Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 64
64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
STÚDENTASTJARNAN
HÁLSMEN MEÐ KEÐJUKR. 2.980,-
-
4? Jcíi cgDsksp
LAUGAVEGI 70 • SÍMI 24910
HAIR
mottii litsins með
Ápollo hái
Framleiðendur í Ameríku bjóða nú
upp ó sórsaukahusa og lyfjalauso
lausn, sem bætir útlitið.
Evrópskir og amerískir sérfræðingar
hafa komið from með þessa lausn,
eftir 26 óra rannsóknir, sem er
fléttuð í hórið þitt og er sem hluti
afsjólfum þér allan sólorhringinn.
Eiofalt og liáfliagslega
ylirstígaoleot.
Fóið sendan
Apollo - myndabækling.
RAKARA- OG HARGREIÐSLUSTOFAN
^ GRKIFIM
HRINGBRAUT 119 S 22077
G115 veitir fólki aukinn
þrótt til aö standast líkamlegt og
andlegt álag.
Það eflir einbeilingu og vinnur
gegn streitu.
Éh
Póstsendum
eilsuhúsiö
NEYTENDAMAL
Hinn heillandi heimur heilsufæðis
Á seinni árum hefur komið
fram mikil hvatning til al-
mennings um neyslu á heil-
næmara fæði með neyslu
heilsufæðu sem er allt í senn
„heilnæm, lífræn og náttúru-
Ieg“ og leiða á til heilbrigðara
lífs. Heilsufæða þessi er sögð
vera bæði hollari og betri en
önnur fæða. Neytendur eiga
þó mjög erfitt með að meta,
hvort gæði matvöru sem aug-
lýst er og seld sem lífræn og
náttúruleg sé i raun annarri
matvöru hollari og betri. Þar
getur komið til góð sölu-
mennska og talsverðir íjár-
munir. Af þeim ástæðum er
nauðsynlegt að ákveðnar regl-
ur gildi um hvað leyfilegt sé
í þeim efhum.
í íslensku reglugerðinni um
notkun aukefna og merkingu
neytendaumbúða fyrir matvæli
og aðrar neysluvörur er ákvæði
(í 6. gr.) sem segir að upplýsing-
ar á umbúðum skuli ekki á neinn
hátt vera blekkjandi fyrir kaup-
anda eða móttakanda varðandi
uppruna, tegund, samsetningu,
þyngd, eðli eða áhrif vörunnar.
Við ættum því að vera „gull-
tryggð" hér í þeim efnum.
Erfiðara getur reynst að festa
í reglugerðir samskonar öryggis-
þætti handa neytendum þegar
kemur að lífrænni ræktun fæðu-
tegunda, því að um leið og fæðu-
tegundir ræktaðar á lífrænan
hátt eru teknar af akrinum er
engin leið að aðskilja þær frá
öðrum sem ræktaðar hafa verið
með tilbúnum áburði.
Rætur plantna draga til sín
ólífræna næringu úr jarðvegi
hvaðan sem hún kemur. Ekki
hefur tekist að staðfesta neinn
gæðamun á fæðutegundum sem
ræktaðar eru á lífrænan hátt og
þeim sem ræktaðar eru með til-
búnum áburði. Mismunur á nær-
ingarinnihaldi piantna sömu teg-
undar byggist á erfðaþáttum,
loftslagi, næringarefnum og
þroskastigi plantna við upp-
skeru. Gulrætur hafa verið tekn-
ar sem dæmi um grænmeti sem
inniheldur mismikið A-vítamín
eftir tegundum og ræktunarað-
stæðum.
Einn stærsti ávinningurinn af
lífrænni ræktun plantna á að
vera sá, að ekki sé notað skor-
dýraeitur við ræktunina og af
þeim ástæðum sé sú fæða sem
þannig er ræktuð laus við leifar
skordýraeiturs. Raunin er aftur
á móti sögö vera sú, að margar
þessar fæðutegundir innihalda
leifar skordýraeiturs, jafnvel þó
ekkert skordýraeitur hafi verið
notað við ræktunina. Kemur það
til af því, að leifar margra kem-
ískra efna geta legið í jarðvegin-
um árum saman eftir síðustu
notkun. Leifar þessar eru þó
ekki meiri en svo að þær eiga
að vera neytendum skaðlausar.
