Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990
45
Vemdun umhverf-
is með líftækni
Vinningstölur laugardaginn
2. júní 1990
eftir Sigurð
Baldursson
„Lengi tekur sjórinn við“ er orða-
tiltæki sem allir ættu að skammast
sín fyrir að 'nota í dag. Mengun
umhverfisins er það mikil að náttúr-
an hefur ekki við að umbreyta líf-
rænum úrgangsefnum í óskaðleg
efni og veldur þetta mengun í ám,
vötnum og sjó, í lofti og á landi.
Olífræn úrgangsefni s.s. þung-
málmar og gerviefni safnast upp í
náttúrunni. Þeim verður ekki um-
breytt í óskaðleg efni, þau verður
að hreinsa upp og minnka notkun
á þeim til að koma í veg fyrir frek-
ari mengun umhverfisins.
Lífræn verndun umhverfis
Frá örófi alda hefur náttúran
sjálf séð um eyðingu lífrænna úr-
gangsefna, þ.e. rotnun. Þar eru að
verki örverur sem „éta“ úrgangs-
efnin og umbreyta þeim í óskaðleg
efni sem plöntur geta nýtt sér.
Þannig kemst hringrás á lífræn
efni, þau eru byggð upp og brotin
niður og nýtt aftur. Hér er dregin
upp mjög einföld mynd af lífrænu
ferli náttúrunnar.
í dag er lífrænum úrgangsefnum
s.s. skólpi eytt í þar til gerðum
hreinsunarstöðvum þar sem hinu
náttúrulega ferli rotnunar er stjórn-
að með þar til gerðum búnaði. En
betur má ef duga skal, of miklu
af lífrænum úrgangi er hleypt út í
náttúruna óhreinsuðum og bera
mengaðar ár og sjór þess gtöggt
merki.
Orverur og lífhvatar
Örverur geta komið að gagni við
fleira en verndun umhverfis í hinu
náttúrulega rotnunarferli. Öiverur
hafa þann eiginleika að geta um-
breytt efnum. í dag er framleiðsla
efna og efnaiðnaður að mestu leyti
háður ólífrænum efnahvötum og
þar á meðal eru notaðir þungmálm-
ar, sterkar sýrur og basar sem
valda ólífrænni mengun umhverfis.
Örverur hafa lífhvata sem þær
nota til að umbreyta efnum og í
dag beinast sjónir manna mikið að
því að skipta út ólífrænum efna-
hvötum og nota í staðinn lífhvata
til framleiðslu á efnum, þar sem
því verður við komið. Lífhvatar
valda ekki mengun þar sem hægt
er að gera þá óskaðlega í hinu nátt-
úrulega rotnunai'ferli.
Sigurður Baldursson
„Eyðing lífræns úr-
gangs í hreinsunar-
stöðvum og notkun líf-
hvata í stað ólífrænna
efnahvata er framlag
líftækninnar til um-
h verfis verndar. “
Líftækni og lífhvatar
Mikla vinnu, grunnrannsóknir í
líftækni, þarf að framkvæma til að
leita að og finna þá lífhvata sem
henta til efnaiðnaðar. A íslandi er
að finna mikla möguleika á þessu
sviði, þar sem eru svokallaðar
hvera-örverur. Hvera-örverur eiga
sitt heimili í hverum, týpísk við
svona 60 til 100 ° C hita. Lífhvatar
þeir sem þessar hvera-örverur hafa
þola hita því mjög vel. Þessa líf-
hvata er hægt að nota til efnasmíða
í efnaiðnaði. Mörg dæmi eru til nú
þegar, um að hitaþolnir lífhvatar
úr hvera-örverum séu notaðir við
iðnaðarframleiðslu.
Lífhvati í stað þungmálms
Gott dæmi um notkun hitaþolins
lífhvata í stað ólífræns efnahvata
er að í stað þess að nota þurigmálm-
inn kadmíunt við mælingar á nítr-
ati er hægt að nota hitaþolinn líf-
hvata úr íslenskri hverabakteríu.
Með grunnrannsóknum hefur tekist
að finna hvera-örveru með hitaþol-
inn lífhvata sem gerir sama gagn
og kadmíum og gott betur við fyrr-
nefnda mælingu. Kadmíum er jafn-
eitraður og kvikasilfur og því er
umhverfinu mikil búbót að þessum
hitaþolna lífhvata. Nefnd á vegum
Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til
notkunar annarra efna í stað kadm-
íums sé því við komið vegna þess
hve eitraður kadmíummálmurinn
er.
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 0 2.229.534
O pujs«á'^ r Z. 4af5%0i 1 - 387.000
3. 4af 5 78 8.558
4. 3af 5 2.771 562
Lokaorð
Líftækni er vinna þar sem notast
er við hefðbundnar aðferðir örveru-
og líffræði. Oftast er þessi vinna
'grunnrannsóknir þar sem tekist er
á við ákveðin viðfangsefni með það
að markmiði að hagnýta megi nið-
urstöður.
Eyðing lífræns úrgangs í hreins-
unarstöðvum og notkun líflivata í
stað ólífrænna efnahvata er fram-
lag líftækninnar til umhverfisvernd-
ar. Látum hina náttúrulegu lífhvata
draga úr eiturálagi á umhverfið.
Höfundur er lífefnafræðingur.
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.841.360 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 -
LUKKULINA
991002
J\R
Það tilkynnist hér með að MERKÚR Vf hefur nú tekið að sér umboð á íslandi
fyrir YANMAR bátavélar, rafstöðvar, dælur og land-dieselvélar
af öllum stærðum.
Við eigum væntanlegar innan fárra daga bátavélar með eða án
skrúfubúnaðar í stærðunum 41, 52, 63 og 74 hestöfl.
Ráðgjöf - Sala - Þjónusta
Skútuvogi 12A • 104 Reykjavík • S 82530