Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 Reglugerð um gerð og búnað ökutækja: Nánast eingöngn umboðm geta flutt inn notaða bíla INNFLUTNINGUR notaðra bif- reiða verður erfiðari en verið hef- ur frá og með næstu mánaðamót- um, þegar byrjað verður að fara eftir ákvæðum nýrrar reglúgerð- ar um gerð og búnað ökutækja við skráningu og skoðun þeirra. Bíla, sem komnir eru til landsins fyrir 1. júlí, er heimilt að skrá samkvæmt eldri reglum. Strangar kröfur reglugerðarinnar um að ökutæki uppfylli kröfur evrópskra staðla, svonefndra ECE-staðla, valda því, að erfitt verður eða útilokað með öllu að flytja inn notaða bíla eða aðra bíla en þá sem keyptir eru beint af framleiðanda. Einkum á þetta við ameríska bila. Almenna reglan við skoðun og skráningu ökutækja hér á landi verð- ur samkvæmt reglugerðinni sú, að ökutækin fái svonefnda gerðarviður- kenningu. Sú viðurkenning er veitt raðsmíðuðum ökutækjum sem flutt eru inn ný, frá verksmiðju. Til að ckutækin fái þessa viðurkenningu þarf að framvísa gögnum, sem sýna að ökutækið uppfylli kröfur ECE- staðlanna. Vottorðin, sem þarf að framvísa eru um á annan tug atriða og liggja að baki þeim kostnaðar- samar prófanir. Gerðarviðurkenning er einungis gefin út á nafn framleiðanda eða innflytjanda í hans umboði. Flytji tveir eða fleiri aðilar inn sams konar ökutæki, skal sérhver þeirra sækja um gerðarviðurkenningu og leggja fram tilskilin gögn, samkvæmt reglu- gerðinni. Bifreiðaskoðun íslands, sem sótt er um viðurkenninguna til, er óheimilt að nota fylgigögn þau, sem lögð eru fram tll gerðarviður- kenningar, fyrir aðra en þann sem viðurkenningin var gefin út á, nema til komi samþykki þess sama. Gerðarviðurkenning þýðir, að ekki þarf að grandskoða sérhvert ökutæki hverrar gerðar, nægir venjulega að skoða eitt eða tvö, enda séu öll öku- tækin sem flutt eru inn þeirrar gerð- ar í öllum aðalatriðum eins. Hægt er að fá svonefnda skráning- arviðurkenningu fyrir einstök öku- tæki. Sú viðurkenning gildir aðeins um eitt ökutæki og þarf að framvísa sambærilegum fylgiskjölum og við gerðarviðurkenningu. Þó er sú und- antekning gerð, þegar um einstakl- ing er að ræða, að hafi ökutækið verið í eigu hans erlendis í eitt ár eða lengur, nægir að sýna skráning- arskírteini, enda sé ökutækið flutt inn frá landi þar sem ökutæki eru gerðarviðurkennd á fullnægjandi hátt að mati Bifreiðaskoðunar. Til viðbótar þessum viðurkenn- ingareglum eru aðrar um búnað öku- tækja, sem kveða á um lágmarksbún- að þeirra. Undantekning eru ökutæki sem eru 26 ára eða eldri og falla undir skilgreininguna fornbílar. Þar sem bandarískir bílar eru í allmörg- um tilvikum ekki framleiddir fyrir evrópskan markað, þýða þessar nýju reglur, að innflutningur notaðra bíla frá Bandaríkjunum verður annað hvort útilokaður eða mjög kostnaðar- samur. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins kostar nokkur hundruð þúsund krónur ef kaupa þarf sér- staka prófun á því, hvort bíll uppfyll- ir kröfur ECE- staðla. VEÐUR í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 6. JUNl YFIRLIT í GÆR: Um 400 km suður af Hornafirði er hægfara 987 mb lægð og grunnt lægðardrag yfir íslandi. SPÁ: Fremur hæg austan og norð-austan átt. Smá skúrir suð-aust- an- og austanlands en annars staðar skýjað, en úrkomulaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Fremur hæg austan- og norð-austan átt. Víða dálítil rigning um austanvert landið en bjartviðri suð-vestan- og vestanlands. Hiti 8-12 stíg. TAKN. