Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 70
70
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
20. landsmót UMFI í Mosfellsbæ:
Búist við tugþúsundum
gesta á glæsilegan,
nýjan íþróttaleikvang
íjölbreyttasta landsmótið með íþróttum og skemmtidagskrá
ÞAÐ er reiknað með um 20
þúsund gestum í Mosfellsbæ á
20. landsmóti Ungmennafélags
Islands sem haldið verður þar
dagana 12.-15.júlí, en bæjar-
yfirvöld í Mosfellsbæ hafa sýnt
landsmótinu mikinn áhuga og
til þess að efla íþrótta- og
æskulýðsaðstöðu í Mosfellsbæ
og hafa sem besta aðstöðu fyr-
ir landsmótið svo að það geti
farið vel fram, er búið að
byggja upp glæsilegasta frjáls-
íþróttaleikvang á íslandi í
kring um nýjan knattspyrnu-
grasvöll þeirra Mosfellsbæ-
inga. A íþróttasvæði Mosfells-
bæjar er nú fúllkomin aðstaða
til keppni í margs konar íþrótt-
um, góð sundlaug, skólar og
annað tilheyrandi. Búið er að
leggja gerviefni á allar hlaupa-
og atrennubrautir svo sem
tíðkast á fúllkomnustu braut-
um heims. Landsmótið er 20.
landsmót UMFI og stendur
Ungmennasamband Kjalarnes-
þings fyrir mótinu, en 50 ár
eru nú liðin síðan landsmótin
voru endurvakin í Haukadal
árið 1940. Um 3.000 keppend-
ur verða á mótinu að sögn
Sæmundar Runólfssonar fram-
kvæmdastjóra Landsmótsins.
Páll Guðjónsson bæjarstjóri í
Mosfellsbæ sagði í samtali við
Morgunblaðið að kappkostað
hefði verið að byggja upp sem
besta aðstöðu á hinu fagra
íþróttasvæði Mosfellsbæjar,
enda bæri mönnum saman um
að hvergi á landinu væri önnur
eins aðstaða fyrir hendi.
„Þáttur Mosfellsbæjar í lands-
mótinu er að leggja til alla að-
stöðu svo að mótið getið farið
fram á sem myndarlegastan
hátt,“ sagði Páli Guðjónsson
bæjarstjóri. „Það var ákveðið
fyrir fjórum árum að taka við
mótinu og þá lá fyrir að við áttum
ýmsa góða hluti, en til þess að
tryggja að þetta yrði glæsileg-
asta landsmót fyrr og síðar ák-
váðum við að láta gamlan draum
rætast og byggja hér glæsilegan
íþróttaleikvang fyrir ftjálsar
íþróttir og það má geta þess að
hugmyndin um leikvang á þess-
um stað er 40 ára gömul. Að
„Við reiknum með um 3.000
keppendum á landsmótið og
starfsmenn verða um 1.500, allir
klæddir í sérstaka einkennisbún-
inga,“ sagði Sæmundur Runólfs-
son framkvæmdastjóri 20. lands-
móts UMFÍ, „en hins vegar má
búast við að minnsta kosti um
20 þúsund gestum á mótið þá
daga sem það stendur, því marg-
þætt og skemmtileg dagskrá
verður auk keppni í 20 sérgrein:
um, í tæplega 100 flokkum.í
ftjálsum íþróttum verður keppt í
Morgunblaðið/RAX
Æskufólk í Mosfellsbæ nýtur þess að taka sprettinn á hinum fullkomnu hlaupabrautum.
dóttir. Á fimmtudagskvöldinu
verður rokkhátíð með Stjórninni,
Sálinni hans Jóns míns, Síðan
skein sól og Nýrri danskri. Dans-
leikir með leik Stjórnarinnar og
fleiri hljómsveita verða á fimmtu-
dags-, föstudags- og laugardags-
kvöld. Meðal sérstakra atriða er
ætlunin að hafa keppni í spjót-
kasti þar sem þrír íslendingar
keppa við þtjá erlenda spjótkast-
ara og reiknað er með að heims-
Loftmyndin sýnir íþróttasvæðið í
og skólana þar sem íþróttahúsið
Mosfellsbæ, frjálsíþrótta- og knattspyrnuvöllinn nýja, sundlaugina
er einnig. Tjaldstæðin verða við Ieikvanginn.
meistarinn Patrik Bode verði þar
með. Kvöldvaka opin öllum verð-
ur síðan á laugardagskvöldinu.
Keppt verður í 73 greinum á
landsmótinu frá morgni til kvölds
alla dagana fjóra, en í fyrsta
skipti verður keppt i fimleikum,
hestaíþróttum og golfi. Þá verður
sérstök sýning á ruðningsbolta,
bandarískum fótbolta, á opnun-
arhátíðinni 13. júní. Þátttaka á
þessu landsmóti fer langt fram
úr fyrri landsmótum og nú þegar
hafa um 70% fleiri skráð sig en
á síðasta landsmót á Húsavík
1987, en landsmótin eru á
þriggja ára fresti og næsta verð-
ur á Laugarvatni 1993. Lands-
mótið er stærsti íþróttaviðburður
á Islandi á árinu og ekki er að
efa að Mosfellsbæingar og íbúar
nágrannabyggðanna munu fjöl-
menna á leikana, en m.a. er búið
að skipuleggja mjög góð tjald-
stæði fyrir þá sem vilja setjast
að á svæðinu mótsdagana. Sam-
keppni var um merki mótsins
meðal grunnskólanema landsins
og verða úrslit kynnt innan tíðar,
en samkvæmt langtíma veðursp-
ám er útlit fyrir besta veður
mótsdagana."
