Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990
Hörmungar holdsveikimmr
Sjúklingi afhentur mánaðarskammtur af lyfjum á heilsugæslustöðinni í Bahir Dar.
Tvö af fórnarlömbum holdsveikinnar, sem ekki hlutu viðunandi lyfjameðferö og fræðslu á sjúkdóms-
ferli sínum. Likamsskaðana er því ekki unnt að bæta.
*%ftir Sigríði Kristínu
Sverrisdóttur
Á móti mér stendur ung kona á
að giska 30 ára, en trúlega mun
yngri en útlitið segir til um. Á and-
liti hennar eru ljótir holdsveikihnúð-
ar og fæturnir eru áberandi þrútnir
vegna fílaveiki (elephantiasis). Hún
er íklædd tötrum því eina lifibrauð
hennar er betl, hún grætur.
Við hlið hennar situr miðáldra
maður. Lýti hans er mjög áber-
andi. Nefbijóskið hefur gefið sig
sve nefið er innfallið. Hann starir
tómum augum fram fyrir sig, sömu-
leiðis betlari.
Ég er stödd á heilsugæslustöð
Bahir Dar, sem er dæmigerð fyrir
allar stærri heilsugæslustöðvar í
Eþíópíu hvað varðar þjónustu fyrir
holdsveika. Með u.þ.b. 27 daga
millibili koma hingað holdsveikir
sjúklingar til reglulegs eftirlits og
til að fá mánaðarskammt sinn af
lyfjum.
Ástæða þess að áðurnefnt fólk
er svo óhamingjusamt er sú að því
hefur verið fyrirskipað að halda
aftur heim til föðurhúsa sinna sem
eru í öðru bæjarfélagi. Það myndi
gera því lífið mjög erfitt því að sjálf-
**á7gðu er mest upp úr betlinu að
hafa í borgunum. Stefna Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar,
WHO, er hins vegar að allir þeir
sem gangast undir lyfjameðferð
verði að hafa fast heimilisfang. Þá
er hægt að ná til þeirra ef þeir
mæta ekki á fyrirfram ákveðnum
tíma í eftirlit. Einungis með því
móti er hægt að koma í veg fyrir
að ónæmir bakteríustofnar myndist
gegn lyfjunum sem nú eru notuð.
Betlarar skapa ákveðið vandamál í
AfCssu sambandi því erfitt er að
hafa upp á þeim þar sem heimilis-
fang þeirra hverju sinni er þar sem
mestar líkur eru á að fá smáaura
eða mat. Val þessa fólks stendur
því á milli þess að fá lyf sem varna
afskræmingu eða að gefa upp á
bátinn eina lifibrauð sitt. Er hægt
að hugsa sér ömuriegra hlutskipti?
Alls staðar í heiminum eru lyf
gegn holdsveiki frí. Lyfin eru mjög
dýr en í Bahir Dar eru það
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, og norska hjálparstofn-
unin Redd barna sem gefið hafa
lyfin.
Utbreiðsla
^ Segja má að holdsveikin sé sjúk-
m>mur fátæks fólks. Bakterían
(mycobakt. Leprae) berst ekki auð-
veldlega milli manna, nær einungis
með úrgangi úr nefi og ’með vessa
úr sárum. Algengt er því að sýktir
einstaklingar sýki maka sína eða
börn ef þrengsli eru mikil á heimil-
um. Sjaldgæft er þó að börn yngri
en_6 ára komi til meðferðar.
I júnímánuði árið 1986 voru í
Gojjam-héraði (fólksfj. 3.632.300)
9.332 einstaklingar í lyfjameðferð.
í mars_1989 voru þeir hins vegar
3.250. í Bahir Dar (íbúafjöldi tæpl.
760.000) voru einstaklingar í með-
ferð 2.529 í júní 1986 en nú er sú
tala komin niður í 880 einstaklinga.
Þennan mikla samdrátt má
þakka nýrri lyfjameðferð, sk.
