Morgunblaðið - 31.05.1990, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990
Honda QO
Civic
Shuttle 4WD
116 hestöfl
Verð frá 1180 þúsund.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIRALLA.
ÍHONDA
VATNACÖRÐUM 24, RVl'K., SÍMI 689900
Sarðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt
ströngustu öryggis- og neytendakröfum,
viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins.
SPÁÐU í VERÐIÐ!
FALKINN
SUÐURLANDSBHAUT 8, SlMI 84670
ÞARABAKKI 3, SÍMI670100 -í-
Sýning á firanskri grafík
SÝNING á grafiklist írá Frakk-
landi verður opnuð í Listasafni
ASÍ við Grensásveg, laugardag-
inn 2. júní kl.l 7. Listasafiiið og
sendiráð Frakklands standa að
sýningxinni, en erlendir styrkt-
ar- og kynningaraðilar eru
franska utanríkisráðuneytið og
L’association francaise, sem eru
frönsk samtök til eflingar lista.
í frétt frá Listasafni ASÍ segir
að á grafíksýningunni séu myndir
eftir fjölda þekktra myndlistar-
manna af ýmsu þjóðerni. Listprent-
stofurnar sem unnið hafa þéssar
myndir, séu einnig frægar fyrir
aftiurðagott handverk og listræn
vinnubrögð.
Franski píanóleikarinn Franco-
ise Choveaux mun leika við opnun
sýningarinnar. Hún verður opin
GRAFIKLISTARMENN OG USTPRENTSTOFUR
LISTASAFN ASI - SYNING FRA FRAKKLANDI
virka daga utan mánudaga frá kl.
16 til 19 og um helgar frá 14 til
19. Sýningunni lýkur 1. júlí.
Aðstoð við aðstandendur
sjúklinga utan af landi
eftir Guðbjörgu
Þórðardóttur
Sl. vetur fjölluðu ráðamenn þjóð-
arinnar um mál sem snúa að að-
standendum sjúklinga utan af landi.
Annars vegar var um þau fjallað í
sölum Alþingis íslendinga og hins
vegar í tryggingaráði Trygginga-
stofnunar ríkisins. Þessari umfjöll-
un ber vissulega að fagna, þó meira
þurfi til en þær breytingar sem nú
er stefnt að, hvað varðar hagsmuni
þessa fólks, en öll skref í rétta átt
eru af hinu góða.
Af þessu tilefni langar mig til
að kynna málefnið fyrir lesendum.
í starfi mínu sem félagsráðgjafi við
Krabbameinslækningadeild Land-
spítalans rekst ég svo til daglega á
erfiðleika og nauðir fólks utan af
landi sem þarf að sækja læknisþjón-
ustu til Reykjavíkur. Má reyndar
furða sig á því að Landspítalinn
skuli eiga að þjóna allri landsbyggð-
inni, þegar ekki er gert ráð fyrir
því í hinu almenna tryggingakerfi
nema að mjög takmörkuðu leyti.
Þá er ég að tala um bæði ferða-
kostnað fyrir sjúklinga og aðstand-
endur hans, húsnæði og aðstöðu
fyrir aðstandendur og bætur fyrir
tekjumissi o.fl. Það er t.d. hreint
ótrúlegt að ennþá skuli standa í
lögum almannatrygginga að sjúkl-
ingar þurfi að fara þrjár ferðir til
Reykjavíkur til sérfræðings (sem
ekki er völ á í heimabyggð) áður
en til endurgreiðslu ferðakostnaðar
kemur.
Röskun á heimilishögum
vegna veikinda
Mun alvarlegri þykir mér sú
staða sem sjúklingar og aðstand-
endur þeirra lenda í við alvarleg
veikindi sem krefjast langrar
sjúkrahúslegu. Ekkert í lögum al-
mannatrygginga gerir ráð fyrir að
koma þurfi til móts við þá röskun
sem slík veikindi hafa í för með sér
fyrir viðkomandi fjölskyldu. Það
þarf ekki stórkostlega auðugt hug-
myndaflug til þess að setja sig í
spor þess fólks sem í þessu lendir.
Það er orðin viðurkennd stað-
reynd að sjúklingum, sem hafa
möguleika á því að hafa ástvini sína
hjá sér í miklum veikindum, líður
mun skár en þeim sem ekki hafa
tök á því. Áfallið og erfiðleikarnir
sem fylgja því að veikjast alvarlega
eru nógu miklir út af fyrir sig þótt
ekki komi til sú röskun að tvístra
fjölskyldunni. Alvarleg veikindi
hafa í för með sér langar fjarvistir
frá heimili, húsnæðisvanda, vinnu-
tap, launamissi og margháttuð ljár-
útlát, m.a. vegna tvöfalds heimilis-
halds og aðstoð við aukna barna-
gæslu, ferðalög jafnvel oft á ári og
svo mætti lengi telja. Þetta er því
miður reynsla margra, sérstaklega
íbúa Iandsbyggðarinnar, sem þurfa
að sækja sérhæfða læknisþjónustu
til Reykjavíkur. Slík reynsla er
ævinlega þungbær og afar dýr þar
sem aðstoð af hálfu samfélagsins
er af mjög skornum skammti og
raunar til mikillar skammar. Um
það hljóta menn að sannfærast ef
þeir kynna sér þessi mál. Við sem
að málefninu störfum þekkjum vel
þessa neyð.
