Morgunblaðið - 31.05.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.05.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 Sundurslitið Samband eftir ÓlafStefán Sveinsson Er sá tími í augsýn að samvinnu- fyrirtæki eins og við þekkjum þau frá umliðnum áratugum hætti að vera til? Er sá tími kominn að form sam- vinnufyrirtækja sé orsök núverandi stöðu þeirra og hindri að þau geti náð settum markmiðum í rekstri? Eða hafa undanfarin misseri bara sýnt að samvinnufyrirtæki hafi mörg ekki breytt daglegum rekstri í takt við tímann, staðnað í fortíð- inni þannig að öflugir samkeppn- isaðilar náðu yfirhöndinni? Hafa rekstrarmálefni Sambands- ins lotið í lægra haldi fyrir metnaði og valdabaráttu einstakra forystu- manna þess og þeir síðan skotið sér á bak við það að orsök erfiðleika sé óheppilegt rekstrarform fyrir- tækisins? Skipulagsmál Þegar rætt er um skipulagsmál samvinnuhreyfingarinnar er í raun um tvennt að ræða, það félagsform sem byggt er á og svo það innra skipulag fyrirtækis sem unnið er eftir. Innra skipulag samvinnufyrir- tækja lýtur sömu lögmálum og hjá öðrum fyrirtækjum og virkar því hvorki betur né verr en þeir stjórn- endur sem þar bera ábyrgð og get- ur því ekki verið sérstök skýring á erfiðleikum umfram það sem kann að vera hjá öðrum fyrirtækjum á sama markaði. Það félagsform sem starfað er undir, samvinnufélag, hlutafélag o.s.frv. er svo sá lögformlegi grunn- ur sem byggt er á. Því er nú mjög haldið fram af ýmsum aðilum að skýring á erfiðleikum Sambandsins og margra kaupfélaga sé þetta fé- lagsform, sú ógæfa að samvinnufé- lögin séu ekki hlutafélög. Þetta er að mínum dómi í mörgum tilvikum blekking og engin útskýring á rekstrarerfiðleikum. Mörg kaupfélög glíma við erfið- Ieika vegna breyttrar búsetu og samdráttar í landbúnaði og af þess- um ástæðum mun þeim á næstu árum halda áfram að fækka þannig að þau verði innan við 10. Við höfum hins vegar og munum hafa fyrirtæki, samvinnufélög, sem verða burðarásar í sínum landshlut- um, félög sem á umliðnum áratug- um hafa þróast í takt við umhverfi sitt og hafa blandaðan rekstur sem gerir þeim kleift að mæta erfiðu árferði í einstökum þáttum starf- seminnar án þess að heildarrekstri sé ógnað. Ekkert kallar á að þessum félög- um verði breytt í hlutafélög, hvorki þróun rekstrar eða viðhorf við- skiptavina til rekstrarins. Þessi samvinnufélög geta stofnað til þátt- töku í hlutafélögum sem hingað til þegar það þykir henta. Sum kaupfé- lög hafa á liðnum árum kosið að hafa sveiflukenndan rekstur s.s. útgerð og fiskvinnslu í sérstökum hlutafélögum á meðan önnur hafa haft þetta sem deild í sínum rekstri og verður ekki sagt að önnur leiðin hafi reynst áberandi betur eða verr. Sambandið Vandi Sambandsins er mikill og er þar óumdeilt tvennt sem skiptir mestu, mikil skuldsetning og erfið staða verslunarþáttarins á höfuð- borgarsvæðinu. Þessi vandi varð ekki til í dag eða gær en hann hef- ur sífellt orðið tilfinnanlegri vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna, vegna þess að sífellt fleiri neytendur kjósa að búa á suðvestur horni landsins þar sem samvinnuhreyfingin hefur haft mun veikari stöðu en úti á landi og vegna þess að skuldsett fyrirtæki þurfa í dag að borga raun- vexti á sama hátt og hlutafélög þurfa að skila eigendum sínum arði. Heildarskuldir Sambandsins verða ekki minni þótt þeim sé skipt niður á ótiltekinn fjölda hlutafélaga og jafnvel ástæða til að ætla að það muni reynast erfiðara að standa undir þessum skuldum með marg- skipt fyrirtæki en með einu stóru. Það er heldur ekki ástæða til að ætla að þær deildir sem rekstrar- lega ganga ekki upp í