Morgunblaðið - 06.06.1990, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.06.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 15 JIAO L YOUNG JJr er meistarakokkur frá Kína. 'Hann er nú kominn til starfa á veitingahúsinu Sjangf og mun þar framreiða fjölda kínverskra kræsinga af mikilli snilld. Sjanghæ býður sérstakt tilboð, fyrir tvo eða fleiri á úrvali rétta hans, mánudaga til fimmtudaga. Súpa Djúpsteiktur fiskur Nautakjöt í ostrusósu (sterkt) Svínakjöt Kong paw (sterkf) Kínverskt lamba satay (á teini) Kjúklingur Tong Koo (m/kínverskum sveppum) Þetta allt fyrir abeins 1.290krónur Auk þess er langur listi annarra girnilegra rétta Jiao á aðalmatseðli hússins. Abraham og ísak e _______Tónlist_________ JónÁsgeirsson Kammeróperan Abraham og ísak, eftir John A. Speight, var frumflutt í Háteigskirkju á annan í hvíta- sunnu. Verkið er í einum þætti, fyrir fimm einsöngvara, blandaðan söng- kvartett og kammersveit. Hljóm- sveitarstjóri var Guðmundur Óli Gunnarsson en leikstjórn, Ieikmynd og Ijós voru í höndum Geirlaugar Þorvaldsdóttur, Snorra Sveins Frið- rikssonar og Áma Baldvinssonar. Einsöngvarar voru: Viðar Gunnars- son (Abraham), Hrafnhildur Guð- mundsdóttir (ísak), Sigríður Gröndal (engill) og í hlutverkum tveggja sögumanna voru Signý Sæmunds- dóttir og Þorgeir Andrésson. Sigrún V. Gestsdóttir, Elísabet Waage, Sig- ursveinn K. Magnússon og Halldór Vilhelmsson mynduðu blandaðan kvartett er flutti orð Guðs. Leikhlut- verk tveggja fylgdarsveina voru í höndum Jóns Atla Jónassonar og Kristjáns Eldjárns. Verkið er byggt á texta Biblíunn- ar, þar sem segir frá skipan Drottins til Abrahams, að hann skuli fórna sér syni sínum. Inn á milli er skotið gömlum sálmtextum og lögum, sem gefur verkinu fallegan og eilítið fom- an svip. Tónskipan verksins er skýr og einföld, vel samin fyrir raddirnar og notkun hljómsveitarinnar sérlega áhrifamikil. Veikasti hluti verksins er leikgerðin en trúlega færi allt eins vel á því að flytja verkið í konsertupp- færslu. Hlutverk sögumanna, sem Signý og Þorgeir sungu mjög vel, er í raun viðamest og þar leikur tónskáldið með fallegar tónhendingar, eins og t.d. í upphafinu (Tunga mín) og einn- ig eftir að Guð hefur kunngert skip- an sína til Abrahams, þar sem sögu- menn syngja „Eymdartíð mesta“ í samleik við óbó. Það hefði styrkt leikgerðina og persónusköpunina ef Abramham og ísak, sem Viðar og Hafnhildur sungu vel og af öryggi, hefðu hver um sig „fengið" að hug- leiða um sín mál, eins og Hallgrímur Pétursson gerir í Passíusálmunum. Það sem vantar á persónusköpun í verkinu er tæplega hægt að bæta upp með leik, t.d. ótta ísaks og ógn- þrungna ætlan Abrahams. Fögnuður Abrahams verður ópersónulegur og viðbrögð ísaks rétt eins og ekkert hafi gerst. Þrátt fyrir þetta er verkið í heild áhrifamikil tónsmíð og sér- staklega fagnaðarsöngurinn í lokin, þar sem verkið rís hæst, enda er það miklu fremur söngverk en leikverk. Morgunblaðið/Einar Falur Höfundi, John A. Speight, fagnað eftir frumsýningu. Setningarhátíð ÓÐISNGÖTU 2. S. 13577 O Setning Listahátíðar f 'Reykjavik fór fram í Borgarleikhúsinu sl. föstu- dag. Valgarður Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flutti eins kon- ar formálsorð og taldi upp ýmislegt sem boðið yrði upp á en borgarstjór- inn í Reykjavík, Davíð Oddsson, setti hátíðina. Fyrsta atriði Listahátíðar- innar var ballett. Þar komu fram María Gísladóttir og Malcolm Bums í nokkrum atriðum úr ballettinum Don Quixote, við tónlist eftir Alois Louis Minkus, tónskáld frá Aust- urríki, sem starfaði við Bolshoi-bal- lettinn í Pétursborg. Þrátt fýrir að undirritaður skrifi ekki um ballett, verður ekki hjá því komist að tjá sig ögn um þetta opnunaratriði, nefni- lega, að dans Maríu var hrífandi, bæði hvað snertir tækni og dansfeg- urð. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari var næst á dagskrá, en hún flutti með Sinfóníuhljómsveit íslands, und- ir stjórn Petri Sakari, Carmen-fant- asíuna eftir Sarasate. Sigrún er frá- bær fiðluleikari og lék margt snilld- arlega vel, þó með þeim undantekn- ingum -að á nokkrum stöðum vantaði „punktinn yfir i-ið“. í slíkum verkum sem Carmen-fantasían er, stefnir höfundurinn (Sarasate) öllu sínu til móts við tæknina, og þar má ekki falla á blettur né hrukka, því inni- haldið (sem fengið er að láni frá Bizet) er ekki aðalatriði, heldur tæknileg útfærsla þess. Lokaatriðið á opnunartónleikum Listahátíðar í Reykjavík að þessu sinni var frumflutningur á sinfónísku verki eftir Leif Þórarinsson, sem hann nefnir Mót. Tónvefnaður verks- ins er mjög þéttur og mörgum tón- hugmyndum stefnt saman, svo að úr verður nokkuð flókinn en á köflum rismikill tónbálkur. Það eina að- fínnsluverða var niðurlagið. Þar var þykkum vefnaði hafnað, aðeins tæpt á Lilju-laginu og lítillega unnið úr því. Þetta rismikla verk endaði á hljóðlátan máta, rétt eins og „Sam- drykkjunni" hafi þar með lokið og aðeins einn sitji eftir í alvarlegum hugleiðingum um tilgang lífsins. Hvað um það, þá var mikið um að vera í fyrri hluta verksins sem í heild er vel unninn og skemmtilegur áheyrnar. Um það má deila hvort hefði farið betur á því að ljúka verk- inu í rismiklum hápunkti, rétt eins og þegar gleðin stendur sem hæst. Að nota Lilju-lagið sem niðurlag má túlka sem áminningu um að hætta skuli „hveijum leik þá næst hann stendur“, svo sem hverjum manni er hollt að hafa í huga. Það sem séð verður af lestri efnis- skrár eru líkur á því að Listahátíðin í Reykjavík 1990 muni verða mörg- um góður glaðningur. Sigrún Eðvaldsdóttir Leifur Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.