Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 Á ítölskum fótboltaleik Það sem ekki sést í beinu útsendingunni ÞESSAR vikurnar og mánuðina er Róm á hvolfi og allt er það útaf þjóðarástríðu Itala, fótbolt- anum. I júli verður heimsmeist- arakeppnin í fótbolta á Italíu og Róm verður miðpunktur þess fyrirtækis. Þar er verið að reyna að bæta samgöngurn- ar innan borgarinnar og útúr henni. Rómverjar sjálfir kippa sér ekki upp við að það getur tekið þá rúman klukkutíma að þokast 13 kin leið í og úr vinnu. En það er álitið að það þurfi að greiða leið fótboltaunnenda, sem munu streyma til og lrá Olympíuleikvangingum, en hann liggur utan miðborgar- innar. Auk ýmissa endurbóta á vegum og strætum, er verið að leggja sporvagnaleiðir. Þessar framkvæmdir hafa auðvitað ekki orðið til að bæta umferðina meðan á þeim stendur. Miðað við hvað er stutt til leik- anna, sýnist ótrúlega mikið eftir. Rómveijum sjáifum virðist ekki detta í hug að seinagangurinn sé tilviljum. Ofróðum aðkomumanni er tjáð að með því að láta allt komast í eindaga, sé erfiðara að hafa eftirlit með þeim summum sem streyma í vasa verktakanna, er voru svo heppnir að fá verk- efni í sambandi við keppnina. Það er þó greinilega ekki aðeins á Ítalíu sem ítalskur fótbolti þyk- ir spennandi, því leikir þaðan eru sendir í beinni útsendingu víðsvegar um Evrópu og þar hefur Island ekki verið útundan. En eitt y er nú hvernig útvaldir leikmenn fara fótum um tuðruna og annað er sá áfergjulegi áhugi sem inn- fæddir sjálfir sýna þessu fyrir- bæri, fótboltanum. Maður þarf ekki að vera haldinn neinum sér- stökum áhuga á fótbolta til að smitast og fara uppveðraður á fótboltaleik á Ítalíu. Það er nóg að hafa aðeins áhuga á mannlífinu almennt til að njóta þeirrar skemmtunar í botn. Mætið snemma á pallana Innfæddir njóta þess svo mjög að fara á fótbolta, að þeir mæta löngu áður en leikurinn byijar og það ættu aðrir einnig að gera, sem ætla sér að virða fyrir sér ítalskt mannlíf á áhorfendapöllunum. Það er óhætt að vera á staðnum klukkustundu eða þremur stund- aríjórðungum áður en leikurinn er flautaður á. Rétt utan við völl- inn fer að renna upp fyrir aðkomu- manninum að líklega geti öldurn- ar stundum risið hátt, því vask- legt lið vopnaðra lögreglumanna á himinháum hestum hefur stillt sér þar upp. Í kringum völlinn er yfirleitt að minnsta kosti tvöföld gir^ing og við hliðin er leitað á væntanlegum áhorfendum hvort þeir beri vopn á sér eða annað sem hægt væri að nota til að lú- skra á þeim sem halda með hinu liðinu. Miðað við að verðlag á nauð- synjum eins og mat er fremur lágt á Ítalíu, þá eru miðar á fótbol- taleiki rándýrir. Ódýrustu sætin eru svokölluð bogasæti, sætin í boganum aftan við mörkin. Næs- tódýrustu sætin, aimenn sæti, kosta um tvö þúsund ísl. kr., stúkusæti allt upp í fjögui' þús- und. Það kosta um eða innan við 200 ísl. kr. að fara í bíó. í boga- sætunum koma áköfustu stuðn- ingsmenn liðanna sér fyrir. Stuðn- FÓr-eöL-TAunr] Hj*e.T7*JS Uír 06. LYsr. ahusí/oíj A tuðCu EC TtyUMJ5SLE6u.