Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990
53
COSPER
Júlíus Sólnes fékk 25 stig af 25 stigum möguleg-
um.
— Þetta er merkilegt, ég er bæði heppinn í spilum
og ástum.
SPAUGSTOFAN
LEITIN AÐ
LÉTTUSTU
LUNDINNI
Morgunblaöið/Einar Falur
Kristján Ólafsson stjórnaði forkeppninni af miklum
skörungsskap.
Spaugstofan leggur land undir fót
í sumar og flytur dagskrána „í
gegnum grátmúrinn" í tuttugu og
einum kaupstað og kauptúni dagana
17. júní til 9. júlí. Hluti af leikferð-
inni verður spaugkeppnin „Leitin að
léttustu lundinni“ sem öllum lands-
mönnum gefst kostur á að taka þátt
í. Ýmist með því að troða upp á
skemmtunum Spaugstofunnar í sum-
ar eða með því að senda hvers kyns
spaugsögur skriflega til skrifstofu
Spaugstofunnar í Reykjavík
Að sögn Spaugstofumanna er öll-
um landsmönnum með sæmilega
óbrenglaða kímnigáfu heimilt að
taka þátt í keppn-
inni sem verður
tvískipt.
Á hveijum stað
munu heimamenn
og gestir geta
skráð sig tit þátt-
töku í spaugképpn-
inni milli klukkan
16-18 daginn sem
Spaugstofumenn
skemmta. Allt að
fimm tilvonandi
spaugarar verða
valdir úr eftir
ákveðnum reglum
og þeim verður
síðan boðið að
koma upp á svið í
miðri sýningu og
fremja sitt spaug.
Á hveijum stað
verður einn þátt-
takenda krýndur
heiðurspeningi og í
Sigurvegari forkeppninnar var
tolleraður af viðstöddum.
hveiju kjördæmi verður svo valinn
„léttasta lund“ kjördæmisins. Átta
efnilegustu kjördæmaspaugarar
landsins koma svo til Reykjavíkur í
miðju sumri til að taka þátt í úrslita-
keppninni. Sigurvegarinn,„Léttasta
lundin 1990“, verður boðinn í spaugi-
lega ferð til útlanda.
Keppnin verður líka háð bréflega.
Öllum landsmönnum verður gefinn
kostur á að senda trúnaðarmönnum
keppninnar spaugsögur. Tíu bestu
spaugin verða valin til birtingar og
höfundar þeirra fá að auki 5000
króna viðurkenningu. Efnisval þátt-
takenda í spaugkeppninni er frjálst.
Spaugstofan áskil-
ur sér hins vegar
rétt til að hafna
keppendum sem
vilja gera kyn-
þáttafordóma,
klám og guðlast að
gamanmálum.
„Leitin að létt-
ustu lundinni"
hófst formlega við
Kjarvalsstaði á
fimmtudag mcð því
að Steingrímur J.
Sigfússon landbún-
aðarráðherra sagði
fyrstu spaugsögu
sumarsins. I fót-
spor hans fylgdu
Haukur Halldórs-
son, Björn Frið-
finnsson, Jóhannes
Kristjánsson, Helgi
Daníelsson, Júlíus
Sólnes og
Steingrímur Hermannsson. Júlíus
Sólnes varð sigurvegari keppninnar
en hann hlaut 25 stig af 25 möguleg-
um.
„Leitin að léttustu lundinni," er
samstarfsverkefni Spaugstofunnar
og Samstarfshóps um sölu á lamba-
kjöti.
SUMARBUÐIR
Líkt og undanfarin sumur mun íþróttasamband fatl-
aðra starfrækja sumarbúðir fyrir fatlaða á Laugarvatni
í sumar, þar sem megináherslan verður lögð á íþrótt-
ir og útivist. Haldin verða þrenn viku námskeið á tíma-
bilinu 20. júlí - 10. ágúst.
Umsóknum um dvöl í sumarbúðunum þarf að skila á
sérstökum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu íþrótta-
sambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni í Laugardal,
fyrir þriðjudaginn 12. júní nk.'
Þar er einnig unnt að fá allar nánari upplýsingar um
sumarbúðirnar. Síminn á skrifstofunni er 83377.
ELLIARIN
Eyjakonan unir hag
sínum vel
Ingigerður Sigurbrandsdóttir
sem nú dvelur á Dvalarheimil
inu í Stykkishólmi hefír átt
stormasama lífdaga og misjafna.
Við Breiðafjörð inn hefir hún átt
sinn starfsvettvang. Hér unir hún
glöð og ánægð og rík af öðru en
veraldargæðum.
Ingigerður fæddist í Skáleyjum
á Breiðafirði 1901 og ólst upp hjá
þeim ágætishjónum Kristínu og
Skúla Bergsveinssyni. Það voru
fleiri sem nutu mannkosta þeirra
hjóna. Eftir dvölina í Skáleyjum
var hún ár í Flatey og 5 í Svefneyj-
um. Þaðan lá leið hennar til Rúf-
eyjar með manni sínum, Valde-
mari Sigurðssyni. í Öxney var hún
21 ár ráðskona Jónasar bónda.
I Stykkishólmi hefir hún verið
seinustu árin á Dvalarheimilinu
og unir hag sínum vel, nær 90
ára. Og ef maður minnist á rysj-
ótta ævi, segir hún: „Ojá, maður
þurfti að taka til hendi en margar
voru og eru líka sólskinsstundirn-
ar.“
— Arni
BIODROGA
BODY FORMING líkamssnyrtilínan
BODY FORMING likams-
snyrtilínan frá BIODROGA
hefur sannað gæði sín og
áhrif. Nú gefst viðskiptavin-
um BIODROGA kostur á
sérstöku tilboði þar sem eru
saman í pakka tvö vinsælustu
kremin í BÖDY FORMING
líkamssnyrtilínunni, þ.e.:
1) *MASSAGE CREAM 50
ml*, berist á appelsínu-
húð og alla slappa húð
eftir bað.
2) *SHOWER PEELING
50 ml*, nuddist létt á
allan líkaman fyrir bað
Tilboðsverð
1.750, ■ kr. pakkinn
Póstkröfusendum
Einu sinni BIODROGA alltaf BIODROGA
Útsölustaðir:
Stella, Bankastræti 3; Ingólfsapótek, Kringlunni; Brá, Laugavegi 72; Gresika,
Isnyrtistofa, Rauðarárstíg 27; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Kaupfélag Skagfirð-
iinga; Kaupfélag Eyfírðinga, Akureyri; Húsavíkurpótek; Vestmannaeyjaapótek.
L