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skyjað Alskyjað s, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■) 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El = Þoka == Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 13 léttskýjað Reykjavik 9 skýjað Bergen 14 hálfskýjað Helsinki 21 aiskýjað Kaupmannahöfn 20 hálfskýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 0 skýjað Osló 20 skýjað Stokkhólmur 17 alskýjað Þórshöfn 9 rigning Algarve 24 léttskýjað Amsterdam 18 hálfskýjað Barcelona 23 skýjað Berlín 13 súld Chicago 11 skýjað Feneyjar 20 súíd Frankfurt 17 skýjað Glasgow 12 rlgning Hamborg 14 skýjað Las Palmas 21 skýjað London 15 skýjað Los Angeles 16 heiðskirt Lúxemborg 15 skýjað Madríd 23 léttskýjað Malaga 29 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Montreal vantar New York 13 léttskýjað Orlando 26 léttskýjað París 18 skýjað Róm 21 Þokumóða Vfn 19 skýjað Washington 13 léttskýjað Winnipeg 12 skýjað Frá slysstað á Bústaðavegi. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Harður árekstur á Bústaðavegi HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á mótum Bústaðavegar og Réttarholtsvegar aðfaranótt mánudags er jeppa var ekið á miklum hraða inn í hlið fólksbíls. Kona, sem var ökumaður fólks- bílsins, slasaðist alvarlega og var lögð inn á gjörgæsludeild Borgarspitala. Konan er ekki í lífshættu. Fólksbílnum var ekið suður Réttarholtsveg en jeppanum vest- ur Bústaðaveg. Á gatnamótunum eru umferðarljós og voru þau virk þegar slysið varð. Ókumaður jepp- ans viðurkenndi að hafa ekið á miklum hraða þegar hann lenti í hlið fólksbílsins og ýtti honum á undan sér 40-50 metra áður en bíiarnir stöðvuðust. Ökumaður fólksbílsins, sem var einn í bflnum, slasaðist mikið. Ökumaður jeppans er grunaður um ölvun. Lögreglan lýsir eftir vitnum að slysinu. Ók fram af hengju á vélsleða JÍONA slasaðist töluvert þegar hún ók á vélsleða fi-am af hengju í Unaðsdal skammt austan við bæinn Bæi á Snæfjallaströnd á laugardagskvöld. Konan var í hópi fimmtán vélsleðamanna. Hjúkrunarkona var með í hópnum og hafði hún hlúð að hinni slösuðu er þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, kom á slysstað. Hópurinn var með farsíma með- ferðis og hafði samband við Land- helgisgæsluna sem sendi þyrlu af stað um sjöleytið. Konan hlaut tölu- verða höfuðáverka og var flutt á gjörgæsludeild Borgarspítalans en hún er á batavegi. Slys við Hvalskarðsá Piltur varð undir grjóti ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt lækni um kl. 14 á laugardaginn var, vegna slyss er orðið hafði í Ilvalfjarðarbotni. Piltur úr Reykjavík hafði slasast á göngu í klettabelti við Hval- skarðsá. Var hann fluttur í Borg- arspítalann. Slysið varð um hádegisbilið. Þrír skólafélagar voru nýlagðir af stað gangandi, ætluðu þeir til Þingvalla. Þeir höfðu sveigt af leið og farið þangað sem Hvalskarðsá rennur, en þar við ána er klettabelti. Þeir voru á leið niður að fossinum, og var sá sem slasaðist síðastur. Ætlaði hann að styðja sig við stein, sem losnaði skyndilega, og fylgdi annar steinn á eftir. Undir þessum hnullungsstein- um varð pilturinn. Hlaut hann slæmt opið beinbrot á öðrum fæti, einnig brotnuðu nokkur rif er gijótið féll ofan á hann þar sem hann lá, og hann hlaut innvortis meiðsl. Annar félaga hans fór þegar niður í Botns- skála til að leita hjálpar. Hinn sat hjá vini sínum sem ekki varð hreyfð- ur. Biðin eftir að hjálp bærist varð alllöng, eða 3 klukkustundir, en þá kom þyrlan. Um leið og hún kom inn yfir slysstaðinn seig læknir úr henni niður til piltsins. Læknirinn kallaði sér til aðstoðar björgunarsveitar- menn sem voru skammt frá. Var pilturinn orðinn mjög kaldur. Læknir og sjúkraflutningamenn höfðu verið tilkallaðir en höfðu ekki hafst neitt að. Lækninum í þyrlunni gekk greið- lega að búa um hinn slasaða sem svo var tekinn um borð í þyrluna. Hún lenti klukkan liðlega 15 við Borg- arspítalann en þar gekkst pilturinn undir læknisaðgerð og er nú á bata- vegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.