Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 Atvinna í eigin húsnæði Til sölu lítil og haganleg myndbandaleiga í eigin húsnæði. Verð á fyrirtækinu, húsnæðinu og öll- um spólunum aðeins kr. 4,8 millj. Allt vinsælar eða nýjar spólur. SUÐURVE R I SfMAR 82040 OG 84755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. SKETFAM FASTEIGNAMiÐLUN • SKEIFUNNI 19 • 685556 Einbýli og raðhús FOSSVOGUR - RAÐH. Höfum í einkasölu mjög fallegt raðhús 196 fm nettó ásamt bílsk. á mjög góð- um stað í Fossvogi. 5 svefnherb., góðar stofur með arni. Suðursv. Fallegt út- sýni. Falleg ræktuð lóð. Ákv. sala. STÓRITEIGUR - MOS. - IMÝTT LÁN Höfum í einkasölu fallegt raðhús á tveimur hæðum 145 fm ásamt góðum bílsk. 4 svefnherb. Gott hús. Falleg ræktuð lóð. Áhv. nýtt lán frá hús- næðisstj. Ákv. sala. GUÚFRASEL Glæsil. keðjuhús á einni hæð 180 fm m/innb. bílsk. 4 svefnherb. á hæðinni. Fráb. útsýni. Kj. undir öllu húsinu. Ákv. sala. Verð 13,5 millj. SEUAHVERFI Höfum til sölu glæsil. elnb. á tvelmur hæðum 270 fm nettó með innb. bílsk. Húsið er mjög vel byggt og vandað og stendur ó faliegum útsýnisst. Mjög falleg lóð, sértelknuð. Skipti mögul. á mlnnl eign. 4ra-5 herb. og hæðir GRAFARV. - GARÐHÚS Höfum í sölu í nýbygg. í Grafarvogi á fráb. útsýnisstað eina 4ra herb. íb. 116 fm og eina 7 herb. 126 fm íb. sem eru tilb. u. trév. nú þegar og tilb. til afh. Sameign skilast fullfrág. að utan sem innan. Teikn. á skrifst. BLÖNDUBAKKI Mjög falleg 4ra-5 herb. íb. á 3. hæö 111,2 fm nettó. Rúmg. svefnherb. Suð- ursvalir. Parket. Aukaherb. í kj. Ákv. sala. Verð 6,5 millj. BERGSTAÐASTRÆTI Falleg 4ra herb. íb. í kj. í 5-íbhúsi. Nýl. innr. Endurn. og falleg íb. Ákv. sala. VESTURBÆR Glæsil. 6 herb. nýl. íb. á 3. hæð 173 fm nt. Góðar svalir í norð-vestur með fráb. útsýni. Rúmg. og falleg eign. SÖRLASKJÓL - BÍLSK. Höfum í einkasölu hæð í þríb. 83 fm nettó sem skiptist í 2 svefnherb., 2 stof- ur, eldhús og baö. Óvenju rúmg. bílsk. 60 fm fylgir. SELJAHVERFI - BÍLSKÝLI Glæsil. 3-4 herb íbúð á jarðhæö 92 fm. Sér verönd í suður. Bílskýli fylgir. Mjög ákv. sala. Verð 6,2.millj. NJÁLSGATA Góö íb. á tveimur hæðum um 175 fm í góðu tvíbhúsi. Sérþvhús. Mikið end- urn. eign. Áhv. nýtt lán fró hús- næðlsstj. V. 7-7,2 millj. VESTURBERG Falleg 4ra-5 herb. íb. á 4. hæö á besta stað við Vesturberg. Suövsv. Góð íb. Góð sameign. Útsýni. Verð 6,2 millj. MOSFELLSBÆR Falleg neðri sérh. í tvíb. 153 fm nettó. 3 stofur, 4 svefnherb. Nýtt eldhús. Nýtt hitakerfi. Áhv. nýtt lán frá húsnstj. VESTURBERG Falleg 4ra herb. íb. á 4. hæð (3. hæö). Fráb. útsýni. Mikið áhv. Verð 5,7 millj. 3ja herb. KRUMMAHÓLAR - BÍLSKÝLI Sérl. glæsil. 3ja herb. íb. á 4. hæð í lyftublokk ósamt bílskýli. íb. er öll ný endurbyggð með fallegum innr. Suðursv. Laus strax. Sjón er sögu ríkari. Lyklar á skrifst. Verð 6,5 millj. GARÐASTRÆTI Sérlega glæsil. 2ja-3ja herb. íb. á 3. hæð (efstu) 97 fm nettó. Allar innr. sérlega vandaöar. Marmari á gólfum. Suðursv. og laufskáli úr stofu. Fráb. útsýni. Mjög sérstök og falleg eign. Verð 7,5 millj. DVERGABAKKI Vel skipulögð 3 herb íb. á 2. hæð í nýlega uppgeröu fjölbhúsi. Ákv, sala 5,4 mijlj. 