Morgunblaðið - 31.05.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990
13
Kvikmyndafrum-
varp ráðherra
eftir Birgi ísleif
Gunnarssorí
Það vakti óneitanlega nokkra
athygli í vetur þegar Þráinn Bert-
elsson, kvikmyndagerðarmaður,
náinn samstarfsmaður Svavars
Gestssonar og fyrrverandi ritstjóri
Þjóðviljans, lýsti yfir því að Svavar
Gestsson væri að ganga af
íslenskri kvikmyndagerð dauðri.
Svavar brást hart við og sagði að
nú skyldu menn sjá: Hann myndi
brátt kynna það sem dygði til að
tryggja framtíð íslenskrar kvik-
myndagerðar. Þar átti hann við
frumvarp það um Kvikmynda-
stofnun íslands sem hann lagði
nokkru síðar fram á Alþingi.
frumvarpið væri gjörsamlega óað-
gengilegt og vinna þyrfti málið upp
að nýju.
Minni tekjustofii
En hvað gerði frumvarpið svona
slæmt fyrir utan hin hroðvirknis-
legu vinnubrögð? Alvarlegasta
ádeiluefnið var að frumvarpið gerði
ráð fyrir minni tekjustofni til kvik-
myndagerðar en núgildandi lög.
Þau kveða á um að Kvikmyndasjóð-
ur fái í tekjur áætlaðan söluskatt
af kvikmyndasýningum. Frumvarp-
ið gerði ráð fyrir að eðli málsins
samkvæmt yrði þessu breytt í áætl-
aðan virðisaukaskatt af kvikmynda-
sýningum. Sérfræðingar um skatta-
mál bentu á að greiddur virðisauka-
skattur af kvikmyndasýningum
væri lægri en söluskattur, þar sem
kvikmyndahúsin gætu dregið svo-
nefndan innskatt frá. Um þetta
fengust þó engar tölur lagðar fram
þrátt fyrir tilmæli.
Nú er það að vísu svo að hinar
lögboðnu tekjur Kvikmyndasjóðs
hafa ávallt verið skertar en þó mjög
mismunandi eftir árum. Það gefur
hins vegar augaleið að ef minnka
á tekjustofninn þá eru ekki miklar
líkur á að aukið fjármagn fáist til
þessarar listgreinar í framtíðinni..
Áhugafólk um kvikmyndir hefur
lagt áherslu á að sjóðurinn fengi
einnig áætlaðan virðisaukaskatt af
útleigu myndbanda og sjónvarps-
auglýsingum. Sjálfstæðismenn
fluttu breytingartillögur um það
efni á Alþingi nú.
Birgir ísleifur Gunnarsson
„Það gefiir hins vegar
augaleið að ef minnka
á tekjustofiiinn þá eru
ekki miklar líkur á að
aukið Qármagn fáist til
þessarar listgreinar í
framtíðinni.“
Flókið stjórnkerfi
Annað gagnrýnisatriði á frum-
varpið var ótrúlega flókið stjórn-
kerfí sem setja átti upp yfír Kvik-
myndastofnun íslands. Fækkað var
í stjórn og Félag kvikmyndaleik-
stjóra og Bandalag íslenskra lista-
manna útilokað frá því að tilnefna
fulltrúa. Jafnframt átti að lögbinda
tvær úthlutunarnefndir, A og B,
sem skyldu úthluta úr sjóðnum
samkvæmt nánari reglum sem fram
komu í frumvarpinu. Fleiri gagn-
rýnisefni komu og fram sem of
langt mál væri að telja upp hér.
Frumvarpið var keyrt í gegnum
menntamálanefnd neðri deildar
undir mikilli pressu frá ráðherra.
Mikill ágreiningur var í nefndinni
sem þríklofnaði. Fluttar voru 12
breytingartillögur við frumvarpið
en sjálft frumvarpið var 'þó ekki
nema 13 greinar. Niðurstaðan varð
sú að málið náði ekki fram að
ganga. Var lítill sómi að þessum
málatilbúnaði.
Höfundur er alþingismndur
Sjáifstæðisflokksins í
Reykjnvíkurkjördæmi.
Vonbrigði
Það frumvarp olli miklum von-
brigðum og það sem verra var:
Frumvarpið bar vott um mikið virð-
ingarleysi fyrir þessari ungu list-
grein á íslandi. Frumvarpið var
ótrúleg hrákasmíð, morandi í villum
og ljóst var að gera hefði þurft á
því miklar breytingar til að koma
einhveiju viti í málið.
Menntamálanefnd neðri deildar
fékk frumvarpið til athugunar.
Fékk hún ýmsa kunnáttumenn til
viðtals við sig. Þangað komu full-
trúar kvikmyndagerðarmanna og
kvikmyndaframleiðenda. Einnig
fulltrúar úr stjórn Kvikmyndasjóðs
og úthlutunamefnd sjóðsins. Allir
luku upp einum munni um það að
I SKÓLAGARÐAR borgarinnar
starfa nú á sjö stöðum í borginni.
Við Sunnuveg í Laugardal, í
Árbæ, Ásenda, við Jaðarsel og
Stekkjarbakka, í Skildingarnesi
og í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir
austan Logafold. Innritun í þessa
garða fer fram föstudaginn 1. júní
og þriðjudaginn 5. júní og hefst hún'
kl. 8 í hveijum garði, Skólagarðam-
ir eru ætlaðir fyrir börn fædd árin
1972—1982. Innritunargjald verður
kr. 400 og kr. 700. Börn 8—9 ára
fá 12 fermetra garða, en börn
10—12 ára fá 24 fermetra og mið-
ast innritunargjald við stærð garða.
