Morgunblaðið - 31.05.1990, Side 59

Morgunblaðið - 31.05.1990, Side 59
59 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA ÍÞfém FOLK I RÉTT fyrír landsleikinn kom í ljós að búið var að þurrka þjóðsöng Albaníu út af segulbandssnældu, sem geymdi hann. Starfsmenn Laugardalsvallarins leituðu þá til Ríkisútvarpsins, sem bjargaði málunum og lánaði snældu með þjóðsöngnum á. H ALBANIR voru búnir að semja við Henson, um að leika í búningum frá fyrírtækinu, sem þeir máttu síðan eiga. Þeir voru í buxum og sokkum frá Henson og æfinga- galla, en þegar þeir fóru úr þeim áður en leikurinn hófst, kom í ljós að þeir voru í gömlu landsliðspeys- unum sínum, en ekki peysum frá Henson. H HALLDOR Einarsson, eigandi Henson, var að sjálfsögðu ekki ánægður með framkomu Alban- anna og eftir leikinn urðu leikmenn Albaníu að skila búningunum sem þeir fengu fyrir leikinn. H ATLI Eðvaldsson skoraði síðast mark í landsleik gegn Nor- egi 1987, þegar ísland vann, 1:0, í Osló. H EINN leikmaður Albaníu, Ro- land Iliadi, fékk ekki leyfi til að fara inn á sem varamaður á 78. mín., þar sem takkamir undir skóm hans voru ólöglegir. Takkarnir voru hættulegir; höfðu greinilega verið notaðir svo lengi að skein í bert járnið. Hlífðarhimnan varekki leng- ur til staðar. Hann skipti þá um skó og fékk að fara inn á tveimur mín. seinna. H BIRKIR Kristinsson, mark- vörður, gaf markverði Albaníu, Fotaq Strakosha, markmannshan- skana sína eftir leikinn. Birkir sagði að Strakosha hafi komið til sín fyrir leikinn og beðið að gefa sér hanskana. „Hann kom síðan strax eftir leik og rukkaði um hanskana, sem ég lét hann hafa með glöðu geði,“ sagði Birkir. H SONUR Péturs Ormslev kom til pabba síns í búningsklefann strax eftir leikinn og sagðist hafa séð hann í Frambúningnum, en landsliðið lék í bláum treyjum og hvíum buxum eins og bikarmeistar- arnir. Stráksi bætti síðan við: „Ég var líka í mínum.“ H ÞAÐ vakti furðu fyrir leikinn að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, lét heiðursgestina Steingrím Hermannsson og Asgeir Sigur- vinsson heilsa fyrst upp á leikmenn íslenska landsliðsins, en ekki leik- menn gestanna, eins og sjálfsögð kurteisi er. Ásgeir Sigurvinsson veifar til áhorfenda fyrir leikinn. H ÁHORFENDUR fögnuðu Ás- geiri ákaft þegar hann gekk inn á leikvöllinn og af honum. Áhorfend- ur stóðu þá upp í stúkunni og klöpp- uðu. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sæmdi Ásgeir gullmerki KSÍ úti á vellinum áður en leikurinn hófst. „Eigum erfidan leik fyrir höndum“ - sagði Platini, þjálfari franska landsliðsins, sem fylgdist með leiknum „ÞETTA var ekki góður leikur og með smá heppni hefðu Albanar getað skorað og þá er aldrei að vita hvernig leik- urinn hefði þróast. En íslenska liðið er gott og við eigum erfiðan leik fyrir hönd- um 5. september," sagði Mic- hel Platini, þjálfari franska landsliðsins í samtali við Morgunblaðið. Hann var meðal áhorfenda í gær, ásamt tveimur aðstoðar- mönnum sínum sem skrifuðu óspart niður athugasemdir um íslenska liðið, fyrir leik þjóðanna í Reykjavík í haust. Platini sagði að íslenska liðið hefði leikið vel í síðari hálf- leik og átt mjög góða kafla. „Við vitum að við þurfum að hafa mik- íð fyrir sigri í Reykjavík og mun- um undirbúa okkur mjög vel fyrir leikinn. Reynslan hefur sýnt okk- ur að það er ekki auðvelt að sækja sigur til íslands og við þurfum nauðsynlega á honum að halda enda yrðu það mér mikil von- brigði ef við kæmumst ekki í loka- keppnina," sagði Platini. Michel Platini fylgist með leiknum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Morgunblaðiö/Einar Falur Pétur Pétursson átti hörkuskalla aö marki Albana þegar hálftími var liðinn af síðari hálfleik, en Sulejman Demollari, markvörður, varði meistaralega í horn. „Ekkihægtað hætta við!