Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVALA HJÖRLEIFSDÓTTIR, Jörvabakka 8, lést í Grensásdeild Borgarspítalans 27. maí sl. Jarðarförin hefur farið fram. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur okkar og bróðir, JÓN TORFI JÓHANNSON, Mjóanesi í Þingvallasveit, andaðist i barnadeild Landspítalans laugardaginn 2. júní. Rósa Jónsdóttir, Jóhann Jónsson og börn. t Ástkær eiginkona mín, GUÐNÝ ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR, andaðist að morgni mánudags 4. júní á hjúkrunardeild Hrafnistu, Hafnarfirði. Brynjólfur Brynjólfsson. t Ástkær móðir okkar, SVEINBJÖRG ORMSDÓTTIR, Garðavegi 6, Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur aðfaranótt hvítsunnudags. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR S. SIGFÚSSON, Njálsgötu 3, Reykjavik, andaðist í Landakotsspítala þann 3. júní. Oddrún Halldórsdóttir og börn. t Móðir okkar, ANNA FRIÐLEIFSDÓTTIR frá Siglufirði Vogatungu 12, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að kvöldi 1. júni. Alma Björnsdóttir, Bragi Björnsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVAR SIGURÐSSON, sérleyfishafi, sem andaðist í Borgarspítalanum 2. júní sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 8. júni nk. kl. 13.30. Guðlaug Þórarinsdóttir, Sigriður Ingvarsdóttir, Þór Ingvarsson, Ólafía Ólafsdóttir, Elín Ingvarsdóttir, Karl Sverrisson, Sigurður Ingvarsson, Þórunn Lárusdóttir og barnabörn. t Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARIN INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR JACOBSEN, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt hvítasunnudags 3. júní. GunnarÁ. Björnsson, Jacob Jacobsen, Þórunn Lárusdóttir, Kristjana Jacobsen, Björgvin Björgvinsson, Björn Gunnarsson, María Gunnarsson og barnabörn. Minning: Bryndís Ólöf L. Óskarsdóttír Um sama leyti og ísland var að bijóta af sér síðustu vetrarviðjarnar og klæddist sem óðast grænum möttli endurnýjaðs lífs, barðist ung íslensk stúlka við illvígan sjúkdóm í sjúkrahúsi á erlendri grund og beið lægri hlut. Hennar vil ég nú minnást. Bryndís Ólöf Lilja Óskarsson fæddist 27. júní 1966 og andaðist í sjúkrahúsi í Gautaborg 27. maí 1990. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. _ Hún var einkadóttir Björgvins Óskarssonar læknis og konu hans, Þórhildar Jónasdóttir meinatæknis. Einn bróður átti hún, Kolbein, sem leggur stund á verk- fræði við Chalmers-tækniháskól- ann. Hann er fæddur 1964. Svo stutt var á milli þeirra systkina og einstakur kærleikur. Snemma bar á óvenjulega fjölbreyttum gáfum og mannkostum hjá litlu stúlkunni og varð hún hvers manns hugljúfi og augasteinn sinna nánustu. Sök- um óvenjulegs þokka og framúr- skarandi framkomu var Bryndís fengin til að bera tískufatnað á sýningum og tókst henni það með ágætum. Ekki voru þó sýningar- störfin nema ígripavinna því hugur- inn stefndi í aðrar áttir. Þegar hún lauk stúdentsprófi, yngri en algengt var, aðeins 17 ára gömul, stóð þessi stórgáfaða og glæsilega stúlka frammi fyrir erfiðu vali. Varð fyrst fyrir söngnám sem hún stundaði, ásamt píanó- og orgelleik, með ágætum árangri í tvö ár. Þá gerði hún upp hug sinn aftur og hóf nám í verkfræði við sama skóla og hjart- kær bróðir hennar og lágu nú leiðir + Bróðir okkar, KRISTJÁN RUNÓLFUR RUNÓLFSSON veitingamaður, andaðist 2. júní. Vorsabæl, Jónas Runólfson, Kristján Sveinn Runólfsson, Helga Pálina Runólfsdóttir, Ingunn Runólfsdóttir, Bragi Nordal, Hrefna Morrison, Lára Loftsdóttir. t Faðir okkar, sonur, bróðir og mágur GUÐJÓN S. SIGURJÓNSSON Boston, Massachusetts, lést í umferðarslysi á Jamaica 3. júní. Eyþór K. Guðjónsson, Leger, Ragnheiður Steina, Guðrún I. Jónsdóttir, Sigurjón H. Sigurjónsson, Jóna Sigurjónsdóttir, Þórður Adólfsson, Sigurjón G. Sigurjónsson, Anna E. Ásgeirsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Ólöf Jónsdóttir, GunnhildurSigurjónsdóttir, Ólafur Mogensen. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRANKLÍN JÓNSSON, Goðheimum 1, lést í Landspítalanum 2. júní. Guðríður Gyða Guðjónsdóttir, Valgerður G. Franklínsdóttir, Hrafnkell Eiríksson, Svanfrfður S. Franklinsdóttir, Guðni Axelsson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER ÁSMUNDSDÓTTIR, Strandgötu 69, Hafnarfirði, verður jarðsungin í dag, miðvikudag 6. júní, kl. 15.00, frá Hafnar- fjarðarkirkju. Asrún Sigurbjartsdóttir, Sigurbjörg E. Guðmundsdóttir, Sigurbjartur Á. Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Aldís Guðmundsdóttir, Hanna A. Guðmundsdóttir, Hannes Guðmundsson, Guðmundur A. Guðjónsson, Hörður V. Sigmarsson, Katrín Baldvinsdóttir, Anna M. Guðmundsdóttir, Benedikt Sveinsson og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, OTTÓ B. E. BENEDIKTSSON, Grettisgötu 37, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 7. júní kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ester Benediktsdóttir, Eygló Benediktsdóttir, Sverrir Benediktsson, Hörður Benediktsson, Friðrik Benediktsson. þeirra systkinanna saman enn um sinn. Varla hafði Bryndís stigið fæti inn fyrir dyr háskólans en eft- ir henni var tekið og á hana hlóð- ust trúnaðarstörf og brátt var hún í forsvari fyrir samstúdentá sína í mikilvægum málum. Hlaut hún í tvígang heiðursmerki fyrir vel unn- in störf í þágu skólans. Alla þessa námshæfileika, listhneigð, fágaða framkomu og traust samferða- manna sinna átti hún ekki langt að sækja. Best þekki ég til föð- urömmu hennar, Olafar J. Jónsdótt- ur skáldkonu. Bera ljóð hennar fagran vott um hlýhug með öllu sem lifir. Fer vel á því að birta hér kvæði Ólafar Kveðja. Vöktu fyrrum hjá vöggu þinni himins heilladísir, lögðu þér í lófa ljúfar gjafir og skópu örlög ævi. Lögðu þér i lófa ljúfar gjafir dísir hulins heima: Ljóðstafi á varir, líknstafí á tungu, fljóta hönd til hjálpar, ástúð í auga, eld í hjarta, styrk og mildi í muna, samúð í sál og sálarbirtu, dáð í dagsins önnum. Föðursystir Bryndísar er Svein- björg Alexanders sem einna fyrst íslenskra dansara bar hróður lands- ins til annarra landa. Er hún þekkt víða fyrir hæfni sína bæði sem dans- ari, stjórnandi og danshöfundur. Auðséð er að arfur Bryndísar var fjölskrúðugur, þótt ég nefni hér aðeins þau ættmenni hennar sem ég þekki best. Nú ríkir sorg og myrkur í fjöl- skyldu Bryndísar eftir tíu vikna sleitulausan bardaga við sláttu- manninn miskunnarlausa. Foreldr- ar hennar og bróðir viku aldrei frá, á nóttu eða degi, hvorki til að stunda nám né vinnu. Heima á ís- landi beið Ólöf amma háöldruð og heilsuveil eftir því hver úrslitin yrðu. í síðasta símtaii Bryndísar við ömmu sína, eftir að hún var orðin sjúk en þó enn í heimahúsum, sagði hún:- Elsku besta amman í heimin- um! Það er svo skrítið að vera alit í einu orðin veik og kippt svona skyndilega út úr öliu — ég var meira en á hundrað! Amman bað heitt og beðið var fyrir heilsu og lífi Bryndísar í kirkj- um hér og erlendis, en örlög voru ráðin, tími elsku stúlkunnar þeirra á þessari jörð var liðinn. Nú mun hún, laus við þjáning og vanmátt, ganga á ljóssins vegum þar sem slíkrar sálar hljóta að bíða göfug verkefni. Aðstandendum Bryndísar bið ég guðs hjálpar til að ná aftur fótfestu og friði í sálum sínum. Ég vil enda þessi kveðjuorð með ljóðinu Bæn eftir Ólöfu ömmu hennar: Állra faðir, örlög veist þú mín. í angist hrópa ég í bæn til þín. Þú, sem skilur dulinn hugarharm, hjarta mínu lyft að þínum barm. Leiði mig þín blessuð hjálparhönd heim á bjarta ódauðleikans strönd. Þar er hvíldin þreyttu barni vís þegar sól á efsta degi rís. Vinkona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.