Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990
22
Á NÆSTU SHELLSTÖÐ
Blue Coral Super Wax er
sannkallaö ofurbón.
Bónið er boriö á og síðan
þurrkað yfir með hreinum klút.
Ekkert nudd, ekkert puð, tekur
enga stund.
Samt er árangurinn jafnvel
betri en með venjulegu puðbóni.
Bærinn Ribe
í Danmörku
eftir Bjarna
Olafsson
Á bökkum árinnar Ribe er talinn
vera elsti kaupvangur landsins.
Þegar jökull síðari ísaldar hopaði,
svo að land kom undan jöklinum
þar sem nú heitir Danmörk, komu
menn fjótlega þangað norður. Fló-
ar, firðir og ósar hafa sennilega
verið hinir bestu veiðistaðir og
bendir margt til að við árósa hafi
menn fyrst tekið sér búsetu.
Ribeá sem rennur út í Norðursjó
á sunnanverðu vestur Jótlandi, mun
frá upphafí mannabyggðar, hafa
verið eins og hlið inn í landið. Freist-
andi er að reyna að gera sér mynd
af því hvemig sú saga hefur þróast
og liðið. Þær hafa sjálfsagt verið
frumstæðar, fleytumar sem /nenn
notuðu, þeir sem fyrstir komu.
Rannsóknir og heimildir
Þær rannsóknir sem gerðar hafa
verið á svæðinu við Ribe, hafa leitt
ýmislegt forvitnilegt í ljós. Það kom
m.a. í ljós að bærinn Ribe stendur
á þriggja til sex metra þykkum lög-
um úrgangsefna er bera vitni um
byggð á staðnum. Sérstaklega
vakti athygli manna að miklir
mykjuhaugar vom á stóm svæði. í
þessum risamykjuhaugum hefur
fundist töluvert safn gripa er bera
vitni um foma verslun og viðskipti
við erlenda kaupmenn þarna við
árbakkana. Meðal þess sem fundist
hefur má nefna smíðajám, steypta
bronshluti, afganga frá skósmíðum,
steina úr rafí, hárgreiðuefni og
fata- og vefjagerð og framleiðslu á
mfsmunandi glerperlum, hafa menn
fengist við þar í fomöld.
Líklegt er talið að á ámnum 750
til 800 hafí byggðin þarna verið að
breytast úr bændabyggð í kaup-
vang. Breytast úr samfélagi bænda
sem vom sjálfum sér nógir hvað
varðar lífsnauðsynjar, yfír í að
smíða og framleiða vöm til að selja
öðram. Hinir erlendu kaupmenn,
trúlega frá Fríslandi, komu siglandi
upp eftir ánni til að eiga kaup við
heimamenn. ••
Áhugasvið þeirra var fmmstætt.
þeir sóttust eftir munaði eins og
þrælum, skinnum og rafí. Þá geta
menn sér þess til að mykjuhaugam-
ir bendi til þess að uxar og annar
nautpeningur hafí verið seldur
kaupmönnum
Flutningar um vötn og sjó
Talið er að menn hafí reynt að
ferðast sem mest á vötnum og sjó
áður fyrri. Ámar vom notaðar eftir
föngum til að fleyta eftir þeim vam-
ingi og siglt var með ströndum þar
sem því varð við komið. þetta heufr
0 Johnson & Káatierhf
átt sér stað við Ribe, eins og annars-
staðar, en þar tóku að myndast
götur út í sveitirnar er verslun
jókst. Á þessum ámm, þ.e. um og
eftir 750, hafa skip af norðurslóðum
einnig átt viðskipti við Ribe. Lang-
skip og knerrir hafa verið algeng
þar um margra ára bil.
Síðar er notuð voru stærri skip
er ristu dýpra, lágu skipin fyrir fest-
um úti fyrir árósum Ribeár og vör-
ur vora þá fluttar upp á land á
bátum og prömmum. Úti fyrir
ströndinni em tvær eyjar, sem veita
hlé fyrir sjávargangi, en miklar
grynningar eru þar, svo að sjálfsagt
hafa mörg skip strandað þar.
Bjarni Ólafsson
„Nú er Ribe fallegur
„gamall bær“. Þar gef-
ur að líta hús frá 16.
og 17. öld.“
garði nágrannans. Kýr voru reknar
eftir götum bæjarins. Börnin þekkt-
ust og vissu hvaða kýr var eign
stiftyfírvaldsins, eða hvaða grís
malarinn átti. Húsdýrin áttu líka
heima inni í bænum og allir þekktu
alla.
Fyrsta minjasafn landsbyggðar-
innar var sett á stofn í Ribe 1855.
Það var svo árið 1899 að stofnað
var fyrsta félag í Danmörku sem
hafði á stefnuskrá sinni að stuðla
að varðveislu minjá og húsa.
Það mun hafa verið Willemose,
ritstjóri sem sá fyrir möguleika á
að þærinn gæti orðið áhugverður
fyrir ferðafólk.