<<./J4f4j7 M6öal, uAcca sen lA&ka-- ingsmenn þess liðsins, sem ekki er á heimavelli, láta fara lítið fyr- ir sér við inngöngu og hafa fán- ana og treflana í liðslitunum innan á sér. Þeir safnast síðan saman á einum stað og lögreglumenn slá hring um þá. Og fyrst þegár lög- reglan er komin á sinn stað í kringum þá, draga þeir einkenni- sliti sína fram. Meðan beðið er eftir að leikur- inn byrji, láta menn tímann líða á ýmsan hátt. Þeir, og það er óhætt að segja þeir, því það er fátt um kvenfólk á vellinum, spila á spil, lesa blöðin, að sjálfsögðu íþróttatímarit eða íþróttablöðin, sem eru digrir fylginautar dag- blaðanna eða ræða horfurnar þennan daginn. Sumir eru með útvarpstæki til að geta fylgst með öðrum leikjum víðs vegar um landið. Sölumenn rápa um, selja og spjalla. Vírgirðing og blóðhundar Það eru ekki aðeins girðingar utan vallarins. Völlurinn sjálfur er rækilega girtur af með himin- hárri vírgirðingu. Innan við hana spígspora lögreglumenn með gap- andi blóðhunda. Það er vinsæl íþrótt að reyna að komast inn á völlin í hléi og eftir leikinn, svo gæslumennirnir og hundarnir slaka hvergi á. Þegar leikmennirnir fara að tínast inn á völlinn til að hita sig upp, fara stuðningsmennirnir einnig að hita sig upp. Allt í einu blasa við borðar í boganum, heil borg af stuðningsborðum. Þetta eru treflarnir, sem nú er haldið uppi. Og margra metra löngum áletrunum er brugðið upp. Ef stuðningsmennirnir eru upp á kant við forstöðumenn liðsins fá þeir síðastnefndu ádrepu, eins og forstöðumenn Roma, sem vilja spara kaup á erlendum leikmönn- um og fá skömm í hattinn fyrir. Og kannski taka þjálfararnir einn- ig einn hring á vellinum fyrir ...úc öoWóÆruMukl a iT&U&tXiM FÓr&OLTAL&lc- TZBFLUn M6£l UA&OtíHsUT EC VtUtr&iQ rA tovr rtUKOn- lÉllCAHAgJoHL 7XonnA, þ&LA tAÍutÍTUjJA 9itrU<C- MA/OíÚMíO út AiPU. - - 06- Acli<. MöfM wOeiMMOí 0& OJTQ&ibAtsQi mtTVÚuCrSK- 06- nAesyt&i. euv&un tdtubQÍ-d 'A LOt-T- - ■ áhorfendur, veifa þeim og þiggja í staðinn aðdáunaröskur stuðn- ingsmannanna. Þegar leikmennirnir hlaupa á sinn stað, leikurinn er flautaður á og boltanum er sparkað af stað, fer fiðringur um áhorfendur. I bogunum er veifað blysum eins og þeim sem við köllum neyðarb- lys. Þau lýsa ekki jafn skært í glampandi sólinni og í vetrarrök- krinu á gamlárskvöld, en grænn og rauður reykurinn liggur eins og band yfir bogasætunum. Og trumbuslagararnir fara af stað. Þeir standa framarlega í bogasæt- unum í langri röð, kannski fimmtíu talsins og slá taktinn undir hvatningarsöngvunum. Lögin er fengin víða að, sigurm- arsinn úr Aidu, Bítlamelódíur, Jingle Bells og fleiri slagarar, við valda texta, sem flestir nærstadd- ir virðast kunna. Forfeðurnir öskruðu á blóð og leiki En stuðningsmennirnir láta sér ekki nægja að hvetja eigið lið, heldur hæða þeir andstæðinginn harðvítuglega, bæði leikmenn og stuðningsmenn andstæðinganna. ítalir eiga sér mergjaðar formæl- ingar og þær eru óspart n'otaðar. Leikmönnum er hótað dauða og djöfulskap. Það er ekki erfitt að sjá forfeður viðstaddra fyrir sér í Colosseum, hringleikahúsinu í Róm, grenja af fögnuði þegar ljónin rifu kristnu fangana í sig eða skylmingaþrælar söxuðu hvern annan niður. En þessi þjóð, eða öllu heldur karlþjóðin, er afar upptekin af líkamsstarfseminni neðan við beltisstað, bæði að framan og aft- an og málfarið á vellinum ber þessum áhuga mjög merki. I sið- prúðri blaðagrein er alveg glatað að reyna að þýða þær glósur sem fjúka á ítölskum fótboltavelli. Og það er heldur ekki hægt að lýsa látæðinu se_m sprettur af nátt- úruáhuga ítala, handapati og líkamshreyfingum. Allt ber þetta vitni um óheftan áhuga á kyn- hvötinni og endastöð meltinga- vegarins. I leikhléi ei-u málin rædd ákaf- lega. ítalir virðast ekki spara kraftana í daglega lífinu, tala hátt.og mikið um hvunndagslega hluti og þegar annað