dag geri það frekar sem hlutafélag. Ef sá rök- stuðningur á að duga fyrir breyttu rekstarformi að nýtt fjármagn þurfi ' inn í Sambandið þá er það forsenda að rekstur einstakra deilda verði lagfærður þannig að þær hafiyy mö guleika til að vera álitleg fyrirtæki fyrir þá aðila sem festa fé í hluta- bréfum, þar ræður arðsemi vali en ekki tilfinningar. Þeir sem leggja fé til fyrirtækja hvort sem er í formi láns eða hlutafjár kreíjast jákvæðrar ávöxtunar a.m.k. til lengri tíma litið. Það má fullyrða að í dag er að- eins ein deild Sambandsins verulega álitleg sem hlutafélag á almennum markaði og það er Skipadeildin. Þar ræður mestu áhugi manna á að tryggja tilveru öflugs skipafélags sem veiti Eimskip nauðsynlega samkeppni og þeir sem hafa á þessu áhuga eru aðilar sem hafa yfir fjármagni að ráða. Það má þó ætla að rekstur Skipadeildar sem álitlegs hlutafélags byggi á þeirri forsendu að Sambandið verði ekki eigandi meirihluta hlutafjár. Það skal haft í huga að Skipadeildin hefur byggst upp sem deild í Sam- bandinu og sem slík þróast með jákvæðum hætti þótt forskot Eim- skips hafi aukist um of en það hef- ur raunar meir með sérstaklega góða stjórnun þess fyrirtækis að gera en það að Skipadeildin hafi verið illa rekin. Tvær af deildum Sambandsins eru umboðslaunadeildir sem geta aldrei orðið verulegar tekjudeildir hvorki sem sjálfstæð hlutafélög eða sem deildir í Sambandinu, þ.e.a.s. ef tilgangur þeirra er að skila sem mestu af framleiðsluverðmæti af- urða til heimabyggða. Þetta eru Búvörudeildin og Sjávarafurða- deildin og verður ekki séð að það skipti höfuðmáii hvort þær eru hlut- afélög eða ekki þó menn horfi til breytts ástands í markaðsmálum í Evrópu sem getur auðvitað haft veruleg áhrif almennt á fyrirkomu- lag þeirra fyrirtækja sem flytja út fiskafurðir. Það má jafnvel halda því fram að báðar þessar deildir standi vel miðað við helstu samkeppnisaðila í dag, Sláturfélag Suðurlands er á fallanda fæti og Sjávarafurðadeild- in fyllilega sambærileg við SH og rúmlega það og samt eru þetta bara deildir í Sambandinu. Það er þó auðvitað áhyggjuefni þeirra félaga sem mikið eiga undir stöðu þessara deilda ef svo horfír áfram að verslunarþátturinn verði áfram þannig skipulagður að hann sogi fé út úr Sambandinu þannig að ekki sjái fyrir endann á en lausn- in á þeim vanda er ekki endilega stofnun hlutafélaga. Önnur þeirra deilda sem eftir eru er Búnaðar- og véladeild sem nú heitir Jötunn. Sú starfsemi sem þarna fellur undir er ekki viðamikil og skiptir ekki sköpum og ekki væri álitlegt að fara með þessa deild sem hlutafélag á aimennan Ólafur Stefán Sveinsson „Það má einnig vera ljóst að ef skipta á Sam- bandinu upp í ótiltekinn fjölda hlutafélaga þá mun lítið gerast á með- an í hagræðingu rekstr- ar því þá mun tíminn fara í að togast á um eignir, losna við skuldir og fá sæti í stjórnum.“ markað. Það er þekkt staðreynd að ekki hefur verið nægilega vel haldið á rekstri þeirra þátta sem falla undir þessa deild og flestir átt erfitt með að skilja dapurlega frammistöðu í sölu á bifreiðum og öðrum tækjum sem hún hefur haft með að gera. Það kann nú að breyt- ast með breyttu skipulagi og fyrir- komulag á þeim þáttum sem hin nýja deild Jötunn byggir á sem deild í Sambandir.u. V erslunarþátturinn Lélegasta deild Sambandsins rekstrarlega alveg sérstaklega síð- ustu misseri og oft áður er Versl- unardeildin. Fullyrða má að yrði henni breytt í hlutaféiag í dag þá yrði eftirspurn eftir hlutabréfum takmörkuð jafnvel þó þau væru gefíns. Tilvera Verslunardeildarinnar ræðst af möguleikum hennar til sölu á höfuðborgarsvæðinu og þeir möguleikar hafa lengst