Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 4 NEYTENDAMAL Neytandinn og firaeðslan NEYTENDASIÐAN hefur Iagt sig íram við að koma á fram- færi fræðslu til neytenda um hollustu fæðunnar, jafiiframtþví hefur neytendum verið kynnt umræða sem fram fer á erlend- um vettvangi um hin ýmsu auk- efni sem notuð eru í matvæla- framleiðslu. Neytendur eiga tV kröfu á slíkum upplýsingum. í kjölfar nokkurra þessara þátta hefur borið á andmælum þaðan sem síst skyldi og hefur blaða- maður verið ásakaður um þekk- ingarskort og óvönduð vinnu- brögð. Ein slík grein andmæla birtist á síðum Mhl. laugardag- inn 26. maí sl. I þeirri grein er vefengdur trúverðugleiki þeirra greina sem birtar hafa verið á neytendasíðunni um mögulega áhættuþætti fyrir viðkvæma neytendur vegna neyslu á sætu- efninu NutraSweet. I greininni er einnig fjallað um það hveijum eigi að vera leyfilegt að koma á framfæri upplýsingum um öryggi mat- væla við íslenska neytendur, blaðamönnum eða einhverjum óskilgreindum „sérfræðingum". Þann þátt gerum við hér að umræðuefiii. Neytendafræðsla Nú er það svo, að ekki hefur verið um að ræða flæði fræðandi upplýsinga frá íslenskum sérfræð- ingum til neytenda, hvað varðar öryggi matvæla. Segja má að upp- lýsingar hafi verið í algjöru lág- marki. Við neytendur veltum því fyrir okkur hvort nauðsynlegum upplýsingum hafi verið haldið frá okkur. A Ijölmennri ráðstefnu á Hótel Loftleiðum nú í vor sagði forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í ræðu, að eftirlitið færi varlega í að útvarpa því ef einhver framleiðandinn gerðist brotlegur eins og með notkun auk- efna. Upplýsingar skortir Það er reyndar áhyggjuefni hve lítið við vitum um notkun aukefna hér á landi. Sum þessara efna eru nauðsynleg en önnur eru umdeild. Neytendasíðan leitaði upplýsinga um innflutt magn tveggja þessara umdeildu efna, aspartams og þriðja kryddsins (monosodium glutamats). Eftir því sem næst verður komist, samkvæmt inn- flutningsskýrslum Hagstofu, voru flutt inn 1,4 tonn af aspartami (NutraSweet og Canderel) á árinu 1988 og 782 kíló á árinu 1989. Af þriðja kryddinu voru 5,6 tonn flutt inn árið 1988 en á árinu 1989 var magnið komið upp í 24,7 tonn. Þetta er talsvert magn. Þegar leitað er til sérfræðinga um nánari upplýsingar um vafa- söm áhrif efna er viðkvæðið oft: „Það á ekki að hræða íslenska neytendur." Sérfræðingat' hafa ekki rétt til að halda frá neytend- um mikilvægum upplýsingum sem snert geta heilbrigði þeirra. Það er neytandinn sem neytir afurð- anna og það er hann sem getur orðið fyrir skaða, ef mistök verða einhvers staðar á framleiðslustig- inu. Neytendafræðsla á erlendum vettvangi Um þessar mundir fer fram mikil umræða á erlendum vett- vangi um öryggi matvæla. Niður- stöður nýrra rannsókna varp'a nýju Ijósi á mál sem áður virtust full- rannsökuð, enda er flestum ljóst að aldrei er um neinn endanlegan sannleika að ræða þegar kemur að virkni framandi efna á manns- líkamann. I þeim greinum sem birtar hafa verið hér á neytendasíðunni hefur verið vitnað í greinar úr virtum og viðurkenndum vísindatímarit- um. I þeim hefur komið fram hörð gagnrýni á Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fyrir að leyfa notkun ýmissa aukefna án þess að fyrir liggi samdóma niður- stöður um öryggi þeirra fyrir neyt- endur. En Lyfja- og fæðueftirlitið hefur ekki krafist þess að aukefnin séu prófuð á mönnum, á sama hátt og gert er með lyf, áður en notkun þeirra er leyfð. Samskonar gagnrýni hefur einnig komið fram í Bretlandi gagnvart þarlendum yfirvöldum. En FDA er sá eftirlits- aðili sem eftirlitsstofnanir annarra landa taka mið af, þar sem kröfur þeirra hafa verið meiri en hjá eftir- litsstofnunum í öðrum löndum. Hertar reglur Fæðu- og lyfjaeftirlitsins Komið hefur fram, að FDA hafði árið 1987 dregið úr kröfum hvað varðar réttar og sannar upplýsing- ar á umbúðum fæðu og lyfja, en það ár aflétti stjórn Reagans 90 ára banni FDA við auglýsingum á umbúðum matvæla, þar