Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Mat á kennslu við HÍ Hverium er það til góðs? eftir Bjarna Armannsson Vegna skrifa dr. Roberts Cooks um mat það er tekið var upp á kennslu í Háskóla íslands, sé ég mig knúinn til að svara nokkrum atriðum sem fram komu í grein hans. Atriði sem eru villandi og Jafnvel röng. Ýmislegt kemur þar þó áhuga- vert fram og ber að þakka dr. Cook innlegg hans í umræðu um þessi mál. Heilbrigð umræða og rökræður hljóta ætíð að vera af hinu góða. Stutt ágrip könnunarinnar Það var ekki að ástæðulaus að gæðamat var framkvæmt með því- sniði sem raun bar vitni sl. haust. Bæði nemendur og kennarar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þörf- inni til að meta og gagnrýna kennslu við Háskólann. Enda hlýtur gagnrýnin rökræn hugsun að vera grunnforsenda góðs háskóla. Þarf slíkt að koma frá nemendum og kennurum. Vísir að einhvers konar mati á kennslu kom t.d. fram í erindis- bréfi kennslumálanefndar Háskól- ans frá 1985. Hefur kennurum staðið til boða undanfarin ár að gera könnun sem þessa á sérstökum eyðublöðum kennslumálanefndar. Einnig hafa slíkar kannanir verið gerðar af nemendum t.d. í læknis- fræði, tölvunarfræði og víðar þar sem þessum málum hefur verið sýndur sérstakur áhugi. Það var svo s). haust að stúdent- ar og kennslumálanefnd útbjuggu samræmt eyðublað sem lagt skyldi^ fyrir skólann misserislega auk þess sem samdar voru reglugerðir sem tryggðu m.a. framkvæmd og með- ferð niðurstaðna. Hvers vegna mat á kennslu? Það hlýtur að vera nemendum, kennurum og háskólayfírvöldum akkur að kennsla sé sem best við Háskólann og ef hægt er að draga ályktanir frá fyrstu könnuninni þá er hún sú að almennt sé kennsla góð. Það er gott fyrir kennarann að vita hvar hann stendur, hver styrk- leiki hans er og hvar veikleikar hans liggja. Það hlýtur að vera fyrsta skrefið við lausn vandamáls að greina það. Þannig getur kenn- ari byggt sig upp með tilliti til þeirra niðurstaðna sem fyrir liggja (ásamt heilbrigðri skynsemi) og gildir þar hið fomkveðna að slæmar fréttir eru betri en engar fréttir. Menn vita þá hvar þeir geta bætt sig. Það er gott fyrir stúdentinn því þannig getur hann haft sitt að segja um kosti og galla þessa háskóla- samfélags sem við, nemendur og kennarar, hrærumst í. Það er gott fyrir viðkomandi stjórnunareiningu að hafa upplýs- ingar um mat stúdenta á kennslu viðkomandi kennara svo og dóm- nefndir sem eiga að meta hæfni umsækjenda til starfa við Háskól- ann (og það jafnvel fyrir Lífstíð!). Það er slæmt að sjá dómnefnd- arálit þar sem grandskoðað er ofan í kjölinn rit umsækjenda og fræði- störf en þegar kemur að kennsiu- þættinum er örstutt klausa sem segir eitthvað á þessa leið: „Um- sækjandi er vel liðinn og vinsæll meðal stúdenta og hefur um árabil verið farsæll kennari." Gildir þá einu hæfni viðkomandi í kennslu og oft er látið nægja að telja upp þau námskeið sem viðkomandi hef- ur kennt! Nauðsynlegt er því að hafa einhverskonar mælikvarða sem hægt er að skírskota til við slíka álitsgerð. Hvort háskólakennsla sé of flókin listgrein og hvort mælikvarðinn sé of einfaldur skal ég ekki leggja dóm á en einfaldur mælikvarði getur oft mælt flókna hluti betur og skýrar en flóknir mælikvarðar. Það er ein af grunnstoðum lýðræðis að fjöidinn hafí sitt að segja um málið. Markmið könnunarinnar Markmið könnunarinnar er ein- faldlega bætt kennsia og bættir kennsluhættir innan Háskólans. Þetta telur dr. Cook að náist ekki fram og segir: „Ekkert tölvustýrt gæðamat getur nokkurn tíma bætt kennslu í háskóla.