Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 53 COSPER Júlíus Sólnes fékk 25 stig af 25 stigum möguleg- um. — Þetta er merkilegt, ég er bæði heppinn í spilum og ástum. SPAUGSTOFAN LEITIN AÐ LÉTTUSTU LUNDINNI Morgunblaöið/Einar Falur Kristján Ólafsson stjórnaði forkeppninni af miklum skörungsskap. Spaugstofan leggur land undir fót í sumar og flytur dagskrána „í gegnum grátmúrinn" í tuttugu og einum kaupstað og kauptúni dagana 17. júní til 9. júlí. Hluti af leikferð- inni verður spaugkeppnin „Leitin að léttustu lundinni“ sem öllum lands- mönnum gefst kostur á að taka þátt í. Ýmist með því að troða upp á skemmtunum Spaugstofunnar í sum- ar eða með því að senda hvers kyns spaugsögur skriflega til skrifstofu Spaugstofunnar í Reykjavík Að sögn Spaugstofumanna er öll- um landsmönnum með sæmilega óbrenglaða kímnigáfu heimilt að taka þátt í keppn- inni sem verður tvískipt. Á hveijum stað munu heimamenn og gestir geta skráð sig tit þátt- töku í spaugképpn- inni milli klukkan 16-18 daginn sem Spaugstofumenn skemmta. Allt að fimm tilvonandi spaugarar verða valdir úr eftir ákveðnum reglum og þeim verður síðan boðið að koma upp á svið í miðri sýningu og fremja sitt spaug. Á hveijum stað verður einn þátt- takenda krýndur heiðurspeningi og í Sigurvegari forkeppninnar var tolleraður af viðstöddum. hveiju kjördæmi verður svo valinn „léttasta lund“ kjördæmisins. Átta efnilegustu kjördæmaspaugarar landsins koma svo til Reykjavíkur í miðju sumri til að taka þátt í úrslita- keppninni. Sigurvegarinn,„Léttasta lundin 1990“, verður boðinn í spaugi- lega ferð til útlanda. Keppnin verður líka háð bréflega. Öllum landsmönnum verður gefinn kostur á að senda trúnaðarmönnum keppninnar spaugsögur. Tíu bestu spaugin verða valin til birtingar og höfundar þeirra fá að auki 5000 króna viðurkenningu. Efnisval þátt- takenda í spaugkeppninni er frjálst. Spaugstofan áskil- ur sér hins vegar rétt til að hafna keppendum sem vilja gera kyn- þáttafordóma, klám og guðlast að gamanmálum. „Leitin að létt- ustu lundinni" hófst formlega við Kjarvalsstaði á fimmtudag mcð því að Steingrímur J. Sigfússon landbún- aðarráðherra sagði fyrstu spaugsögu sumarsins. I fót- spor hans fylgdu Haukur Halldórs- son, Björn Frið- finnsson, Jóhannes Kristjánsson, Helgi Daníelsson, Júlíus Sólnes og Steingrímur Hermannsson. Júlíus Sólnes varð sigurvegari keppninnar en hann hlaut 25 stig af 25 möguleg- um. „Leitin að léttustu lundinni," er samstarfsverkefni Spaugstofunnar og Samstarfshóps um sölu á lamba- kjöti. SUMARBUÐIR Líkt og undanfarin sumur mun íþróttasamband fatl- aðra starfrækja sumarbúðir fyrir fatlaða á Laugarvatni í sumar, þar sem megináherslan verður lögð á íþrótt- ir og útivist. Haldin verða þrenn viku námskeið á tíma- bilinu 20. júlí - 10. ágúst. Umsóknum um dvöl í sumarbúðunum þarf að skila á sérstökum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu íþrótta- sambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir þriðjudaginn 12. júní nk.' Þar er einnig unnt að fá allar nánari upplýsingar um sumarbúðirnar. Síminn á skrifstofunni er 83377. ELLIARIN Eyjakonan unir hag sínum vel Ingigerður Sigurbrandsdóttir sem nú dvelur á Dvalarheimil inu í Stykkishólmi hefír átt stormasama lífdaga og misjafna. Við Breiðafjörð inn hefir hún átt sinn starfsvettvang. Hér unir hún glöð og ánægð og rík af öðru en veraldargæðum. Ingigerður fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði 1901 og ólst upp hjá þeim ágætishjónum Kristínu og Skúla Bergsveinssyni. Það voru fleiri sem nutu mannkosta þeirra hjóna. Eftir dvölina í Skáleyjum var hún ár í Flatey og 5 í Svefneyj- um. Þaðan lá leið hennar til Rúf- eyjar með manni sínum, Valde- mari Sigurðssyni. í Öxney var hún 21 ár ráðskona Jónasar bónda. I Stykkishólmi hefir hún verið seinustu árin á Dvalarheimilinu og unir hag sínum vel, nær 90 ára. Og ef maður minnist á rysj- ótta ævi, segir hún: „Ojá, maður þurfti að taka til hendi en margar voru og eru líka sólskinsstundirn- ar.“ — Arni BIODROGA BODY FORMING líkamssnyrtilínan BODY FORMING likams- snyrtilínan frá BIODROGA hefur sannað gæði sín og áhrif. Nú gefst viðskiptavin- um BIODROGA kostur á sérstöku tilboði þar sem eru saman í pakka tvö vinsælustu kremin í BÖDY FORMING líkamssnyrtilínunni, þ.e.: 1) *MASSAGE CREAM 50 ml*, berist á appelsínu- húð og alla slappa húð eftir bað. 2) *SHOWER PEELING 50 ml*, nuddist létt á allan líkaman fyrir bað Tilboðsverð 1.750, ■ kr. pakkinn Póstkröfusendum Einu sinni BIODROGA alltaf BIODROGA Útsölustaðir: Stella, Bankastræti 3; Ingólfsapótek, Kringlunni; Brá, Laugavegi 72; Gresika, Isnyrtistofa, Rauðarárstíg 27; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Kaupfélag Skagfirð- iinga; Kaupfélag Eyfírðinga, Akureyri; Húsavíkurpótek; Vestmannaeyjaapótek. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.