Treystum á hjartagæsku manna
eftir Sigurð Helgason
Merkjasala á vegum Landssam-
taka hjartasjúklinga fer fram dag-
ana 31. maí, 1. júní og 2. júní nk.
En slík sala á merki félagsins fer
fram annað hvert ár og er í raun
aðaltekjulindin. Talið er að 43%
deyi úr hjartasjúkdómum og er
hann því langskæðasti sjúkdómur
sem heijar mannkynið í dag. Skipu-
lagðar rannsóknir og fræðsla und-
anfarin ár hafa þó fyllt fólk meiri
bjartsýni og nýjustu upplýsingar
sýna_ að verulegir sigrar hafa unn-
ist. í dag eru helstu áhættuþættir
hjarta- og æðasjúkdóma þekktir svo
sem sígarettureykingar, hár blóð-
þrýstingur, há blóðfita, streita, litl-
ar líkamshreyfingar, mikil líkams-
þyngd og rangt fæðuval. Ef fólk
sem á við ofangreind vandamál að
stríða gerir ráðstafanir í tíma er
hægt að bægja hættunni frá að
fullu í flestum tilvikum. Við sem
höfum fengið hjartasjúkdóma get-
um einnig haldið sjúkdómnum í
skefjum og náð góðri heilsu að
nýju, ef við breytum lífsmynstri og
drögum þannig úr þeim áhættuþátt-
um sem fyrir eru.
Helsta baráttumál Landssam-
taka hjartasjúklinga var í upphafí
að mestur hluti hjartaaðgerða
skyldi gerður hér heima. Það vekur
að sjálfsögðu athygli að það voru
einmitt hjartasjúklingar, sem flestir
höfðu farið í aðgerðir erlendis, sem
höfðu forystu um að skurðaðgerð-
irnar yrðu gerðar hér á landi. Fæst-
ir gera sér grein fyrir því álagi, sem
mætir þeim sjúklingum og aðstand-
endum þeirra, sem fóru í þessar
aðgerðir og þeim fjölmörgu vanda-
málum, sem við var að glíma. En
það sem eflaust var þýðingarmest
var að með þessari breytingu var
mikil þekking á hjartasjúkdómum
flutt heim, sem aldrei verður metin
til fulls. Við höfum því harðlega
mótmælt þeirri ákvörðun heilbrigð-
isráðherra og fjármálaráðherra að
hætta fjölgun hjartaaðgerða hér á
landi og teljum við með þessu sé
alls ekki verið að spara, því að að-
gerðum muni ekki fækka.
Landssamtök hjartasjúklinga
hafa og aflað fjár til þess að bæta
tækjakost á sjúkrastofnunum og
tækja til rannsókna á hjartasjúk-
dómum. Það er einróma álit þeirra,
sem hafa tekið við þessum gjöfum
að þær hafi komið að ómetanlegum
notum. Landssamtökin hafa í góðri
samvinnu við Hjartavernd og SÍBS
komið upp endurhæfingarstöð á
„ Við heitum því á alla
landsmenn að veita
okkur lið í baráttunni
við skæðasta sjúkdóm-
inn í dag og snúum vörn
í sókn eins og reynslan
hefiir sýnt að hægt er
að gera.“
Háaleitisbraut 11-13 í Reykjavík
og er aðsókn mikil. Eitt af fram-
tíðarverkefnum Landssamtaka
hjartasjúklinga verður að styðja að
því að endurhæfingarstöðvar rísi
víðar á landinu. Landssamtök
hjartasjúklinga standa þéttan vörð
um heilbrigðisþjónustu og hags-
munamál hjartasjúklinga. Við ger-
um okkur grein fyrir að mjög marg-
ir úr okkar hópi verða óvinnufærir
og staða þeirra í þjóðfélaginu rask-
ast verulega. Brýnt verkefni í fram-
tíðinni er að geta betur sinnt fjöl-
mörgum vandamálum, sem við
blasa hjá mörgum einstaklingum
og fjölskyldum.
Ég vil því skora á alla félags-
menn að taka þátt í merkjasölunni,
sem fram fer í dag, 1. júní og 2.
júní nk. En að sjálfsögðu stendur
og fellur þessi söfnun með því að
almenningur í landinu kaupi merki
og styðji þannig að öflugra starfí í
framtíðinni. Við heitum því á alla
landsmenn að veita okkur lið í bar-
áttunni við skæðasta sjúkdóminn í
dag og snúum vörn í sókn eins og
reynslan hefur sýnt að hægt er að
gera.
Höfundur er formaður
Landssamtaka bjartasjúklinga.
f Iff (4%lAip
jy HlfvflrvvfllE
ÞJONUSTAN AUGLYSIR
1. Sætaferöir til Keflavíkurflugvallar, kr. 2000 pr. sæti.
Sækjum farþega heim og ökum til Leifsstöövar og öfugt.
2. Fyrir brúökaup og önnur hátíöleg tækifæri.
3. Sendum bíla í feröir hvert á land sem er gegn fyirfram umsömdu veröi.
4. Gerum tilboö í allan akstur okkar út um allt land fyrir 5-9 farþega.
Bílstjórarnlr tala ensku, þýsku og Noröurlandamál.
Símar i öllum bfíum.
Kynniö ykkur hagkvæma greiösluskilmála.
Kreditkortaþjónusta. Opiö frá kl. 7-23.00.
»
p
Malarhöföa 2, sími 674040