Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 iZlitcUZCL Heílsuvörur nútímafólks 15-20 % AFMÆLISAFSLÁTTUR FLISAR TEPPABÚDIN H/F. SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91-68 19 50 STÝRILIÐAR SEGULROFAR YFIRALAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSROFAR TIMALIÐAR ROFAHUS Hagstættverö = HÉÐINN = VELAVERSLUN. SÍMI 624260 LAGER-SERPANTANIR-DJÓNUSTA með 5 þrepa hraðastilli /rQnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 s» b( srðviftur 2ja og 3ja hraöa meö hliöarsnúningi 4 loftviftur Tónmenntaskól- inn brautskráir 43 nemendur NÝLEGA lauk Tónmenntaskóli Reykjavíkur 37. starfsári sínu. Alls útskrifuðust 43 nemendur að þessu sinni. Af þeim tóku 23 inn- tökupróf í Tónlistarskólann í Reykjavík. I Tónmenntaskólanum voru alls 522 nemendur í vetur. Kennarar voru um 50. Tónmenntaskóli Reykjavíkur útskrifaði 43 nemendur í vor. Hrútafjarðará: Hreppsneftid Staðarhrepps þingar um nýtt brúarstæði VEGNA mótmæla ellefu íbúa í Staðarhreppi við framkomnum tillög- um Vegagerðar ríkisins um nýtt brúarstæði yfir Hrútaíjaröará hefúr hreppsnefnd Staðarhrepps sent Vegagerðinni bréf þar sem hún fer fram á að kannað verði hvort unnt sé að brúa Hrútafjarðará þar sem gamla brúin er nú og gera þar vegamót Norðurlandsvegar og Hólmavíkurvegar svo viðunnandi yrði miðað við þann umferðar- þunga sem þar myndi vera. ■ í SAMVINNU Menntamála- ráðuneytisins og Heilbrigðis- og rannsóknaráðs ÍSÍ hafa verið veittir styrkir til rannsókna á sviði íþrótta. Fimm umsóknir bárust og hlutu fjórir úthlutun og komu til úthlutunar kr. 500.000. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru: Leifur Franzson, lyfjafræðingur til rannsóknar er hann nefnir Mein- efnafræði velþjálfaðra íþrótta- manna kr. 150.000. Erlingur Jó- hannsson, námsmaður við Norska íþróttaháskólann í Osló til rann- sóknar er hann nefnir Kolvetnis- efiiaskipti í vöðvafrumum kr. 150.000. Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi fyrir verkefni er hann nefnir Famntag i Norge og i Island kr. 25.000. Til rannsóknarverkefnis er Heil- brigðis- og rannsóknaráð gengst fyrir undir stjórn Jóns Gislasonar, næringafræðings og nefnist Neyslukönnun úrvalsíþróttafólks kr. 175.000. I svarbréfí Vegagerðarinnar seg- ir að tæknilega sé hægt að brúa Hrútafjarðará á sama stað og nú er. Einnig sé hægt að lagfæra vega- mótin eitthvað en ekki yrði um góða lausn að ræða. Hjá umdæmis- stjórum Vegagerðarinnar hefur auk þess komið fram að erfiðleikar yrðu með tengingu við Brúarskála við þjóðveg eitt ef míðað væri við um- rædda vegalínu. í framhaldi af þessu hefur hreppsnefnd Staðarhrepps ályktað að á meðan að ekki liggur fyrir tæknileg lausn á vegamótum og tengingu við Brúarskála sé ótíma- bært að taka afstöðu til áskorunar aðalfundar Kaupfélags Hrútfirð- inga til Bæjar- og Staðarhrepps um að hafna hugmyndum um nýtt brú- arstæði. Sveitastjórnin hefur óskað eftir því að Skipulagsstjórn ríkisins sjái um að tillögur vegagérðarinnar að vegastæði verði auglýstar opin- berlega þannig að allir hefðu mögu- leika á að koma á framfæri athuga- semdum varðandi málið. I tillögu, sem Vegagerðin mælir sérstaklega með, er gert ráð