Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 iZlitcUZCL Heílsuvörur nútímafólks 15-20 % AFMÆLISAFSLÁTTUR FLISAR TEPPABÚDIN H/F. SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91-68 19 50 STÝRILIÐAR SEGULROFAR YFIRALAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSROFAR TIMALIÐAR ROFAHUS Hagstættverö = HÉÐINN = VELAVERSLUN. SÍMI 624260 LAGER-SERPANTANIR-DJÓNUSTA með 5 þrepa hraðastilli /rQnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 s» b( srðviftur 2ja og 3ja hraöa meö hliöarsnúningi 4 loftviftur Tónmenntaskól- inn brautskráir 43 nemendur NÝLEGA lauk Tónmenntaskóli Reykjavíkur 37. starfsári sínu. Alls útskrifuðust 43 nemendur að þessu sinni. Af þeim tóku 23 inn- tökupróf í Tónlistarskólann í Reykjavík. I Tónmenntaskólanum voru alls 522 nemendur í vetur. Kennarar voru um 50. Tónmenntaskóli Reykjavíkur útskrifaði 43 nemendur í vor. Hrútafjarðará: Hreppsneftid Staðarhrepps þingar um nýtt brúarstæði VEGNA mótmæla ellefu íbúa í Staðarhreppi við framkomnum tillög- um Vegagerðar ríkisins um nýtt brúarstæði yfir Hrútaíjaröará hefúr hreppsnefnd Staðarhrepps sent Vegagerðinni bréf þar sem hún fer fram á að kannað verði hvort unnt sé að brúa Hrútafjarðará þar sem gamla brúin er nú og gera þar vegamót Norðurlandsvegar og Hólmavíkurvegar svo viðunnandi yrði miðað við þann umferðar- þunga sem þar myndi vera. ■ í SAMVINNU Menntamála- ráðuneytisins og Heilbrigðis- og rannsóknaráðs ÍSÍ hafa verið veittir styrkir til rannsókna á sviði íþrótta. Fimm umsóknir bárust og hlutu fjórir úthlutun og komu til úthlutunar kr. 500.000. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru: Leifur Franzson, lyfjafræðingur til rannsóknar er hann nefnir Mein- efnafræði velþjálfaðra íþrótta- manna kr. 150.000. Erlingur Jó- hannsson, námsmaður við Norska íþróttaháskólann í Osló til rann- sóknar er hann nefnir Kolvetnis- efiiaskipti í vöðvafrumum kr. 150.000. Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi fyrir verkefni er hann nefnir Famntag i Norge og i Island kr. 25.000. Til rannsóknarverkefnis er Heil- brigðis- og rannsóknaráð gengst fyrir undir stjórn Jóns Gislasonar, næringafræðings og nefnist Neyslukönnun úrvalsíþróttafólks kr. 175.000. I svarbréfí Vegagerðarinnar seg- ir að tæknilega sé hægt að brúa Hrútafjarðará á sama stað og nú er. Einnig sé hægt að lagfæra vega- mótin eitthvað en ekki yrði um góða lausn að ræða. Hjá umdæmis- stjórum Vegagerðarinnar hefur auk þess komið fram að erfiðleikar yrðu með tengingu við Brúarskála við þjóðveg eitt ef míðað væri við um- rædda vegalínu. í framhaldi af þessu hefur hreppsnefnd Staðarhrepps ályktað að á meðan að ekki liggur fyrir tæknileg lausn á vegamótum og tengingu við Brúarskála sé ótíma- bært að taka afstöðu til áskorunar aðalfundar Kaupfélags Hrútfirð- inga til Bæjar- og Staðarhrepps um að hafna hugmyndum um nýtt brú- arstæði. Sveitastjórnin hefur óskað eftir því að Skipulagsstjórn ríkisins sjái um að tillögur vegagérðarinnar að vegastæði verði auglýstar opin- berlega þannig að allir hefðu mögu- leika á að koma á framfæri athuga- semdum varðandi málið. I tillögu, sem Vegagerðin mælir sérstaklega með, er gert ráð