þriggja lyija meðferð (triple drug
therapy), sem hafin var fyrir 3
árum. Áður var einungis notað lyf-
ið Dapson, en nú hafa einnig komið
til sögunnar lyfin Lamprin og Rif-
ampin. Af 30 heilsugæslustöðvum
Gojjam-héraðs veita nú 22 þeirra
þriggja lyfja meðferð en hinar ein-
ungis eins lyfs meðferð (mono drug
therapy).
Enn er of snemmt að segja til
um virkni og árangur af þriggja
lyfja meðferðinni til frambúðar. En
víst er að verulegur árangur í bar-
áttunni gegn holdsveiki næst ekki
fyrr en hægt er að bæta efnahags-
leg skilyrði íbúa landsins.
Orsök og afleiðingar
sjúkdómsins
Holdsveikin er langvarandi bækl-
unarsjúkdómur er hefur áhrif á
húð, úttaugakerfi, augu og slím-
himnur. Sjúkdómurinn hefur til-
hneigingu til að læknast sjálfkrafa
eða þróast út í langvarandi, stigvax-
andi sjúkdóm.
Fyrstu einkennin eru oft lítil
svæði með litabreytingum á húð,
oft óþægindalaus eða litlir hnúðar
eða þykknun á húð samfara dofa
eða tilfinningaleysi. Sársaukaskyn
tapast helst á höndum og fótum
en húðbreytingar geta komið fram
hvar sem er á líkamanum.
Sýkingarmáttur bakteríunnar er
mjög háður varnarkerfi líkamans
og er sjúkdómurinn greindur niður
í ákveðna flokka með útbreiðslu.
1. Tuberculoid: Svarar vel með-
ferð og hefur vel afmarkaðar húð-
breytingar.
2. Borderline: Millistig milli 1.
og 3.
3. Leptomatous: Þá eru húð-
breytingarnar margfaldar og ekki
vel afmarkaðar. Þetta er alvarleg-
asta stig sjúkdómsins.
Batalíkur fólks með holdsveiki
eru góðar ef veikin uppgötvast
snemma og er meðhöndluð á réttan
hátt. Um 10% sjúklinga þurfa þó á
meðferð að halda það sem eftir er
ævinnar.
Meðférð og eftirlit
1 5 ár þurfa einstaklingarnir að
gangast undir reglulegt eftirlit áður
en lyfjameðferð er með öllu hætt.
Með tæplega mánaðar millibili
koma sjúklingarnir á heilsugæslu-
stöð þar sem þeim er afhentur lyfja-
skammtur næsta mánaðar og fram-
vinda sjúkdómsins er skráð niður á
þar til gert eyðublað.
Einnig er fræðsla mikilvægur
þáttur f meðferðinni. Því með var-
kárni má koma í veg fyrir þann
skaða sem hlotist getur vegna
skorts á sársaukaskyni.
Þau lýti og afmyndun sem svo
oft eru talin einkenni holdsveikinnar
eru afleiðingar skeytingarleysis og
ófullnægjandi lyfjameðferðar. Til-
finningaleysi veldur því að fólkið
tekur ekki eftir sára- eða blöðru-
myndun á húð. Sýking kemur síðan
til sögunnar og ef hún berst inn
að beini getur mikill skaði hlotist
af. Jafnvel afmyndun á fingrum og
tám eða heilum útlimum.
Skellur á hornhimnu eða glæru
augans draga úr blikkviðbragðinu
og valda _ erfiðleikum við að loka
auganu. Óhreinindi og flugur geta
því valdið skaða, s.s. bólgum og
sáramyndun er leitt geta til blindu
ef ekkert er að gert.
Sýktum einstaklingum er því
kennt um mikilvægi góðs hreinlætis
handa, fóta og fatnaðar. Einnig er
lögð áhersla á mikilvægi varðveislu
og góðs eftirlits með útlimum m.
t.t. sáramyndunar. En oft er fá-
tæktin mikil og sápa, skór og
hreinn fatnaður munaðarvara sem
ekki eru til peningar fyrir.