af verið litl- ir og það hefur orðið tilfinnanlegra eftir því sem hlutfallslega stærri hluti þjóðarinnar býr á þessu stærsta markaðssvæði landsins. Samfelld mistök eru í raun orðin yfir samvinnuverslun á þessu mark- aðssvæði. í 25 ár fékk Hagkaup, nú stærsta verslunarfyrirtæki iandsins, algjöran frið til að byggja upp sinn rekstur og þegar brugðist var við 1985, 25 árum of seint, þá var það gert með því að stofna nýtt sameignarfyrirtæki í sam- vinnuverslun hér í Reykjavík í stað þess að sameina allan verslunar- rekstur kaupfélaga og Sambandsins á þessu svæði. Það gat ekki gengið að starfa á þessu harða markaðssvæði með margfalda yfirbyggingu, aðskilda innflutnings- og heildsöluverslun og síðan alls konar hagsmunatog- streitu til viðbótar. Þess vegna var rekstur þessa nýja sameignarfélags aldrei í lagi og gerði þá verslunar- starfsemi sem fyrir var enn erfiðari. Þess dapurlegra er sú staðreynd að enn er róið á sömu mið og nýtt fyrirtæki stofnað, nú hlutafélag, til að hafa með höndum smásölurekst- ur á höfuðborgarsvæðinu. Ef draga á lærdóm af stofnun þessa hlutafélags sem er að meiri- hluta í eigu Sambandsins og við- brögðum einstaklinga og starfs- manna varðandi stofnun þess þá ættu forystumenn samvinnuhreyf- ingarinnar að halda sig frá stofnun nýrra hlutafélaga a.m.k. um sinn. Sú staða í verslunarmálefnum samvinnuhreyfingarinnar sem end- urspeglast í vanda Verslunardeildar er því fyrst og fremst til komin vegna rangs innra skipulags og þess að þegar loks var sótt í aukna markaðshlutdeild á smásölumark- aði sem var nauðsynlegt þá reynd- ist verðtrygging fjármagns og sterk markaðshlutdeild samkeppnisaðila kalla á meiri herkostnað en hægt var að sjá fyrir. Verslunardeildin er því miður í slæmum farvegi stjórnunarlega og eina lausnin á vanda hennar og smásöluverslunar á höfuðborgar- svæðinu og þar með á töluverðu leyti möguleikum smásöluverslunar kaupfélaga út um land er að öll verslun samvinnumanna á þessu stóra markaðssvæði verði felld und- ir breytta Verslunardeild og eftir það getur hún orðið álitlegt hlutafé- lag ef vel tekst til en ekki fyrr. Niðurlag í umfjöllun um vanda Sambands- ins og kaupfélaganna á liðnum misserum hefur margt verið sagt og gert af forystumönnum í þessum fyrirtækjum sem hefur rýrt álit al- mennings á samvinnufyrirtækjum svo mjög að nú er það helst til ráða að láta þau hverfa frekar en að fá fram endurskoðun á lögum se'm um þau gilda og skoða rekstrarvanda þeirra frá réttu sjónarhorni. Það er raunar athygli vert að 2 af þeim mönnum sem sitja í nýrri nefnd til að endurskoða samvinnu- lögin eru talsmenn þess að breyta stærsta samvinnufélagi landsins í hlutafélög. Ábyrgð stjórnar Sambandsins er mikil og þar ræður ákveðin hags- munagæsla meiru en arðsepi Sam- bandsins sem fyrirtækis. Á meðan „potturinn" var nægilega stór var hægt að fullnægja ásókn flestra hagsmunahópa en þegar saman dregur þá verður í lítið að sækja og þá breytast viðhorfin. Við höfum áður séð hvernig átök í æðstu stjórn Sambandins hafa leikið það illa og tafið nauðsynlegar breytingar og þróun. Það má einnig vera ljóst að ef skipta á Samband- inu upp í ótiltekinn ijölda hlutafé- laga þá mun lítið gerast á meðan í hagræðingu rekstrar því þá mun tíminn fara í að togast á um eignir, losna við skuldir og fá sæti í stjórnum. Þetta má öllum sem til þekkja vera ljóst og þeir geta spurt sig: Er núna rétti tíminn til að fara út í slíkt? Því miður eru ekki öll hlutafé- lagsbörn Sambandsins eins og Olíu- félagið sem þó jafnvel stendur frammi fyrir mjög breyttri stöðu með nýjum reglum varðandi við- skipti á Keflavíkurflugvelli en sem betur