Morgunblaðið - 31.05.1990, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990
Sambandið:
Breytingar á skipu-
laginu fyrir haustið
STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga kemur saman til fiind-
ar í dag og þar verður samþykkt að leggja fram tillögu fyrir aðal-
fund Sambandsins í næstu viku þess efhis að Sambandið verði brot-
ið upp í sex sjálfstæð hlutafélög. Þessar upplýsingar hefur Morgun-
blaðið frá sfjórnarmönnum Sambandsins svo og að allir níu stjórnar-
mennirnir séu þessari tillögu fylgjandi. Stjórnin býst fastlega við
því að aðalfundurinn samþykki tillöguna.
Stjórnarmenn í Sambandinu
sögðu í gær að í viðræðum við lán-
ardrottna Sambandsins að undan-
fömu hefðu hugmyndir stjórnarinn-
ar að skipulagsbreytingum ýmist
fengið jákvæðar undirtektir eða
væru til nánari skoðunar hjá við-
komandi lánastofnunum, en engin
lánastofnun hefði hafnað þeim.
„Verði niðurstaða aðalfundar sú að
samþykkja skipulagsbreytingamar
þurfa tveir mánuðir að líða áður
en hægt er að kalla saman fulltrúa-
fund til þess að afgreiða málið end-
anlega," sagði einn stjómarmanna.
Hann sagði að mánuðina tvo myndu
Þjófar gómaðir:
Fíkniefiiakaup
Qármögn-
uð með þýfi
ÞRÍR piltar, um og yfir
tvítugt, hafa viðurkennt inn-
brot í á þriðja tug einbýlis-
húsa í Reykjavík sl. 6-7 vik-
ur. Piltarnir hafa setið í
gæzluvarðhaldi í rúma viku
vegna rannsóknar málsins.
Að sögn Jóns Snorrasonar
deildarstjóra RLR höfðu pilt-
arnir tæpar tvær milljónir upp
úr krafsinu í peningum og er-
lendum gjaldeyri. Auk þess
tóku þeir fjöldamörg tæki, að-
allega sjónvörp, myndbands-
tæki og upptökuvélar. Sára-
lítið hefur fundizt af þýfinu.
Að sögn Jóns Snorrasonar
liggur fyrir að þýfið var að
einhveiju leyti notað til fíkni-
efnakaupa. Piltamir hafa allir
komið við sögu lögreglu áður.
kaupfélögin hvert um sig nota til
þess að kynna sínum félagsmönnum
hugmyndimar og taka afstöðu til
þeirra.
„Það liggur í hlutarins eðli að
forstjóraembætti Sambandsins
þynnist þegar skipulagsbreyting-
arnar verða komnar til fram-
kvæmda, en það getur í fyrsta lagi
orðið um miðjan ágúst,“ sagði ann-
ar stjómarmaður.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Sambandsins, var spurður hver
framtíð hans yrði hjá fyrirtækinu,
ef aðalfundurinn þann 7. og 8. júní
nk. samþykkir ofangreinda tillögu
stjórnarinnar: „Ég hef ekki hug-
mynd um það, og myndi ekki einu
sinni ræða það, þótt ég hefði ein-
hveija hugmynd um það,“ sagði
Guðjón. Hann kvaðst telja að hér
væri um mál að ræða, sem þyrfti
að fá eins málefnalega umræðu og
hægt væri og ekki bæri að blanda
persónum manna inn í þá umræðu.
Fyrstu gestimir á Listahátíö
RÚSSNESKI píanóleikarinn Andrei Gavrilov kom til landsins í
gær en hann leikur á fyrstu tónleikum Listahátíðar á laugardag,
daginn sem hátiðin verður sett. Við komuna til Reykjavíkur tók
á móti honum Pólveijinn Jacek Kaspszyk, fyrsti gestur hátiðarinn-
ar, en hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum Gavr-
ilovs í Háskólabíói. Andrei Gavrilov leikur á einum tónleikum og
flytur verk eftir Ludvig van Beethoven, Sergei Rakhmaninov og
Pjotr Tsjajkovskíj. Fáir miðar eru eftir á tónleikana.
Andrei Gavrilov er einn af tugu en var aðeins 19 ára þegar
fremstu píanóleikurum dagsins í hann sigraði í Tsjajkovskíj-sam-
dag. Hann stendur nú á hálffer- keppninni í Moskvu og hefur síðan
þá leikið með mörgum heims-
þekktum hljómsveitum og stjórn-
endum, þar á meðal Vladimir
Ashkenazy. Jacek Kaspszyk hefur
stjórnað hljómsveitum frá fjórtán
ára aldri. Hann er nú búsettur í
Bretlandi, þar sem hann hefur
m.a. stjómað Lundúnafílharmón-
íunni og Sinfóníuhljómsveit Lund-
úna.