Dæmisaga úr
raunveruleikanum
Vil ég nú nefna ykkur dæmi um
heimilisföður af norð-austurhorni
landsins sem veikist alvarlega og
þarf að fara suður til lækninga.
Hann þarf að fara í þunga lyfjameð-
ferð í 2 mánuði og eftir það í erfiða
skurðaðgerð sem allt í allt tekur 3
mánuði. Reiknað er með því að
þessi maður verði ekki vinnufær
fyrr en að ári í fyrsta lagi. Eigin-
kona hans er í fullu starfi og kemst
ekki frá nema um helgar. Börn
hans, 10 og 14 ára, eru í skóla í
þorpinu. Tekjuöfiun fjölskyldunnar
er að 2A hlutum bundin tekjum
mannsins og helmingur af því var
yfirvinna og tekjur konunnar eru
'/i af tekjum heimilisins. Við veik-
indin detta tekjur hans niður í að-
eins föst laun í 3 mánuði og síðan
alveg. Við taka örorkubætur sem
eru að upphæð helmingur af föstum
launum hans. Þannig að við veik-
indi hans Iækka tekjur ijölskyldunn-
ar um nákvæmlega helming og þá
er aðeins tekinn inn í dæmið tekju-
missir mannsins. Ef aftur á móti
eiginkonan hefur hug á að vera
manni sínum stuðningur í veikind-
unum þessa 3 mánuði missir hún
sínar tekjur alveg, fyrir utan mikinn
aukakostnað svo sem ferðir, hús-
næði og dýrt uppihald í Reykjavík.
Sumir geta e.t.v. verið hjá ættingj-
um í höfuðborginni en oft eru þeir
ekki til staðar eða þeir búi svo
þröngt að börn þurfi jafnvel að
ganga úr rúmi fyrir þá. Það er
augljóst að vandi þessarar fjöl-
skyldu er mikill og í raun eru alvar-
leg veikindi innan fjölskyldunnar
mikið áfall, þótt ekki bætist við fjár-
hagsvandræði, aðskilnaður fjöl-
skyldunnar, ijarvistir frá heimili,
vinnu- og tekjutap, margvíslegur
aukakostnaður vegna ferðalaga
o.fl. Aðstaða þessarar fjölskyldu er
dæmigerð fyrir mjög margar fjöl-
skyldur af landsbyggðinni sem ég
hitti í starfi mínu.
Viðurkenning á þörf sjúklinga
fyrir nærveru ástvina sinna
Tryggingalöggjöfin gerir ekki
ráð fyrir því að sjúklingar þurfi á
nærveru ástvina sinna að halda en
sem betur ber er það þó orðið viður-
kennd staðreynd meðal allra þeirra
sem starfa með og fyrir krabba-
meinssjúklinga. Krabbameinsfélag
SML
TOPP ▼ GÆÐI
SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR
íslands hefur haft frumkvæði að (
því að viðurkenna formlega þessa
þörf með því að styrkja aðstandend-
ur krabbameinssjúklinga utan af
landi til þess að dvelja 14 daga á
hóteli Rauða kross íslands. En því
miður duga þessir 14 dagar skammt
og er því nauðsynlegt að hið opin-
bera komi þarna til móts við lands-
byggðarfólk og vitanlega ætti það
að vera sjálfsagður hlutur að við
alvarleg og langvarandi veikindi fái
aðstandendur sjúklinga greiddan
ferðakostnað svo oft sem þurfa
þykir.
Hver ber ábyrgðina á högum
sjúklinga utan af landi?
Sjúkdómur eins og krabbamein
getur komið fyrir hvern sem er og
erþáekkispurtumbúsetueðafjár- |
hag fólks. Sjúkdómurinn er stórt
áfall út af fyrir sig og í allflestum
tilvikum verður fólk fyrir verulegu 4
fjártjóni og þegar ofan á bætast
fjarvistir frá heimahögum, þá er
stuðningur samfélagsins við fjöl-
skylduna meiri nauðsyn en að um
það þurfi að fjölyrða.
Þá eru vangavelturnar fremur í
þá átt hvaða stofnun samfélagsins
ber ábyrgð á því að létta undir með
fólki; hvert er hlutverk Trygginga-
stofnunar ríkisins gagnvart lands-
byggðarfólki; hversu víðtæk á fé-
lagsleg þjónusta ríkisspítala að vera
o.s.frv. 1 raun eru þessi mál svo
stórt landsbyggðarréttlætismál og
svo langt yfir flokkadrætti hafin
að ég get ekki ímyndað mér annað
en að ráðamenn þjóðarinnar finni
lausnir á vanda þessa hóps og það
hið bráðasta.
Höfundur er deildarfélagsráðgjafí
á Krabbameinslækningadeild
Landspítalans.
Guðbjörg Þórðardóttir
„Áfallið og erfíðleikarn-
ir sem fylgja því að
veikjast alvarlega eru
nógu miklir út af fyrir
sig þótt ekki komi til
sú röskun að tvístra
íjölskyldunni.“ (
IHVAÐA
VEÐRISEMER
Með Meco þarftu ekki
að hafa áhyggjur
af veðrinu, það er alltaf
hægt að grilla.
Hönnun MECO:
Loftflæðið gerir Meco
að frábæru útigrilli:
• Það sparar kolin.
• Brennur sjaldnar við.
• Hægt er að hækka og
lækka grindina frá glóðinni.
• Tekur styttri tíma að grilla
og maturinn verður
safaríkari og betri.
• Auðveld þrif.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNI SlMI 6915 20
I SOMUttíyjJtt