Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 Þórður M. Þórð- arson - Minning Fæddur 30. júní 1964 Dáinn 12. maí 1990 Okkur langar til að minnast Tóta fáeinum orðum. Við vorum sam- ferða honum í gegnum grunnskól- ann og héldum hópinn í mörg ár eftir það. Hann var miðjupunktur okkar vinahóps. Við hittumst nærri daglega heima hjá honum. Við kunnum best við okkur þar, þrátt fyrir að hann ætti heima nokkuð langt frá okkur hinum. Þar var gott andrúmsloft og foreldrar hans, Unnur og Þórður, alltaf vingjarnleg og hlý. Tóti hafði áhuga á öllu og smitaði okkur með jákvæðu hugar- fari sínu. Við grufluðum mikið í tónlist og hann átti alltaf nýjustu hljómplöturnar. Hann uppgötvaði alltaf athyglisverðustu hljómsveit- irnar á undan okkur hinum, ein- hverra hluta vegna. Við stofnuðum hljómsveitina Oxsmá og æfðum stundum í herberginu hans. Á sama tímabili gerðum við kvikmyndir og hann fór með mörg hlutverk þar. Við hinir starfræktum hljómsveitina í mörg ár eftir að Tóti snéri sér að öðru, en hann var einn af upphafs- mönnunum. Á seinni árum höfum við hist sjaldnar, en aldrei fjar- lægst. Tóti var ailtaf jafn jákvæður og afslappaður, þó að hann væri orðinn ábyrgur fjölskyldufaðir fyrstur okkar allra. Við minnumst hans með einlægri og ævarandi hlýju. Við sendum Arndísi okkar innilegustu samúðarkveðjur, sem og öllum öðrum aðstandendum. Axel Hallkell Jóhannesson, Hrafhkell SigurcTsson, Kormákur Geirharðsson, Óskar Jónasson Þegar mér voru færð þau sorg- artíðindi að Tóti væri dáinn þá fylltist ég fyrst reiði. Reiði út í lífið hvernig það gæti verið svona óréttlátt að taka lífið af svona góðum manni sem átti svo sannar- lega bjarta framtíð fyrir sér og hafði tiltölulega nýlega stofnað fjölskyldu. En svo kom sorgin og söknuðurinn því minningamar eru svo margar og góðar. í sumar verða liðin níu ár síðan ég kynntist Þórði Má Þórðarsynj eins og hann hét fullu nafni. Kynni ókkar voru með þeim hætti að hann og vinkona mín, Arndís Sævarsdóttir, byrjuðu að vera saman. Tóti átti mjög auðvelt með að umgangast fólk og þar sem ég og Addý vorum svona góðar vin- konur fannst honum alveg sjálf- sagt að við yrðum líka vinir. Oft baukuðum við eitthvað öll þrjú saman og aldrei nokkurn tímann kom það fyrir að mér fyndist ég vera þriðja hjól undir vagni. Það kom líka fyrir að við Tóti gerðum bara eitthvað tvö saman. Þannig var Tóti, enda átti hann alveg ein- staklega stóran og breiðan vina- og kunningjahóp. Það virtist nefni- lega vera sama hvar hann vann eða kom, alls staðar virtist hann eignast vini með sínu opna hugar- fari. Einn er sá kostur í fari Tóta sem ég má alls ekki gleyma að geta, en það er hve einstaklega barngóður hann var. Sá kostur hans kom ótvírætt í ljós þegar Addý missti pabba sinn fyrir sex og hálfu ári. Þá var yngsta systir hennar, Bryndís, bara rúmlega fimm ára gömul og bundust hún og Tóti mjög sterkum böndum. Tóti var matreiðslumaður og átti hann því oft frí í miðri viku. Oft mátti þá sjá Tóta með Bryndísi að koma úr sundi eða bænum. Eins var það ef fjölskylduboð voru I fjölskyldu Tóta (og það var nú ansi oft því hann kom úr stórri fjölskyldu), þá þótti það alltaf sjálfsagt að Tóti og Addý tækju Bryndísi með. Þann 4. október 1989 eignuðust Tóti og Addý dótturina Ruth og var hún svo sannarlega stoltið hans pabba síns. Ég minnist þess þegar ég einhvetju sinni kom í heimsókn til þeirra síðastliðið haust að ég var varla komin inn úr dyrunum þegar Tóti bað mig um að koma inn í hjónaherbergi að sjá