Morgunblaðið - 05.07.1990, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990
5
Kristinn Morthens í veðurblíðunni við Fjallakofann sem stendur við Meðalfellsvatn.
Morgunblaðið/Sverrir
Sigurbjörg Helga, Sigríður og Guðlaug leika við tíkina Birtu á Langasandi.
Brynjólfur Einarsson og Hilmar
Páll Jóhannsson hressa upp á
vínrauða ljósastaurana á Akra-
nesi.
Níu manná hópur úr vinnuskóla
Akraness var í matarhlé og sólaði
sig þar sem skjól var að hafa.
Krakkarnir voru sammála um að í
slíku veðri væri gott að vinna en
þau höfðu nýlokið við að slá og
hirða á bletti þar skammt frá. „Það
er freistandi að leggjast í sólbað
en við látum það ekki eftir okkur,“
sögðu krakkarnir en kvörtuðu þó
ekki yfir því að þau væru ekki úti-
tekin enda hefði veðrið verið gott
nær allan júnímánuð.
Og skammt þar frá sat grunn-
skólakennarinn Rögnvaldur Einars-
son og bar fúavörn á grindverk.
„Þetta er veðrið til að dytta að, ég
reyni að vinna dálítið heimavið á
sumrin, milli þess sem ég skrepp á
sjó,“ sagði hann.
Að síðustu lá leiðin niður á
Langasand þar sem nokkrar stúlkur
gættu barna á meðan stöllur þeirra
léku sér í sjónum og þurrkuðu sig
í sólinni þess á milli. Þær Lára
Gísladóttir, 12 ára, Heiðrún Mar-
teinsdóttir og Guðrún Gísladóttir,
11 ára sögðust oft bregða sér niður
í fjöruna í góðu veðri. Þær yrðu
þó að gæta barnanna sérstaklega
vel þar sem þau hlypu annars út í
sjó. „Við förum svo oft með þau í
sund að þau halda að sjórinn sé
sundlaug,“
En það var enginn sem hindraði
tíkina Birtu í að fara í sjóbað. Hún
göslaðist alsæl um í sjávarmálinu,
með spýtu sem eigandi hennar kast-
aði til hennar. Og ekki minnkaði
gleðin þegar ein stelpnanna sem
legið hafði í sólinni brá sér út í
kaldann sjóinn til að leika við hana.
LISTA' OG ÓPERUKLÚBBURINN
O 0
TOFRAR ITALIU
2ja vikna listskodun og lífsnautn
í fegurstu héruðum og borgum Italíu.
Brottför 24. ágúst.
Vinsamlega staðfestið pantanir strax
FERÐAMÁTl: Flug til Milano og til baka frá Róm. Akstur um Ítalíu
í glæsilegustu gerð farþegavagna.
GISTIIMG: Alls staðar á 4-5 stjörnu hótelum, sérvöldum með
tilliti til staðsetningar og gæða
HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR:
1. Milano, m.a. La Scala óperan og síðasta kvöldmáltíð Leonardo
da Vinci.
2. Stórfengleg óperusýning með bestu söngvurum heimsins í
Arenunni í Verona, hinni einstæðu miðaldaborg Rómeós og
Júlíu.
3. Heillandi fegurð Gardavatns: Sirmione, Bardolino, Garda,
Torbole, Riva og Limone.
4. Listir og líf í Feneyjum, þar sem gist verður á Hótel Splendide
Suisse við Canal Grande og skammt frá Markúsartorgi, til að
upplifa töfra borgarinnar á nóttu sem degi.
5. Hjarta Ítalíu - listaborgin Flórens - þar sem gist er í 3 daga
í hjarta borgarinnar til að sjá með eigin augum snilld renaiss-
ansins, mestu listfjársjóði veraldar.
6. Pisa, Siena og Assisi, borgirnar, sem eru sjálfar eins og undur-
fagurt safn, ótrúlegri en orð fá lýst.
7. Borgin eilífa, RÓM, fyrrum miðpunktur heimsins, hefur engu
tapað af þeim segulmagnaða krafti, sem dregið hefur að ferða-
menn frá öllum heimshornum í 2000 ár.
Ef listir, saga og fegurð höfða til þín, er þetta ferð, sem þú mátt
ekki missa af.
Allur viðurgjörningur, matur og vín eins og best gerist í gósen-
landi sælkera.
Skipulag og fararstjórn: Ingólfur Guðbrandsson
Okkar mat: Óviðjafnanleg ferð með ákveðinn gæðastimpil, þar
sem lífsnautn og listnautn sameinast í góðum félagsskap.
FERÐIN ER AÐ FYLIAST
„Þetta er ferðin sem ég hef lengi
beðið eftirsegja margir
AUSTURSTRÆT117, 101 REYKJAVIK , SÍMI: (91) 622 011 & 62 22 00