2ja herb. KÓNGSBAKKI Falleg og rúmg. 2ja herb. íb. á 1. hæð í 3ja hæða blokk. Parket. Þvottahús í íb. Sér suöurlóö. Ákv. sala. VESTURBERG Falleg íb. á 6. hæð í lyftuhúsi. Vest- ursv. Fráb. útsýni yfir borgina. Þvotahús á hæðinni. Ákv. sala. RAUÐÁS Sérl. anyrtil. og falleg 2ja herb. ib. á 1. hæð 64 fm nettó. Suður- verönd í sérlóð. Einnig svalir í norðaustur með frábæru útsýni. Ákv. sala. Verð 5,2 millj. ENGJASEL Falleg einstaklingsíb. á jaröh. ca 40 fm í blokk. Góðar innr. Snyrtil. og björt íb. Ákv. sala. Verð 2,9 millj. LAUGARNESVEGUR Falleg íb. í risi í þríbhúsi. Geymsluris yfir íb. Ákv. sala. Verð 3,2-3,4 millj. NJÁLSGATA Snotur 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð í þríb. Sérinng. Ákv. sala. getur losnað fljótl. Verð 3,3-3,4 millj. í smíðum GRASARIMI - GRAFARV. Höfum í einkasölu fallegt parh. á tveim- ur hæöum 145 fm ásamt 23 fm bílsk. Skilast fokh. m/járni á þaki. Afh. sept./okt. ’90. Verö 6,3 millj. VESTURBÆR - KÓP. Höfum til sölu 3 raðhús 160 fm. Afh. tilb. u. trév. fljótl. Góöur útsýnisstaöur. Húsin eru fokh. og tilb. til veðsetn. nú þegar. Traustur byggaðili. DALHÚS Höfum til sölu tvö raðh. 162 fm ásamt bílsk. Húsin afh. fullb. aö utan, fokh. að innan. Lóð grófj. Fallegt útsýni. Allar uppl. og teikn. á skrifst. LEIÐHAMRAR Höfum til sölu parhús 177 fm sem er hæð og ris með innb. bílsk. Afh. fullb. að utan, fokh. eða tilb. u. trév. aö inn- an. Góö grkjör. Teikn. og uppl. á skrifst. DVERGHAMRAR - BÍLSK. Höfum í einkasölu fokh. neöri sérhæð (jaröhæð) 172 fm ásamt 25 fm bílsk. fb. er í dag fullb. að utan, fokh. að inn- an. Hiti kominn. Áhv. nýtt lán húsn- stjórn. Meira en þú getarímyndaó þér! V ínardrengjakórinn V.sy. ' f Í ( 4 '11' m Ý% i £ -mþ Vínardrengjakórmn _________Tónlist____________ JónÁsgeirsson Trúlega er heimsókn Vínar- drengjakórsins einn mesti tónlist- arviðburðurinn á Listahátíðinni 1990. Þessi kór á sér nærri 500 ára sögu og er ein merkasta tón- listarstofnun Vesturlanda. Stjórn- andi kósins í þessari heimsókn er Peter Marschik er hann er, auk þess að vera góður píanóleikari, einnig tónskáld og fluttu drengirn- ir m.a. fallegt lag eftir hann við kvæðið Herbstnachmittag, eftir Rainer Maria Rilke. Á efnisskránni voru trúarleg tónverk eftir Eybler, da Croce og Mendelssohn. Inn á milli var skotið aríu, Jauchzet Gott in alle Landen, eftir J.S. Bach, sem aðalsópraninn flutti með slíkum glæsibrag er fullorðn- ir söngsnillingar væru vel sæmdir af. Eitt framúrstefnuverk var á efnisskránni, eftir Erich Eder de Lastra, í svonefndum „handa- hófsstíl", eins konar leikur með hljóð, allra áheyrilegasta verk. Eftir hlé fluttu drengirnir eins þáttar „buffa“-óperu eftir Mozart, L’oca del Cairo, sem í þýsku útgáf- unni nefnist Die Ganz des Kalifen (Gæs kalífans). Mozart samdi nokkur atriði og sum þeirra eru aðeins til sem skissur en sú gerð, sem Vínardrengimir fluttu, er unnin af Richard Rossmeyer. Hann bætir við tveimur atriðum úr söngleiknum (Singspiel) Zaide og rondo-þætti (Alla Turca) úr A-dúr píanósónötunni (K. 331). Drengirnir sungu verkið ágætlega og var uppfærslan í heild elskulega barnaleg, ekta og innileg barna- sýning. Það sem eftir var tónleikanna sungu drengirnir tvö lög eftir Schubert, tvö þjóðlög, skutu inn tríói úr Töfraflautunni og luku tónleikunum með tveimur lögum eftir Johann Strauss. Öll lögin voru frábærlega vel sungin. Sem aukalag söng aðalspóraninn