Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 73

Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 73 Hornabolta húllumhæ Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Regnboginn Úrvalsdeildin - „Major Le- ague“ Leiksljóri og handritshöfundur David S. Ward. Aðalleikendur Tom Berenger, Charlie Sheen, Corbin Bernsen, Margaret Whitton. Bandarísk. Paramo- unt 1989. Þess skal getið í upphafi að Úrvalsdeildin líður grimmt fyrir að ijalla mestmegnis um þá ala- merísku íþrótt, hornaboltann. Hér nýtur hann lítilla vinsælda og vefst jafnvel fyrir manni í öllum sínum einfaldleik. Annars segir myndin frá átök- um hofróðunnar Whitton sem erf- ir hallærisliðið Cleveland Indians eftir mann sinn. Hyggst hún koma því í neðsta sæti deildarinnar þetta tímabilið og geta því flutt það niður í sólina í Flórída. Skrap- ar saman hinum mestu vandræða- gemlingum sem eru á góðri leið með að uppfylla áætlanir ekkjunn- ar er þeir komast að hinu sanna í málinu. Og viti menn, þeir spjara sig á endasprettinum og hofróðan situr efir með sárt ennið. Laglega gerð en rennur full ljúft áfram, eiginlega átakalaust. Ward, sem á árum áður hlaut Óskarinn fyrir eftirminnilega gott handrit hinnar margverðlaunuðu The Sting, býr til þokkalegan ramma en samtölin og uppákom- urnar eru ótrúlega bragðlausar. Þegar við bætist lítil þekking og áhugi á aðalumfjöllunarefninu, hornaboltanum, situr ósköp lítið eftir í myndarlok. Hópur sóma- samlegra leikara, sem á þó sam- merkt að kunna illa fótum sínum forráð, stendur sig vonum framar í brandaraleysinu. Dæmigert sumargrín. Heimilisfriðurinn úti Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Allt á hvolfi („Madhouse"). Sýnd í Háskólabíói. Leiksijóri: Tom Ropelewski. Aðalhlut- verk: John Larroquette og Kirstie Alley. Bandarískar gamanmyndir eiga það alltof mikið til að kála því litla gríni sem þær byggja á með yfirgengilegum hamagangi og brambolti, oftast nær til að hylma yfir skortinn á raunveru- legri gamansemi. Afleiðingin er sú að margar leiðast út í helbera vitleysu, sem í stað þess að vera fyndin er heimskuleg eða í besta falli kjánaleg. Dæmi er Allt á hvolfi með John Larroquette og Kirstie Al- ley, sem leika indælis hjón er taka inná fyrirmyndar úthverfa- heimilið sitt tvo óþolandi gesti til dvalar í fimm daga. Áður en þú veist af eru dagarnir orðnir sexíu og óþolandi gestirnir a.m.k. sjö, hús nágrannans brennur tií kaidra kola, tíu lögreglubílar umkringja húsið og brjótast inní það með litlum skriðdreka, lög- regluþyrla sveimar yfir húsinu, fíll trítlar um lóðina, einn gestur- inn er dópsmyglari sem ógnar húsráðendum með hníf áður en hann sprengir glæsilegan sportbíl í loft upp, sami kötturinn er drep- inn a.m.k. fimm sinnum og svo mætti lengi telja. Allt á hvolfi hefur örugglega kostað talsvert en allt þetta sýnir sig ekki í fyndnari og skemmtilegri mynd. Flest af þessu er varla fimmaura- brandara virði. Ýmsar spaugilegar persónur koma við sögu en þær ná hvergi að setja mark sitt á myndina áður en þær týnast í látunum. Larroquette og Alley leika hjónin hugulsömu, sem verða hjónin hættulegu þegar þau hafa lóks fengið nóg en þá er það of seint og tilþrifin eru sáralítil. Einn af aukaleikurunum er Robert Ginty sem áður lék hörkutól í B-mynd- um en virðist nú leita annarra leiða. Grínmyndir sýnast samt ekki hans fag. Frá Vestur þýska fyrirtækinu BÖTI Undraefnið, sem er bæði sterkt og auðvelt í með- förum, heldur vætu og vindi frá, en andar. Litir: Rosa og karrý. Kringlunni, s. 33300. KEFLAVÍK • REYKJAVÍK • AKUREYRI • EGILSSTAÐIR • HÖFN • VESTMANNAEYJAR SÍMI: 92-50200 SÍMI: 91-690500 SÍMI: 96-11005 SÍMI: 97-11210 SÍMI: 97-81250 SÍMI: 98-11521 ;4|| * * '' ' (t "«V • BÍLALEIGA FLUGLEIÐA AUÐVELDAR FERÐALÖG UM LANDIÐ - OPNUM ÚTIBÚ A AKUREYRI 25. MAÍ - 2J.i..... k , í-pSíS: :íÁiíí:iaSl Él m Nú getur þú flogið norður og tekið splunkunýjan bíl á leigu á Akureyrarflugvelli, farið allar þínar ferðir og skilað bílnum í hvaða útibúi Bílaleigu Flugleiða, sem þér hentar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.