“ Það vakti strax athygli mína þetta orðalag um „tölvustýrt gæðamat" sem birtist í annarri hverri málsgrein. Hvað á maðurinn við? Heldur hann að Stóri bróðir horfi á hann á skjánum? Mat þetta á kennslu er á engan hátt tölvustýrt en úrvinnslan fer fram í tölvu og til stendur að auka þann þátt, þannig að ekki þurfi að slá inn einkunnir handvirkt eins og verið hefur hingað til. Slíkt sparar bæði tíma og peninga auk þess sem það eykur öryggi með lægri villu- tíðni í innslætti. Þetta er nú öll tölvustýringin. Tölvan er einungis hjálpartæki á millistigi. Matið fer fram af stúdent- um sem eru óumdeilanlega mann- eskjur af holdi og blóði! Niðurstöð- umar em svo meðhöndlaðar af því fólki sem til þess er réttkjörið skv. gildandi reglugerðum. Bjarni Ármannsson „Sé rétt á málum haldið og niðurstöður könnun- arinnar nýttar með já- kvæða gagnrýni í huga til uppbyggingar og efl- ingar Háskólanum er ég þess fiillviss að í framtíðinni verður þessi könnun einn af hornsteinum háskóla- samfélagsins." Ég get því ekki verið sammála dr. Cook um ágæti kannana sem þessara. Hvort könnunin leiðir til bættrar kennslu í háskóla eða ekki veltur ekki á því hvort búið er að staðla svör nemenda sem tölur. Það er undir þeim komið sem með- höndla niðurstöður könnunarinnar. Það er alrangt sem kemur fram í grein dr. Cooks að „það hefur ekki enn verið ákveðið hveijir fá aðgang að þessum tölum ..." í reglugerð með könnuninni segir að oddviti stúdenta í viðkómandi stjómunareiningu, deildarskorar- námsbrautarformaður fái í hendur öll gögn um þá kennara sem undir stjómunareininguna heyrir. Niður- stöðurnar skulu síðan lagðar til umræðu á fyrsta fundi viðkomandi stjómunareiningar eftir að þær liggja fyrir. Þannig að vel er skilgreint hveij- ir fá niðurstöðurnar í hendur. Til frekari upplýsinga vitnast í sam- þykkt Háskólaráðs frá 30. nóvem- ber sl. þar sem reglugerð um könn- unina var samþykkt samhljóða og sýnir það betur en flest annað hve víð samstaða er um könnunina. Gagnsemi eða skaði í grein sinni segir dr. Cook um gagnsemi kerfisins: „Kerfið er ekki eingöngu óheppilegt og gagnslaust heldur getur líka haft skaðlegar afleiðingar." Þessu verð ég að vera algjörlega ósammála. Þó kerfið sé langt frá því að vera fullkomið get- um við að sjálfsögðu og ber skylda til að nýta niðurstöðurnar til betri kennslu og kennsluhátta. Fyrir það fýrsta er þessi könnun ekki einungis könnun á kennaran- um sjálfum, heldur einnig kennslu- háttum og námskeiðunum sjálfum. Slíkt stuðlar einnig að gagnrýni á heildamppbyggingu námsins, fram- kvæmd námskeiða o.fl. Auk þess sem hugmyndir um breytt fyrir- komulag, nýjungar og önnur við- horf koma fram. Loksins fær hinn þögli meirihluti að mæla. Spurningin er því meira með hvaða hugarfari gagmýnin er sett fram. Er það til að bijóta niður eða byggja upp? Til að nýta niðurstöð- urnar sem best og fá það jákvæð- asta út úr henni var sá háttur hafð- ur á í tölvunarfræði að undirritaður sem er oddviti stúdenta í tölvunar- fræði ásamt skorarformanni dr. Jóhanni P. Malmquist formanni fé- lags háskólakennara, kölluðum einslega á okkar fund alla þá kenn- ara sem tóku þátt í þessari könnun ,og ræddum niðurstöðurnar við þá. Auðvitað vorum við ekki eins og Rannsóknarrétturinn á Spáni forð- um daga, eins og dr. Cook virðist ímynda sér að farið sé með niður- stöðurnar. Farið var í gegnum könnunarblaðið í rólegheitum og málin rædd. Oftar en ekki var allt í góðu lagi og kennurunum þökkuð góð störf (því það ber líka að tala um það sem vel er gert!) og rætt um betrumbætur og nýjungar. Ef niðurstaðan var „óhagstæð“ þá var ekki litið á tölumar blákalt, heldur reyndum við