Morgunblaðið - 24.05.1990, Síða 93

Morgunblaðið - 24.05.1990, Síða 93
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 93 Þessir hringdu .. Of mikill hraði Ökumaður hringdi. „Það er árviss viðburður að slysum fjölgar í umferðinni í sum- arbyijun. Svo virðist sem ýmsir, sérstaklega ungt fólk, kunni sér ekki hóf og ekur a margföldum leyfílegum hraða. Óðagotið er svo mikið á sumum að þeir fara fram- úr þar sem það er stór hættulegt og setja þannig bæði sjálfa sig og aðra í hættu. Ef ökumenn fengjust til að sýna meiri aðgæslu og minnka ökuhraða myndi öru- lega draga mikið úr óhöppum í umferðinni. Ég tel að banna ætti svokallaða kaskó-tryggingu því hún veldru því að menn verða kærulausari í umferðinni en ella. Þeir hugsa sem svo, að þó þeir lendi í árekstri fái þeir allt tjónið bætt. Undarlegt er hversu skyldu- tryggingarnar eru háar miðað við kaskó-trygginguna, sem virðist mjög hagstæð. Það skyldi þó aldr- ei vera að þarna séu færðir pen- ingar á milli?“ Plastmappa Glær plastmappa með þremur barnasmásögum og mynd af dreng gleymdist á bekk við Brúnaveg sl. laugardag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 24265. Bifhjól Bifhjóli af gerðinni Yamaha MR50 með númerinu R-1411 var stolið frá Álfhólsveg 54 í Kópa- vogi fímmtudagskvöldið 10. maí. Hjólið er svart og rautt, árgerð “84. Ef einhver hefur orðið var við að unglingar hafi slíkt hjól undir höndum eða varahluti úr því, vinsamlegast látið lögregluna í Kópavogi vita. ÍJr Karlmannsút fannst við Hæða- garð fyrir skömmu. Einnig fannst bamalyklakippa við Réttarholts- veg. Upplýsingar í síma 687458 eftir hádegi. Páfagaukur Grænn páfagaukur fannst við Eyjabakka föstudaginn 8. maí. Upplýsingar í síma 76191. Páfagaukur Páfagaukur er í óskilum í Sæ- bólshverfí í Kópavogi. Hann er blár og mjög gæfur. Upplýsingar í síma 45439. BMX Lítið silfrað BMX hjól hefur verið í óskilum síðan í haust. Það er með tveimur lásum á stýri og er annar rauður en hinn grár. Upplýsingar í síma 84799 á kvöld- in. Eyrnalokkur Sérsmíðaður eyrnalokkur tap- aðist 13. maí við Austurvöll. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 604566 að deg- inum eða í síma 32181 að kvöld- inu. Kettlingar Sjö vikna kassavandir kettling- ar fást gefíns. Upplýsingar í síma 78557. Fallegan níu vikna gamlan kettling vantar gott heimili. Hann er hvítur og svartur og einstak- lega mannelskur. Upplýsingar í síma 667081 eftir kl. 17. Fjórír mánaðar gamlir kettling- ar fást gefins. Upplýsingar í síma 673284. Aparnir í Blómavali Við systurnar Anna Lilja og Halla Vilborg förum oft með afa og ömmu út að keyra á laugardögum. Oft för- um við í Blómava! þar sem amma kaupir lauka og mold en afi kaupir kartöflur og áburð í garðinn. Við förum oft að horfa á litlu apana á meðan og okkur fínnst illa farið með þá, þeir eru í ljótu járnbúri og á gólfinu er ljótur pappakassi með ávöxtum í. Við vildum biðja mennina sem eiga Blómaval að láta ttjágrein- ar inn í búrið sem aparnir geta leik- ið sér í og fallega körfu undir mat- inn þeirra, þá mundi þeim lfða mikið betur og það væri miklu meira gam- an að horfa á þá. Anna Lijja og Halla Vilborg Jónsdætur. Víkveiji skrifar Um næstu helgi ganga menn í kjörklefann og kjósa sér sveitarstjórnir til næstu fjögurra ára. Sums staðar kunna menn að vera í miklum vafa um hvað kjósa skal, en að viti Víkveija tala verkin sínu máli í Reykjavík og hann velk- ist ekki í vafa um hvað hann á að kjósa. Segja má, að Arnarhváll sé eins konar musteri fjármagnsins hér á landi, þar sem byggingin hýsir fjár- málaráðuneytið og þar eru fjárhirzl- ur ríkisins. Gjarnan, þegar.rætt