fer þá á Sambandið m.a. stór- an hlut í slíku félagi sem það getur enn notað ef viljinn er sá að endur- reisa og viðhalda fyrirtæki í eigu samvinnuhreyfingarinnar sem stærsta fyrirtæki á íslandi og hafa þar með styrk til að veita þeim eink- afyrirtækjum sem eru í eigu fárra einstaklinga þá samkeppni og það aðhald sem þarf. Staðreyndin er sú að þau hlutafé- lög og fyrirtæki sem Sambandið á verulegan þátt í og teljast verðmæt voru flest stofnuð á sjötta áratugn- um s.s. Olíufélagið, Samvinnubank- inn, Reginn og Samvinnutrygging- ar. Þau hlutafélög sem orðið hafa til á seinni árum hafa yfirleitt orðið dýrkeypt s.s. Álafoss, Islandsiax, ýmis hlutafélög um fasteignir og mörg fleiri. Það er í raun minni ákvörðun fyrir stjórn Sambandsins að bera ábyrgð á að seija hlutabréfin í Olíu- félaginu hf. heldur en að taka ákvörðun á sínum tíma um að taka þátt í stofnun Álafoss hf. sem hefur orðið dýrkeypt með sama hætti og Iðnaðardeild SÍS þar á undan og hvað skyldi hafa ráðið því að ekki hefur fyrir löngu verið kippt á þenn- an botnlausa rekstur í ullariðnaði? Hvort eru það hagsmunir Sam- bandsins sem fyrirtækis eða eitt- hvað annað sem ræður ferðinni? Það er eftirsjá í Samvinnubank- anum hf. og það er alveg ljóst að ef Sambandið hættir að vera til í núverandi mynd munu ýmis hlut- föll í þjóðlífinu breytast samvinnu- hreyfingunni í óhag og sá sterki samnefnari sem þarf að vera til fyrir íslenskt samvinnustarf verður ekki lengur til staðar en það verður þá of seint séð. Það hlýtur að koma fyrst að koma lagi á núverandi rekstur í núverandi formi. Ef það er ekki hægt þá mun það ekki verða hægt með stofnun hlutafélaga. Ef nauð- syn er á nýjum stjómendum þá er til auðveldari leið til að ná slíku fram en að leggja niður fyrirtæki og stofna ný. Því miður verða mis- tök fortíðarinnar ekki leiðrétt af einum manni á einum degi og nýir áfangar vinnast ekki með því einu að „skipta um föt“. Það einkenndi aðstandendur samvinnufélaga áður að í erfiðleik- um þéttist hópurinn og þess vegna hafa t.d. mjörg kaupfélög náð að ganga í gegnum stundum allt að óyfírstíganlega erfiðleika. Nú og þá sérstaklega hér á höfuðborgar- svæðinu ræður ekki andi samtaka- máttar heldur er hlaupið undan, einstaklingar setja eigin hagsmuni ofar heildarhagsmunum og vilja sjá ný fyrirtæki án þess að leysa þann vanda sem að baki liggur. Höfundur er fyrrverandi kaupfélag-sstjóri KRON, en nú framkvæmdastjóri í Reykjavík. SSópvélar Rykfrí sópun innan sem utan dyra! . ... " '■JOJ 4 HOKO Íbestá) Ólafíir Kristjánsson bæjarstjóri: Bolvíkingar ánægðir með kosningaúrslitin ÓLAFUR Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir úrslit bæjarstjórnarkosninganna vera stuðning og traust við fráfar- andi meirihluta í bæjarstjórn og greinilegt sé að Bolvíkingar vilji að sami meirihluti starfí áfram. Viðræður eru hafnar milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og sagði Ólafúr næsta víst að óbreytt stjórn yrði í bænum næstu fjögur árin. „Við unnum þarna stórglæsi- lega, bæði Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur. Sameiginlega framboðið galt afhroð — flokk- arnir sem að því stóðu fengu 340 atkvæði saman síðast en duttu niður í 229 atkvæði núna,“ sagði Ólafur. Sjálfstæðisflokkurinn bætti verulega við sig. Hann hlaut 224 i kosningunum 1986 en 294 núna, sem er mesta fylgi sem flokkurinn hefur hlotið síðan 1974. 770 voru á kjörskrá og kjörsókn var um 90%. „Bolvík- ingar eru almennt ánægðir með úrslitin og eru Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur með yfirgnæf- andi meirihluta saman,“ sagði Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.