“ - sagði Atli Eðvaldsson um mark sitt Þetta var fínt. Það er ekki hægt að segja annað. Okkur gekk vel í síðari hálfleik og ég var að sjálfsögðu ánægður með markið. Það var ekki hægt að hætta við í svona færi,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn, brosandi út að eyrum. Þetta var fyrsti leikur okkar með nýrri leikaðferð og nýjum þjálfara og ég held að við getum verið sáttir við útkomuna. Auðvitað voru byrjuna- rörðugleikar enda ekki við öðru að búast. En ég hef trú á að við eigum eftir að styrkjast með hverjum leik,“ sagði Atli. „Réðum ekki við pressuna“ - sagði BoJohansson, landsliðsþjálfari Vissulega er ég sáttur við sigur í fyrsta leiknum en fyrri hálf- leikurinn var afar slæmur. Við réð- um einfaldlega ekki við pressuna og þurftum að breyta leikaðferð okkar í síðari hálfleik,“ sagði Bo Johansson, þjálfari íslenska lands- liðsjns. Ég átti von á meiri tækni og varð fyrir voribrigðum með fyrri hálfleikinn. En það var ánægjulegt að sjá baráttuandann og sigurvilj- ann í síðari hálfleik. Þá pressuðu tveir til þrír leikmenn og það gafst mun betur.“ Johansson sagði að liðið vantaði betri tengingu milli vamar og sókn- ar og það mætti rekja til fárra æfinga. „Ég tel líklegt að við reyn- um að halda leikstíl okkar, eins og hann var í síðari hálfleik, í næstu leikjum. En þegar á heildina er litið get ég ekki annað en verið ánægð- ur og þakkað fyrir stigin tvö,“ sagði Johansson. Rangers og Ander- lecht í viðræðum „Líklegast að ég fari til Rangers," segir Arnór. „Frakkland kemurtil greina" gang mála,“ sagði Amór. Hann sagðist ekki eiga von á að Num- berg héldi áfram tilraunum sínuxn til að kaupa liann en sagði að franskt lið kæmi til greina. „Mér líst best á Rangers. Liðið fjársterkt og er í Evrópukeppni meistaraliða. Það hefur mikið að segja og Evrópukeppni freistar,“ sagði Amór. Meðai áhorfenda i gær var að- stoðarþjálfari Frakka, HoulJier, og hreifst hann mjög af Amóri. Hann var áður þjáifari hjá Paris Saint Germain, og gerði liðið að nieisturum, en það reyndi ákaft að fá Amór fyrir nokkrum árum. ANDERLECHT, lið Arnór Guðjohnsen, og Glasgow Rangers eiga í viðræðum um hugsanleg kaup skoska liðs- ins á Arnóri. „Ég veit ekkert um hvernig gengur en bíð eftir svari frá Anderlecht,“ sagði Arnór. Hann sagði einn- ig að það kæmi til greina að leika með frönsku liði en vildi ekki gefa upp hvaða lið væri um að ræða. Eins og staðan er í dag er líklegast að ég fari til Ran- gers en það er þó alls ekki víst. Liðin hafa verið að ræða málin en ég veit satt að segja lítið um Arnér Guðjohnsen. ÍÞR&mR FOLK ■ ELLERT B. Schram, stjómar- maður jUEFA, sagðist reikna með að KSÍ fengi aðvömn og einnig sekt vegna atviksins í byrjun leiks- ins, er nakinn maður hljóp inn á völlinn. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist á Laugardalsvellinum. Síðast fékk KSÍ aðvörun,“ sagði Ellert. ■ NOKKRIR áhorfendur voru handteknir eftir leikinn fyrir að vanvirða íslenska fánann. Áð sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík voru þeir ítrekað beðnir um að láta af því. Þessir sömu áhorfendur vöktu einnig athygli og hneykslan fyrir að kasta bjórdósum og fleiru inná völlinn. H NÆSTI „leikur" GuðnaBergs- sonar , landsliðsmanns, verður í Dómkirkjunni á laugardaginn. Guðni mun þá giftast Elínu Konráðsdóttur. ;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.