Sjálfetæðismenn og jafiiaðarmenn
sömdu um meirihluta á Dalvík
Líkur á meirihluta D- og K-lista á Selfossi
SJÁLFSTÆÐISMENN og jafhað-
armenn undirrituðu í gærkvöldi
málefnasamning um meirihluta-
samstarf í bæjarstjóm Dalvíkur á
næsta kjörtímabili. Samningurinn
verður kynntur stuðningsmönnum
flokkanna á næstu dögum. Trausti
Þorsteinsson, efsti maður D-lista
sjálfstæðismanna, sagði í gær-
kvöldi, að samningurinn væri
byggður á stefnuskrám listanna í
kosningunum, en vildi ekki tjá sig
frekar um hann að svo stöddu.
Viðræður fulltrúa D-lista og
K-lista Félagshyggjufólks á Selfossi
voru það langt komnar í gærkvöldi,
að taldar voru góðar líkur á myndun
meirihluta þeirra í bæjarstjóm.
Sjálfstæðismenn og framsóknar-
menn í Kópavogi áttu fund í gær-
kvöldi. Engar ákvarðanir voru teknar
né samið um málefni, en annar fund-
ur er boðaður í kvöld.
Á Akranesi ræddust fulltrúar A-
og B-lista við í gær eftir könnunar-
viðræður á þriðjudag.
í Borgamesi verður fundur sjálf-
stæðis- og framsóknarmanna í kvöld
í frámhaldi viðræðna á mánudag,
sem vom vinsamlegar, að sögn Guð-
mundar Guðmarssonar, B-lista.
Í Ólafsvík hófust viðræður fram-
sóknar-, sjálfstæðis- og alþýðu-
Niðurstöður samræmdu prófanna:
Lægst meðaleinkunn á Vesfc
fjörðum, hæst í Reykjavík
Margir Vestfírðingar sitja 9. bekk í öðrum fræðsluumdæmum
Niðurstöður úr samræmdum prófum í íslenzku og stærðfræði,
sem nemendur í níunda bekk um allt land þreyttu í vor, sýna að
lægst meðaleinkunn er í Vestfjarðaumdæmi og hæst í Reykjavíkur-
umdæmi. Hrólfúr Kjartansson, deildarsljóri skólaþróunardeilar í
menntamálaráðuneytinu, segir að mikilvæg skýring á lakri útkomu
Vestfjarða sé að margir unglingar sitji níunda bekk í öðrum
fræðsluumdæmum, meðal annars vegna þess að sums staðar vanti
níunda bekk í grunnskólana í umdæminu.
Meðaieinkunn í íslenzku á
landsvísu var 6,0. Meðaleinkunnir
einstakra umdæma voru sem hér
segir: Reykjavík 6,20, Reykjanes
6,01, Vesturland 5,97, Vestfírðir
5,08, Norðurland vestra 5,88,
Norðurland eystra 5,88, Austur-
land 6,14 og Suðurland 5,70. Með-
aleinkunn í stærðfræði var 5,76.
Einkunnir umdæma voru þannig:
Reykjavík 6,20, Reykjanes 5,67,
Vesturland 5,59, Vestfirðir 4,50,
Norðurland vestra 5,64, Norður'-
land eystra 5,47, Austurland 5,67
og Suðurland 5,46.
Hrólfur Kjartansson sagði að
hættulegt væri að draga ályktanir
af hinum mikla mun, sem er á
Vestfjörðum og öðrum fræðsluum-
dæmum. „Við fórum ofan í saum-
ana á Vestfjörðum fyrir tveimur
eða þremur árum vegna þess að
umdæmið hefur yfirleitt komið lak-
lega út,“ sagði Hrólfur. „Þá kom-
umst við að ýmsu, sem kom okkur
dálítið á óvart, til dæmis það að
30% nemenda á Vestfjörðum, sem
áttu að vera í 9. bekk, voru ein-
hvers staðar annars staðar í skóla.
