Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 Stóra kókaínmálið: Þrír dæmdir í 2 'A - 4 '/2 árs fangelsi ÞRÍR menn á þrítugsaldri hafa í Sakadómi Reykjavíkur verið dæmdir til fangelsisvistar í 2'A - 4 'A ár fyrir aðild að „stóra kókaínmálinu" svokallaðá. Þyngstu dómar, sem kveðnir hafa verið upp í héraðsdómi fyrir fíknieftiabrot, eru fimm ár, en Hæstiréttur hefur hæst kveðið upp 2 'A árs dóm. Þremenningamir eru sekir fundnir um að hafa haustið 1988 flutt inn frá Bandaríkjunum tæplega eitt kíló- gramm af kókaíni til sölu hérlendis, en það er meira magn en áður hefur verið reynt að smygla til landsins. Ólafur Þór Þórhallsson, 26 ára, er dæmur í fangelsi í 4'A ár, en til frádráttar refsingunni kemur 210 daga gæzluvarðhald hans. Ólafur hefur neitað ölium sakargiftum, en dómnum þótti sannað að hann hefði verið frumkvöðull í málinu. Garðar Bragason, 26 ára, á að sæta fang- elsi í 3 'k ár, en frá dómnum dregst 30 daga gæzluvarðhald. Kári Elías- son, 29 ára, fær 2 'A árs dóm, sem 9 daga gæzluvarðhald dregst frá. Að auki eru gerð upptæk 414 grömm af kókaíninu, sem lögreglan lagði hald á, bifreið og ávísanir. Þá voru ákærðu dæmdir til greiðslu máls- kostnaðar. Guðjón St. Marteinsson setudómari kvað upp dóminn. Formaður Vinnuveitendasambandsins Ekkí verði farið yfir rauðu strikin „MEÐ einum eða öðrum hætti verður að koma í veg fyrir að Landsbank- inn selur hlut í Scandinav- ian Bank LANDSBANKI íslands hefur selt Skandinaviska Enskilda Banken hlut sinn í Scandinavian Bank í London. Kaupverðið er rúmlega 750 milljónir íslenskra króna. Skandinaviska Enskilda Banken átti rúmlega 21% hlutafjár í Scand- inavian Bank en keypti bréf annarra hluthafa nú um helgina. Þeir voru, auk Landsbankans, bankar í Noregi, Finnlandi og Danmörku. Landsbank- inn átti 3,8% hlutafjár. farið verði yfir rauðu strikin 1. september í haust. Um það var algjör samstaða á fúndin- um, sagði Einar Oddur Kristj- ánsson, formaður Vinnuveiten- dasambands íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær eftir fúnd framkvæmdastjórnar VSÍ. Einar Oddur neitaði alfarið að ræða hvað VSÍ myndi hugsanlega leggja til um aðgerðir. „Við erum ákveðnir í því að þær tillögur sem við gerum verða að höfðu fullu samráði við Alþýðusamband ís- lands. Þetta munum við ræða á fundi með ASÍ á morgun, miðviku- dag,“ sagði Einar Oddur. Að þessum fundi aðila vinnu- markaðarins loknum hitta forystu- menn ASÍ og VSÍ Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra. Banaslys við Blönduós STÚLKA á átjánda aldursári beið bana er hún ók út af Skaga- strandarvegi skammt norðan við Blönduós um klukkan 10.30 á sunnudagsmorgun. Stúlkan hét Bryndís H. Steindórsdóttir til heimilis á Fellsbraut 6, Skaga- strönd. Kröpp beygja er þar sem slysið varð. Talið er að stúlkan hafi ekki náð beygjunni og fór bifreiðin um 100 metra og margar veltur áður en hún stöðvaðist. Bryndís var ein í bílnum og mun hafa látist sam- stundis. Banaslys varð á svipuðum stað fyrir rúmum tíu árum. Bryndís H. Steindórsdóttir Árekstur 40 t báts og 6 t trillu: Eldri maður lézt Patreksfirðingur á sjötugs- aldri lézt er sex tonna trilla hans lenti í árekstri við 40 tonna bát, Eleseus fi-á Tálkna- firði. Áreksturinn varð í mynni Patreksflóa um klukkan sex í gærmorgun. Sjópróf vegna slyssins verða í dag. Tildrög slyssins voru enn í rannsókn síðdegis í gær, og er óljóst hvernig áreksturinn bar að. Gott veður var, bjart og lygnt, er bátarnir rákust saman um tvær sjómflur norður af Blakksnesi. Maður frá rannsóknamefnd sjó- slysa vann að rannsókninni með lögreglu. Trillan sökk rétt eftir árekstur- inn, en skipveijar á Eleseusi náðu manninum um borð í bát sinn. Hann var þá látinn. Þyrla Land- helgisgæzlunnar var kölluð út vegna slyssins, en sneri aftur er ljóst var að maðurinn var ekki lífs. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Morgunblaðið/KGA Kantor í Borgarleikhúsi Cricot 2 leikhópurinn frá Kraká flutti „Ég kem aldr- ei aftur“ eftir Tadeusz Kantor í fyrsta skipti af fjór- um í Bprgarleikhúsinu í gærkvöldi yið fögnuð áhorf- enda. Á innfelldu myndinni ræðir Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands við Tadeusz Kantor, sem leik- stýrir verkinu sjálfur, og samstarfsfólk hans í sýning- unni. Flugvallarstjórinn í Keflavík: Lögfræðingur krcljist útburðar Amarflugs Hindrar ekki starfsemi félagsins, segir Kristinn Sigtryggsson Flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli hefur óskað eftir því við lögmann embættisins að hann krefjist útburðar á starfsemi Arnar- flugs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna vanskila flugfélagsins á gjöldum fyrir aðstöðu í flugstöðinni. Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, sagði í gær að rætt hefði verið við lög- mann embættis flugvailarstjóra og samið við hann um greiðslu inn á skuldina síðar í þessari viku. Hann sagði að það myndi ekki hindra starfsemi Amarflugs þó félagið yrði borið út úr flugstöðinni. Arnarflug hf. greiddi í gær- morgun staðgreiðsluskuld sína við Gjaldheimtuna í Reykjavík og voru skrifstofur félagsins við Lágmúla þá opnaðar. Skrifstofumar höfðu verið innsiglaðar að kröfu Gjald- heimtunnar síðdegis á föstudag. Kristinn sagði að allt flug hefði gengið eðlilega fyrir sig um helg- ina. Flugleiðir önnuðust flugum- sjón fyrir Amarflug á meðan skrif- stofurnar voru innsiglaðar. Pétur Guðmundsson flugvallar- stjóri sagðist í gær hafa óskað eftir útburði vegna þess að Amar- flug hefði ekki greitt skuld sína vegna aðstöðu í flugstöðinni þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir. Skuldin, sem er 4,3 milljónir kr., er vegna húsaleigu í flugstöðinni og hlutdeild Arnarflugs í sameigin- legum kostnaði þar. Hún mynd- aðist aðallega á síðasta ári. Pétur sagðist ekki vita hvenær lögmað- urinn legði fram útburðarkröfu, málið væri komið tii lögmannsins og úr sírium höndum. Kristinn sagði að Arnarflug myndi greiða inn á skuldina síðar í vikunni en vildi ekki greiða hana að fuliu fyrr en ágreiningur um leigufjárhæð hefði verið leystur. Arnarflug hefur skrifstofuaðstöðu á 2. hæð flugstöðvarinnar, auk þess sem Bílaleiga Arnarflugs hf. hefur aðstöðu í húsinu. Amarflug lokaði nýlega sölubás fyrir farseðla sem félagið hafði. Kristinn sagði að sú leiga sem félagið væri krafið um fyrir sölubásinn væri allt of há, alveg út í hött, miðað við það sem tíðkaðist annars staðar. Þá sagði hann að skipting sameigin- legs kostnaðar væri ósanngjörn. Þetta vildi félagið fá leiðrétt áður en það gengi frá greiðslu skuldar- innar. Pétur Guðmundsson sagði, þeg- ar hann var spurður um gagnrýni Amarflugsmanna að undanförnu á leigugjald í flugstöðinni, að það gengi ekki að Arnarflug fengi að greiða eitthvað allt annað en aðrir fyrir þessa aðstöðu. Hann sagði að Bílaleiga Arnarflugs hefði verið hæstbjóðandi í 11 fermetra að- stöðu fyrir bílaleigu í austurhluta flugstöðvarinnar og greiddi fyrir það tæplega 172 þúsund kr. á mánuði. Sagðist hann ekki getað séð hvernig sömu mönnum þætti dýrt að greiða 130 þúsund kr. fyr- ir jafnstórt pláss í vesturhluta hússins. Jamaica: íslenskur leiðsög’umað- ur ferst í umferðarslysi ÍSLENDINGUR lét lífið eftir umferðarslys á Jamaica síðastlið- inn sunnudag. Maðurinn hét Guð- jón S. Siguijónsson og var einn fimm leiðsögumanna með hópi Verslunarskólanema í útskriftar- ferð. Hann var einn á ferð þegar slysið átti sér stað. íslenski hóp- urinn dvelst á Jamaica í níu daga til viðbótar. Guðjón heitinn ók litlu vélknúnu hjóli þegar slysið varð aðfaranótt hvítasunnudags. Þetta er algeng- asti ferðamátinn á Jamaica. Ekki er vitað hvað olli því að Guðjón fór út af veginum og hlaut af því mik- il meiðsli. Hann var fluttur á sjúkra- hús þar sem hann lést nokkrum stundum síðar. Guðjón S. Sigurjónsson var 45 ára gamall. Hann var búsettur í Boston í Bandaríkjunum, þar sem hann hafði starfað við innflutning Guðjón S. Siguijónsson í mörg ár. Guðjón lætur eftir sig þijú uppkomin börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.