sem fram- leiðendum er leyfilegt að setja fram fullyrðingar um hollustu inni- haldsins. Fæðu- og lyíjaeftirlitið _ hefur tekið gagnrýnina til greina. í apríl- blaði tímaritsins „Inform“ sem gefið er út af „The American Oil Chemist’s Society" er greint frá því, að FDA muni nú setja fram nýjar hertar reglur um fuilyrðingar um heilsubætandi eiginleika mat- væla. Stjórn Bush hefur samþykkt tilmæli Fæðu- og lyfjaeftirlitsins um nýja reglugerð. Þar verða sett- ar fram þrengri og nákvæmari reglur til að draga úr vaxandi vandamáli, sem eru fullyrðingar um hollustu og heilsubætandi þætti á umbúðum matvæla. Regl- urnar munu leyfa fullyrðingum að standa í nokkrum tilfellum; þegar um er að ræða kaik og beinrýrn- un, salt og háþrýsting, fitu og hjartasjúkdóma, trefjar og krabba- mein, og treíjar og hjarta- og æðasjúkdóma. FDA mun beita ákveðnum reglum til að fylgja málum eftir. Stofnunin mun kanna sannleiksgildi innihaldslýsinga og setja takmarkanir á fullyrðingar sem lýsa mikilvægi viðkomandi vöru á langvinna sjúkdóma, og stofnunin mun gera kröfu til þess að dómbærir sérfræðingar séu sammála um að fullyrðingarnar verði studdar vísindalegum niður- stöðum. Reglugerð þessi mun taka gildi eftir eitt ár og mun Fæðu- og lyfja- eftirlitið setja bann á allar auglýs- ingar sem fullyrða um hollustu vorunnar. Þangað til mun eftirlitið rannsaka vandlega hvern þann aðila sem gerir sig sekan um að setja villandi upplýsingar á umbúð- ir fæðu og lyfja, eða setja merking- ar um hollustu sem eru rangar eða villandi, — eða fullyrðingar um forvarnir eða lækningu sjúkdóma. Þessar reglur eru að sjálfsögðu mánuðum hafa lönd Austur-Evr- ópu krafist lýðræðislegri stjórnar- hátta og enn í dag heldur baráttan fyrir lýðræði áfram í löndum eins og Suður-Afríku. Viðkvæmni sérfræðinga Ekki er allt sem skyldi innan okkar lýðræðislegu þjóðfélaga, hið settar fram í þeim tilgangi að veija neytendur fyrir margvíslegum áföllum og skaða. Þess er að vænta að eftirlitsaðilar hér á landi taki mið af þessum nýju reglum. Réttur neytenda Umræðan beinist ekki aðeins að áhrifum aukefna í matvælum heldur einnig að sérfræðingunum sjálfum og viðhorfum þeirra bæði til framleiðslunnar og neytenda. í aprílblaði „Chemical Engineering News“ er birt ræða eftir Roald Hoffmann prófessor við Cornell- háskóla, Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði árið 1981. Hann tekur fyrir efnafræði og lýðræðið og beinir orðum sínum til sérfræðinga og ekki síst þeirra sem starfa við matvælaiðnað. Orð hans eiga einn- ig erindi til íslenskra sérfræðinga. Hoffmann rekur sögu efnafræð- innar og áhrif hennar á viðskipti og þjóðarauð, umhverfið og mann- inn sjálfan. Veldi og auðlegð þjóða segir hann beint og óbeint hafa orðið til vegna möguleika til að umbreyta hinu náttúrulega á efnafræðilegan hátt. En hver er réttur einstakl- ingsins í nútímaþjóðfélagi? Upp- hafsmenn frönsku byltingarinnar lögðu þar grunninn af framsýni. I frelsisyfirlýsingunni frá 1789 er þegnunum tryggður réttur. Þar segir m.a. að lýðræði felst í því að gera megi allt sem ekki geti skaðað aðra persónu. Réttur sér- hvers manns hafi engin takmörk nema til að tryggja öðrum þjóðfé- lagshópum að njóta sömu réttinda, og að þau takmörk verði bundin við lög. Ennfremur segir að lög geti iagt bann á athafnir sem skað- að geta þegna þjóðfélagsins. A þeim tíma sem iiðinn er frá frönsku byltingunni hafa slík lög verið þverbrotin í mörgum þjóðfé- lögum sem byggðu á lýðræðisleg- um stjórnarháttum. Á síðustu frjálsa athafnafrelsi hefur tekið sinn toll. í kjölfar iðnbyltinga hefur röskun orðið á hinu náttúrulega umhverfi og hverskonar mengun hefur farið vaxandi. Sérfræðingar telja sig oft verða fyrir ósanngjörn- um ásökunum um að valda þessum óheillavæniegu breytingum. Þeir telja sig stöðugt þurfa vera í vörn þegar upp kemur umræða um óæskileg áhrif iðnaðar. Þeir hafa þó varla möguleika á að fylgjast með þróun í iðnaði, svo margslung- in sem hún er, þaðan