Félagið safnaði fé til að kaupa
og endurbyggja og gera við elstu
húsin í bænum. Bærinn er ekki
lengur lítill kyrrlátur bær, þar sem
allir þekkja alla. Ferðamönnum
þykir bærinn fallegur og vinalegur,
svo að þeir una sér vel á götum
þessa foma kaupstaðar.
Dómkirkjan
Líklega elst húsa í Ribe. Þessi
stóra og volduga kirkja gnæfír yfír
Elsti bær Danmerkur stendur við samnefnda á. Þangað kom Ansgar sem kritniboði og byggði þar
fyrstu kirkju í landinu um 860. Vegleg dómkirkja í Ribe er elsta hús bæjarins, byggð um 1200.
Oflugastur varð bærinn um 1200 fram til 1535. Þá víðkunnur fyrir mörg klaustur og menntasetur auk
verslunar og iðnaðar. Kirkjurnar urðu alls 10 talsins í bænum. Eftir 1600 sótti hnignun og fátækt að
bænum. Nú er Ribe ferðamannabær.
Grynningarnar þarna nefnast
„Vadehavet“.
Kristniboð - Postuli
Norðurlanda
í kjölfar verslunar berast straumar
menningar og trúarbragða inn í
landið. Vitað er um kristniboðsferð
frísnesks biskups til Danmerkur um
árið 700. Þessi biskup er nefndur
Willibrord. Eigi er vitað um annað
kristniboð í landinu fyrr en Ansgar,
sem var erkibiskup í Hamborg-
Bremen, fer fyrstu kristniboðsferð
sína um 826.
Elstu ritaðar heimildir um Ribe
em tengdar kristniboðinu. Það var
nálægt árinu 860, sem Ansgar fékk
leyfí konungs Danmerkur til að
byggja kirkju í Ribe.
Talið er að kirkjan sem Ansgar
lét byggja í Ribe hafí staðið þar sem
hin stóra dómkirkja frá því um
1200 stendur nú. Ansgar hefur
stundum verið kallaður „Postuli
NorðurIanda“.
Talið er að þegar fýrsta kirkjan
var byggð í Ribe, hafí byggð og
verslunarsvæðið verið norðan við
ána, en Ansgar byggði kirkjuna
sunna við ána.
Á 19. öld var Ribe kyrrlátur, lítill bær. Húsdýr gengu þar um götur
og allir þekktu alla.
höggvinn steinn, sem notaður var
í veggi dómkirkjunnar og annara
steinkirkna mun hafa verið fluttur
til landsins frá Rínarlöndum.
Ritaðar heimildir
SlMI: 91 -24000
]
Eftir að kirkjan tók til starfa fer
að verða meira til af rituðum heim-
ildum. Fyrsti biskup sem nefndur
er í Ribe, hét Leofdag, 948. Sagt
er að hann hafí verið drepinn af
heiðingjum úti í miðri á. Um árið
1000 var helsti kirkjuhöfðingi Norð-
urlanda Odinkar, biskup í Ribe.
Heimildir og rannsóknir benda
til að bærinn hafi byggst sunnan
við ána á 12. öld er kirkjan efldist
og klaustur vom einnig byggð þar.
Ribe-dómkirkja var reist á seinni-
hluta 12. aldar og lokið við bygg-
ingu hennar á fyrstu árum 13. ald-
ar.
Að minnsta kosti fímm kirkjur
vom í bænum á þessum ámm. Til-
Velmegun og lrægð
Bærinn stækkaði ört á þessum
ámm og varð miðstöð verslunar og
samgangna. Skjöl um skattheimtu
og verslun sýna að þaðan komu
mestu skatttekjur ríkisins.
Síðar komu auðvitað erfiðari
tímar, með fátækt og drunga. Nú
er Ribe fallegur „gamall bær“. Þar
gefur að líta hús frá 16. og 17. öld.
Hnignun, varðveisla
Eftir að velmegun tók að minnka
og hnigun sótti á, má einnig líta
svo á að fátæktin hafi varðveitt
bæinn. Húsin stóðu óbreytt á sínum
stað.
Bærinn varð með tímanum lítill
kyrrlátur bær þar sem allir þekktu
alla. Börnin þekktu hænsnin í bak-
önnur hús bæjarins. Það er ómaks-
ins vert að ganga upp allar tröpp-
urnar, alla leið upp á þak turnsins.
Þaðan sér yfir bæinn, ána og
ströndina íjær. Maður getur gert
sér nokkra grein fyrir því hvar
fyrst var verslað á árbakkanum
norðanverðum.
Kirkjan hefur látið nokkuð á sjá.
Samt er hún tignarleg og gestir
fyllast lotningu við að ganga þar
um og skoða helgidóminn.
Kór kirkjunar hefur nýlega verið
endurbyggður og skreyttur mynd-
um nútíma Iistamanns. Þau verk
eru umdeild í dag, á morgun verða
þau e.t.v. mikils metin.
I grasinu við árbakkann vappar
stokkandarpar. Eru þessar endur
að leita að slóð forfeðranna? Litu
stokkendur svona út fyrir tólf öld-
um?
Höfundur er smíðakennari.
■i