er um eitthvert málefni, er varðar fjár- hag ríkisins birtast á sjónvarps- skjám myndir af þessu húsi. En hafa menn tekið eftir því, hvernig húsið lítur út? Það er allt að grotna niður í vanhirðu, múrhúð meðfram þakskeggi er að hrynja af og bygg- ingin virðist liggja undir stórfelldum skemmdum. Því miður er þettaékki eina dæmið um vanhirðu á eignum ríkisins. Allir vita, að húsið í ná- grenni Arnarhváls, Þjóðleikhúsið sjálft, er óstarfhæft vegna vanhirðu og nú fyrst frá árinu 1952, er leik- húsið var tekið f notkun, fær það viðhald. Hvað ætli ástand Þjóðleik- hússins sé mikið að kenna van- rækslu undanfarinna áratuga og hvert væri eðlilegt viðhald hússins ef það hefði fengið eðlilega umönn- un? Sjálfsagt getur enginn svarað því, en skemmdir eyðileggja út frá sér og sé ekki eðlilegt viðhald, þarf milljónahundruð til þess að gera húsin upp að lokum, eins og dæmi Þjóðleikhússins sannar. Annað dæmi um vanrækslu eigna ríkisins er Bessastaðastofa á helzta höfuðbóli landsins, þar sem forseti lýðveldisins býr. Ekki einu sinni þar hefur ríkisvaldið og þeir sem því stjórna séð sóma sinn í að hús fengju eðlilegt viðhald. Og nú er verið að gera upp Bessastaðastofu með ærnum tilkostnaði, hefur meira að segja verið byggt utan um hana annað hús meðan á viðgerð stend- ur. Þá má nefna Þjóðminjasafnið, sem hefur ekki fengið eðlilegt við- hald fremur en aðrar eignir ríkis- ins. Það er hús sem þarf að laga á næstu árum fyrir háar fjárhæðir og Þjóðarbókhlaðan, sem stendur á næstu grösum við safnið, á enn langt í land að verða fullbúin, þrátt fyrir hátt á annan tug byggingar- ára. Já fyrir Víkverja ber allt að sama brunni. Eignir ríkisins eru látnar grotna niður og þær samsteypu- stjórnir, sem stjórnað hafa ríkisfjár- málunum undanfarna áratugi, eiga allar hér sína sök. Árið 1968 keypti ríkissjóður Viðeyjarstofu, sem þá hafði verið í einkaeign og hafizt var handa um að bjarga þessari merku byggingu frá glötun, en hún hafði þá verið í niðurníðslu um alllangan tíma. Menn sáu nú fyrir sér endur- reisn Viðeyjar og stofunnar, en allt kom fyrir ekki, aðeins var unnt að lagfæra þak Viðeyjarstofu og búið spil. Þarna stóð hún því allt fram til 200 ára afmælis Reykjavíkur- borgar árið 1986, að Sverrir Her- mannsson þá ráðherra ákvað að gefa borginni stofuna. Þetta var einhver bezta ráðstöfun, sem unnt var að gera, því að nú varð Viðeyj- arstofa eign Reykjavíkurborgar og tveimur árum síðar var hún opnuð uppgerð og fín og við hana hafði verið byggt neðanjarðar eldhús og annað nauðsynlegt til þess að hún gæti lifnað á ný og orðið rammi um blómlegt líf. Við þessar fram- kvæmdir hafði og orðið að ráðast í miklar fornleifarannsóknir í eynni. Allar þessar framkvæmdir voru unnar af slíkum myndarskap að allir sem kynntust dáðust að. Það hefur löngum verið sagt um menn, sem láta eignir sínar drabb- ast niður, að þeir séu búskussar. Slíka menn eiga menn ekki að kjósa til vörslu eigna sinna. Stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa sýnt og sannað, að þeir eru þeim vanda vaxnir að stjórna Reykjavíkurborg. Þessi litlu dæmi um umgengni við arfleifð genginna kynslóða sannar það og þess vegna er Víkverji m.a. ekki í vafa um hvar hann setur krossinn sinn í kjörklefanum á sunnudag. ©1989 Umversal Ptets Syndicale „ 4iiq ianqa^ sencfc afsnae/ís/cort {.iL bróSut m/n£, /r>eð póst/crð/u. * Með morgunkaffinu Slepptu þessu, vinur. Ég er búinn að lagfæra sjónvarpið hennar. HÖGNI HREKKVÍSI „HÍ-HÍ- hogni kann EKKI ae> TAPA.u . .. Ef? Lt&RBGUiP'iLGO VIRKILBQA NAUE5CVN" LEG?"
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.