af síður af- leiðingum sem fylgt geta í kjölfar- ið. Hoffmann telur sig vera góðan efnafræðing, en tekur sjálfan sig sem dæmi um sérfræðing sem ekki hefur yfirsýn yfír öll þau efni sem notuð eru í matvælaiðnaði. Hann ásakar sjálfan sig fyrir að hafa ekki þekkt stýriefnið Alar eða daminozide, þegar umræða varð um þetta umdeilda efni. Alar, eitt tuttugu kemískra efna sem leyfi- legt er að úða á epli, gerir ávöxt- inn fallegri og þéttari í sér og held- ur honum lengur á tijánum. Stýri- efnið Alar, sem nær að komast í gegnum hýðið inn í sjálfan ávöxt- inn, vakti ugg hjá fólki vegna þess að efnið er talið vera krabbameins- valdur. Hoffmann segir að sér hafi verið ljóst að ýmis efni væru notuð á epli til að veija þau skemmdum, en Alar og möguleg áhrif þess hafi komið sér í opna skjöldu. Sennilega hefur svipað verið farið með fleiri sérfræðinga og hann spyr: Er nokkur mögu- leiki fyrir sérfræðinga yfírleitt að vita hvaða efni eru sett í matvæli sem daglega eru á borðum, eins og t.d. brauð og kaffi? Einfeldni að treysta öðrum fyrir eigin heilsu Hoffmann telur það vera skyldu sérfræðinga að vita slíka hluti og það sé allt i senn einfeldni, óv- ísindalegt og ólýðræðislegt að treysta öðrum fyrir eigin heilsu. Hann bendir á, að þótt mikill meiri- hluti framleiðenda sé traustur og vörur þeirra vandaðar þá séu Ijöl- mörg dæini um hið gagnstæða. Hann tekur sem dæmi hneyksli sem upp kom í sambandi við fram- leiðslu á Gerber-barnamat, og einnig mat á öryggisþáttum byggt á vafasömum forsendum. Gráu svæðin eru mörg, þar sem niður- stöður prófanna falla á milli skað- legra og skaðlausra áhrifa, niður- stöður sem ekki er hægt að byggja á. Hann bendir á að undir þrýst- ingi samkeppninnar geti verið er- fitt að segja yfirboðaranum það sem hann vill ekki heyra, þá er auðvelt að loka augunum og óska eftir niðurstöðum sem ekki eru í samræmi við staðreyndir. Það er sjaldnast gert af illum ásetningi, segir hann, það er mannlegt. Neytendur engir sérvitringar Hoffman tekur fyrir árekstra almennings og sérfræðinga um öryggisþætti, hann segir sérfræð- inga óeðlilega viðkvæma. Þeir hafi tilhneigingu til að taka alla gagn- rýni sem persónulegan harmleik. Hann vitnar í forstjóra Du Pont, sem sagði að umhverfísmál hafi oft verið metin á grundvelli tækni og vísindaniðurstaðna. Tilhneiging hafi verið til að láta sem óskir al- mennings og áhyggjur skiptu minna máli en tæknilegt álit. Mönnum væri orðið ljóst að hópar umhverfissinna væru ekki ein- hveijir sérvitringar heldur hinn almenni borgari. Iðnaðurinn ætti því ekki að standa í móti kröfum um vernd umhverfisins, heldur gera óskir almennings að sínum. Þegar neytendur eru upplýstir og hafa valið þá sætta þeir sig við meiri áhættu, vegna þess að þeir velja sjálfir hvaða áhættu þeir vilja taka. Þetta á við mengun almennt og þann kostnað sem menn eru tilbúnir að leggja fram til að draga úr henni. Þetta á einnig við mat- vælaiðnaðinn. Neytendur eiga kröfii á fræðslu Fræðslan er neytendum nauð- synleg, svo þeir geti dregið rétt- mætar ályktanir, hvort sem um er að ræða matvælaframleiðslu eða umhverfismál. íslenskir sérfræð- ingar verða að gera sér ljóst að neytendur hér sem annars staðar muna leita sér þekkingar hvar sem hana er að finna. Neytendur eiga kröfur á meiri upplýsingum og íjöl- miðlar munu koma þeim á fram- færi á sama hátt og gert hefur verið. Æskilegt væri að sérfræð- ingar kæmu fræðandi upplýsing- um á framfæri í stað predikana. Neytendur vilja fræðast, þeir vilja geta metið aðstæður, gæði mat- væla og öryggi aukefna í fæð- unni. Neytendur eru sjálfir ábyrgir fyrir eigin heilsu, þeir vilja sjálfir hafa valið. Grein þessari er fylgt úr hlaði með: Spakmæli dagsins: Betri er framsýni en óforsjál atorka. Margrét Þorvaldsdóttir Glæsilegt úrval af sumarfatnaði Louis Féraud mansfield ESCADA Fí'únk Usker* TIZKAN Laugavegi 71 II hæð Simi 10770 Fyrst og fremst einstök gæöi 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.