Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 15 JIAO L YOUNG JJr er meistarakokkur frá Kína. 'Hann er nú kominn til starfa á veitingahúsinu Sjangf og mun þar framreiða fjölda kínverskra kræsinga af mikilli snilld. Sjanghæ býður sérstakt tilboð, fyrir tvo eða fleiri á úrvali rétta hans, mánudaga til fimmtudaga. Súpa Djúpsteiktur fiskur Nautakjöt í ostrusósu (sterkt) Svínakjöt Kong paw (sterkf) Kínverskt lamba satay (á teini) Kjúklingur Tong Koo (m/kínverskum sveppum) Þetta allt fyrir abeins 1.290krónur Auk þess er langur listi annarra girnilegra rétta Jiao á aðalmatseðli hússins. Abraham og ísak e _______Tónlist_________ JónÁsgeirsson Kammeróperan Abraham og ísak, eftir John A. Speight, var frumflutt í Háteigskirkju á annan í hvíta- sunnu. Verkið er í einum þætti, fyrir fimm einsöngvara, blandaðan söng- kvartett og kammersveit. Hljóm- sveitarstjóri var Guðmundur Óli Gunnarsson en leikstjórn, Ieikmynd og Ijós voru í höndum Geirlaugar Þorvaldsdóttur, Snorra Sveins Frið- rikssonar og Áma Baldvinssonar. Einsöngvarar voru: Viðar Gunnars- son (Abraham), Hrafnhildur Guð- mundsdóttir (ísak), Sigríður Gröndal (engill) og í hlutverkum tveggja sögumanna voru Signý Sæmunds- dóttir og Þorgeir Andrésson. Sigrún V. Gestsdóttir, Elísabet Waage, Sig- ursveinn K. Magnússon og Halldór Vilhelmsson mynduðu blandaðan kvartett er flutti orð Guðs. Leikhlut- verk tveggja fylgdarsveina voru í höndum Jóns Atla Jónassonar og Kristjáns Eldjárns. Verkið er byggt á texta Biblíunn- ar, þar sem segir frá skipan Drottins til Abrahams, að hann skuli fórna sér syni sínum. Inn á milli er skotið gömlum sálmtextum og lögum, sem gefur verkinu fallegan og eilítið fom- an svip. Tónskipan verksins er skýr og einföld, vel samin fyrir raddirnar og notkun hljómsveitarinnar sérlega áhrifamikil. Veikasti hluti verksins er leikgerðin en trúlega færi allt eins vel á því að flytja verkið í konsertupp- færslu. Hlutverk sögumanna, sem Signý og Þorgeir sungu mjög vel, er í raun viðamest og þar leikur tónskáldið með fallegar tónhendingar, eins og t.d. í upphafinu (Tunga mín) og einn- ig eftir að Guð hefur kunngert skip- an sína til Abrahams, þar sem sögu- menn syngja „Eymdartíð mesta“ í samleik við óbó. Það hefði styrkt leikgerðina og persónusköpunina ef Abramham og ísak, sem Viðar og Hafnhildur sungu vel og af öryggi, hefðu hver um sig „fengið" að hug- leiða um sín mál, eins og Hallgrímur Pétursson gerir í Passíusálmunum. Það sem vantar á persónusköpun í verkinu er tæplega hægt að bæta upp með leik, t.d. ótta ísaks og ógn- þrungna ætlan Abrahams. Fögnuður Abrahams verður ópersónulegur og viðbrögð ísaks rétt eins og ekkert hafi gerst. Þrátt fyrir þetta er verkið í heild áhrifamikil tónsmíð og sér- staklega fagnaðarsöngurinn í lokin, þar sem verkið rís hæst, enda er það miklu fremur söngverk en leikverk. Morgunblaðið/Einar Falur Höfundi, John A. Speight, fagnað eftir frumsýningu. Setningarhátíð ÓÐISNGÖTU 2. S. 13577 O Setning Listahátíðar f 'Reykjavik fór fram í Borgarleikhúsinu sl. föstu- dag. Valgarður Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flutti eins kon- ar formálsorð og taldi upp ýmislegt sem boðið yrði upp á en borgarstjór- inn í Reykjavík, Davíð Oddsson, setti hátíðina. Fyrsta atriði Listahátíðar- innar var ballett. Þar komu fram María Gísladóttir og Malcolm Bums í nokkrum atriðum úr ballettinum Don Quixote, við tónlist eftir Alois Louis Minkus, tónskáld frá Aust- urríki, sem starfaði við Bolshoi-bal- lettinn í Pétursborg. Þrátt fýrir að undirritaður skrifi ekki um ballett, verður ekki hjá því komist að tjá sig ögn um þetta opnunaratriði, nefni- lega, að dans Maríu var hrífandi, bæði hvað snertir tækni og dansfeg- urð. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari var næst á dagskrá, en hún flutti með Sinfóníuhljómsveit íslands, und- ir stjórn Petri Sakari, Carmen-fant- asíuna eftir Sarasate. Sigrún er frá- bær fiðluleikari og lék margt snilld- arlega vel, þó með þeim undantekn- ingum -að á nokkrum stöðum vantaði „punktinn yfir i-ið“. í slíkum verkum sem Carmen-fantasían er, stefnir höfundurinn (Sarasate) öllu sínu til móts við tæknina, og þar má ekki falla á blettur né hrukka, því inni- haldið (sem fengið er að láni frá Bizet) er ekki aðalatriði, heldur tæknileg útfærsla þess. Lokaatriðið á opnunartónleikum Listahátíðar í Reykjavík að þessu sinni var frumflutningur á sinfónísku verki eftir Leif Þórarinsson, sem hann nefnir Mót. Tónvefnaður verks- ins er mjög þéttur og mörgum tón- hugmyndum stefnt saman, svo að úr verður nokkuð flókinn en á köflum rismikill tónbálkur. Það eina að- fínnsluverða var niðurlagið. Þar var þykkum vefnaði hafnað, aðeins tæpt á Lilju-laginu og lítillega unnið úr því. Þetta rismikla verk endaði á hljóðlátan máta, rétt eins og „Sam- drykkjunni" hafi þar með lokið og aðeins einn sitji eftir í alvarlegum hugleiðingum um tilgang lífsins. Hvað um það, þá var mikið um að vera í fyrri hluta verksins sem í heild er vel unninn og skemmtilegur áheyrnar. Um það má deila hvort hefði farið betur á því að ljúka verk- inu í rismiklum hápunkti, rétt eins og þegar gleðin stendur sem hæst. Að nota Lilju-lagið sem niðurlag má túlka sem áminningu um að hætta skuli „hveijum leik þá næst hann stendur“, svo sem hverjum manni er hollt að hafa í huga. Það sem séð verður af lestri efnis- skrár eru líkur á því að Listahátíðin í Reykjavík 1990 muni verða mörg- um góður glaðningur. Sigrún Eðvaldsdóttir Leifur Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.