Morgunblaðið - 31.05.1990, Síða 56

Morgunblaðið - 31.05.1990, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Öryggisgæslan brást enn Einn til nóg # Birkir Kristinsson stóð sig vel í sínum fyrsta alvörulandsleik. Hann greip vel inní og var sá sem valdið hafði í vítateignum. Lang- spyrnur hans voru þó ekki alltaf markvissar. # Guðni Bergsson var allan fyrri hálfleik að finna sig. Hann komst mjög vel frá síðari hálfleik og skil- aði þá knettinum vel og var örugg- ur. e Sævar Jónsson hugsaði fyrst og fremst um öryggi varnarinnar í fyrri hálfleik, að koma knettinum í burtu með langsendingum upp á von og óvon. Eftir hlé var hann mun öruggari. # Atli Eðvaldsson átti hreint frá- bæran leik í gær. Hann bjargaði liðinu hvað eftir annað í fyrri hálf- leik og vann boltann alls 18 sinnum. Markið var svo punkturinn yfir i-ið á frábærum leik hans. e Olafur Þórðarson vann geysi- lega vel og var alltaf á ferðinni. Hann vann knöttinn oft af Albönum með dugnaði sínum og kom honum áfram rétta boðleið. e Þorvaldur Örlygsson var skipt útaf fyrir Kristján Jónsson í hálf- leik. Hann var sveltur á vinstri vængnum í byijun og náði ekki að sýna sitt rétta andlit. é Sigurður Grétarsson hélt bolt- anum vel, átti yfírleitt góðar send- ingar og þáttur hans í seinna mark- inu var mikiil. e Arnór Guðjohnsen gegndi lyk- ilhlutverki á miðjunni og byggði upp margar af bestu sóknum liðsins. Hann sýndi mikla baráttu í leiknum, uppskar markið á þann hátt og var ógnandi. e Pétur Ormslev var frískur á miðjunni og byggðist leikur íslenska liðsins mikið upp á góðum sending- um hans. e Guðmundur Torfason náði sér ekki á strik í leiknum. Hann fékk fáar sendingar til að vinna úr. e Pétur Pétursson var lítt ógn- andi, fékk úr litlu að moða, en átti tvo góða skajja að marki. # Ormarr Örlygsson kom inná í stað Guðmundar Torfasonar á 67. mínútu. Hann lék af krafti og gaf Albönum lítinn frið. e Kristján Jónsson kom inn á sem varamaður fyrir Þorvald Örl- ygsson í leikhléi. Kristján skilaði hlutverki sínu vel. STRIPLINGUR stökk úr stæð- unum gengt stúkunni, þegar þjóðsöngur Albaníu var lelk- inn. Maðurinn hljóp óhindrað- ur að leikmönnum gestanna, þar sem lögreglu tókst loks að ná til hans og stöðva. Þetta mun vera sami maður og lék sama leikinn við svipað tækifæri fyrir leik íslands og Sovétríkjanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins 21.á- gúst 1988. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði vegna þessa atviks að KSÍ færi eftir öryggisreglum, sem Evrópusambandið setti. „Við getum lent f slæm- Steinþór um málum, ef við Guöbjartsson förum ekki eftir skritar þeim.“ Fóruð þið eftir þeim og hvaða öryggisráðstafanir gerðuð þið? Formaðurinn sagði að þetta væri mál ritara KSI, því hann hefði séð um þessi mál. Eg hélt að þetta ætlaði aldrei að takast og var satt að segja ’ orðinn vondaufur um að mér tækist að skora í sigurleik með landslið- inu,“ sagði Arnór Guðjohnsen, sem gerði fyrra mark íslendinga. Það var loks í gær, í þrítugasta lands- leik hans, að honum tókst að skora í sigurleik. Það var jafnframt fimmta mark hans fyrir landsliðið og gífurlega þýðingarmikið fyrir lið- ið. Markið kom á góðum tíma og breytti miklu. Ég ætlaði að senda á Pétur en náði því ekki og hélt að Albanirnir hefðu boltann. En þeir misstu hann of langt frá sér og þegar ég fékk hann, var ég kom- inn í gegn. Markmaðurinn kom frá vinstri og ég setti boltann með rist- inni hægra megin við hann,“ sagði Arnór. „Fyrri hálfleikurinn var hræði- legur og ég veit ekki hvað gerðist. Við vorum ragir og gerðum lítið til að fá boltann. Það var allt brjálað í hálfleik og við ákváðum að breyta þessu og það gekk upp,“ sagði Arnór. Birkir Kristinsson: Birkir stóð sig vel í markinu í fyrsta alvörulandsleik sínum og gerði