Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990
41
Chanel-dragtin í fiillu gildi
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Það er engum blöðum um það að
fletta að fáir (ef nokkur) tískuhönnuðir
hafa haft jafn mikil og langvarandi áhrif
í tískuheiminum og Coco Chanel. Nýj-
asta sönnun þess er að sjá í sumartísk-
unni í ár, en þar er Chanel-jakkinn mik-
ilsráðandi.
Chanel-dragtin, jakki og pils, kom
fram á sjónarsviðið árið 1926 og hefur
aldrei farið úr móð síðan. Örlítil breyting
hefur orðið á pilssídd við og við en aftur
fer svo allt í sama farið að nokkrum tíma
liðnum.
En eftir lát Coco Chanel, árið 1971,
var fyrirtækið rekið áfram og árið 1983
gerðist Karl Lagerfeld listrænn ráðu-
nautur þess. í sumar er það sem sagt
Chanel-jakkinn, þ.e. stakur jakki, sem
mest ber á og notaður jöfnum höndum
við pils eða buxur.
Chanel-dragtin, þ.e. samlitur jakki og
pils, stendur samt vel fyrir sínu og er
enn í fullu gildi þó sumartískan geri ráð
fyrir dálitlu fráviki, stökum ljósum jakka,
sem nota má við ýmsar flíkur við ýmis
tækifæri.
Chanel-jakkinn er mikilsráðandi í sumartískunni.
I fótspor karlanna
Mikil breyting hefur orðið á
stöðu kvenna í hinum vestræna
heimi síðustu áratugi, það væri ef
til vill nær að kalla það byltingu.
Konur eru sífellt að hasla sér völl
á nýjum sviðum og hagir þeirra
ekki síst batnað við að verða fjár-
hagslega sjálfstæðar. Á síðasta ári
var gerð umfangsmikil könnun í
Bretlandi, til að komast að því,
hváða breytingar höfðu orðið á
lífsvenjum þarlendra kvenna þegar
þær eru komnar á fullt skrið í
lífsbaráttunni, við hlið eða í fótspor
karlanna, svona eftir því hvemig á
það er litið. Niðurstaða þeirrar
könnunar varð ekki öllum gleði-
efni, svo mikið er víst, og sýnt
þykir að konur hafa tamið sér suma
af ósiðum karlanna, sem alveg
hefðu mátt missa sig.
Áfengi og tóbak
Áfengisneysla kvenna í Bret-
landi hefur aukist um 14% á árun-
um 1978-1987. Þar eiga einhleypar
konur stærstan hlut að máli, þær
drekka meira en giftar konur, frá-
skildar og ekkjur. Á sama tíma
minnkaði áfengisneysla breskra
karla um 4% en þær breytingar
orðið, að fráskildir karlar eru orðn-
ir mestu svelgimir og hafa þar
farið fram úr piparsveinunum.
Á árinu 1988 létust helmingi
fleiri breskar konur úr lungna-
krabba en árið 1974 og er aukinni
tóbaksneyslu kennt um.
baks- og áfengisneyslu.
SIEMENS
Lítið inn til okkar og skoðið vönduð ^
vestur-þýsk heimilistœki!
Hjá SIEMENS eru gœði, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 28300
Teppabúðin hf. fagnar 2 ára afmæli sjnu, opnun glæsilegrar flísadeildar og nýjum
viðskiptasamböndum með rækilegum afmælisafslætti í 5 daga.
#