Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 Efhahagssamruni þýsku ríkjanna; * Reuter Artíðar Khomeinis minnst íranar fjölmenntu við grafhýsi Ruhollahs Khomeinis j arleiðtogann. íranska fréttastofan IRNA skýrði frá erkiklerks á mánudag til að minnast þess að ár er því að átta milljónir manna hefðu lagt leið sína til liðið frá andláti hans. Fólkið hrópaði vígorð gegn grafhýsins. Myndin er af hýsinu, sem er 25 km Bandaríkjunum og eftirmaður Khomeinis, Ali sunnan við Teheran. Khamenei, hélt tilfinningaþrungna ræðu um bylting- I Lafontaine í and- stöðu við flokkinn Rex Harrison: Hínn ódauðlegi pró- fessor Higgins látinn OSKAR Lafontaine, kanslaraefhi jafnaðarmanna í Vestur-Þýska- lándi, er nú kominn í andstöðu við fjölda flokkssystkina sinna vegna afstöðu sinnar til samnings þýsku ríkjanna um efnahags- samruna. í viðtali við vestur-þýska tímaritið Der Spiegel fyrir skömmu gagnrýndi Lafontaine samninginn harðlega. Hann lagði til að jafhaðarmenn höfhuðu samningnum í neðri deild vestur- þýska þingsins en notuðu ekki meirihluta sinn í efri deildinni, Sambandsráðinu, til þess að fella samninginn. London og New York. Reuter. BRESKI leikarinn Rex Harri- son lést á heimili sínu í New York á laugardag, 82 ára að aldri. Hann átti yfir sex áratuga leikferil að baki, kom fyrst firam á sviðið í leikhúsi í Liverpool 16 ára gamall og lék síðast á Broadway í New York fyrir aðeins þremur vikum. Hann var sexkvæntur og gekk síðast í hjónaband þegar hann var sjö- tugur. Banamein hans var krabbamein í brisi. Rex Harrison, sem hét í reynd Reginald Carey Harrison, var tvímælalaust þekktastur fyrir leik sinn í hlutverki hins dæmigerða Breta, prófessors Higgins, í söng- leiknum „My Fair Lady“. Hann var af kynslóð sem státaði af jafn frægum risum í leiklistinni og Laurence Olivier, John Gielgud og Ralph Richardson. Harrison var fágaður og óaðfinnanlegur í framkomu í flestum hlutverka sinna. Eftir að hann hafði leikið í My Fair Lady lék hann aðalhlutverkið Rex Harrison í kvikmyndinni um Dagfínn dýra- lækni. Hann lék enn fremur í kvikmyndinni Kleópatra og sögðu gagnrýnendur þá að hann hefði stolið senunni frá Richard Burton og Elizabeth Taylor; Harrison lék Júlíus Sesar. Árið 1974 gaf Rex Harrison út ævisögu sína, „Rex“, þar sem fram kom í fyrsta sinn að hann hefði verið blindur á öðru auga frá barnæsku. Sama ár flúði hann frá Bretlandi vegna skattamála og bjó til skiptis á Frönsku og ítölsku Rivierunni og í Sviss. Árið 1989 aðlaði Elísabet II Bretadrottning Rex Harrison og bar hann eftir það virðingartitilinn „Sir Reginald". Óskarsverðlaunin hlaut hann fyrir leik sinn í hlut- verki prófessors Higgins. „Ætli maður að ná einhveiju markmiði er engin auðveld leið til,“ sagði Harrison, „hvorki í lífinu né listinni. Hvarfli að manni að eitthvað verði auðvelt, þá er allt búið, dautt.“ „Hann var eins og allar miklar stjörnur: skapmikill, spennandi og skemmtilegur,“ sagði Lawrence Evans, sem var umboðsmaður Harrisons í meira en fjóra ára- tugi. „Hann var með fyndnustu leikurum sem ég hef þekkt um ævina, elskulegur og uppstökkur maður.“ Skrifað var undir samning þýsku ríkjanna með pomp og prakt 19. maí síðastliðinn. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Vestur- Þýskalandi voru misjöfn. Hans- Jochen Vogel, formaður flokks jafnaðarmanna, virtist ánægður með samninginn en sagði að gera þyrfti á honum nokkrar breyting- ar. Lafontaine segir samninginn hins vegar vera „mikil mistök“. Hann vill fara hægar í sakirnar, spáir miklu atvinnuleysi eftir 1. júlí þegar samningurinn gengur í gildi og heldur því fram að enginn geti séð fyrir hversu kostnaðar- samt verði fyrir Vestur-Þjóðveija að standa straum af samrunanum. Nú virðist hins vegar ljóst að samkomulag er að nást milli Vog- els og Helmuts Kohls kanslara um breytingar á samningnum. í ljósi þess væri óhugsandi fyrir þing- menn jafnaðarmanna að hafna samningnum þegar hann kemur til kasta þingsins í Bonn. Lafonta- ine segir hins vegar í viðtalinu við Der Spiegel að hann líti svo á að flokkurinn verði að styðja kansl- araefni sitt í svo mikilvægu máli sem þessu. Hann hótar jafnvei að hætta við framboð ef flokkurinn hlýðir ekki. Margir hafa gagnrýnt Lafonta- ine fyrir að bjóða ekki upp á neinn valkost gegn þeirri leið sem ríkis- stjórnir þýsku ríkjanna hafa valið. „Hann kyndir undir ótta en ekki vonir, einblínir á áhættuna en ekki möguleikana sem bjóðast við sam- einingu,“ skrifar Theo Sommer, ritstjóri Die Zeit í forystugrein, en blað hans hefur löngum þótt hallt undir jafnaðarmannaflokk- inn. „Jafnvel í venjulegu árferði væri Lafontaine óheppilegt kansl- araefni. En nú eru óvenjulegir tímar. Lafontaine er í senn rangur maður á rangri stundu . . Hvernig er hægt að treysta honum fyrir sameiningunni sem hann er ósátt- ur við? Efahyggjumenn eiga erindi í stjórnmál en þeir verða að vita hvað þeir vilja. Ándstaðan ein ger- ir þá ekki hæfa til leiðsagnar," skrifar Sommer. Samkvæmt skoðanakönnunum styðja 33% vestur-þýskra jafnað- armanna Lafontaine í kanslara- embættið og 22% austur-þýskra. Walter Momper, borgarstjóri Vestur-Berlínar, nýtur t.d. mun meira fylgis jafnaðarmanna. í ljósi þessa hvetur Theo Sommer til þess að jafnaðarmenn hafni La- fontaine nú þegar sem kanslara- efni áður en hann veldur flokknum meira tjóni. Ákveðið að leggja Jaftiaðar- mannaflokkinn breska niður St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Jafnaðarmannaflokkurinn breski, klofningsflokkur í kringum David Owen, fyrrum utanríkisráðherra Verkamannaflokksins, var í reynd lagður niður á sunnudag, þegar miðstjórn hans kom saman. Hrakfarir flokksins i aukakosningunum fyrir sem fyllti mælinn. David Owen, leiðtogi flokksins, kallaði saman fund miðstjórnarinnar til að ræða fjármál hans, félagatal og stöðuna eftir aukakosningarnar í Bootle, en þar fékk flokkurinn ein- ungis 155 atkvæði, þriðjung af at- kvæðum grínflokksins Monster Ra- ving Loony Party. Tillaga Owens var, að flokkurinn yrði lagður niður og hann yrði pólitískur þrýstihópur. Þingmenn hans, sem eru þrír, sætu sem óháðir tæpum tveimur vikum voru kormð, þingmenn í Neðri málstofunni. Þetta var samþykkt. Fjármál flokksins eru í viðunandi horfi, enda stendur Mark Sainsbury, eigandi stærstu stórmarkaðakeðju á Bretlandseyjum, undir útgjöldum hans. Félagar flokksins eru nú ekki nema 6.200 og fer stöðugt fækkandi. John Cartwright, þingmaður flokksins og formaður miðstjómar- innar, sagði að 19 hefðu verið ákvörðuninni fylgjandi en 5 á móti. Þessari ákvörðun hefðu ekki fylgt nein sárindi innan flokksins. David Owen vildi ekki segja, hvort hann hygðist ganga í Verkamanna- flokkinn fyrir næstu kosningar, en fregnir