svolítið. Og hvað var það sem ég átti að sjá — jú, það var búið að breyta. Nú var þetta ekki lengur hjónaherbergi heldur var þetta aðallega orðið herbergið hennar Ruthar. Búið var að ýta hjónarúminu út í horn og allt ann- að var undirlagt hlutum sem Ruth litla átti. Þegar Tóti var síðan að vinna á Selfossi á sjálfum eins árs afmælisdegi dóttur sinnar, þá lét hann sér ekki nægja að hringja í hana (eins og hann gerði á hveij- um degi þegar hann var að vinna fyrir austan) heldur sendi hann henni og Addý sinn blómvöndinn hvorri. Og aldrei nokkurn tímann hef ég séð flottara kaffíborð en í afmælisveislunni sjálfri, en af því hafði Tóti að sjálfsögðu haft veg og vanda. Það er erfitt til þess að hugsa að Tóti sé allur, að hann fái ekki að sjá augasteininn sinn vaxa og dafna né heldur að sjá ófædda barnið sitt sem að á að koma í heiminn eftir réttan mánuð. Elsku hjartans Addý mín, orð eru víst lítils megnug til að lýsa þeim góða manni sem þú mátt nú sjá af. Vona ég að góður Guð styrki þig, Ruth, ófædda barnið, Bryndísi, foreldra, systkini, tengdaforeldra og alla þá sem eiga um sárt að binda í þessari miklu sorg. Megi minningin um góðan dreng lifa. Björk Það er erfitt að tjá með orðum tilfinningar okkar við andlát Tóta, besta vinar okkar. Tóti, Addý og við hjónakornin bundumst mjög sterkum böndum og fannst okkur að þessi vinuáttubönd yrðu óijúf- anleg um langan aldur. Þegar höggvið er svo nærri verður um- komuleysi manns gagnvart köld- um staðreyndum tilverunnar al- gert. Það kom snemma í ljós hve sér-' stakur persónuleiki Tóti var. Strax á unglingsárum var hann mjög mótandi og áhrifamikil persóna. Hann fór sínar eigin leiðir og var ávallt fremstur í flokki í þeim stóra strákahópi, sem ailtaf var í kring- um hann. Það sást að þar fór maður með foringjahæfileika því hann hafði yfirleitt orð fyrir okkur strákunum og var fremstur i öllum okkar mörgu uppátækjum. Allir vildu eiga og áttu eitthvað í Tóta og voru stoltir af. Tóti var einstaklega sterk og fjölhæf persóna. Yfir honum hvíldi stóísk ró, hann var aldrei uppnæm- ur út af smámunum en jafnframt áberandi hvar sem hann kom. Tóti lifði hratt og gerði margt, hafði áhuga á öllu milli himins og jarðar. Það var hægt að gera allt með honum, allt sem nöfnum tjáir að nefna. Þetta er eitt af því sem gerði Tóta svo skemmtilegan fé- laga, enda sóttist fólk eftir félags- skap hans. Hann fór aldrei í mann- greinarálit og sést það á hversu stór og mislitur kunningjahópur- inn var, enda hafði hann einstakt lag á að kynnast fólki og laða að sér. Tóti og Addý voru á svo marg- an hátt ólík, en þeim hafði tekist að samhæfa spor sín á einstakan hátt þann tæpa áratug er þau deildu lífinu saman. Það var ávallt mikill gestagangur á heimili Tóta og Addýjar enda miklir höfðingjar heim að sækja og gaman að koma þangað en stundum var erillinn svo mikill að manni þótti nóg um, en þau nutu þess að hafa vini í kringum sig. Þær eru óteljandi gleðistundirn- ar sem við áttum saman fjögur og síðar með litlu stelpunum okk- ar. Sú gleði er fylgdi fæðingu Auðar og Ruthar færði okkur hvert nær öðru, þó að samveru- stundirnar yrðu ekki eins margar og ella. Það var ómetanlegt að fá að deila þessum stóru skrefum í lífí okkar með þeim. Við nánari kynni af Tóta kynntist maður af- skaplega ljúfum og geðþekkum manni. Hann var sannur vinur og vart hægt að hugsa sér betri vin. Tók hann heill og óskiptur þátt í hvort heldur var gleði eða sorgar- stundum okkar og annarra sam- ferðamanna sinna. Tóti