Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 49 skilur eftir sig stórt skarð í hjarta mínu sem aldrei verður fyllt. Eg bið góðan Guð að styrkja og styðja Arndísi, Ruth Þórðar og litla ófædda barnið, foreldra hans, ætt- ingja og vini. Margrét Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T.G.) Mér finnst þetta ljóð eftir Tómas Guðmundsson lýsa vel tilfinningum mínum þegar ég frétti lá besta vin- ar míns, Þórðar Más Þórðarsonar, en ég var staddur erlendis, er hörmulegan dauðdaga hans bar að höndum, laugardaginn 12. maí sl. Við Tóti kynntumst fyrst er við störfuðum saman við matreiðslu á Hótel Borg fyrir fáum árum og vorum við þá báðir í námi í Hótel- og veitingaskólanum. Við urðum strax miklir mátar og lærði ég margt í sambandi við okkar fag af honum, en í því var hann stórsnjall og hafði einstaka tilfinningu og smekkvísi fyrir þeirri list sem mat- argerð getur verið. Oft ræddum við þau mál svo mikið, að vinum og vandamönnum þótti nóg um. Við áttum margar ógleymanlegar stundir saman bæði í starfi og leik og má þar nefna skólaferðalag til Suður-Ameríku fyrir 2 árum. Ann- að áhugamál sem tengdi okkur Tóta saman var tónlist en á henni hafði hann brennandi áhuga, sem hann miðlaði til mín og annarra vina sinna. Einnig hafði hann mik- inn áhuga á bókum og átti gott bókasafn. Ef ég ætti að lýsa Tóta í fáeinum orðum og eins og ég mun ávallt minnast hans, er það hve mikið prúðmenni og mikill vinur vina sinna hann var. Það var mín gæfa að eignast slíkan vin. Tóti var góð- ur faðir og var Rut litla dóttir hans augasteinn hans. Eg átti margar ánægjulegar stundir á heimili þeirra Addýar og Tóta. Þau kynntust ung, og voru að byggja upp sitt heimili og framtíð. Það var því eftirvænting og mikil gleði í vændum, en þau áttu von á öðru barni sínu innan skamms. Það er því hörmulegra en orð fá lýst er Þórður Már var hrifinn burt í blóma lífsins frá fjölskyldu og vin- um á svo sviplegan hátt. Ég og fjöl- skylda mín sendum kveðju og biðj- um Guð að styrkja Addý og Rut litlu, foreldra hans og systkini og biðjum fyrir framtíð litla ófædda barnsins. Pétur Bogi Hockett Mig langar að kveðja í fáum orð- um frænda minn sem lést af slysför- um 12. maí síðastliðinn. Þó sam- bandið hafi ekki verið mikið síðustu ár, þá áttum við góðar stundir hér áður fyrr og var ávallt tilhlökkunar- efni að fara í heimsókn í Ásendann þar sem hann bjó á uppvaxtarárum okkar. Ég þakka góðar stundir og votta fjölskyldu hans og vinum sam- úð mína á þessari sorgarstundu. „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í ijar- veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjall- ið best af sléttunni.“ (Kahlil Gibran.) Róbert Hannesson Hvað er að ári? Hvað er að vori? Hví er stríð fyrir sumarblíðu? (M. Joch.) Síminn hringir og okkur eru sögð þau voveiflegu tíðindi, að tengda- sonur okkar hafi látist í hörmulegu slysi. Iiversu lítilsmegnug erum við mannanna börn, þegar svona ber að höndum. En þá er sá til sem veitir okkur styrk og huggun. Til hans er gott að leita. Það höfum við öll reynt að undanförnu. Þórður Már var yngsta barn heið- urshjónanna Unnar Haraldsdóttur frá Siglufirði og Þórðar Þ. Krist- jánssonar frá Súgandafirði. Hann og Arndís kynntust fyrir 9 árum. Með þeim tókst kærleikur og ást, sem styrktist með ári hvetju vanda- mönnum og vinum til mikillar gleði. Það var unun að sjá hvað þeim leið vel saman. Yngsta systir Arndísar dvaldist mikið hjá þeim og mynd- aðist kærleiksrík vinátta á milli þeirra. Þórður Már var lærður mat- sveinn og var yfirmatreiðslumaylur á Hótel Selfossi. Hann var sannar- lega listamaður í sinni grein. Það getum við borið vitni um, því ósjald- an var okkur boðið á heimili þeirra i gómsætar krásir. Heimili þeirra var hlýlegt og bar vott um góðan smekk. Þar var mikið af bókum og hljómplötum. Þórður Már naut þess að lesa góða bók og hlusta á tón- list. Mikil var gleðin er litla telpan fæddist 1988. Hún var sólargeisli foreldranna og ber vott um, hve vel þau hafa alið hana. Framtíðin var svo björt. Nýverið höfðu þau fest kaup á stórri íbúð í sama hverfi. Eftirvæntingin skein úr augum þeirra og annað