öðru leyti vorum við vel í stakk
búnir með íþróttahús, grasvelli,
sundlaug, skólamannvirki og
þetta verður allt lagt undir auk
þess að bæði hestamenn og golf-
menn leggja sína aðstöðu til.
Framkvæmdimar á Varmár-
svæðinu með íþróttasvæðinu,
skrúðgarði, tjaldstæðum, áhorf-
endastúku og fleira kosta alls um
100 milljónir króna en það er
álika og kostar að byggja vandað
íþróttahús. Beinn kostnaður
vegna landsmótsdaganna vegna
aðstöðusköpunar, bílastæða og
slíks er um 5 millj. kr., en því
er ekki að neita að við erum
mjög ánægðir með árangurinn
af þessari uppbyggingu og erum
alveg með nebbann upp í loft út
af þessu.“
16 karlagreinum og 14 kvenna-
greinum. Þá verður keppt í 7
starfsgreinum, allt frá pönnu-
kökubakstri til dráttarvélaakst-
urs. Mótið verður opnað með
komu forseta íslands, frú Vigdís-
ar Finnbogadóttur, en hún er
vemdari mótsins. Opnunarhát-
íðin verður á föstudagskvöldinu.
Þá munu m.a. koma fram Grétar
Örvarsson og Sigríður Beinteins-
Sæmundur Runólfsson framkvæmdasljóri 20. landsmóts UMFÍ í
Mosfellsbæ og Páll Guðjónsson bæjarsljóri í Mosfellsbæ á hinum
nýja glæsilega ftjálsíþrótta- og knattspyrnuleikvangi.
Spjall við sjálfan sig (og aðra)
eftirBaldur
Baldursson
Ein heild eða sundraður fjöldi er
sú spurning sem efst er í huga
mínum (og annarra) er kosningar
nálgast í Reykjavík. Sundraður
flokkur í poka segist vera sá eini
sanni til að reka Reykjavík. Frá
mínum bæjardyrum séð (og ann-
arra) er þessi flokkur langt frá því
að geta stjómað sjálfum sér, hvað
þá heilli borg. Flokkur í poka gum-
ar af þeirri einstæðu reynslu að
hafa haft opið prófkjör, sem endaði
síðan, er úrslit lágu fyrir, allt að
því með handalögmálum. Sér er nú
hver sáttin og samlyndið á þeim
bæ. Hugsandi um að pólitísk
hrossakaup eigi sér stað í stjórnmál-
um, þá er auðvelt að gera sér í
hugarlund að komist flokkur í poka
í stjórn, þá munum við sjá slík kaup
eins og þau gerast best (verst).
Sameiningarhugsun þessa flokks
er engin, enda uppbyggður úr allt
að öllum flokkum landsins. Verði
úrslit sú að flokkur í poka næði
meirihluta, hver á þá að stjórna?
Ekkert borgarstjóraefni hefur verið
valið, enda verða slík kaup gerð
eftir á. Miðað við hvernig fór við
úrslit prófkjörsins, þá verða nanda-
lögmál, bitlingar, hrossakaup og
óstjórn það sem við verðum vitni
að. Einungis það að þetta fólk svífst
einskis við að ota sínum tota, send-
ir kaldan hroll niður bak mér. Þetta
fólk sem hoppar á milli flokka,
hugsjóna og skiptir um skoðun eins
og aðrir skipta um nærbuxur, fólk
sem stundar slíkan hlaupagang, er
ekki hæft til að setja í stöður sem
„Reykvíkingar, förum á
kjörstað með það í huga
að við kjósum einn
borgarstjóra, tökum at-
kvæði okkar alvar-
lega.“
stjórna lífi Reykvíkinga.
í spjalli við sjálfan mig (og aðra)
er sú hugsun að kosningar standi
um eina sterka heild og einn borgar-
stjóra. Einungis borgarstjóra sem
stjórnar Reykjavík af krafti, dugh-
aði, eljusemi og hörku, borgarstjóra
sem gerir Reykvíkinga stolta af
borginni. Það sem að kjósendum
snýr er kosning á einum borgar-
stjóra. Ef flokkur í poka lumar á
sínum borgarstjóra þá er í tíma að
Baldur Baldursson
sá eða sú stígi fram og sýni sitt
rétta andlit fyrir en ekki eftir kosn-
ingar, því sá borgarstjóri, sem
flokkur í poka lumar á að þeirra
sögn, er sá sem kann allt, getur
allt og veit allt. Því miður kemur
hann ekki fram fyrr en eftir kosn-
ingar, sem þá er of seint fyrir Reyk-
víkinga, því næstu kosningar eru
ekki fyrr en eftir 4 ár, nema að það
eigi að verða fleiri en einn borgar-
stjóri hjá þessum „ágæta“ flokki.
Að fara í verslun, framvísa pening
og biðja um bland í poka er hættu-
laust, en að kjósa pólitíska frama-
gosa og eiginhagsmunaseggi sem
flokk í poka er ákvörðun sem við
lifum við í 4 ár. Reykvíkingar, för-
um á kjörstað með það í huga að
við kjósum einn borgarstjóra, tök-
um atkvæði okkar alvarlega, kjós-
um ekki pólitíska framagosa, fólk
sem veit ekki hvað það vill eða bland
í poka.
Kjósum Davíð Oddsson.
Höfuiidur er verknmaður.