var mikil barnagæla í sér og sóttist eftir vinskap þeirra og var það gagn- kvæmt. Það kom oft fyrir að hann hvarf eitthvert með börnunum og settist að leik. Það verður erfítt að fá ekki að sjá Tóta annast Ruth litlu og hið ófædda barn þeirra í framtíðinni né fylgjast með þeim í gáskafullum leik eins og honum einum var lagið. Tóti var matreiðslumaður að mennt og afar fær á því sviði og fengu vinir hans oft að kynnast því. Þær voru margar ljúffengu máltíðirnar sem voru á boðstólum á hinum mörgu kvöldum okkar og annarra saman. Þá var mikil gleði, enda þar mikill gleðimaður á ferð, og var þá oft skemmt sér fram eftir nóttu. Tóti gekk oftast síðast- ur til náða en ætíð fyrstur upp að morgni enda orkumikill maður. Það er erfítt að sætta sig við fráfall Tóta, enda vart hægt að hugsa sér jafn lifandi mann, sem gaf svo mikið af sér og hafði djúp áhrif á alla þá er honum kynnt- ust. Dýrmætar minningar um fal- legan dreng, jafnt hið ytra sem innra, munum við geyma í hugum okkar. En áfram munum við fá að njóta Addýjar og ávaxta þeirra beggja og er það mikil blessun. Megi kraftur sá, sem í Tóta bjó, verða Addý og börnunum styrkur í þeirra mikla missi. Böddi og Ásdís Við kveðjum nú einn okkar kær- asta vin og félaga, sem kallaður var burt langt fyrir aldur fram. Vinátta okkar náði langt aftur, þetta virðist samt stuttur tími, þeg- ar litið er til baka. Þegar lagt er af stað frá ungl- ingsárum til móts við fullorðinsár, veljast með samferðamenn, sem missterk tengsl eru bundin við. Haldist viná,ttuböndin út tímann, hefur myndast vinátta, sem vaxið hefur með þroska og er byggð á grunni, sem fátt getur raskað. Það þurfti ekki að hafa orð á öllum hlut- um, þeir skildust. Þannig vin höfum við misst. og við vitum að ekkert getur orðið eins og áður, tengslin við Þórð Má og Arndísi hafa verið okkur ómetanleg og þau tengsl, sem hafa myndast milli barnanna okkar. Lífíð heldur áfram, og við ber- umst með, reynslunni ríkari, því við vitum nú enn betur en áður, að allt er í heiminum hverfult og rás atburða aðeins að litlu leyti undir okkar stjóm. Minningin um vin okkar, Þórð Má, mun fylgja okkur alla tíð. Gunnar, Kristinn og Ingibjörg Þann 12. maí bárust mér þær harmfregnir að mágur minn Þórður Már hefði látist í slysi. Þórði Má kynntist ég fyrir rúm- um 9 árum, er hann og Arndís syst- ir mín byijuðu samband sitt. Ást þeirra óx og dafnaði með ári hveiju. Ég man þann dag er dóttir þeirra Ruth Þórðar fæddist árið 1988, hann kom svo ánægður til mín og sagði að þau hefðu eignast fallegustu dóttur í heimi. Þau sem voru svo ánægð og hamingjusöm, nýbúin að festa kaup á stærri íbúð og annað barn í vændum. Hver er tilgangurinn? spyr maður sig. En hann fáum við ekki að vita. Ég trúi því að seinna eigum við öll eftir að hittast þar sem bíður okkar stærra og meira verkefni. Þórður Már var einn af þeim fáu sem hafði þann góða eiginleika að koma manni alltaf í gott skap. Hann var vinmargur og hvar sem hann kom var margt fólk í kringum hann. Alltaf var mikill gestagangur á heimili þeirra, þar var maður ætíð velkominn og gott að setjast niður og ræða málin. Þórður Már Minning: Bjarni Jörundsson frá Bíldudal Fæddur 1. desember 1912 Dainn 25. maí 1990 Þakkarorð verða alltaf fátæk- leg. Mig langar þó að minnast í örfáum orðum tengdaföður míns, Bjarna Jörundssonar, skipstjóra frá Bíldudal. Bjarni lést eftir stutta sjúkra- húsvist í fjarlægu landi þar sem hann dvaldi í sumarieyfí ásamt eiginkonu sinni, Önnu Júlíusdótt- úr. Bjami hafði