Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða afhenti Akur- eyringum útilistaverkið Farið eftir Pétur Bjarnason, myndlista- mann á hvítasunnudag, en verkið gefúr félagið í tilefiii af hálfrar aldar aftnæli atvinnuflugs á íslandi. Verkinu hefúr verið komið fyrir á tveggja metra háum steinstöpli við Strandgötu. Flugleiðir færa Akur- eyringum útilista- verkið Farið að gjöf SIGURÐUR Helgason stjórnarformaður Flugleiða afhenti Akur- eyringum útilistaverkið Farið, eftir Pétur Bjarnason myndlistar- mann á hvítasunnudag, en verkið lét fyrirtækið gera i tilefúi af því að hálf öld er liðin frá því að samfellt atvinnuflug hófst á íslandi með stofnun Flugfélags Akureyrar hf. Það félag varð síðar Flugfélag íslands hf., annað af tveimur fyrirtækjum sem stóðu saman að stofnun Fiugleiða. Flugfélag Akureyrar hf. var stofnað 3. júní 1937 og hálfri öld síðar, 3. júní 1987 hélt stjóm Flugleiða hátíðafund á Akureyri þar sem samþykkt var að efna til samkeppni um gerð listaverks til handa Akureyringum. Sam- . keppnina sigraði Pétur Bjarna- son, myndlistarmaður og verk hans, Farið, var afhjúpað við Strandgötu á Akureyri á hvíta- sunnudag. Verkið er steypt í brons og er komið fyrir á tveggja metra háum steinstöpli. í fréttatilkynningu frá Flug- leiðum segir að nú hilli undir tímamót í sögu innanlandsflugs- ins, þar sem verið er að leggja lokahönd á tillögur til stjórnar félagsins um endurnýjun innan- landsflugflotans. Gert sé ráð fyr- ir að tillögurnar verði lagðar fyr- ir stjórnarfund í þessum mánuði. Árlega flytja Flugleiðir um 260 þúsund farþega í innanlandsflugi og leggja flestir leið sína til eða frá Akureyri. Annir hjá lögreglu: Átta teknir fyrir neyslu fíkniefiia MIKLAR annir voru hjá lögregl- unni á Akureyri um helgina, þrjú umferðaróhöpp urðu, talsvert var um ölvun, óspektir og átök og voru fangageymslur fúllar um helgina. Þá voru átta teknir fyrir ncyslu fíkniefna. Þrjú umferðaróhöpp urðu í um- dæmi lögreglunnar, öll á laugardag. Bíll valt við bæinn Skóga á Þela- mörk um kl. 6 á laugardagsmorgun og meiddist farþegi í bílnum nokkuð og var fluttur á sjúkrahús. Ökumað- ur er grunaður um ölvun við akst- ur. Skömmu eftir hádegi ók bifreið á sjö ára gamalt barn á mótum Helgamagrastrætis og Ham- arsstígs. Barnið var flutt á sjúkra- hús, en hlaut ekki teljandi meiðsl. Þá var ekið á gangandi vegfaranda laust fyrir miðnætti á mótum Gei- slagötu og Strandgötu og hlaut hann áverka og var hann var flutt- ur á sjúkrahús. Að sögn varðstjóra lögreglunnar var helgin mjög annasöm, fjöldi fólks var í bænum og ölvun mikil aðfaranótt laugardags og sunnu- dags. Um 30 manns fengu að gista fangageymslur lögreglunnar, þar af átta í tengslum við neyslu fíkni- efna. Fínkiefnaneytendurnir voru teknir í tveimur til þremur hópum ýmist í heimahúsum eða í miðbæn- um. Nokkuð var um rúðubrot, minni- háttar átök og óspektir. Einn var staðinn af því að kasta af sér vatni inn í bíl sem stóð við Brekkugötu, en iðraðist hann fljótt gjörða sinna. Um helgina voru sex ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og tólf voru teknir fyrir að aka of hratt. Brotist var inn í Tónlistaskólann aðfaranótt þriðjudags, engu var stolið, en minniháttar skemmdir unnar. Iþróttafélagið Þór 75áraídag Rjómaterta og grillaðar pylsur í boði við félagsheimilið ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór á 75 ára afinæli í dag og í tilefúi af því verð- ur öllum Þórsurum, sem og velunnurum félagsins boðið í kaffí og rjó- matertu í Hamar, félgsheimili Þórs. Þar verða einnig grillaðar pylsur og gosdrykkir í boði. Að lokum verður farið í skrúðgöngu frá Hamri og inn á Akureyrarvöll þar sem Þór mætir KR í knattspyrnuleik. Einar Sveinn Ólafsson varafor- spjall við gamlar kempur og nýjar. maður Þórs sagði að aðalhátíðarhöld félagsins vegna 75 ára afmælisins yrðu 29. september í haust og væri stefnt að því að taka félagsheimilið Hamar í notkun við það tækifæri. í þessari viku verður afmælisins minnst með sérstöku útvarpi sem Þórsarar standa að, en útsendingar þess hófust