eins lífsins mál og fótboltinn er annars vegar er allt á útopnuðu. Menn fregna eftir öðrum leikjum og velta fyrir sér ástandi og horfum. Meira er selt og keypt og svo er aftur tek- ið til við að fylgjast með boltanum og þeim sem elta hann. Og enn eru bumbur barðar, meira af hvatningum og svívirðingum au- sið út af ótt'úlegri rausn. Eftir lögboðinn leiktíma er leikurinn útkljáður, sumir eru svekktir, aðr- ir glaðir eins og gengur. Ef æsing- urinn er mikill, er stuðningsmönn- um annars liðsins hleypt út á undan hinum, allt undir stífri lög- gæsiu, til að koma í veg fyrir slagsmál. Þegar sjónvarpsáhorfendur vítt og breitt um Evrópu slökkva á tækinu eftir að hafa horft á ítalsk- an fótbolta, hafa þeir séð allt sem skiptir máli á sjálfum leikvellin- um. En lífið á áhorfendapöllunum hefur farið framhjá þeim. Þeir sem leggja leið sína um Ítalíu ættu að hugleiða að landið er ekki aðeins risastórt safn, heldur þrífst þar einnig fjörlegt mannlíf. Það leynir sér ekki þegar farið er á völlinn þar syðra. Texti og teikningar: Sigrún Davíðsdóttir. Gamli maðurinn og blómið Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra óskaði Þórshafnarbúum til hamingju með nýja dvalarheimilið. Vel búið að öldr- uðum á Þórshöfii Þórshöfn. NÝTT dvalarheimili fyrir aldraða var opnað við fornilega athöfn hér á Þórshöfn í sólskini og 17 stiga hita sunnudaginn 25. mai sl. og hlaut það nafhið Naust. Daníel Arnason sveitarstjóri bauð alla velkomna á opnunariiátíðina en auk heimamanna voru viðstaddir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Olafur Oddsson læknir og Olafur Er- lendsson framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvarinnar á Húsavík. Sftir Guðmund Hallgrímsson Ef marka má skrif Hallgríms Magnússonar svæfingarlæknis í Morgunblaðinu (27. apríl sl.) og málflutning hans í fleiri fjölmiðium er engu líkara en hafið sé nýtt trú- boð hér á landi. Þótt fámennt sé er trúin boðuð af miklum þrótti og hún beinist að því að koma megi sök allra krankleika sem nútímamanninn þjá á heilbrigðisyfirvöld annars vegar og sætuefnið aspartam, eða Nutra- Sweet, hins vegar. Það sem einkennir málflutning svæfingalæknisins er það að hann iseitar að viðurkenna að heilbrigðis- yfirvöld hafi í sínum röðum hæfa sérfræðinga sem sinna grein sinni af alúð og metnaði. Hann neitar líka að hlusta á niðurstöður þeirra vísindalega unnu rannsókna, sem staðfesta allar að sætuefnið aspait- am er hafið yfir allan grun um skað- leg áhrif á starfsemi líkamans. Þess í stað fyllir hann hóp þeirra , sem elta uppi órökstuddar getgátur, þeirra sem leita sér syndasela fyrir aðrar-. og líklegri orsakir vanda síns og taka blinda og óbifanlega trú á hinaeinföldu lausn. í Bandaríkjunum nafa nokkrir athyglisjúkir menn val- ið þann kost að ráðast á framleiðend- ur lyfja eða þekktra matvæla og matarefna með dylgjum og óhróðri. Þeim tekst stundum að ná athygli fjölmiðla sem ekki eru vandir að virð- ingu sinni né heimilda sinna. Slíkan fréttaflutning þýða svo boðberar hindurvitnanna yfir á önnur tungu- nfál og halda að fréttafólki. I þeirri Morgunblaðsgrein, sem hér er vifnað til, ber Hallgnmur Magnús- „ Af öryggisástæðum væri rétt að neytendur hefðu vernd frá villandi og röngum upplýsing- um um jafii mikilvæg mál og þau sem varða heilsu fólks.