fyrir að vegurinn liggi um 40 metra fyr- ir neðan Staðarskála og tengist inn á Norðurlandsveg um 600 metra norðan við skálann. Gert er ráð fyrir að brúa Síká og Hrútafjarðará með, einni tvíbreiðri brú. Karlakórinn Heimir. Karlakórinn Heimir úr Skaga firði í tónleikaferð syðra KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði fer í tónleikaferð um Suðvest- ur- og Suðurland nú í byrjun júnímánaðar. I lor með kórnum er Atlantictríó, frá Wales, sem leikur í sönghléi. I ferðinni heldur kórinn ferna tónleika. Þeir fyrstu verða í félags- heimilinu Logalandi í Borgarfirði fimmtudaginn 7. júní klukkan 21. Næstu tónleikar verða í Langholts- kirkju í Reykjavík 8. júní klukkan 20.30, þá í Hveragerðiskirkju laug- ardaginn 9. júní klukkan 16.30 og lokatónleikar ferðalagsins verða í félagsheimilinu Aratungu sama dag, 9. júní, klukkan 21. Stjórnandi kórsins er Stefán R. Gíslason, undirleikarar eru Richard Simm á píanó og Jaqueline Simm á óbó. Einsöngvarar með kórnum í Langholtskirkju verða Siegelinde Kahmann og Sigurður Björnsson, einnig syngja nokkrir kórfélagar einsöng og tvísöng með kórnum. Á Efnisskránni eru bæði íslensk lög og óperukórar frá ýmsum löndum. Atlantictríó skipa Christopher Coo- per á píanó, Rachel Streeter á þver- flautu og Jaqueline Simm á óbó. Leiðrétting Mishermt var í frétt um útgáfu bæklings um akstur utan vega, sem birtist á bls. 37 í laugardags- blaði Morgunblaðsins, að Land- vemd stæði fyrir útgáfunni ásamt lögreglunni. Það er Náttúruvernd- arráð, sem á aðild að útgáfunni. BOSCH STARTARAR—RAFALAR ___yiðgerðarþjónusta_ BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9, síml: 38820 Alþýðuleikhúsið: > Isaðar Gellur í leikferð Alþýðuleikhúsið leggur upp í leikferð með gamanleikinn Isað- ar Gellur þann 8. júní nk. Ferð- inni er heitið til Vestfjarða. Leik- ritið Isaðar Gellur segir einmitt á gamansaman og hispurslausan hátt frá dvöl þriggja breskra stúlkna við fískvinnslu í vest- fírsku sjávarplássi. Höfundur er Frederick Harrison. Leikendur í ísuðum Gellum eru þau Ása Hlín Svavarsdóttir, Halldór Björnsson, Ingrid Jónsdóttir og Ól- afía Hrönn Jónsdóttir. Leikstjóri er Hávar Siguijónsson. Fyrirhugaðar eru 7 sýningar á Vestfjörðum: Á Patreksfirði 8. júní kl. 20.30, á Táiknafirði 9. júní kl. 20.30 og á Bíldudal 10. júní kl. 20. Helgina 15.—17. júní verður sýnt á Bolungarvík 15. júní kl. 20.30, á Isafirði verða tvær sýningar þann 16. júní kl. 17 og 20.30 og loks verður sýnt á Suðureyri 17. júní kl. 20.30. Helgina 22.-24. júní verður sýnt í Bíóhöllinni á Akranesi 22. júní kl. 20.30 og í Vestmanna- eyjum verða tvær sýningar, þann 23. Leikrit eftir Erling E. Hall- dórsson Leiklistarstöðin hefur gefið út bókina Karnival eða Áttundi ára- tugurinn með leikritum Erlings í fréttatil- kynningu segir |:j! m.a.: „I Karnival "jB ' eða Áttunda ára- tugnum birtast ævaforn minni „karnivalsins": Leikritið gerist í fertugsafmæli reykvísks hefð- Eriing E. armanns, sem Halldorsson hefur letrað á sitt garðhlið: Hér býr hamingjan, en eftir settum reglum karnivalsins kemur djöfullinn í heimsókn í líki heillandi „poppara“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.