hafa verið um, að hann væri að velta því fyrir sér. Talsmenn Verkamannaflokksins hafa lýst yfir, að liðsmenn Jafnaðar- mannaflokksins séu velkomnir í þeirra raðir, en andstaða er gegn því innan flokksins að taka við David Owen. Paddy Ashdown, leiðtogi Fijálslynda lýðræðisflokksins, sagði ■ TEHERAN - Ali Kham- enei, trúarleiðtogi írana, krafðist þess í gær að Salman Rushdie, höfundur skáldsögunnar „Söngva Satans", yrði framseldur breskum múslímum til að þeir gætu tekið hann af lífí fyrir guðlast. Ýmsir Vesturlandabúar höfðu gert sér vonir um að írönsk stjórnvöld væru reiðubúin að ógilda dauðatilskipun Ruhollahs Khomeinis erkiklerks frá því í febrúar 1989. ■ TÓKÍÓ - Leiðtogar stríðandi fylkinga í Kambódíu und- irrituðu samkomulag á fundi í Tókíó í gær, þar sem þeir lýsa sig reiðu- búna til að leggja niður vopn. Leið- togar Rauðu khmeranna komu hins vegar í veg fyrir að gengið yrði frá formlegum vopnahléssamningi. ■ LONDON - Olía lækkaði verulega í verði í gær vegna fregna um að Saudí-Arabar hefðu boðið afslátt af olíu sem afhent verður í júlí. Einnig réð þar^miklu að ný skýrsla Samtaka olíuútflutnings- ríkja, OPEC, benti til þess að aðild- arríkin þrettán hefðu ekki dregið úr olíuvinnslu sinni. Hefur olíuverð- ið ekki verið jafn lágt í sextán mánuði. ■ JERÚSALEM - Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels og leiðtogi Líkud-flokksins, hét því í gær að mynda nýja samsteypu- stjórn með nokkrum smáflokkum fyrir fimmtudag. Stjórnmálskýr- endur sögðu að slík stjórn myndi hafna tillögu Bandaríkjamanna um friðarviðræður milli ísraela og Pal- estínumanna. Deilur um tillöguna urðu til þess að Verkamannaflokk- urinn sleit stjórnarsamstarfi við Líkud-flokkinn fyrir tæpum þrem mánuðum. að það lægi beinast við, að stuðnings- menn Jafnaðarmannaflokksins gengju til liðs við fijálslynda. David Owen var utanríkisráðherra í stjórn Verkamannaflokksins 1974- 1979, en gekk úr flokknum árið 1981 ásamt þremur öðrum þing- mönnum hans. Árið 1988 gengu jafnaðarmenn til sameiningar við Fijálslynda flokkinn. David Owen neitaði að taka þátt í þeirri samein- ingu. Nú virðist ferli hans í brezkum stjórnmálum endanlega vera lokið. ■ LOS ANGELES - Banda- ríski söngvarinn Michael Jackson missti meðvitund á dansæfingu á heimili sínu í einu af úthverfum Los Angeles á sunnudagskvöld. Hann er á sjúkrahúsi og mun vera á bata- vegi eftir að hafa þjáðst af bijóst- verkjum. Bretland: IRA myrðir tvo brezka hermenn St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins. ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA), við- urkenndi sl. laugardag að hafa staðið fyrir morðum á tveimur brezkum hermönnum fyrir helgi, öðrum í Vestur-Þýzkalandi hinum í Lichfield í Englandi. Síðdegis á föstudag gengu tveir menn vopnaðir inn á brautarstöð í Lichfield, þar sem nýliðar í brezka hernum voru að halda heim í helgar- leyfi. Þeir skutu á hóp manna og særðu þijá, einn lézt síðar um dag- inn. Seint á föstudagskvöld sátu morðingjar IRA fyrir brezkum ma- jór, þegar hann kom heim til sín í Dortmund í Vestur-Þýzkalandi. Þetta er í fyrsta skipti frá 1975, að IRA skýtur mann í Englandi. Hryðjuverk IRA eru talin hafa flutzt frá Norður-írlandi vegna þess að barátta yfirvalda þar gegn hi-yðju- verkamönnunum hefur borið mikinn árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.