seinnipartinn í gær. Sent er út á FM 100,4 á tímabilinu frá kl. 15 til 23. Fyrsti hluti dagskrárinn- ar er helgaður yngri kynslóðinni, en frá kl. 18—19 verður samtengt við Rás 2. Unglingarnir ráða ríkjum á tímanum 19—20.30, en fráþeim tíma og fram á kvöld verður að finna ýmsan fróðleik um félagið og létt Sent verður út fram á sunnudags- morgun, en ætlunin er að útsending standi aðfaranótt sunnudags. Félagsheimili Þórs, Hamar er um 1.200 fermetrar að stærð, hæð, kjall- ari og ris. Frá því um páska hafa verið unnar um 3.000 stundir í sjálf- boðavinnu við bygginguna og hafa þar margar vaskar hendur lagt hönd á plóg, að sögn Einars Sveins. Seinna í sumar verður hluti af kjallara tekin í notkun, en þar er búningsaðstaða. Á hæðinni er salur, snyrtingar, eld- hús og fleira og verður einnig hluti að því rými tekið í notkun síðar í sumar, en risið bíður betri tíma. 7 OOmanna MA-hátíð hald- in í íþóttahöllinni 16. júní MA-HÁTÍÐ verður haldin í Iþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 16. júní næstkomandi. Hátíðin er opin öllum MA-stúdentum fyrr og síðar og reikna framkvæmdaaðilar með að um 6-700 manns sæki hát- íðina. Tilgangurinn með hátíðarhöldunum er að veita stúdentum frá Menntaskólanum á Akureyri, kennurum skólans og gestum þeirra tæki- færi til að hittast og skemmta sér; rilja upp minningar skólaáranna með viðeigandi hætti. Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreytta dag- skrá, þar sem margir landsþekktir MA-ingar koma fram. Sérstök MA-hátíð er nú haldin í fyrsta sinn, en það eru fulltrúar 25 ára stúdenta sem hafa haft með höndum undirbúning ásarnt fulltrú- um annarra árganga og starfsmanna skólans. Hátíðin var kynnt á blaða- mannafundi í gær og þar kom fram að hefð hefur verið fyrir því til fjölda ára að stúdentar fjölmenni til Akur- eyrar í tengslum við útskrift úr skól- anum 17. júní. Einkum hafa það verið afmælisárgangar, 10, 25, 40 og 50 ára stúdentar. Nú er ætlunin að safna saman á einn stað öllum þeim MA-stúdentum sem taka vilja þátt í hátíðinni, en gert er ráð fyrir að 6-700 manns sæki hátíðina. íþróttahöllin er eina húsið í bæn- um þar sem fyrirhugaður fjöldi gesta getur setið til borðs og hægt er að koma fyrir stóru dansgólfi. Húsið hefur reynst vel við hliðstæð tæki- færi og er á hentugum stað, svo að segja í túnfæti Menntaskólans. Hát- íðina ber upp á 110 ára afmæli skólans og þá eru liðin 60 ár frá því stúdentar voru fyrst útskrifaðir frá skólanum, eftir að hann varð form- lega menntaskóli með sérstökum lög- um. Skrifstofa verður opnuð á setu- stofu heimavistar og verða miðar afhentir þar 14,—16. júní, en þar sem nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku tímanlega geta þeir sem hug hafa á að taka þátt í hátíðarhöldunum haft samband við Ólaf Oddsson eða Nönnu Þórsdóttur á Akureyri. Opið badmintonmót Islandsmótið Hörpudeild - Akureyrarvöllur í kvöld kl. 20 MATV0RU MARKAÐURINN KAUPANGI-SÍMI 21234 OPIÐ Pro Kennex mót í badmin- ton verður haldið í íþróttahöllinni dngana 8.-9. júní næstkomandi. Keppt verður í einliða- og tvíliða- leik í meistaraflokki og A- og B- flokki. Bæði verður keppt í karla- og kvennaflokki og er ekki um út- sláttarmót að ræða. Mótið hefst kl. 15 á föstudag og á B-flokki, en keppni í A-flokki og meistaraflokki hefjast kl. 18. og verður spilað til k. 22.30, en mótinu verður síðan framhaldið á laugardag frá kl 9 til 17. Flestir af bestu badmintonspilur- um landsins taka þátt í þessu móti og er þetta stærsti viðburður á þessu sviði á Akureyri þó leitað sé langt aftur í tímann. Áætlað er að mótið verði haldið árlega hér eftir. Fréttatilkynning 90 unglingar atvinnulausir Atvinnulausir unglingar fæddir á árinum 1972-1974 og skráðir hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Ak- ureyri eru samtals 90. Frá því var sagt í frétt á laugardag að hópurinn teldi samtals 160, en hið rétta er að atvinnulausir unglingar fæddir 1974 eru alls 70 og þeir sem fædd- ir eru 1972-73 eru alls 20 eða 90 samtals. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.