“ son sætuefnið Canderel þeim sökum, að það drepi blóm á fáum mínútum, og spyr: „Hvaða áhrif hefur það þá ekki á mannfólk?" Hann segir sögu af gömlum manni sem hafi drepið blóm konu sinnar með því að vökva þau með vatnsblöndu er innihélt tvær töflur af Canderei. Það er með ólíkindum að læknir skuli leggja nafn sitt við annan eins þvætting. Af þessum ástæðum þykir rétt að koma þessu á framfæri. Canderel er sætuefni sem inniheldur aspartam frá NutraSweet. í því eru nánast engar hitaeiningar, en það gefur sama sætubragð og sykur. Aspartam er einföld samsetning tveggja amínó- sýrusambanda (eggjahvítuþátta) sem er einnig að finna í flestri dag- legri fæðu okkar, ekki síst í ávöxt- um. Það þjónar því hlutverki að gefa sætubragð, og síðan hverfur efnið um meltingarvegi út úr líkamanum á fáum klukkustundum. Ekkeit nýtt tilbúið efni á matvæla- markaði hefur verið rannsakað jafn náið og aspartam. Engar vísindalega unnar rannsóknir hafa leitt í ljós skaðleg áhrif. Öll tilfelli um grun á heilsuskaðlegum áhrifum af völdum aspartamneyslu, sem rannsökuð hafa venð.og. fundjs.t. hefur_skýring._áJ hefur mátt rekja til ofneyslu annarra efna. Þetta vita sérfræðingar heilbrigð- isyfirvalda. Það kemur í þeirra hlut að ganga úr skugga um að allar rétt gerðar rannsóknir staðfesti ör- yggi þeirra efna, lyfja eða matvæla, sem hlut eiga að máli. Órökstuddar árásir og söguburður um skaðsemi efna í matvælum eru því atvinnuróg- ur sem beint er gegn starfsheiðri þessa fólks. Jafnframt eru þær at- vinnurógur sem beint er gegn þeim fyrirtækjum sem nota fullkomlega öruggt sætuefni í framleiðslu sinni. Loks er þeim beint gegn hagsmunum neytenda, sem eiga rétt á því að mönnum með fagréttindi, svo sem læknum, megi treysta. Sætuefnið Canderel hefur verið á markaði hér á landi um nokkurra ára skeið. Það hefur fært mörgum blessun, bæði hinum sykursjúku, sem þurfa að eiga aðgang að fjölbreyttum mat með sætubragði án sykurs, og það gerir fjölda fólks kleift að njóta sætubragðs áhyggjulaust af auka- þyngd, tannskemmdum eða of mik- illi ííolvetnaneyslu. Það hefur ekki valdið neinum manni heilsutjóni. Um það geta heilbrigðisyfirvöld borið vitni, svo og allir þeir læknar, sem stunda þekkingarleit og armt er um starfsheiður sinn. Af öryggisástæðum væri rétt að neytendur hefðu vernd frá villandi og röngum upplýsingum um jafn mikilvæg mál og þau sem varða heilsu fólks. En því miðui' hlífir mál- frelsið kuklurunum. Ilörundiir er lyfjn íiæáingur og fríimkvæmdastjóri LYFhf., sem flyturinn sætuefniiJ Canderel. Þegar ný heilsugæslustöð var tek- in í notkun hér fyrir tveimur árum, var ákveðið að breyta þeirri gömlu í heimili fyrir aldraða og er þetta fyrri áfanginn í þeirri breytingu. Húsið er á tveimur hæðum og er neðri hæðin nú tilbúin til að hýsa vistmenn. Hún er hönnuð sem hjúk- runaraðstaða og er þar rými fyrir sjö. Þijár starfsstúlkur munu starfa þar og einnig sinna heimahjúkrun, svo sem verið hefur. Nýja heimilið er bjart og hlýlegt, öll aðstaða mjög góð og innréttingar faljegar. Efri hæðin mun fyrst um sinn verða óbreytt og nýtt áfram sem íbúð fyrir starfsfólk heilsugæslu- stöðvarinnar en í framtíðinni verður henni einnig breytt í rými fyrir aldr- aða og verður það líka fyrir sjö manns eins og á neðri hæð. Dvalar- heimili með fjórum íbúðum er fyrir á Þórshöfn og er það fullnýtt. Af þessu má sjá að hér er vel búið að öldruðum og má því segja að litla Þórhöfn standi Stór- Reykjavíkursvæðinu síst að baki hvað snertir aðbúnað eldi'i borgara og er það vel. - L.S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.