Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 41 Chanel-dragtin í fiillu gildi Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er engum blöðum um það að fletta að fáir (ef nokkur) tískuhönnuðir hafa haft jafn mikil og langvarandi áhrif í tískuheiminum og Coco Chanel. Nýj- asta sönnun þess er að sjá í sumartísk- unni í ár, en þar er Chanel-jakkinn mik- ilsráðandi. Chanel-dragtin, jakki og pils, kom fram á sjónarsviðið árið 1926 og hefur aldrei farið úr móð síðan. Örlítil breyting hefur orðið á pilssídd við og við en aftur fer svo allt í sama farið að nokkrum tíma liðnum. En eftir lát Coco Chanel, árið 1971, var fyrirtækið rekið áfram og árið 1983 gerðist Karl Lagerfeld listrænn ráðu- nautur þess. í sumar er það sem sagt Chanel-jakkinn, þ.e. stakur jakki, sem mest ber á og notaður jöfnum höndum við pils eða buxur. Chanel-dragtin, þ.e. samlitur jakki og pils, stendur samt vel fyrir sínu og er enn í fullu gildi þó sumartískan geri ráð fyrir dálitlu fráviki, stökum ljósum jakka, sem nota má við ýmsar flíkur við ýmis tækifæri. Chanel-jakkinn er mikilsráðandi í sumartískunni. I fótspor karlanna Mikil breyting hefur orðið á stöðu kvenna í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, það væri ef til vill nær að kalla það byltingu. Konur eru sífellt að hasla sér völl á nýjum sviðum og hagir þeirra ekki síst batnað við að verða fjár- hagslega sjálfstæðar. Á síðasta ári var gerð umfangsmikil könnun í Bretlandi, til að komast að því, hváða breytingar höfðu orðið á lífsvenjum þarlendra kvenna þegar þær eru komnar á fullt skrið í lífsbaráttunni, við hlið eða í fótspor karlanna, svona eftir því hvemig á það er litið. Niðurstaða þeirrar könnunar varð ekki öllum gleði- efni, svo mikið er víst, og sýnt þykir að konur hafa tamið sér suma af ósiðum karlanna, sem alveg hefðu mátt missa sig. Áfengi og tóbak Áfengisneysla kvenna í Bret- landi hefur aukist um 14% á árun- um 1978-1987. Þar eiga einhleypar konur stærstan hlut að máli, þær drekka meira en giftar konur, frá- skildar og ekkjur. Á sama tíma minnkaði áfengisneysla breskra karla um 4% en þær breytingar orðið, að fráskildir karlar eru orðn- ir mestu svelgimir og hafa þar farið fram úr piparsveinunum. Á árinu 1988 létust helmingi fleiri breskar konur úr lungna- krabba en árið 1974 og er aukinni tóbaksneyslu kennt um. baks- og áfengisneyslu. SIEMENS Lítið inn til okkar og skoðið vönduð ^ vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Teppabúðin hf. fagnar 2 ára afmæli sjnu, opnun glæsilegrar flísadeildar og nýjum viðskiptasamböndum með rækilegum afmælisafslætti í 5 daga. #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.