Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 45 Vemdun umhverf- is með líftækni Vinningstölur laugardaginn 2. júní 1990 eftir Sigurð Baldursson „Lengi tekur sjórinn við“ er orða- tiltæki sem allir ættu að skammast sín fyrir að 'nota í dag. Mengun umhverfisins er það mikil að náttúr- an hefur ekki við að umbreyta líf- rænum úrgangsefnum í óskaðleg efni og veldur þetta mengun í ám, vötnum og sjó, í lofti og á landi. Olífræn úrgangsefni s.s. þung- málmar og gerviefni safnast upp í náttúrunni. Þeim verður ekki um- breytt í óskaðleg efni, þau verður að hreinsa upp og minnka notkun á þeim til að koma í veg fyrir frek- ari mengun umhverfisins. Lífræn verndun umhverfis Frá örófi alda hefur náttúran sjálf séð um eyðingu lífrænna úr- gangsefna, þ.e. rotnun. Þar eru að verki örverur sem „éta“ úrgangs- efnin og umbreyta þeim í óskaðleg efni sem plöntur geta nýtt sér. Þannig kemst hringrás á lífræn efni, þau eru byggð upp og brotin niður og nýtt aftur. Hér er dregin upp mjög einföld mynd af lífrænu ferli náttúrunnar. í dag er lífrænum úrgangsefnum s.s. skólpi eytt í þar til gerðum hreinsunarstöðvum þar sem hinu náttúrulega ferli rotnunar er stjórn- að með þar til gerðum búnaði. En betur má ef duga skal, of miklu af lífrænum úrgangi er hleypt út í náttúruna óhreinsuðum og bera mengaðar ár og sjór þess gtöggt merki. Orverur og lífhvatar Örverur geta komið að gagni við fleira en verndun umhverfis í hinu náttúrulega rotnunarferli. Öiverur hafa þann eiginleika að geta um- breytt efnum. í dag er framleiðsla efna og efnaiðnaður að mestu leyti háður ólífrænum efnahvötum og þar á meðal eru notaðir þungmálm- ar, sterkar sýrur og basar sem valda ólífrænni mengun umhverfis. Örverur hafa lífhvata sem þær nota til að umbreyta efnum og í dag beinast sjónir manna mikið að því að skipta út ólífrænum efna- hvötum og nota í staðinn lífhvata til framleiðslu á efnum, þar sem því verður við komið. Lífhvatar valda ekki mengun þar sem hægt er að gera þá óskaðlega í hinu nátt- úrulega rotnunai'ferli. Sigurður Baldursson „Eyðing lífræns úr- gangs í hreinsunar- stöðvum og notkun líf- hvata í stað ólífrænna efnahvata er framlag líftækninnar til um- h verfis verndar. “ Líftækni og lífhvatar Mikla vinnu, grunnrannsóknir í líftækni, þarf að framkvæma til að leita að og finna þá lífhvata sem henta til efnaiðnaðar. A íslandi er að finna mikla möguleika á þessu sviði, þar sem eru svokallaðar hvera-örverur. Hvera-örverur eiga sitt heimili í hverum, týpísk við svona 60 til 100 ° C hita. Lífhvatar þeir sem þessar hvera-örverur hafa þola hita því mjög vel. Þessa líf- hvata er hægt að nota til efnasmíða í efnaiðnaði. Mörg dæmi eru til nú þegar, um að hitaþolnir lífhvatar úr hvera-örverum séu notaðir við iðnaðarframleiðslu. Lífhvati í stað þungmálms Gott dæmi um notkun hitaþolins lífhvata í stað ólífræns efnahvata er að í stað þess að nota þurigmálm- inn kadmíunt við mælingar á nítr- ati er hægt að nota hitaþolinn líf- hvata úr íslenskri hverabakteríu. Með grunnrannsóknum hefur tekist að finna hvera-örveru með hitaþol- inn lífhvata sem gerir sama gagn og kadmíum og gott betur við fyrr- nefnda mælingu. Kadmíum er jafn- eitraður og kvikasilfur og því er umhverfinu mikil búbót að þessum hitaþolna lífhvata. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til notkunar annarra efna í stað kadm- íums sé því við komið vegna þess hve eitraður kadmíummálmurinn er. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.229.534 O pujs«á'^ r Z. 4af5%0i 1 - 387.000 3. 4af 5 78 8.558 4. 3af 5 2.771 562 Lokaorð Líftækni er vinna þar sem notast er við hefðbundnar aðferðir örveru- og líffræði. Oftast er þessi vinna 'grunnrannsóknir þar sem tekist er á við ákveðin viðfangsefni með það að markmiði að hagnýta megi nið- urstöður. Eyðing lífræns úrgangs í hreins- unarstöðvum og notkun líflivata í stað ólífrænna efnahvata er fram- lag líftækninnar til umhverfisvernd- ar. Látum hina náttúrulegu lífhvata draga úr eiturálagi á umhverfið. Höfundur er lífefnafræðingur. Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.841.360 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULINA 991002 J\R Það tilkynnist hér með að MERKÚR Vf hefur nú tekið að sér umboð á íslandi fyrir YANMAR bátavélar, rafstöðvar, dælur og land-dieselvélar af öllum stærðum. Við eigum væntanlegar innan fárra daga bátavélar með eða án skrúfubúnaðar í stærðunum 41, 52, 63 og 74 hestöfl. Ráðgjöf - Sala - Þjónusta Skútuvogi 12A • 104 Reykjavík • S 82530
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.