engin mistök. Hann hafði áður leikið tvo leiki með ólympíu- landsliðinu og lék einnig hann vin- áttulandsleik gegn Bermúda. „Það kom mér mjög á óvart að fá að byija í markinu. Ég var ekkert taugaóstyrkur og þetta var mjög þægilegur leikur fyrir mig. Vörnin var traust fyrir framan mig og það hjálpaði til. Það er meiriháttar að Þór Símon Ragnarsson, ritari, sagði að KSÍ hefði fylgt reglum varðandi heimild manna lil að fara undir stúku Laugardalsvall- ar. „Þrenns konar öryggiskort voru útbúin. Ein tegund fyrir stjórnarmenn og framkvæmda- raðila og önnur fyrir tæknimenn og ljósmyndara, en þessi kort veittu mönnum heimild til að ganga inn og út að vild. Þriðja tegundin var fyrir blaðamenn, sem heimilaði þeim aðeins aðgang eftir leik. Völlurinn útvegaði síðan lögreglu, en við bættum við mönn- um úr hjálparsveitum vegna dyra- vörslu. Þetta umrædda atvik er alvar- legt. Þetta er f annað sinn á skömmum tíma, sem svona kemur fyrir og það getur skaðað okkur, því eftirlitsdómarinn gerir örugg- lega grein fyrir því f skýrslu sinni.“ Trúnaðarmál „Það er leitt að þetta skyldi hafa gerst,“ sagði Thomas Whar- byija á að halda hreinu og ég stefni auðvitað á að halda stöðunni í næsta Iandsleik. Bjarni Sigurðsson studdi vel við bakið á mér og það hjálpaði mér mikið,“ sagði Bjarni. Guðni Bergsson: „Ég er að sjálfsögðu mjög án- ægður með stigin. Það tók tíma að ná áttum í fyrri hálfleik, en i síðari hálfleik höfðum við leikinn í hendi okkar,“ sagði Guðni Bergsson. „Mér líst vel á þetta lið en við þurfum að fá fleiri æfingaleiki. Ég tel að það séu tímamót í liðinu núna. Við ættum að geta byggt upp sterk- an 20 manna hóp sem getur bætt sig með tíð og tíma,“ sagði Guðni. Um leikskipulag Bo Johanssonar sagði hann: „Það er ekki mikil reynsla komin á störf hans, en mér líst mjög vel á hann því hann gefur sig að fullu í þetta. Hann er líka opnari en forveri hans, Sigfried Held, og má segja að hann falli vel inní hópinn.“ Sævar Jónsson: „Aðalatriðið var að sigra og það tókst. Við áttum í erfiðleikum í fyrri hálfleik, vegna þess að of mikið bil myndaðist á milli varnar og miðju, og miðju og sóknar. Arnór, Pétur Ormslev og Sigurður eru allir frek- ar sóknartengiliðir og því voru mótheijarnir stundum einum fleiri á miðjunni í sóknaraðgerðum sínum. Þetta var mikið betra í seinni hálfleik og hvað varnarleikinn varð- ar, þá fengu Albanir ekkert tæki- færi eftir hlé og Birkir þurfti aldrei að hafa áhyggjur í markinu. Ég er ekkert ósáttur við að finna ekki taktinn í fyrstu tilraun og það er ton, eftirlitsdómari. „Það er ekki mitt að dæma, en ég get ekki sagt þér hvað ég skrifa, því skýrsla mín er trúnaðarmál." „Engar ráðstafanir" Jóhannes Óli Garðarsson, vall- arstjóri, var spurður hvort völlur- inn hefði gert sérstakar ráðstaf- anir varðandi striplinga með fyrri reynslu í huga. „Nei, það voru engar slíkar ráðstafanir gerðar. Þetta er hins vegar alvarlegt mál og við munum gæta okkar í framt- íðinni." í hveiju fólust öryggisráð- stafanir vallarins? „Við fengum lögreglu eins og venjulega og framan af er alltaf hugsað fyrst og fremst um að vetja mannvirkin utanfrá. Þegar Kða tekur á ieik er reynt að koma í veg fyrir að fólk fari inn á völl- inn, en það er erfitt að sjá fyrir atvik eins og það sem átti sér stað.“ gott að hafa sigrað Albani, því þeir eiga eftir að standa í öðrum liðum." Pétur Pétursson: „Þetta var erfiður leikur, sérstak- lega fyrir okkur, sem spilum hérna heima. Ég var ekki alveg sáttur við minn hlut enda rétt að komast í leikæfingu. Ég fékk eitt gott tæki- færi og ætlaði að reyna að skalla boltann í hornið fjær, en varð að teigja mig í hann, ekkert nema hornið nær kom til greina og skall- inn var að auki of laus. Við sigruð- um og það er málið. Það skiptir ekki máli hver skorar, þó að Atli hafi skorað að þessu sinni!