Betra líf
Tadesse er einn þeirra ólánsömu
einstaklinga í Bahir Dar sem lifað
hafa með hoidsveikinni mestan
hluta lífs síns.
Hendur hans og fætur eru illa
farnir vegna sjúkdómsins. En þrátt
fyrir það og erfitt líf er stutt í bros-
ið hjá honum. Veikindi hans hófust
þegar hann var einungis 5 ára að
aldri. Fyrst komu fram breytingar
á andliti hans, þá á fótum og að
síðustu á höndum. Ári síðar hóf
hann að gangast undir lyfjameð-
ferð. En þá þegar var mesti skaðinn
skeður. Lyfin geta einungis varnað
frekari útbreiðslu sjúkdómsins en
geta ekki bætt þann skaða sem
orðinn er. Lyfjameðferðinni hefur
hann haldið áfram meira og minna
alla tíð síðan, þ.e. í tæp 35 ár. Líð-
an hans er að hans sögn mun betri
meðan hann tekur lyfin, en þó hef-
ur hann ekki fulla tilfinningu í
höndum og fótum.
Á sínum yngri árum vann hann
fyrir sér sem fjárhirðir en nú er
betl hans eina tekju- og afkomu-
leið. Hann býr í strákofa rétt fyrir
utan bæinn og hefur unga stúlku
sér til aðstoðar með það sem hann
getur ekki framkvæmt sjálfur.
Um viðhorf fólksins gegn sjúk-
dómnum segir hann að það hafi
mikið breyst frá því sem áður var.
Nú beri ekki jafn mikið á fordómum
og flestir vegfarendur eru gjafmild-
ir og jákvæðir í hans garð.
I samtali mínu við starfsmenn
holdsveikieftirlitsins í Bahir Dar
kom þó fram að enn eru ríkjandi
ýmsir fordómar í garð holdsveikra,
s.s. að veikin sé ættgeng. Því getur
verið erfiðleikum háð fyrir börn
holdsveikra að finna sér maka.
Einnig er það trú margra í sveita-
héruðunum að fólk geti smitast af
því að sofa úti á víðavangi eða við
að baða sig upp úr Bláu-Níl.
En með bættri lyfjameðferð og
aukinni fræðslu hefur skilningur
manna á eðli sjúkdómsins og smit-
hættunni breyst. Svo nú heyra (-
hryllingssögur um útskúfun holds-
veikra úr mannlegu samfélagi sög-
unni til.
Höíundur er nemandi í
hjúkrunarfræði viðlláskóla
Islnnds og hefur starfað sem
sjáliboðaliði fyrir Rauða kross
Islands í Eþíópíu í eitt ár.
Skagaströnd:
Skólaslit Höfðaskóla
Skagaströnd.
SKÓLASLIT Höfðaskóla fóru
fram í félagsheimilinu Fellsborg
á uppstigningardag fyrir fullu
húsi. Þar fengu nemendur í
hendur einkunnir sínar og verð-
laun voru afhent.
í skólaslitaræðu Páls Leós Jóns-
sonar, skólastjóra, kom fram að
skólastarfið gekk með ágætum í
vetur að öðru leyti en því að fella
varð niður kennslu í nokkra daga
vegna illviðris. Tveir áfangar í
framhaldsnámi voru staríræktir í
kvöldskóla en ekki tókst að Ijúka
nema öðrum áfanganum og voru
það einkum illviðri og slæm færð
sem oilu því. Átta fastir kennarar
störfuðu við skólann í vetur auk
skólastjóra og yfirkennara.
Við skólaslitin söng skólakórinn
við undirleik eins af kennurum
skólans, tvær stúlkur lásu ljóð og
nýstofnuð lúðrasveit ■ lék undir
stjórn Skarphéðins Einarssonar,
tónlistarkennara. - ÓB.
Skólakórinn söng við gítarundirleik Stefáns Lárussonar kennara.