í sameiningu að kom- ast að hvað olii vandanum, taka til greina einstakar kvartanir og málin rædd ofan í kjölinn. Er ég ekki í nokkrum vafa um að þessi umfjöll- un var af hinu góða og á eftir að leiða til betri kennsíu. Urðu þessir fundir oft uppspretta fijórrar um- ræðu um ný námskeið, undirgreinar sem vantaði í kennsluna og jafnvel stjórnunarleg atriði sem hægt var að kippa í liðinn fljótlega. Lygi tölfræðinnar Dr. Cook segir í grein sinni: „All- ir skynsamir menn vita að tölfræði- legar niðurstöður ljúga“ og nefnir dæmi um nemanda sem gaf lágar einkunnir í desember en sá hlutina í öðru ljósi í prófalestri í janúar. Ekki vil ég nú samþykkja að all- ar tölfræðilegar niðurstöður „ljúgi“. Fræðigreinin lýtur að því að safna gögnum og skoða hversu sanna mynd þau gefi af raunveruleikanum og hefur sínar aðferðir til að meta það. Hvort nemendur sjái hlutina í öðru ljósi í prófalestri skal ósagt látið. Eflaust mætti finna dæmi um nemanda sem taldi sig hafa gefið kennara of háa einkunn þegar hann las undir próf. Slíkar vangaveltur sem þessar finnst mér hafa ákaf- lega takmarkað gildi. Vil ég því til stuðnings vitna í ræðu er dr. Sig- mundur Guðbjarnason rektor flutti við útskrift kandídata fyrr í vetur en þar fjallar hann um mat kandíd- ata á gæðum kennslu að námi lo- knu við Chicago-háskóla: „Á fyrstu v fimm árum eftir að námi lauk, kvörtuðu kanídatar undan því að námið hefði átt að vera hagnýtara, betri undirbúningur undir starfið. Tíu árum eftir brautskráningu var umkvörtunin sú að þeir hefðu átt að læra meira í undirstöðugreinum. Fimmtán árum eftir námslok töldu kandídatarnir að þeir hefðu átt að læra meira um stjórnun og mannleg samskipti. Nú voru þeir komnir í stjómunarstöður. Tuttugu árum eftir að námi lauk ásökuðu kandíd- atar kennara sína um að hafa ekki rætt faggreinina í sögulegu, félags- legu og hagrænu samhengi, kenna ætti á breiðari grundvelli með tilliti til annarra greina hug- og raunvís- inda.“ Þessi könnun sýnir e.t.v. betur en flest annað hve mat okkar er háð tíma. Við verðum að sætta okkur við þær forsendur sem við gefum okkur meðan á náminu stendur. Skoðanir okkar breytast eftir stöður okkar (a.m.k. hvað menntun varðar!) og við verðum að horfa á stöðuna eins og hún er í dag. Ekki sem einhvern algildan Stóra sannleik heldur sem ábend- ingu. Hvorki ég né dr. Cook emm þess umkomnir að meta hvenær mat nemenda er „rétt“. Eins og sjá má af framansögðu er ég sannfærður um að könnun þessi leiðir tii bættrar kennslu og kennsluhátta innan Háskólans. Nú er verið að framkvæma þessa könn- un í annað sinn innan skólans og hefur eyðublaðinu að nokkm verið breytt í samræmi við gagnrýni hinna ýmsu manna á blaðið. Meira rými er fyrir persónulegar athuga- semdir og auðveldara er fyrir stúd- enta að koma á framfæri skoðunum sem e.t.v. eru ekki fjöldans. (Ein- ungis kennari sér þessar athuga- semdir og enginn annar.) Sé rétt á málum haldið og niður- stöður könnunarinnar nýttar með jákvæða gagnrýni í huga til upp- byggingar og eflingar Háskólanum er ég þess fullviss að í framtíðinni verður þessi könnun einn af hom- steinum háskólasamfélagsins. Höíundur erfulltrúi nemenda í Háskólaráði. Um háhyrninga og dýragarða eftir Axel Hjelm Umdeildar háhyrningaveiðar hafa verið stundaðar hér frá árinu 1974 og alls verið fönguð 43 dýr, sem seld hafa veríð til sædýrasafna víða um heim. í upphafi stóð Sæ- dýrasafnið í Hafnarfírði að þessum veiðum, en eftír gjaldþrot. þess stofnuðu sömu aðilar félagið Faunu til þess að halda veiðunum áfram. Til þeirra mun Fauna hafa fengið ráðherraleyfi, enda skuld- bundið sig