“ Sigurður Grétarsson: „Ég er sérstaklega ánægður með seinni hálfleik og það er gott að vinna þetta lið 2:0. Albanir eru glettilega góðir og þeir eiga eftir að fá mörg stig í riðlinum. í fyrri hálfleik gerðist það að Arnór og Þorvaldur voru alveg úti á köntun- um. Albanir léku aðeins með einn kantmann og því vorum við Pétur Ormslev alltaf með þijá menn. Ólaf- ur kom inn á miðjuna eftir hlé og við það styrktist miðjan, sem við nýttum okkur.“ „Grétar Norðfjörð,- varðstjóri hjá lögreglunni, sagði að lögregl- an kæmi til vörslu með allt í huga. „Okkur barst tilkynning um að einhveijir væru með fána og skilti með áletruninni „Duty free club“, sem við fjarlægðum. Eins var okkur sagt að menn í stúkunni væru með plastpoka fulla af dós- um og því veittum við stúkunni meiri athygli til að skapa hræðslu hjá viðkomandi. Það er skylda okkar að snúa okkur að þjóð- fánanum, þegar þjóðsöngur er leikinn. Þegar maðurinn hljóp var hann aðeins í augsýn eins lög- reglumanns, en þetta hefði bjarg- ast, ef við hefðum verið einum fleiri.“ Hvað voruð þið margir inni á vellinum og hver ákvað fjöldann? „Við vorum sex. Þessi leikur var á vegum KSÍ og mótshaldarar, KSÍ eða völlurinn, ákveða fjöld- ann.“ Ólafur Þórðarson: „Leikurinn var erfiður og um leið skemmtilegur. Við náðum okkur ekki á strik í fyrri hálfleik. Miðjan var ekki nægilega sterk. Kanttengi- liðirnir lágu of utarlega, en komu meira inn á völlinn í seinni hálfleik. Við það þéttist miðjan. Mörkin sem við skoruðum komu á mjög góðum tíma. Fyrra markið vakti okkur af dvala og við tvíefldumst þegar Atli skoraði seinna markið. Albanarnir voru erfiður og oft leiðinlegir - þeir voru sífellt að siá og hrinda. Það er ljóst að við verðum að leika betur gegn Frökkum, Tékkum og Spánveijum, heldur en við gerðum gegn Albönum.“ Pétur Ormslev: „Það var gaman að ná sigri í þessum leik, sem var erfiður. Ég og Sigurður Grétarsson vorum einir inn á miðjunni í fyrri hálfleik, þar sem Þorvaldur og Arnór lágu út á köntunum. Við þar urðum við Sig- urður að vera meira á ferðinni og tók það sinn toll. Þegar Ólafur kom inn á miðjunna í seinni hálfleik þéttist miðjan og við fórum að ná tökum á leiknum.“ „Hélt að þetta ætlaði aldrei að takast" Morgunblaðiö/Einar Falur Mark Atla gulltryggði sigur íslendinga og því var að sjálfsögðu velfagnað. Frjálsíþrottanámskeiö ÍR Frjálsíþróttanámskeið fyrir unglinga á aldrinum 11-14 ára verður haldið á vegum IR 5.-21. júní. Námskeiðið verður haldið á frjálsíþróttavellinum í Laugardal á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 17 og 18. Námskeiðsgjald kr. 5000,-. Upplýsingar í síma 74090. Leiðbeinendur verða Lillý Viðarsdóttir og Anton Sigurðsson. Frjálsíþróttadeild ÍR Dónaskapur hjá KSI Hörður Hilmarsson, kynnir KSÍ á landsleiknum, sýndi Albönum fádæma dónaskap að leik loknum. Þá fór hann með níðvísu í hátalarakerfi vallarins, þar sem gert var lítið úr Albönum vegna atviksins á flugvellinum í London á leið hingað til lands, en þar voru þeir færðir til yfirheyrslu vegna meints þjófnaðar úr fríhöfninni. Fyrir leikinn var lögreglan köll- uð til vegna unglinga, sem fóru út á völl með borða með ósmekk- legum áletrunum og mynd, sem lögreglan fjarlægði. Það virðist oft vera landlægur ósiður að hneykslast, þegar aðrir eiga í hlut, en framangreind aula- fyndni er síst tíl eftirbreytni og viðkomandi til mikillar skammar. íþróttir hafa hingað til einna helst sameinað þegna ólíkustu þjóða og þar þekkjast hvorki landamæri né múrar. Við höfum ekki efni á setja okkur á háan hest gagnvart öðrum — ættum frekar að líta okkur nær, rækta garðinn heima og taka viðbrögð Birkis Kristinssonar, markvarðar, eftir leik til fyrirmyndar. Steinþór Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.