilið, og auka menntum
þeirra starfsstúlkna sem þar vinna.
Samning við systumar þarf að end-
urskoða eins og alla samninga sem
gerðir eru. Við viljum efla félags-
starf og reyna að halda úti unglinga-
vinnu eins og fjárhagurinn leyfir. Þá
leggjum við mikla áherslu á jöfnun
orkukostnaðar á landinu. Þingmenn-
irnir á Vesturlandi hafa lagt fram
þingsályktunaitillögu um það mál,
sem við styðjum heilshugar."
Tvö nöfn á H-listanum misrituðust
í kosningablaðinu og eru þau leiðrétt
hér á eftir um leið og beðist er vel-
virðingar á mistökunum: í öðru sæti
listans er Ina H. Jónasdóttir verka-
kona og í þriðja sæti Ásgeir Þór
Ólafsson rafyejtustjóri.