Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 maí í Miðbænum. í henni voru tvö ökuskíiteini, myndavél og fl. Sá sem töskuna fann er beðinn um að hringja í síma 28781 eða 37160, eða skila henni til lögregl- unnar Gleraugu Glær og gyllt Brendel gleraugu töpuðust 23. maí, líklega í Mið- bænum eða við Laugaveg. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 19331 eða 11664. Fundarlaun. Arekstur Miðvikudaginn 23. maí um kl. 19.20 varð árekstur á gatnamót- um Eiríksgötu og Barónstígs. Hugsanleg vitni að árekstrinum, t.d. ökumaður rauðs sendibíls sem kom þar að, eru beðin að hafa samband við Jónas eða Heimi í síma 84617. Dr. Kroner Jóna hringdi: „Ferðamaður, dr. Meisel frá Berlín, sem hér er staddur hefur áhuga á að frétta af ættingjum sínum hér. Á árunum 1935 eða 1934 kom hingað til íslands Gyð- ingur, dr. Kroner að nafni og mun hann eiga son hér á lífi. Dr. Meis- el biður hann að hafa samband við sig á Hótel Esju.“ Þesslr hrlngdu ... Vísa Hanna hringdi: „Ég kann vísuhelming og þætti gaman að fá vísuna alla ef ein- hver kann seinni partinn. Fyrsta hendingin er svona: Hún amma hún er mamma henn- ar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Kúnststopp Kona hringdi: „Er einhver sem tekur að sér kúnststopp hér í Reykjavík?" Dollarablinda? Borgari hringdi: „Það kom fram í Morgunblað- inu laugardaginn 26. maí að flug- menn sem fljúga með farþega í sólarlandaferðir væru farnir að lenda í Bretlandi af „öryggisá- stæðum“ og þar sé skipt um áhafnir. Röksemdin fyrir þessum millilendingum mun vera sú að flugmennirnir séu orðnir of þreyttir til áð fljúga örugglega eftir þennan flugtíma. Venjulegar verða óhöpp í flugi í flugtaki eða lendingu en með þessu er einmitt verið að fjölga millilendingum. Mér datt því í hug að hér séu ekki öryggismál á ferðinni heldur dollarablinda." Óþrifafköttum Faðir hringdi: „Er til eitthvað efni sem hægt er að setja í sandkassa barna til að kettir haldi sér frá. Mikill óþrifnaður er af köttum sem kom- ast í sandkassa en mig minnir að ég hafi heyrt um eitthvað svona efni.“ Endurvinnsla? Lesandi hringdi: „Ég er hér með haug af dag- blöðum en get hvergi komið þeim í endurvinnslu. Mér skilst að tekið sé við pappír í endurvinnslu af stærri fyrirtækjum en ekki heimil- um. Erlendis eru víða blaðagámar og jafnvel greitt fyrir gömul dag- blöð, sé um nokkurt magn að ræða. Er enginn aðili eða fyrir- tæki sem tekur við þessu hér á landi?“ Handtaska Svört handtaska tapaðist 26. Frímerkingarvél - fyrir allar póstsendingar FRAMA rafeindaslýrða frímerkingarvélin: • Frímerkir og skráir af svissneskri nákvæmni öll burðargjöld • Prentar auglýsingar á umslagið • Sparar fé og vinnu FRAMA frímerkingarvél borgar sig / HÍKJARAN SlÐUMÚLA 14. SlMI B3022,108 REYKJAVlK VERTU ÁHYGGJUIAUS MEÐAN BÖRNIN BAÐA SIG! Danfoss baðblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveður hitastigið og skrúfar frá - Danfoss held- ur hitanum stöðugum. Öryggishnappur kemur í veg fyrir að börnin stilli á hærri hita en 38°C. Danfoss fæst í helstu byggingavöruverslunum um allt land. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 624260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA Fagnaðarefiii Til Velvakanda. Fagnaðarefni í smábænum ísafirði. ísland og Perú hefur sam- einast í eitt. Sameiningin átti sér stað kl. 2.40 fimmtudagsmorguninn 17. maí, þegar lítill 15 marka og 54 sm. langur drengur fæddist á ísafirði. Sameiningin er þannig til komin að móðir barnsins er frá Perú en faðirinn er íslendingur (ís- firðingur). Átti faðir barnsins dóttir fyrir sem fæddist 15. maí fyrir átta árum síðar. Er vonast til þess að vinátta þessara þjóða eigi eftir að styrkjast í framtíðinni. Ég vil að það komi fram að aðkoman á sjúkrahúsinu á ísafirði var til fyrir- myndar, þjónusta eins og best verð- ur á kosið. Mega önnur sjúkrahús á landinu fara að passa sig hvað það varðar. Miklar þakkir til starfs- fólksins, því það er gott að finna fyrir því þegar á reynir að allir vilja allt fyrir mann gera. Barninu heils- ast vel og móðurinni eftir atvikum. Össur Valdimarssson V» LEGGJUM HEIMINN AÐ F0TUM ÞER HRPip AUSTURSTRÆTI 17, 2. HÆÐ SÍMI: 62 22 OO EVRÖPA London kr. 28.300. París kr. 28.720. Búdapest kr. 44.330. AMERÍKA ASÍA Orlando Bangkok kr. 57.670.- kr. 81.510,- San Fransisco Dehli kr. 59.340,- kr. 74.630.- Chicago Tokyo kr. 62.220.- kr. 95.780,- Á EIGIN VEGUM EN FARSEÐLUM FRÁ VERÖLD KL |U| BRITISHAlRWAYS /////r/tr RoydDutch Akhœ* Thc v.v>rkis favountv airlinc. mí3/t3 FLUGLEIÐIR,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.