barn að fæðast innan skamms. En nú er Þórður Már farinn til föðurins á himnum. Elsku Arndís og elsku Ruth Þórð- ar. Við biðjum Guð að styrkja ykk- ur og varðveita og gefa ykkur kraft til að standast þessa miklu raun. Og tárin sem að væta vanga þinn er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni. (H. Hafdstein.) Við biðjum Guð að styrkja okkur * Ester Asmunds- dóttir -Kveðjuorð Fædd 26. nóvember 1909 Dáin 29. maí 1990 Mig langar með fáum orðum að minnast elsku ömmu minnar, sem lést eftir erfið og langvinn veikindi að morgni 29. maí. Amma var mín besta vinkona, alltaf gat ég leitað til hennar þegar eitthvað bjátaði á. Það er mér erf- itt að hugsa framtíðina án hennar, en þetta er víst leið okkar allra. Það er mér huggun að vita af henni í góðum höndum og að þjáningum hennar sé lokið. Blessuð sé minning elsku ömmu minnar. Guð geymi hana. Far þú í friði, friðut' Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Elsku afi og mamma, Guð styrki hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ykkur i þessári miklu sorg. (V. Briem.) Hanna Andrea Guðniundsdóttir öll, sem næst ykkur standa. Að- standendum Arnar, sem líka fórst í þessu slysi, sendum við kveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk. Við kveðjum Þórð Má með sárum söknuði. Flýt þér vinur í fegri heim, ktjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Ruth og Árni Fáein kveðjuorð í minningu um Þórð Má Þórðarson. Hann lést í sorglegu slysi ásamt öðrum ungum manni 12. maí síðastliðinn. Þórður Már var ljúfur og góður drengur. Svo óvænt kom kallið, að við stöndum eftir orðvana og harmi slegin. Hann kom inn í fjölskyldu mína, er þau Arndís Valgerður dótturdótt- ur mín og Þórður Már bundust ást- ar og tryggðarböndum. Þá voru þau við nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún lauk stúdentsprófi, en hann prófi í matartækni. Síðan fór hann í Hótel- og veitingaskól- ann. Þaðan útskrifaðist hann með góðri einkunn enda ágætur í því fagi. Þau eignuðust íbúð í Rauðási 21. Þar leið þeim vel og þar fæddist litla Ruth Þórðar, sem nú er á öðru ári. Hún var augasteininn þeirra. Það var dásamlegt að sjá hvað hann var mikill og góður faðir. Foreldrum Þórðar Más, systkinum hans, móð- urafa og föðurömmu sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Elsku Arndís mín, litla Ruth Þórðar og ófætt barn. Góður guð verndi og styrki ykkur. Blessuð sé minning Þórðar Más. Sveinbjörg Mig langar að minnast Tóta okk- ar með nokkrum fátæklegum orð- um. Við kynntumst fyrir um tveim árum er fjölskyldur okkar samein- uðust. Það var samt eins og ég hefði þekkt hann mun lengur, Tóti tók mér strax og ég tók honum. Það var eitthvað svo sérstakt við hann Tóta, ég gat talað við hann um flesta hluti, því hann var greind- ur og vel að sér. Tóti hafði skemmti- legan tónlistarsmekk og þar lágu áhugamál okkar saman. Ég gerði alltaf ráð fyrir að með tíð og tíma mundum við hittast oft- ar, spjalla saman og hlusta á góða tónlist. En eins og við flest vitum þá erum við oft svo upptekin af hinu daglega amstri og gerum ráð fyrir að geta hitt vini og skyld- menni þegar svo ber við, en allt er í heiminum hverfult og nú er Tóti farinn til æðri heima þar sem góður Guð varðveitir hann. Ég minnist Tóta sem glaðlegs ungs manns sem skipti sjaldán skapi, hann var mikill húmoristi en umfram allt góður drengur. Elsku Addý mín þú ert mér sem systir, og minning Tóta verður ávallt stór í hjörtum okkar allra. Góður Guð blessi þig og Ruth litlu, svo og aðra aðstandendur. Far þú i friði, friður Guðs blessi þig, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þórhallur Árnason 15-20 % AFMÆLISAFSLÁTTUR TEPPI fEPPABÚDIN H/F.SUDURLANDSBRAUT 26 Vilt þú nú langt? Radíóáhugamenn ná daglega um heim allan. Nýtt námskeið í morsi og radíótækni hefst 11. júní nk. Innritun í sfma 31850 Áskriftar- og þjónustusímar: 91-62 60 40 og 91-69 96 00 ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Þjónustumlðstöð ríkisvcröbréfa, Hvcrfisgötu 6,2. hæð. Stmi 91-62 60 40 Eitt símtal og þú ert áskriíandi að spariskírteinum rikissjoðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.