fyrir að vegurinn liggi um 40 metra fyr- ir neðan Staðarskála og tengist inn á Norðurlandsveg um 600 metra norðan við skálann. Gert er ráð fyrir að brúa Síká og Hrútafjarðará með, einni tvíbreiðri brú. Karlakórinn Heimir. Karlakórinn Heimir úr Skaga firði í tónleikaferð syðra KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði fer í tónleikaferð um Suðvest- ur- og Suðurland nú í byrjun júnímánaðar. I lor með kórnum er Atlantictríó, frá Wales, sem leikur í sönghléi. I ferðinni heldur kórinn ferna tónleika. Þeir fyrstu verða í félags- heimilinu Logalandi í Borgarfirði fimmtudaginn 7. júní klukkan 21. Næstu tónleikar verða í Langholts- kirkju í Reykjavík 8. júní klukkan 20.30, þá í Hveragerðiskirkju laug- ardaginn 9. júní klukkan 16.30 og lokatónleikar ferðalagsins verða í félagsheimilinu Aratungu sama dag, 9. júní, klukkan 21. Stjórnandi kórsins er Stefán R. Gíslason, undirleikarar eru Richard Simm á píanó og Jaqueline Simm á óbó. Einsöngvarar með kórnum í Langholtskirkju verða Siegelinde Kahmann og Sigurður Björnsson, einnig syngja nokkrir kórfélagar einsöng og tvísöng með kórnum. Á Efnisskránni eru bæði íslensk lög og óperukórar frá ýmsum löndum. Atlantictríó skipa Christopher Coo- per á píanó, Rachel Streeter á þver- flautu og Jaqueline Simm á óbó. Leiðrétting Mishermt var í frétt um útgáfu bæklings um akstur utan vega, sem birtist á bls. 37 í laugardags- blaði Morgunblaðsins, að Land- vemd stæði fyrir útgáfunni ásamt lögreglunni. Það er Náttúruvernd- arráð, sem á aðild að útgáfunni. BOSCH STARTARAR—RAFALAR ___yiðgerðarþjónusta_ BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9, síml: 38820 Alþýðuleikhúsið: > Isaðar Gellur í leikferð Alþýðuleikhúsið leggur upp í leikferð með gamanleikinn Isað- ar Gellur þann 8. júní nk. Ferð- inni er heitið til Vestfjarða. Leik- ritið Isaðar Gellur segir einmitt á gamansaman og hispurslausan hátt frá dvöl þriggja breskra stúlkna við fískvinnslu í vest- fírsku sjávarplássi. Höfundur er Frederick Harrison. Leikendur í ísuðum Gellum eru þau Ása Hlín Svavarsdóttir, Halldór Björnsson, Ingrid Jónsdóttir og Ól- afía Hrönn Jónsdóttir. Leikstjóri er Hávar Siguijónsson. Fyrirhugaðar eru 7 sýningar á Vestfjörðum: Á Patreksfirði 8. júní kl. 20.30, á Táiknafirði 9. júní kl. 20.30 og á Bíldudal 10. júní kl. 20. Helgina 15.—17. júní verður sýnt á Bolungarvík 15. júní kl. 20.30, á Isafirði verða tvær sýningar þann 16. júní kl. 17 og 20.30 og loks verður sýnt á Suðureyri 17. júní kl. 20.30. Helgina 22.-24. júní verður sýnt í Bíóhöllinni á Akranesi 22. júní kl. 20.30 og í Vestmanna- eyjum verða tvær sýningar, þann 23. Leikrit eftir Erling E. Hall- dórsson Leiklistarstöðin hefur gefið út bókina Karnival eða Áttundi ára- tugurinn með leikritum Erlings í fréttatil- kynningu segir |:j! m.a.: „I Karnival "jB ' eða Áttunda ára- tugnum birtast ævaforn minni „karnivalsins": Leikritið gerist í fertugsafmæli reykvísks hefð- Eriing E. armanns, sem Halldorsson hefur letrað á sitt garðhlið: Hér býr hamingjan, en eftir settum reglum karnivalsins kemur djöfullinn í heimsókn í líki heillandi „poppara“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.