Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 86

Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 86
86 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Ifclk í fréttum Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Lokaatriðið í ljóðaleiknum „Gleðilegt sumar“. Vetur konungur lengst til vinstri en sumardrottningin lengst til hægri. A milli þeirra standa svo blómálfarnir sjö. F.v.: Viktor Guðbrandsson, Sölvi Þ. Baldurs- son, Steinar Þ. Baldursson, Bjarki Magnúsarson, Hrönn Magnúsar- dóttir, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Sigrún Arnardóttir, Aðalbjörg Guðbrandsdóttir og Harpa Guðbrandsdóttir. SKOLAR Bömin í Klúkuskóla sýndu tvö leikrit Starfi Klúkuskóla í Bjarnarfirði lauk á þessu skólaári þann 10. maí sl. Auk venjulegra skólastarfa fluttu nemendur tvö leikrit í vetur, á litlu jólum og á sumardaginn fyrsta, en þetta voru leikritin Asa, sem er ævintýraleikrit úr lestrar- bókum nemenda, og Ijóðaleikurinn „Gleðilegt sumar“ eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld. Þessi leikritaflutningur tengdist litlu jólunum, en þá var ævintýra- leikurinn Ása fluttur, við góðar undirtektir áhorfenda. Einnig var sumardagurinn fyrsti notaður til slíkrar skemmtunar og þá fluttur ljóðaleikurinn „Gleðilegt sumar“ eftir Guðmund skólaskáld. Leik- stjóm og hönnun búninga annaðist Torfhildur Steingrímsdóttir, leið- beinandi við skólann. Auk þessa fluttu nemendur ýmis- legt efni, bæði lásu þau upp eftir aðra höfunda og frumsamdar sög- ur. Var gerður hinn besti rómur að flutningi þeirra. Þá tók skólinn þátt í „Málrækt- arátaki 89“ á ýmsan hátt. Fengu t.d. allir nemendur eldri deildar og einn nemandi yngri deildar birtar eftir sig frásagnir og sögur í fjöl- miðlum. Þá var gefið út veglegt skólablað fyrir páskana. - SHÞ. VISINDI Unglingar mældu sýru- stig regnvatns Nemendur einnar bekkjar- deildar 6. bekkjar í Mela- skóla tóku þátt i sérstæðu verk- efni á liðnum vetri. Melaskóli hafði hlotið styrk úr þróunarsjóði grunnskóla fyrir skólaárið 1989 til 1990 til þess að sinna tveimur tilraunaverkefnum. Annað þess- ara verkefna var raungreinaverk- efni og mældu nemendur sýrustig rigningarvatns, eða svokallað súrt regn, sem er mikill skaðvaldur í næsta umhverfí iðnaðarsvæða heimsins. Stofnun nokkur sem heitir Technical Education Rese- arch Center í Massachusetts í Bandaríkjunum hefur þróað námsefnið sem um ræðir, en National Geographic Society gef- ur efnið út. Markmið með þessum námseiningum eru meðal annars að leyfa nemendum að starfa með öðrum nemendum víðs vegar í heiminum. Það eru gerðar töl- fræðilegar athuganir, unnið á tölvur og glímt við mál sem eru brýn og þarfnast úrlausnar. Þann- ig leggja nemendur sitt af mörk- um í þágu vísindanna og úrlausna. 1CfACAíDC/Æ SJÁLFSTÆÐISMANNA FIMMTUDAGINN 24. MAÍ Félög sjálfstæðismanna íHáaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfum efna tilfjölskylduhátíðar kl. 15.00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 24. maí. Hátíðin verður haldin á Háaleitisbraut 68, á opnu svæði milli Austurvers og Grensáskirkju. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík takaþátt íþessum vorfagnaði. DAGSKRÁ: 'Kynnir: Grímur Sœmundsen, lceknir. 1. Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur undir stjórn Sœbjörns Jónssonar hefur leik kl. 15.00. 2. Hátíðin sett: Þórarinn Sveinsson, lceknir. 3. Barnakór skólanna syngur undir stjórn Þorvaldar Björnssonar, tónmenntakennara. 4. Avarp: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. 5. Pylsu- og Pepsíveisla hefst kl. 15.30 og stendur til kl. 16.00. Brugðið á leik. 6. Emmess ís-kynning 7. Söngfélag Félags eldri borgara boðar komu vorsins með söng undir stjórn Kristínar Pétursdóttur, tón- menntakennara. 8. Hátíöarslit: Guðmundur Jónsson, vélfrœðingur. Léttsveitin leikur milli atríða. Allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.