aríu úr I Vespri siciliani eftir Verdi af einstökum glæsibrag og lauk þess- um frábæru tónleikum með því að kórinn söng Dónárvalsinn. í söng drengjanna fer saman ögun, kunnátta og sterk tilfínning fyrir mótun tónhendinga, enda er þjálfun drengjanna í höndum mik- illa kunnáttumanna. Það var ánægjulegt að heyra skýran fram- burð og fallega tónmótun drengj- anna í íslenska þjóðlaginu Sofðu unga ástin mín en hápunktur tón- leikanna var snilldarsöngur aðal- sópransins (ekki nafngreindur í efnisskrá) í aríum eftir J.S. Bach og Verdi, auk þess að vera leið- andi rödd í samsöng kórsins, sem í heild söng frábærlega vel undir stjórn Peter Marschik. Andrei Gavrilov Gneistaflug í Háskólabíói e ______Tónlist_________ Ragnar Björnsson Þrátt fyrir góðan leik hljóm- sveitarinnar í þriðju sinfóníu Beet- hovens virtust tónleikagestir bíða eftir næsta atriði sem var undra- maðurinn austan frá Sovjet. Kannski var þessi spennandi bið ástæðan fyrir því að einhvern stöðuleika vantaði í flutning „Ero- icu“. Fyrsti þátturinn e.t.v. örlítið of hraður þrátt fyrir „con brio“, punkteringarnar í öðrum þættin- um ekki nógu nákvæmar út í gegn og prestóið í lok síðasta þáttar náði ekki fluginu. Þó spilaði hljóm- sveitin vel, kannski ætlaði hljóm- sveitarstjórinn sér um of?. Andrei Gavrilov kom og sigraði áheyrend- ur og -horfendur strax í fyrstu töktunum í Rapsodiu um stef eftir Paganini. Yfirburðatækni og ásláttur minnti á sagnirnar um vald Fr. Liszts yfir píanóinu. Það gneistaði af leik Gavrilovs og slík var tæknin og yfirferðin að á stundum efaðist maður um að hljómborð flygilsins væri af fullri stærð og ósjálfrátt sveif fyrir augu manns ýkjumynd af Franz Liszt þar sem nóturnar héldust ekki við á píanóinu en flugu út um víðan völl. Enn jók það á áhrifin að hljómsveitarstjórinn Jacek Kasps- zyk frá Póllandi minnti í útliti mjög á sjálfan Paganini og vant- aði þá aðeins þann gamla í kompa- níið sem birtist svo í aukalaginu hjá Gavrilov. „Brilliant" var leikur Gavrilovs, og sama má eiginlega segja um hljómsveitina og stjórn- andann, sem skiluðu erfiðu hlut- verki áberandi vel. Einhverjir munu hafa farið ófullnægðir heim og viljað heyra meira frá hendi píanistans en þessa tiltölulega stuttu rapsódíu. Óskandi væri að íslenskum tónleikagestum gæfist kostur á að heyra Gavrilov aftur sem fyrst og þá í fjölbreyttu efni- svali. Tónleikunum lauk með pompi, 1812 forleiknum eftir Tsja- ikovskij. Lúðrasveitin sem lék með hljómsveitinni var þláklædd en hvaðan hún kom var ekki stafkrók að finna í efnisskrá. Mikið vor- kenni ég þeim sem þurfa að sitja í fyrstu 5 bekkjaröðunum á tón- leikum í Háskólabíói. 68-77-68 FASTEK3IMAMIC)UUIM SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆÐ BALDVIN HAFSTEINSSON HDL. FASTEIGN ER FRAMTÍÐ SKEMMTISTAÐUR í HJARTA BORGARINNAR Til sölu veitinga- og skemmtistaður á besta stað í miðborginni. VÍN - BJÓR - DISKÓ. Hvað viltu meira? Allar nánari upplýsingar á skrifst. (ekki i sima). FYRIR HERRAN - FYRIR FRUNA Til sölu glæsileg og þekkt SÉRVERSLUN með herra- og dömufatnað. KLASSA MERKI Hentugt fyrir tvenn samhent hjón (tveir fastir starfsmenn, tveir hálfs- dagsstarfsmenn). Allar nánari upplýsingar á skrifst. (ekki í síma).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.