til að ágóði af veiðunum rynni til að koma upp dýragarði á lóð hins gjaldþrota Sædýrasafns. Eins og blaðlesendum mun kunnugt hafa þessar veiðar sætt mikilli gagnrýni erlendra sem inn- lendra dýravina_ og náttúruvemd- arsamtaka. Ástæðurnar eru tvíþættar: í fyrsta lagi hafa menn andmælt því að þessar veiðar skulu yfirleitt stundaðar. Vitað er að dýranna bíður aðeins hægfara dauði í sædýrasöfnum, þar sem þessar skynsömu skepnur em tamdar til að leika alls konar list- ir, þeim óeiginlegar, til skemmtun- ar skilnings- og samúðarlitlum áhorfendum. í öðm lagi hafa and- mælin beinst gegn meðferð dý- ranna meðan þau bíða brottflutn- ings í Sædýrasafninu í Hafnar- firði. I innlendum jafnt sem erlend- um blöðum hafa birst dapurlegar lýsingar á meðferð og öllum aðbún- aði dýranna, enda hafa sum ekki lifað af dvölina þar. Þetta er til umhugsunar fyrir þjóð sem hefur löggjöf til vemdar dýrum og vill telja sig á háu menningarstigi. En hvað um þau áform Faunu- manna að reisa dýragarð fyrir ágóðann af veiðunum? Hugmyndir manna um dýragarða hafa tekið miklum breytingum á síðari ámm. Dýragarðar með hinu gamla lagi, þar sem dýrin voru geymd í búmm á þröngu svæði em nú hvarvetna fordæmdir. í þess stað koma menn „Við eigum því, í flestu, samleið með erlendum náttúruverndarsamtök- um og getum, ef rétt er á haldið, haft af þeim mikinn stuðning.“ dýmm fyrir á stórum opnum svæð- um, þar sem þau geta hreyft sig eðlilega og þar sem gróður og veð- urfar er ekki of fjarlægt eðlilegu umhverfí þeirra. Slíkar aðstæður verða aldrei fyrir hendi í Hafnar- fjarðarhrauni. Dýragarður þar get- ur aldrei orðið annað en ömurlegur kvalastaður þeirra dýra sem þang- að yrðu flutt og vart til ánægju nokkrum manni. Við verðum því að vona að Faunumenn reyni aldr- ei að hrinda þessum áformum sínum í framkvæmd. Við verðum að sætta okkur við að á íslandi eru hvorki aðstæður né fjárhags- legur gmndvöllur fyrir rekstri sómasamlegs dýragarðs. Þar verð- um við að sníða okkur þrengri stakk og viðráðanlegri eins og þeim sem felst í hugmyndum borg- arstjómar Reykjavíkur um hús- dýragarð. Enginn vafi er á því að háhyrn- ingaveiðar em mjög arðvænlegar. Samkvæmt eriendum heimildum er söluverð hvers dýrs um 250 þúsund dollarar. Talsmaður Faunu hefur þó lýst því yfir í blöðum að aðeins hluti þess verðs hafi fengist fyrir þá háhyrninga sem héðan hafa verið seldir. Arðsemi veiðanna verður þó að skoðast í stærra sam- hengi. Þær hafa mælst mjög illa fyrir meðal erlendra náttúruvernd- armanna eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum. Við höf- um reynslu af hveiju erlend nátt- úruverndarsamtök geta komið til leiðar. Eins og öllum mun í minni hafa þau stórspillt mörkuðum fyrir íslenskar útflutningsvörur og vald- ið íslenskum fyrirtækjum umtals- verðu tjóni. Nægir þar að minna á viðskiptaþvinganir vesturþýskra dreifingaraðila gagnvart íslensk- um lagmetisiðnaði. Allt var þetta vegna hvalveiða hér. Engum þarf að blandast hugur um, að hér eru meiri hagsmunir í húfi en nemur margföldum ágóða háhyminga- veiðanna. Hér erum við því að taka áhættu, fórna miklu fýrir lítið. En málið hefur fleiri hliðar. Við viljum gjarnan vera í fararbroddi um hvers kyns náttúruvemd, enda eiga fáar þjóðir meira undir varð- veislu náttúrugæða. Við eigum því, í flestu, samleið með erlendum náttúruverndarsamtökum og get- um, ef rétt er á haldið, haft af þeim mikinn stuðning. Á slíku sam- starfi eru þó litlar líkur meðan við stöndum í háhyrningaútgerð með þeim hætti sem tíðkast hefur. Höfundur er skipverji á hafrannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.