Þar sem þær fæðutegundir,
sem ræktaðar eru á lífrænan og
efnafræðilegan hátt, eru í engu
frábrugðnar í útliti og bragði éða
efnasamsetningu verður neyt-
andinn að treysta á heiðarleika
ræktenda og seljenda vörunnar
um að vörumerkið „lífrænt rækt-
að“ standi undir merki.
Flestum er ljóst, að eftir því
sem fólk veit meira um fæðu dg
næringarinnihald hennar þeim
mun meiri líkur eru á því að það
móti með sér heilbrigðari matar-
venjur sem síðan geta leitt til
betri heilsu. Þess vegna er
fræðsla á gæðum matvæla og
öryggi í ræktun og meðferð
matvæla mjög mikilvæg.
Margir laðast að heilsufæði,
vegna þess að þeir telja að það
sé náttúrulegt og því einnig heil-
næmara og fullkomlega öruggt
— a.m.k. öruggara en venjuleg
matvæli. Rökin eru kannske ekki
fullkomlega traust vegna þess
að hundruð eiturefnasambanda
geta á náttúrulegan hátt komið
fyrir í fæðutegundum. Má þar
nefna aflatoxin, það er myglu-
tegund sem getur vaxið við sér-
stakar aðstæður í fæðutegund-
um eins og maís, hnetum, möndl-
um og og öðrum korntegundum.
Eins og neytendur muna voru
gráfíkjur teknar af markaði hér
fyrir nokkrum árum vegna af-
latoxins sem í þeim fannst. Hnet-
ur og möndlur sem hafa beiskt
bragð á ekki að borða vegna
þess að þær geta innihaldið af-
latoxin sem talið er öflugur
krabbameinsvaldur. Ákveðnar
reglur gilda t.d. í Bandaríkjunum
um hámark aflatoxins, þessa
náttúrulega eiturefnis, í fæðu-
tegundum eins og t.d. hnetu-
smjöri og í mjólk.
Jurtate ýmiss konar er mjög
vinsælt meðal unnenda heilsu-
fæðis. Margar þessar tetegundir
geta innihaldið hundruð efna-
sambanda sem ekki hafa verið
efnafræðilega rannsakaðar hvað
öryggi snertir. Blý, arsenic,
cadmium og aðrir þungamálmar
geta á náttúrulegan hátt verið
til staðar í matvælum í litlu
magni. Magnið getur verið meira
ef fæðan er í samanþjöppuðu
formi. í beinamjöli (stórgripa)
hefur t.d. fundist talsvert magn
af blýi. Þangtöflur sem oft eru
seldar í heilsufæðiverslunum
geta einnig innhaldið arsenic.
Mörg efnasambönd er einnig
að finna í venjulegum matvælum
hvort sem þau eru seld í heilsu-
verslunum eða í venjulegum
verslunum, má þar nefna oxal-
sýru sem er í mörgum fæðuteg-
undum, m.a. spínati og rabar-
bara. Gulrætur, salat, kínakál
og sellerilauf innihalda bæði nit-
rit og nitrat-sambönd, það þýðir
þó alls ekki að hættulegt sé að
neyta þessara fæðutegunda. Ör-
uggast er því að gæta varkárni
og nota eigin hyggindi, borða
fjölbreytta fæðu og gæta hófs í
neyslu einstakra fæðutegunda.
M. Þorv.
ÚTSÝNISHÚS
Á ÖSKJUHLÍÐ
verður til sýnis almenningi
fimmtudaginn 24. maí fró kl. 14.00-17.00.
Hitaveila Reykjavikur
Kringlan @ 689266 Skólavörðustig @ 22966
n ni 1111 ii m 11111 ii ii i f i h h i í í i h TnTnnuninTniiniii