mikið yndi af því að ferðast síðari árin eftir að hann fluttist til Reykjavíkur 1971. Margar ferðirnar fóru Bjami og Anna innanlands og utan með vinafólki sínu, Olínu og Páli, sem Bjarni hafði miklar mætur á. Tvær utanlandsferðir sem við Guðmund- ur fómm með tengdaforeldrum mínum í em mér sérstaklega minnistæðar. Bjama hlakkaði mjög til þessa sumars því hjónin ætluðu að fara vestur í heimahagana á Bíldudal. Honúm var oft hugsað til heima- byggðarinnar fyrir vestan og bar mikla hlýju til hertnar. Hann var einnig spenntur fyrir því að prófa nú nýju bílaferjuna, Baldur, yfir Breiðafjörð. En það fór á annan veg, Bjarni tók sér lengri ferð á hendur. Ég veit að baranabörnin koma til með að sakna afa síns, sérstak- lega þau yngstu sem nutu hans svo vel. Hann gaf þeim alltaf tíma og sýndi þeim vinsemd og hlýju sem þáu kunnu vel að meta. Það er þeim svo eftirminnilegt þegar afi tók þau með sér niður á bryggju til að veiða. Bjarni var ungur í anda og hafði mikinn áhuga á íþróttum, sérstak- lega knattspyrnu og handknatt- leik. Hann fylgdist grannt með gengi íslensku landsliðanna og alltaf hríngdi hann á heimili okkar eftir landsleiki og ræddi við Guð- mund um frammistöðu einstakra leikmanna. Hann var mikill íslend- ingur í sér og vildi merki íslands hátt á lofti. Ég vil þakka Bjarna fyrir allar samverustundirnar sem gleymast seint. Hann var sérstaklega dag- farsprúður og góður maður. Elsku Anna og börn megi Guð styrkja ykkur á erfiðri stund. Kristjana Jónatansdóttir Þegar síminn hringdi snemma morguns 25. maí varð mér hvert við. Um tíma höfðum við beðið í mikilli óvissu, þar sem líf Bjarna hafði hangið á bláþræði í fjarlægu landi í marga daga og við gátum lítið aðhafst nema fylgst með í gegnum síma. Kynni mín af Bjarna Jörunds- syni hófst þegar ég kom fyrst til Bíldudals árið 1967. Ári áður hafði ég kynnst dóttur Bjarna, Mary. Hann og kona hans tóku mér ákaf- lega vel og hefur samband okkar ætíð verið með miklum ágætum. Bjarni var sjósóknari mikill og farsæll skipstjóri. Hann rak um áratugaskeið útgerð á Bíldudal. Fyrst með Gísla Friðrikssyni og Sæmundi Ólafssyni, sem síðar hætti með þeim félögum. Eftir það ráku þeir Bjarni og Gísli saman útgerðina til dauðadags Gísla árið 1971. Lát Gísla var Bjarna mikið áfall. Ég hef sjaldan orðið vitni að jafn mikilli virðingu á milli vina. Þeir voru nánast óaðskiljanlegir. Upp í huga minn koma veiðiferðir í Laxá í Aðaldal, sem við fórum nokkrum sinnum saman í. Þær ferðir eru mér ógleymanlegar. Þar kom margt spaugilegt fyrir og gaman var að fylgjast með þeim félögum. Við lát Gísla hætti Bjarni útgerð og flutti til Reykjavíkur. Bjarni var fínlegur maður og mikið prúðmenni. Hann var gæfu- maður í einkalífi. Hann kvæntist mikilli . sómakonu, Önnu Júlíus- dóttur, sem einnig er ættuð úr Arnarfírði. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Mary, sem er elst, Guðmund, skipstjóra, Sigríði, hjúkrunarfræðing og Unni, sem lést aðeins sex mánaða gömul. Fyrir hjónaband eignaðist Bjarni tvo syni, Jörund, sjómann í Reykjavík og Sigurð, skipstjóra, á ísafírði, en hann lést langt um aldur fram liðlega fertugur. Sam- band Bjarna við syni sína var alla tíð mjög gott. Barnabörn Bjarna eru orðin tólf og sakna þau nú öll góðs afa síns. Um leið og ég enda þessi fátæk- legu orð mín óska ég tengdaföður mínum velfarnaðar á vit hins ókunna. Megi góður Guð styrkja eiginkonu hans og börn. Vertu sæll kæri vinur. Ragnar Austmar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.