í Vestfjarðaskólunum voru hins
vegar um 16% nemenda úr öðrum
umdæmum. Þessirtveirhóparvoru
gerólíkir. Það virtist frekar vera
ijóminn, sem fór út, en því var
öfugt farið með þá, sem komu inn.“
Hrólfur sagði að þegar meðal-
einkunn væri reiknuð eftir lög-
heimili nemenda, kæmi í ljós að
níundubekkingar, sem eiga lög-
heimili á Vestfjörðum, næðu sízt
verri árangri en nemendur úr öðr-
um umdæmum.
Að sögn Hrólfs eru unglingar
af Vestfjörðum oft sendir burt í
einn vetur til að ljúka grunnskóla-
námi vegna erfiðra aðstæðna.
„Það er kannski ekki níundi bekk-
ur á staðnum og fólk sendir böm-
in þá ef til vill til ættingja eða í
heimavistarskóla. Það er til dæmis
algengt að nemendur af Vestfiörð-
um séu í Reykholtsskóla í Borgar-
firði og í Reykjavíkurskólunum,"
sagði hann. Hann sagði að undan-
farin ár hefði skólum með níunda
bekk íjölgað og stefnan væri sú
að koma alls staðar á heildstæðum
grunnskóla í heimabyggð. Ennþá
væri ástandið líklega verst í þeim
efnum á Vestfjörðum.
Aðspurður um hugsanlegar or-
sakir fyrir betra gengi reykvískra
nemenda en nemenda af lands-
byggðinni sagði Hrólfur að margar
skýringar væru á lofti, en engin
hefði verið sannreynd. „Það hafa
komið fram tilgátur um að það séu
betri skólar á Reykjavíkursvæðinu,
að þar séu almennt betur menntað-
ir og hæfari kennarar, að skólam-
ir séu betur búnir, eða þá að próf-
in séu frekar miðuð við fjölmenna
skóla en fámenna og svo framveg-
is,“ sagði Hrólfur. Hann sagði að
það væri staðreynd að leiðbeinend-
ur, það er kennarar án kennslurétt-
inda, væm fleiri við kennslu á
landsbyggðinni en í Reykjavík og
hlutfallslega flestir á Vestfjörðum.
„Hvort það er nægileg skýring
getur maður ekki fullyrt, því að
athuganir liggja líka fyrir sem
sýna að réttindalausir kennarar
koma sízt verr út en hinir,“ sagði
Hrólfur.
bandalagsmanna á þriðjudag, héldu
áfram í gær og í dag er boðaður
fundur fulltrúa flokkanna.
Á Isafirði var fundur fulltrúa A-
og D-lista í gærkvöldi í framhaldi
af viðræðum undanfarna daga. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
miðaði þeim viðræðum hægt, var
rætt um starfshætti hugsanlegs
meirihluta, en ekki farið að ræða
pólitísk málefni.
Á Siglufírði slitnaði upp úr viðræð-
um sjálfstæðismanna, framsóknar-
manna og F-lista Óháðra síðdegis í
gær og hófu Óháðir í gærkvöldi við-
ræður við alþýðuflokksmenn.
Á Akureyri áttu sjálfstæðismenn
og alþýðubandalagsmenn fund í gær
um meirihlutamyndun og er boðaður
annar fundur þeirra í dag.
Á Húsavík hafa staðið yfír viðræð-
ur framsóknar- og sjálfstæðismanna
undanfarna daga og í gærkvöldi biðu
framsóknarmenn eftir ákvörðun
sjálfstæðismanna um samstarf.
Á Eskifírði var boðaður fundur
framsóknar- og alþýðubandalags-
manna í gærkvöldi. Þá hafði Alþýðu-
bandalagið hafnað tilboði sjálfstæð-
ismanna um meirihlutamyndun.
í Keflavík ræddu framsóknarmenn
við alþýðuflokksmenn í gær og við
sjálfstæðismenn í gærkvöldi. I dag
ætla þeir að ákveða hvorum flokkn-
um þeir bjóða formlegar viðræður.
í Njarðvík hafa einungis farið
fram könnunarviðræður milli D-lista
og N-lista Samtaka félagshyggju.
Jafiitefli hjá ís-
lendingunum
JÓN L. Árnason er í 7.-19. sæti á
alþjóðlega skákmótinu í Moskvu
með 4 vinninga þegar tefldar hafa
verið sjö umferðir.
Jón gerði jafntefli við Júgóslavann
Nicolic í gær. Jóhann Hjartarson
gerði einnig jafntefli við Boris Gulko
og er með 3,5 vinninga. Efstir og
jafnir á mótinu eru Sovétmaðurinn
Bareev og Ungveijinn Portisch með
5 vinninga.
Sjá Skák á bls. 39.